Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 19 Vaxandi markað- ur fyrir íslenskar vörur í Grænlandi I S L A N D H . F . StJ örnarformaður Vigdls Finnbogadóttir Stj 6rn (rlkisrSS) Forstjóri Þorsteinn PSlsson Deildarstjöri (rSSherra) Deildarstjóri (ráöherra) Delldars-tjóri (ráðherrj) Deildarstjóri (ráSherra) Deildarstjóri (ráftherra) Deildarstjfiri (ráðherra) Umboðsmenn (þingmenn) f frá aðeins áfyllingarmarkaður í innflutningi. Fyrirtækin stækka nánast ekki meira, nema knésetja önnur eða innlima þau í sinn rekst- ur. Útþenslan í einkageiranum hef- ur séð fyrir endann á sjálfri sér, og þess vegna að mínu mati óhætt að hleypa erlendu fjármagni inn í landið. Á hinn bóginn er opinberi geirinn á fullri ferð í þenslu, og þar þurfa stjómvöld að grípa í taumana. Aðeins með peningastreymi, úti- búum í öðrum löndum, leyfðri verð- bréfasölu („portofolio") og fjárfest- ingum erlendis fyrir okkur íslend- inga, er möguleiki til þenslu þjóð- félagsins íslands hf. í framtíðinni, og það er frá og með nú. ísland hf. er 247 þúsund manna þjóðfélag, og því aðeins meðalstórt fyrirtæki á heimsmælikvarða. Væri ekki skynsamlegt að skoða þetta fyrirtæki okkar í ljósi þess, að Vig- dís Finnbogadóttir er stjórnar- formaðurinn, stjórn fyrirtækisins er ríkisráð, forsætisráðherra er for- stjórinn, ráðherramir deildar- stjórar, þingmennimir umboðs- menn og síðan hluthafamir starfs- menn. Við emm ekkert milljóna- bákn! ísland hf. á alla framtíð fyrir sér, en aðeins með persónulegu og fjármálalegu frelsi. Svarta kúlan Oft hefur landanum tekist að kveikja í svartsýni samlandans, og er eftirfarandi dæmi- og mynda- saga, sem er sönn, góð heimild um það. Árin 1981 og 1982, verðbólguár- in, lenti ég undirritaður í því að þrúgast af dæmigerðri neikvæðni vegna fjölmiðla og stjórnmála- manna. Ég varð neikvæður, (þó jákvæður sé að eðlisfari), og sá ekkert nema vandamál, eitt alls- herjar vandamál. Ég hætti að sjá þjóðfélagið, fyrirtækið og fólkið mitt í réttu ljósi. En hvemig sem ég þreifaði fyrir mér, fann ég aldr- ei þetta vandamál. Það var ekki áþreifanlegt. Öllu heilli fór ég erlendis í lok ársins 1982 og velti því fyrir mér þar hvað var að gerast, og teiknaði þá eftirfarandi teiknimyndaröð, semsé, ég læknaði sjálfan mig á myndrænan hátt. Myndaröðina mætti heimfæra upp á stjómmála- menn í dag. Lokaorð Erfíðlega virðist okkur þó ganga að koma okkur út úr Njálu. Njála er sú saga sem best lýsir okkur íslendingum. Sú saga á að öllu leyti við okkur enn þann dag í dag. Hárið á Hallgerði og boginn hans Gunnars em talandi dæmi fyrir okkur íslendingana og slúðrið í Njálu ekki síður. Ef okkur tekst í hvaða mynd sem það er, að hörfa örlítið frá okkar gömlu hefð, en það er að vera endasleppir og hefni- gjamir, beiskir og öfundsjúkir og leiða hugann jákvætt að íslandi hf. sem sameiginlegu fyrirtæki okkar allra, er okkur vel borgið. ísland hf. var stofnað árið 874 og er því 1114 ára gamalt fyrir- tæki, rótgróið og traust með vilja góðra manna, og á alla framtíð fyrir sér, ef það verður opnað frels- inu til fulls. Helst vildi ég losna við að yrkja aftur limru á borð við eftirfarandi, sem ort var 1982 í verðbólgubálinu og ég hef kosið að kalla Fjár(-ans) málin. Fjármálin stefndu fjandans til Fjárinn með stöðuna sér í vil loks tðk að rofa ég fór að lofa Guð fyrir það, sem ég alls ekki skil En fjármálin tóku aftur stökk Fjárinn þá sjálfur setti í mig kökk margt var að varast ég var að farast Loks var það bannsettur Fjárinn sem stökk Tvær spumingar brenna á mínum vöram, sem fræðimenn í viðkomandi greinum gætu svarað: 1) Er það ekki verðbólguhvetj- andi að fyrirtæki fær ekki að taka erlent lán til vörukaupa, (án skuld- bindinga íslands hf.) á lágum vöxt- um, í stað þess að þurfa að taka lán í gegnum bankakerfíð á háum vöxt- um. Lán sem Seðlabankinn í raun tekur erlendis frá til endurláns gegnum bankakerfíð til fyrirtækja? 2) Getur það verið að ísland hf. sé ekki aðeins mettað verslunar- og viðskiptalega, heldur einnig á menntunarsviðinu. Allir vilja í dag ná æðri menntun, sem er góðra gjalda vert. En því fleiri sem fara í æðri menntun, því færri höfum við til kennslu nægjanlega mennt- aðra, m.a. vegna lélegra launa kennara, sem þýðir í raun lakari nemendur á hinu æðra menntunar- stigi. Þetta er verðugt verkefni fyr- ir stjómvöld og hættulegt íslandi hf. í framtíðinni. Höfundur er forstjóri Veltish.f. ÍSLENDINGAR fluttu á siðasta ári út vörur til Grænlands fyrir 123 mil(jónir króna og er það hátt í þreföldum frá árinu áð- ur, en útflutningur til Græn- lands var nánast engin þar til þá. Mest hefur verið flutt út af útgerðar- og fiskvinnsluvörum og annarri iðnframleiðslu, að því er fram kemur í frétt frá Verslunarráði, en ráðið efnir nú til kynningar á möguleikum islenskrar verslunar til að taka upp almenn viðskipti við Græn- lendinga. Kynning þessi verður haldin á morgunverðarfundi í Hallargarði Veitingahallarinnar hinn 3. maí nk. og hefst kl. 8. Þar mun Jens Ingólfsson, markaðsstjóri hjá Út- flutningsráði, skýra frá reynslu ráðsins af stórvaxandi samskipt- um við Grænlendinga og greina frá aðstæðum til verslunarvið- skipta þar. Áuk útflutnings á íslenskum iðnvamingi til Grænlands hafa íslendingar haft nokkrar telq'ur af þjónustu, svo sem vegna flug- samgangna. Þá hafa íslenskir verktakar unnið að talsverðum verkefnum í Grænlandi síðustu misseri, m.a. við byggingu sútun- arverksmiðju og endurbyggingu fiystiiðnaðar á þremur stöðum. Verslun á Grænlandi hefur ver- ið að opnast allra síðustu árin, segir í frétt Verslunarráðs. Heild- sala er nær öll í höndum hinnar opinbera verslunar heimastjómar- innar, KNT, og um helmingur smásöluverslunarinnar, en ekki eru nema 2 ár síðan Grænlending- ar tóku þessi mál í sínar hendur. Áður var það lagaskylda Konung- lega grænlenska verslunarfélags- ins að tryggja aðdrætti. Heildsöluveltan var um 12 millj- arðar króna á síðasta ári. Sáralít- ill iðnaður er á Grænlandi og því þarf að flytja inn nær allar vörur á þennan markað sem telur um 55 þúsund manns. í fréttinni segir að Grænlendingar hafí sjálfír sýnt áhuga á að auka almenn viðskipti við Islendinga og fundur Verslun- arráðsins sé liður í að kanna hugs- anleg viðbrögð við því. RAMVAN DODGE RAM VAN B250, ÁRGERÐ 1988,,ER FR^MÍJRSKARANDI VINNUÞJARKIJR A FRABÆRU VERÐI: AÐEINS KR. 945.000,- Vél: V8 318 Cid vél með beinni innspýtingu. Mál: Lengd 5m, breidd 2,02m, hæð 2,05m. Vörurými: Lengd 2,82m, breidd l,83m, hleðslugeta 1,5 tonn. Gluggar á hliðum og afturgafli. Innifaliö í verði: Sjálfskipting • Aflstýri • Læst mismunadrif • Styrkt fjöðr- un • Krómaðir stuðarar, grill og umhverfis glugga, o.fl. Allt þetta færðu fyrir aðeins 945.000.- Greiöslukjör: T.d. 25% í útborgun og afganginn á 2Vi ári. Opid kl. 9-6 virka daga og kl. 1 - 5 á laugardögum. m JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 JOFUR — ÞEGAR ÞU KAUPIR BIL *gBBggaga»ji»jaiiaMMfli)pwi^i)aiBgBaaBBBgBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.