Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 7 ^ * ... &— 1 i " ' - • . ' ' ’ "" 'J.V ■ -jJRSlllsgaÉi Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Framkvæmdir í fullum g-angi við hafnargarðinn í Helguvík. Helguvík: Hálft annað tonn af SAGAN UM SIGVALDA OG FfÓRHJÓLŒ)!* Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi' ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Coroila og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... grjóti í hafnargarðinn Vogum. FRAMKVÆMDUM sem verk- takafyrirtækið Núpur hf. sér um við gerð í Helguvík mun að mestu ljúka í júni að sögn Hermanns Sigurðssonar iýá Núp. Fram- kvæmdiraar hófust í apríl árið 1986. Höfnin í Helguvík er dýpsta höfn landsins og er hafnargarðurinn hæsta stífla sem hefur verið gerð hérlendis, nokkru hærri en stíflan í Sigölduvirkjun. Hönnun hafnarinnar er af nýrri gerð, en Vita- og hafnaniálastofnun hefur þó notað samskonar hönnun lítillega við gerð smærri garða hér- lendis. Aðeins ein höfn í heiminum hefur til þessa verið unnin sam- kvæmt þessari aðferð. Hins vegar eru 3 sams konar hafnir í byggingu í heiminum í dag. Gijótinu í garðinn er komið fyrir í þykkum lögum, en ekki er aðeins um stóra steina að ræða. Allt gijót sem hefur farið í hafnargarðinn er vigtað og hefur alls ein og hálf milljón tonna af gijóti farið í hafn- argarðinn, en til að fylgjast með legu garðsins hefur verið notast við fullkomnustu sjómælingatæki, sem hafa verið um borð í bátnum „Pjakk“ og koma upplýsingamar strax fram á tölvu. - EG Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga: Verslunarhús slegið Samvinnubankanum Hæsta tilboð í sláturhús 50 þúsund Verslunarhúsnæði Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, Aðal- stræti 62 á Patreksfirði, var sleg- ið Samvinnubankanum á 6 millj- ónir króna á nauðungarappboði á Patreksfirði á föstudag, að sögn Viðars Más Matthíassonar hrl., bússtjóra í gjaldþrotabúi kaupfélagsins. Sláturhús Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi var einnig boðið upp sama dag og átti einstaklingur í Rauðasandshreppi hæsta boð í húsið, 50 þúsund krónur, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort boðið verður samþykkt, að sögn Viðars Más. Kaupfélag Vesturbarðstrendinga var tekið til gjaldþrotaskipta 18. nóvember sl. Samkvæmt kröfulýs- ingaskrá, sem lögð var fram á fyrsta skiptafundi búsins 17. mars sl., var 126 kröfum lýst í búið, sam- tals að fjárhæð rúmlega 158 millj- ónir króna. Stefán Ágúst Kristjánsson látinn STEFÁN Ágúst Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri á Akureyri, lést í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 1. maí á 91. aldurs- ári. Stefán fæddist 14. maí 1897 í Glæsibæ við Eyjafjörð, sonur hjón- anna Kristjáns Jónssonar bónda og trésmiðs þar og Guðrúnar Odds- dóttur frá Dagverðareyri. Stefán Ágúst var forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar frá 1936 til 1970 eða í samfleytt 34 ár. Um langan aldur veitti hann margvís- legum menningar- og félagsmálum lið, m.a. bindindishreyfíngunni. En jafnframt sínu aðalstarfi sem for- stjóri Sjúkrasamlagsins var hann lengi forstjóri Borgarbíós og einn aðalhvatamaður að stofnun Hótels Yarðborgar á vegum IOGT. Stefán Ágúst vann mjög að tónlistarmál- um, en hann var einn af stofnendum Tónlistarfélags Akureyrar árið 1943 og stjómarformaður þess í 24 ár. Eftir hann liggja nokkur sönglög auk ljóðabóka. Hann flutt- ist til Reylqavíkur 1970 og bjó þar síðan til dauöadags. Stefán Ágúst kvæntist Sigríði Friðriksdóttur frá Amarnesi við Eyjafjörð árið 1930 en hún lést árið 1980. Þau eignuðust tvö böm. Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venfulegir borgarstarfsmenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fyrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn — með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifstofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur neftiilega Kjarabréf. • Þetta er alveg satt. Sögunni og nöfhum hefiir að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum! FJÁRFESHNGARFÉIAGD __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ VISÍ7BS0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.