Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, í ræðustóli. SALZBURG FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Efþú þarft að flýja mús eða setja upp Ijós. Stendur Beldray stiginn stöðugur fyrir þig. Hvammstangi: Fundað um atviimumál í V-Húnavatnssýslu Hvammstanga. FORSTJÓRI Byg-gingastofnun- ar, Guðmundur Malmquist, Pálmi Jónsson alþingismaður og Vilhjálmur Egilsson 1. varaþing- maður voru frummælendur á al- menniun fundi sem Sjálfstæðis- félögin í Vestur-Húnavatnssýslu boðuðu til í Félagsheimilinu Ás- byrgi 19. apríl sl. Fundarstjóri var Júlíus Guðni Antonsson. Fundarefnið var erfið staða at- vinnulífs á landsbyggðinni og leiðir til úrbóta. Fundinn sóttu nm 70 manns. Guðmundur Malmquist sagði frá starfsemi Byggðastofnunar í helstu atriðum. Taldi hann tvær leiðir til að bæta atvinnuástand á lands- byggðinni, byggðastefna yrði aukin með stjómvaldsaðgerðum og/eða stórefldum heimastjómum til aukn- ingar hagvaxtar í héruðum. Reynsla liðinna ára sýndi að í góðæri væri ekki hugað sem skyldi að eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Heimamenn yrðu að koma sér sam- an um aðalmarkmiðin í heimabyggð. í uppbyggingu atvinnulífs. Sam- ræma þurfí aðgerðir fagstofnana og ráðuneyta til að sem bestur árangur náist. Fremur þurfí að laga rekstrargrundvöll fískveiða og vinnslu, en reka þær á auknum lán- um. Fyrirsjáanleg byggðaröskun er mjög óheppileg vegna nýtingar verðmæta á landsbyggðinni, s.s. fasteigna og hlunninda. Óæskileg þensla er nú á höfuðborgarsvæðinu, sagði Guðmundur. Pálmi Jónsson sagði stöðu at- vinnulífs í ýmsum byggðum mjög alvarlega. Vestur-Húnavatnssýsla væri sterkt landbúnaðarhérað með vaxandi útgerð og fískiðnað, ásamt þjónustu og smáiðnaði. Nánast er nú hrun í ullariðnaðinum og halla- rekstur á rælquvinnslu. Krafist hef- ur verið að verðjöfnunarsjóður rækju verði endurgreiddur af sölu ársins 1987. Hluta vandamálsins má rekja til rangrar gengisskráningar og við- skiptahalla ríkissjóðs. Hafnaði.hann fullyrðingum um almennt slæman rekstur fyrirtækja á landsbyggð- inni. Skapa verði undirstöðuat- vinnuvegunum rekstrargrundvöll, þá muni annað fylgja eftir í já- kvæða átt. Sjálfstæðisflokknum beri skyida til að taka á þessum erfíðu málum. Með lq'arasamning- um hafí verið stóraukið fé til hús- næðismála, sem síðan hafí skapað þensluástand á höfuðborgarsvæð- Tónlistarskóli Borgarfjarðar hélt lokatónleika sína á þessu starfsári í Logalandi sunnudag- inn 24. apríl fyrir fullu húsi. 61 nemandi tók þátt í tónleikun- um en fram kom í máli skólastjór- ans, Björns Leifssonar, að rúmlega 200 nemendur stunduðu nám í vet- inu, ásamt stórauknum erlendum lántökum. Vilhjálmur Egilsson sagði að koma yrði á jafnvægi í gjaldeyris- málum, útflutningsfyrirtækin beij- ist í bökkum en innflutningur blómstri. Færa eigi gengisskráning- una til viðskiptabankanna og taka upp markaðsskráningu á gengi. Hlutur einkaaðila í erlendum lán- tökum sé innan við 10% af heildar- skuldum erlendis, opinberra aðila um 50% og bankanna um 30%. Viðskiptahalla á árinu 1988 er spáð jafnháum og sem nemur útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða til USA á yfirstandandi ári. Jafnvægi í gengismálum yrði besta aðgerðin til björgunar atvinnumálum á lands- byggðinni. Leggja beri niður bindi- skyldu Seðlabanka gagnvart við- skiptabönkunum. Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, vildi færa gengis- skráninguna til ríkisstjómarinnar. A Hvammstanga sagði hann erfíð- leika í rekstri fyrirtælqa og sveitar- félagsins. Samdráttur væri í sveit- um og þungt hjá fiskvinnslunni. íbúum á Hvammstanga fækkaði um 14 — eða 2% — á sl. ári. Gerði hann samanburð á rekstrartekjum Hvammstanga og Reykjavíkur. Aðstöðugjald á Hvammstanga er mest af frumframleiðslu, 0,3—0,5%, en í Reykjavík mest af verslun og þjónustu, eða 1—1,3%. Fasteigna- gjöld í Reykjavík væru hærri hundr- aðshluti en á landsbyggðinni. Þá ræddi Þórður um skerðingu Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga og ríkisstjóm- arákvörðun um álagningu útsvars 1988, sem hann taldi of lágt. Mis- rétti í orkuverði væm pólitískar ákvarðanir hveiju sinni. En umfram allt yrðu fyrirtækin að fá gmndvöll til að skila hagnaði. Aðalbjöm Benediktsson Hvammstanga sagði að menn mættu ekki glata sameiginlegum hagsmunum í innbyrðis deilum og nefndi þar gjaldheimtu á Norður- landi vestra. Taldi hann flest kosn- ingaloforð um hagsmuni lands- byggðarinnar hafa gleymst og Al- þingi þess í stað samþykkt léleg sveitarstjómarlög ásamt slæmum húsnæðismálalögum. Ríkisstjómin verði að bæta ráð sitt eða segja af sér að öðmm kosti. Hólmfríður Bjamadóttir, Hvammstanga, spurðist fyrir um áform um eflingu heimastjóma. Einnig um könnun á Qárstreymi til höfuðborgarinnar og viðbrögð Skólinn átti 20 ára afmæli í haust og af því tilefni bámst honum góð- ar gjafir, m.a. píanó og píanóbekkur frá Lionsklúbbi Borgamess og harmonikkur frá Harmonikkuunn- endafélagi Vesturlands. - DP stjómmálamanna við hugmyndum Vilhjálms Egilssonar í gengismál- um. Egill Bjamason, Sauðárkróki, vildi ijúfa þing hið fyrsta, svo ríkis- stjómin gæti farið að stjóma. Ríkið yrði sjálft að gæta aðhalds í rekstri. Egill rakti einnig mjög slæma stöðu loðdýrabænda. Benedikt Ragnarsson, Barkar- stöðum, taldi stjómvöld stefna bændum í stór samyrkjubú og flytja „umframbændur" til Reykjavíkur. Gefa verði bændum meira frelsi í búskap sínum. Karl Sigurgeirsson, Hvamms- tanga, taldi atvinnurekstur í frum- framleiðslugreinum ekki þola þessa háu vexti, þar sem veltuhraði væri lítill. Stöðva yrði fjárstreymi til Reykjavíkur í formi sjóðagjaida hvers konar, fjármagnið ætti að ávaxtast í heimabyggð. Hann lagði áherslu á að dreifbýlisfólk mætti ekki missa trú á, að hægt væri að búa „úti á landi". Böðvar Sigvaldason, Barði, ræddi um nýtingu veiðivatna og markaðssetningu silungs. Hafði hann áhyggjur af virðisaukaskatti og áhrifum hans á sölu veiðileyfa, sem nú væru mjög há. Trúlega yrðu bændur að taka skattinn á sig. Sigfús Jónsson, Söndum, ræddi misgengi lánskjaravísitölu og raun- tekna. Taldi hann það hafa stuðlað að meiri vandræðum og erfíðleikum hjá almenningi, en sæist á yfirborð- inu. Júlíus Guðni Antonsson, Þorkels- hóli, sagði frá fundi í Þorkelshóls- hreppi, þar sem leitað var hug- mynda um fjölbreytni í atvinnumál- um utan hefðbundins Iandbúnaðar. Guðmundur Malmquist svaraði fyrirspumum, m.a. að ótækt væri að binda gengi krónunnar við er- lenda reikningseiningu. Hugmynd um gengisskráningu viðskipta- banka góð, spuming um fram- kvæmd. Ullariðnaðurinn hlaut að verða fyrir áföllum vegna stórauk- inna launakrafna og lélegrar vöm- þróunar. Nýi Álafoss hf. á í miklum rekstrarerfiðleikum. Kannað verði með ijárstreymið til Reylq'avíkur. Heimamenn verði að hafa fmm- kvæði til atvinnuuppbyggingar, Byggðastofnun komi svo inn með aðstoð. Bændum muni fækka og búskapur trúlega leggjast af í ein- stökum sveitum. Veitt verði aðstoð til fóðurstöðva loðdýra, en til að koma fóðurverði á æskilegan gmndvöll þyrfti hundmð milljóna króna. Pálmi Jónsson svaraði einnig fyr- irspumum. Sagði hann að gengis- breytingar væm ávallt gerðar með vitund og á ábyrgð ríkisstjóma. Vilji væri fyrir hendi hjá ríkisstjóm að virðisaukaskattur taki gildi 1. júlí 1989. Taldi hann gjaldheimtur geta verið hjá fógetum, líkt og ver- ið hafi. Sveitarstjómarmenn verði að halda sínum hlut gagnvart ríkis- valdinu. Verð innlendrar orku hafí lækkað í raun frá árinu 1984 og sé nú sambærilegt við olíu, sem þó hafí lækkað. Verðjöfnun allrar orku innanlands verði ekki raunhæft, t.d. er mjög misjöfn staða hitaveitna, sem em í eigu sveitarfélaga. Sjóða- kerfi landbúnaðarins verði að end- urskoða. Vaxtafmmvarp Eggerts Haukdals verði ekki afgreitt á þessu þingi. Vilhjálmur Egilsson sagði kenn- ingu sína í gengismálum ekki falla í kramið hjá stjómmálamönnum, en sífellt fleiri litu á málið af áhuga. Spáði hann gengisfellingu fyrir júnílok. Hér að ffarnan hefur verið drepið á flesta þætti í máli manna á fund- inum, eftir fundinn heyrði fréttarit- ari menn tala um að fleiri hugmynd- ir um úrbætur hefðu þurft að heyr- ast. En orð era til alls fyrst. - Karl Morgunblaðið/Davíð Pétureaon Frá lokatónleikum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Borgarfj örður: Lokatónleikar tónlistarskólans ur. t í.iíi i an/i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.