Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 29 Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Sumarhús frá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs flutt á áfangastað inni á Völlum. Egilsstaðir: Veðurglöggir menn spá blíðu Egilssttfðum. ÓHÆTT er að segja að vetur konungur hafi kvatt Héraðsbúa með stórbrotnum lokakafia um miðjan mánuðinn, fannkomu og byl. Jafn óhœtt er að segja að vorið sé nú komið og er það í samræmi við það sem veður- glöggir menn spáðu á sumardag- inn fyrsta, þó þá sæist ekki að sumarið væri i nánd, því siyór var yfir öllu. Sömu veðurspá- menn lofa eindæma góðu sumri hér um slóðir í sumar. Nú hefur snjó tekið verulega upp í Héraði í blíðviðrinu að undanfomu og vorhugur er kominn í fólk. Vor- inu fylgir að gera allt klárt f sumar- bústaðnum eða koma sér upp sum- arbústað. Sumarhúsið sem hér get- ur að líta er smíðað í Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fellabæ og var verið að flytja það í land Skógrækt- arfélag Fljótsdalshéraðs í Hjalla- skógi á Völlum, en þar hefur skóg- ræktarfélagið úthlutað einstakling- um landi undir sumarhús í einstak- lega fallegu og veðursælu landi. Að sögn Orra Hrafnkelssonar fram- kvæmdastjóra Trésmiðju Fljóts- dalshéraðs kostar svona hús, sem er um 60 m2 að stærð á tveimur hæðum, fullbúið um 1300 þúsund. Sumarhúsum á Fljótsdalshéraði fjölgar jafnt og þétt og er þess skammt að bíða að þau fylli hundr- aðið. Flest eru þau á Völlum á leið inn í Hallormsstað enn einnig í Eiðaþinghá og Fellum. - Björn Smfóníutónleikar á Hvolsvelli og í Grindavík Sinfóníuhþ'ómsveit íslands heldur tónleika f félagsheinúlinu Hvoli á Hvolsvelli á miðvikudag- inn og daginn eftir, 5. maf, í Festi í Grindavík. Tónleikarnir hefjast á báðum stöðunum kl. 20.30. Á efnisskránni eru óperuaríur, íslensk lög, sinfónía nr. 41, Júpíter- sinfónían, eftir Mozart o.fl. Ein- söngvari er Elín Ósk Óskarsdóttir en stjómandi er Páll P. Pálsson. Elín ósk Óskarsdóttir hóf tónlist- amám við Tónlistarskóla Rangæ- inga og hélt síðan til Reykjavíkur til náms við Söngskólann á og lauk einleikaraprófi þaðan vorið 1984. Þá um haustið hélt hún til Ítalíu til framhaldsnáms. Elín Ósk hlaut önnur verðlaun í söngvarakeppni sjónvarpsins hér á landið árið 1983. Haustið 1986 söng hún sitt fyrsta óperuhlutverk, titil- hlutverkið í Toscu eftir Puccini hjá Þjóðleikhúsinu. f vetur hefur hún sungið hlutverk Donnu Önnu í upp- færslu íslensku ópemnnar á Don Giovanni eftir Mozart. (Fréttatiikynning’) Félag til styrktar Þjóð- minjasafninu stofnað Áhugaf ólk velkomið á stofnfundinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna félag til að styðja Þjóðminjasafn íslands f starfi og vekja skilning á mikilvægi þess að vel sé búið að safninu. Stofnun félagsins er í tengslum við 125 ára afmæli safnsins um þessar mundir. Félagið verður formlega stofnað á fundi í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu f dag, á krossmessu, kl. 17.15. í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsstjóm að stofnun félagsins seg- ir, að nokkur aðdragandi hafi verið að félagsstofnuninni, sem sé að frumkvæði þeirrar nefndar, er menntamálaráðuneytið skipaði sl. haust til að vinna að áætlun um vöxt og viðgang Þjóðminjasafnsins til aldamóta. Undirbúningsstjómin var kosin í febrúar til að sjá um formlega stofnun félagsins. I henni eiga sæti Katrín Fjeldsted, formað- ur, Ólafur Ragnarsson, Sverrir Kristinsson, Sigríður Erlendsdóttir og Þór Magnússon og til vara Sverr- ir Scheving Thorsteinsson og Guð- jón Friðriksson. Enn hefur félagið ekki hlotið nafn, en gengur undir nafninu Þjóðminjafélagið. Samin hafa verið lög fyrir félag- ið, en samkvæmt þeim geta allir orðið félagar, sem stuðla vilja að því að vekja skilning stjómvalda og annarra á mikilvægi safnsins í nútímaþjóðfélagi. Félagið vinnur að því að auka og bæta tengsl Þjóð- minjasafnsins við alla þætti þjóðlífs- ins, stjómvöld, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga bæði innanlands og utan. Þá mun félagið afla safninu minja og gripa, sem best verða varðveitt í safninu.eða á vegum þess vegna menningarsögulegs gildis. Það mun leita fláröflunar- leiða til kaupa á slfkum munum og til kostnaðarsamra viðgerða á grip- um í eigu safnsins, auk þess að afla fjár til sérstakra rannsóknar- verkefna. Þá hyggst félagið efna tií fyrirlestra fræðimanna, efna til skoðunarferða og verða Þjóðminja- safninu til aðstoðar við útvegun farandsýninga frá öðmm löndum. Stofnfundur félagsins verður sem fyrr segir haldinn í Þjóðminja- safni íslands í dag, þriðjudag, kl. 17.15. í frétt undirbúningsstjómar- innar segir, að á fundinn séu allir þeir velkomnir, sem áhuga hafi á varðveislu menningarminja. Einnig getur fólk haft samband við Þjóð- minjasafnið eða einhvem í undir- búningsstjóm til að láta skrá sig í félagið. Þá tekur undirbúningsstjómin fram, að hafi menn hugmyndir að nafn á félagið séu ábendingar vel þegnar og við þeim tekið hjá þjóð- minjasafninu eða stjóminni. LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddú í Ijós að flestar ryksugur 'rykmenga loftið, sumar hrikalega. NBLFIS GS9Q| er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir irQ nix HÁTÚNI 6A SlMI (91)24420 , DRECIÐ A MORCUN SS' ÍAÐALUMBOÐim TJAMARGÖIU10 HAPPDRÆTTl DVAURHHNIIUS AIDRAÐRA SJÓMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.