Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
+ Elsku litla dóttir okkar og systir, HREFNA BJÖRG, lést 29. apríl. Haukur Kr. Eyjólfsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Vera Björt Hauksdóttir.
+ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, STEINN EGILSSON, Hátúni 8, lést í Landakotsspítalanum föstudaginn 29. apríl. Jónína Jóhannsdóttir, Jóhann Steinsson, Eyþór Steinsson.
+ Móðir okkar, MARGRÉT ÞORMÓÐSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 29. apríl. Pótur Haraldsson, Guðbjörg Haraldsdóttir Bay, Þormóður Haraldsson.
+ Ástkær eiginmaður minn, AXELSMITH, Reynimel 72, andaðist á Landspítalanum 30. apríl. Ásta Egilsdóttir.
+ Ástkær eiginmaöur minn, MAGNÚS VILMUNDARSON, Engihlíð 10, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum þann 29. apríl. Ásdfs Guðlaugsdóttir.
+ Faðir okkar, STEFÁN ÁGÚST KRISTJÁNSSON fyrrverandi forstjóri frá Akureyri, andaðist 1. maí. Annella Stefánsdóttir, Friðrik D. Stefánsson.
+ Móðir okkar, SIGURRÓS JÓNASDÓTTIR, Ásvallagötu 53, andaðist 1. maí í Borgarspítalanum. Pálina Eggertsdóttir, Jónas Eggertsson.
+ Eiginkona mín, SVEINSÍNA BALDVINSDÓTTIR, Skálagerði 17, Reykjavík, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 1. maí. Óskar Gunnlaugsson.
+ Móðir okkar, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Esjubergi, Kjalarnesi, lést í Borgarspítalanum 29. apríl. Árni Snorrason, Oddný Snorradóttir, Gisli Snorrason.
gMMHMWHMMKffUHHNWMlllMHWMWMVWMinW
Minning:
Hallur Krisijáns-
son fv. póstfulltrúi
Fæddur 2. ágúst 1906
Dáinn 24. apríl 1988
Þegar nóttin kemur og færir þér svefninn
að gjöf
þegar hin dularfullu skip rökkursins
flytja anda þinn á ókunn mið,
þá hlustarðu ekki lengur á lagið
sem forlögin leika á fiðlu þína
Nóttin hefur fært þér svefninn að gjöf,
og þú mátt sofa þar til nóttin verður dagur.
(Gunnar Dal.)
I dag verður til moldar borinn
tengdafaðir minn, Hallur Kristjáns-
son. Hann var fæddur að Breiða-
bólsstað á Fellsströnd í Dölum,
næst yngstur tólf systkina. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Sigurbjörg
Jónsdóttir og Kristján Þórðarson,
bóndi.
Vegna veikinda móður hans var
Halli komið í fóstur til hjónanna
Ólafar Guðmundsdóttur og Þórðar
Sigmundssonar, bónda að Teigi og
síðar Skarðsstöðum í sömu sveit,
og ólst upp hjá þeim.
Svo sem tíðkaðist um alþýðuböm
þess tíma, varð Hallur að fara að
vinna fyrir sér strax á bamsaldri.
Hann vann fyrst við sveitastörf en
fór á unglingsaldri til Reykjavíkur
og vann hin ólíkustu störf til sjós
og lands. Hugur hans stóð til náms,
en tímabundin veikindi og kröpp
kjör leyfðu ekki að sá draumur
rættist. Rúmlega tvítugur réðst
Hallur að Pósthúsinu í Reykjavík
og átti þar síðan alla sína starf-
sævi. Allt starf hans þar einkennd-
ist af þeirri nákvæmni og prúð-
mennsku sem honum var lagið.
' í einkalífí sínu var Hallur gæfu-
maður. Árið 1935 kvæntist hann
Ingeborg Nielsen, dóttur hjónanna
Rögnu og Antons Nielsen, skip-
stjóra frá Melbu í Vesterálen í Norð-
ur-Noregi. Hjónaband þeirra hefur
alla tíð einkennst' af ást og sam-
heldni. Það var gaman að sjá, hve
hrifín þau vom alltaf hvort af öðru,
þótt árin færðust yfir.
Þeim Halli varð þriggja bama
auðið. Elst er Inger, kennari í
Reykjavík, gift undirrituðum.
Næstur er Rúnar Þór, vélvirkja-
meistari á Fáskrúðsfírði, kvæntur
Sigfríð Guðlaugsdóttur. Yngst er
Heba, talkennari í Reykjavík, gift
Eyjólfi Eðvaldssyni, húsgagna-
smíðameistara. Bamabömin eru
ellefu og bamabamabömin þrjú.
Ég kynntist Halli og Ingeborg
fyrst fyrir 35 ámm, þegar við Inger
fómm að draga okkur saman. Ég
hafði áður veitt athygli þessum
glæsilegu hjónum, hún ljós, grann-
vaxin og létt, hann brúneygður,
dökkur og virðulegur í fasi. Ekki
var laust við að ég kviði okkar
fyrsta fundi, en sá ótti reyndist
ástæðulaus. Mér var tekið sem syni
frá fyrstu tíð og æ síðan.
Hallur var dulur maður við fyrstu
+
Eiginkona min og móðir okkar,
ÁSTA MARTEINSDÓTTIR,
Háagerðí 41,
Reykjavík,
lóst í Landspítalanum 1. maí.
Gestur Vigfússon
og börn.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
KARL GUNNARSSON
fyrrv. bóndi, Hofteigi, Jökuldal,
Eyjabakka 30, Reykjavík,
andaöist í Vífilsstaðaspítala 30. apríl.
Guðrún Stefánsdóttir
og börn hins látna.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JARÞRÚÐUR BERNHARÐSDÓTTIR,
áður til heimilis í Básenda 3,
Reykjavík,
andaðist á öldrunardeild Borgarspítalans 1. maí.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín,
SIGRÚN GRÍMSDÓTTIR,
Kleppsvegi 134,
lést 1. maí.
Jarðarförin verður ákveðin síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ásgrímur Gunnarsson.
+
Mágkona mín,
ARNDÍS ÞORVALDSDÓTTIR,
áður búsett á Öldugötu 55,
Reykjavík,
lést i Borgarspítalanum í Reykjavík aðfaranótt 2. maí.
Jóna Erlendsdóttir.
iWAlíii-Hi
iffnmnmHiaimniiimiiiMiTtw
kynni. Eðlislæg kurteisi og fágun
í allri framkomu leyndi sér ekki.
Við nánari kynni var stutt í græsku-
lausa glettni og leiftrandi frásagn-
argáfu. Hann var sjóður af fróðleik
um Reykjavík fyrri tíma og íbúa
hennar. Aldrei heyrði ég hann
hnjóða í nokkum mann. Hann var
alinn upp í anda aldamótakynslóð-
arinnar, að skulda engum neitt,
gera ætíð meiri kröfur til sín en
annarra og að hafa réttsýni og heið-
arleika að leiðarljósi.
Hallur var mikill fjölskyldumað-
ur. Fjölskyldan var honum meira
virði en allt annað í lífínu. Bömin
hændust að honum.
Ég átti eftir heilt ár í námi þeg-
ar þriðja bam okkar, Hallur, fædd-
ist. Auraráð voru í knappasta lagi.
Tengdaforeldrar mínur buðu okkur
stóran hlut af sínu húsnæði, án
endurgjalds, og vildu engin frekari
orð um það. Þetta var þeim líkt.
Hjá þeim bjuggum við svo með
bömin í þrjú ár. Aldrei féll skuggi
á þá sambúð. Slíkt gleymist ekki.
Það er svo margs að minnast,
þegar hugurinn reikar til baka. Það
er heiðríkja yfír liðnum stundum.
Hallur var náttúrubam. Hann
kunni þá list að njóta líðandi stund-
ar, hvort heldur var í dagsins önn
eða fjölskylduhátSð. Hann naut úti-
vistar, fuglasöngs og gróðurs, sum-
aryls og sólar. Á ferðalögum var
hann næmur fyrir nýjum áhrifum.
Gönguferðir voru hans líf ogyndi.
Lengstum naut Hallur góðrar
heilsu. Hann fékk kransæðastíflu
árið 1971 en náði ágætri -heilsu.
Um 1980 fóru kalkanir í mjaðmalið-
um að baga hann svo, að hann átti
erfítt með gang. Hann gekkst und-
ir aðgerðir vegna þessa árið 1983
og tókust þær með þeim ágætum,
að hann gat aftur farið að ganga
úti.
í ágúst 1984 hneig hann niður á
götu. Hjartað hafði stöðvast. Hann
var fluttur á Borgarspítalann og
endurlífgaður. Hann náði sér að
nokkru, en var bundinn við hjóla-
stól og átti erfítt með að tjá sig.
Greinilegt var þó, að hann þekkti
sína nánustu og mat nærveru
þeirra.
Halls beið nú hlutskipti hjúkr-
unarsjúklings. Hann var alla tíð
eftir áfallið sjúklingur á deild B-6
á Borgarspítalanum og naut þar
frábærrar umönnunar.
Ekki brást kjarkur og tryggð
Ingeborgar fremur en endranær.
Hún heimsótti bónda sinn hvem dag
að kalla öll þessi löngu sjúkdómsár,
hvemig sem viðraði. Hún var hjá
honum klukkustundum saman í
hvert skipti og veitti honum stuðn-
ing, sem orð fá ekki lýst.
Mig hafði aldrei dreymt tengda-
föður minn, en á þrettándanum
dreymdi mig draum. Ég kom inn í
herbergi. Þar sat Hallur, eins og
ég mundi hann frá fyrnvtíð, hraust-
legur, útitekinn og gláður. Brún
augun leiftmðu af glettbi og til-
hlökkun. Hann var ferðbúinn og
beið.
Næsta morgun var hririgt frá
spítalanum. Hallur hafði veiksÞum
nóttina. Banalegan var hafín og
stríðið varð langt og strangt. Inge-
borg vék vart frá honum. Hinn 24.
apríl fékk hann svo loksins hvíldina.
Friður var yfir honum. Förin til
Austursins eilífa var hafín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Kristján Baldvinsson