Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
65
Á kjörskr. Atkvgr. % Já % Nei % auðir ógildir
Reykjavík 11.565 3.842 33,2 1885 49,1 1925 50,1 24 8
Hafnarfjörður ' 727 277 38,1 75 27,1 199 71,8 3 0
Suðumes 1041 438 42,0 48 390 0 0
Akranes 160 97 60,6 14 82 1 0
Borgames 125 88 70,4 3 84 1 0
Stykkishólmur 39 20 51,2 4 14 2 0
Bolungarvík 58 44 75,8 3 40 1 0
ísaflörður 161 96 59,6 11 84 1 0
Hvammstangi 42 28 66,6 14 13 1 0
Sauðárkrókur 207 106 51,2 27 75 4 0
Sigiuflörður 45 27 60,0 3 24 0 0
Alcureyri 1039 453 43,5 138 312 3 0
Húsavík 156 93 59,6 15 72 6 0
Vestm.eyjar 164 82 50,0 19 61 2 0
Ámessýsla 373 275 73,7 52 218 5 0
vsí 19 18 13 4 0 1
VMS 7 6 3 2 1 0
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara:
Felld í 13 félögum
og samþykkt í 2
MIÐLUN ARTILL AG A ríkis-
sáttasemjara var felld I þrettán
félögum verslunarmanna af
þeim fimmtán sem voru í verk-
falli, en samþykkt í tveimur fé-
lögum, félaginu á Hvammstanga
og Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur. Atkvæði um tillög-
una voru greidd á föstudag og
laugardag og atkvæði talin þá
um kvöldið.
Það var þó aðeins í félaginu á
Hvammstanga að tillagan var sam-
þykkt með naumum meirihluta at-
kvæða eða 14 atkvæðum gegn 13.
í Verslunarmannafélagi Reykjavík-
ur voru 1.925 á móti tillögunni og
1.885 meðmæltir henni, en hún
skoðast samþykkt, þar sem kjör-
sókn náði ekki 35% af félögum VR.
3.842 greiddu atkvæði af 11.565
félögum á kjörskrá eða 33,2% fé-
lagsmanna.
í lögum um sáttastörf í vinnudeil-
um eru nákvæm fyrirmæli um af-
greiðslu á miðlunartillögu. Ef þát-
taka f atkvæðagreiðslu er minni en
35% þarf mótatkvæðafjöldi að
hækka um einn af hundraði fyrir
hvem hundraðshiuta sem vantar
upp á 35% til að fella miðlunartillög-
una. Ef færri en 20% félagsmanna
hefðu greitt atkvæði hefði miðlun-
artillagan skoðast samþykkt hvem-
ig sv sem atkvæðagreiðslan hefði
farið. Aðeins 73 fleiri hefðu þurft
að greiða atkvæði gegn miðlunartil-
lögunni til þess að fella hana, því
þá hefðu 52% þeirra sem greiddu
atkvæði verið á móti henni. Trúnað-
armannaráð VR hefur þvf aflýst
verkfalli á félagssvæði sínu.
í hinum félögunum þrettán var
miðlunartillagan felld, víðast hvar
með miklum meirihluta atkvæða. í
þeim félögum var kjörsókn á bilinu
42% og upp í 75,8%. Verkfall versl-
unarmanna þar stendur því áfram.
Þessir staðir eru: Hafnarfjörður,
Suðumes, Akranes, Borgames,
Stykkishólmur, Bolungarvík, ísa-
fjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörð-
ur, Akurevri, Húsavík, Vestmanna-
eyjar og Amessýsla.
Af 19 manna framkvæmdastjóm
Vinnuveitendasambands íslands
greiddu 18 atkvæði. 13 samþykktu
miðlunartillöguna, 4 vom á móti
og eitt atkvæði var ógilt. Af sjö
manna stjóm Vinnumálasambands
samvinnufélaganna greiddu sex at-
kvæði. Þrír samþykktu tillöguna,
tveir vora á móti og einn seðill var
auður.
Forsvarsmenn VR mótmæltu því
að stjómir vinnuveitendasamta-
kanna greiddu aðeins atkvæði, en
ekki félagar almennt eins og í versl-
unarmannafélögunum. Er það mál
nú í athugun hjá VR.
Bjöm Gunnarsson, VA:
Svik hjá yfirborgaða
f ólkinu í Reykjavík
nÞAÐ ER alveg á hrernu af
hveiju miðlunartiUagan var
felld, það eru kaupliðimir.
Þetta var sams konar, ef ekki
lægra, kauptilboð og var þegar
búið að fella, þannig að það var
ekki hægt að búast við öðru,“
sagði Björn Gunnarsson, form-
aður Verslunarmannafélags
Akraness.
Um ástæður þess að miðlunar-
tillagan var felld úti á landi, en
ekki í Reykjavík sagði Bjöm: „Ég
held að um það bil 70-80% fólks
í Reykjavík sé yfirborgað. Fólk í
stórmörkuðum og mörgum versl-
unum tekur laun samkvæmt
samningum, en skrifstofufólk og
aðrir taka laun umfram þetta.
Þessu er svo alveg öfugt farið úti
á landsbyggðinni. Þar era um 20%
fólks sem nýtur yfírborgana og
80% sem fær greitt samkvæmt
töxtum. Ég held að þetta sé skýr-
ingin á þessum mun.
Það gerir stöðuna ákaflega erf-
iða að þetta skuli vera samþykkt
í Reykjavík og það veldur okkur
miklum vonbrigðum hér á lands-
byggðinni að það skyldi ekki hafa
náðst samstaða á meðal þessa
fólks sem nýtur yfírborgana. Mér
finnst það vera svik meðal þessa
fólks sem nýtur yfírborgana að
það skuli ekki styðja sína félaga.
Steini Þorvaldsson, VÁ:
Kaupliðurinn of lágur
„ÞAÐ ER náttúrulega bara ein
ástæða fyrir þvl að miðlunartillag-
an var felld. Hún er sú að kauplið-
urinn var allt of lágur. Við settiun
fram ákveðnar kröfur sem eru
búnar að vera til umfjöUunar
þarna. Vinnuveitendur eru ekki
búnir að svara einni einustu krónu
og sáttasemjari gekk þvi miður
ekki neinn milliveg, heldur færði
fram prósentuhækkun sem var i
gamla samningnum," sagði Steini
Þorvaldsson, formaður Verslun-
armannafélags Árnessýslu.
„Fólk er reitt yfír því að vera á
launum langt undir skattleysismörk-
um og geta þannig ekki talist nýtir
.■aotrJ»40:1)11/111 i.t■: 11 > ■ 11
þjóðfélagsþegnar með því að greiða
til þjóðfélagsins eins og aðrir. Það
er móðgun við hvem fíjálsborinn
íslending.
Skýringin á því af hveiju samning-
amir voru felldir með svo afgerandi
hætti úti á landi er sú að við hér úti
á landi fáum borgað eftir töxtunum.
Þenslan í Reykjavík hefur skapað
miklar yfirborganir þar og ég tel að
það fólk sem er yfírborgað í
Reykjavík hafi ekki verið reiðubúið
að beijast með fólkinu I sínu eigin
stéttarfélagi sem vinnur á töxtunum.
Við erum tilbúin að beijast lengi
og hart ef í það þarf að fara, en við
vonum að menn átti sig og gangi til
samninga við okkur."
„Dæmigerð misþynn-
ing á lýðræðinu“
- segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR um niður-
stöður atkvæðagreiðslunnar um miðlunartillöguna
„Ég verð að segja þá skoðun
mina að mér finnst þetta alveg
dæmigerð misþyrming á lýðræð-
inu, að 1.925 atkvæði skuli vigta
minna en 1.885. Á sama tima
nægja þijú atkvæði fyrir sam-
þykki hjá Sambandinu. Það er
auðvitað mjög slæmt að svona
lagað skuli gerast og það liggur
alveg ljóst fyrir að það stríðir
gegn allri réttlætiskennd
manna,“ sagði Magnús L. Sveins-
son, formaður Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur aðspurður
um niðurstöður atkvæðagreiðsl-
unnar um miðlunartillögu rikis-
sáttasemjara.
Hann sagði að VR hefði gert
athugasemd við það að stjómir
vinnuveitendasamtakanna hefðu
greitt atkvæði, en verslunarmanna-
félögunum væri uppálagt að félag-
amir sjálfír greiddu atkvæði en
ekki stjómimar. „Við óskum eftir
að því verði fundinn staður í lögun-
um að það gildi ekki sömu reglur
fyrir báða aðila. Við eram að at-
huga hvemig við tökum á þessu.
Þó ekki væri nema upp á framtíðina
að gera, þarf að fást úr þessu skor-
ið. Það lítur afskaplega einkenni-
lega út ef annar aðilinn getur látið
sex manna klúbb taka ákvörðun,
en við þurfum að bera það undir
fleiri þúsundir manna,“ sagði
Magnús.
Hann sagði að félagar VR ættu
erfítt með að sætta sig við að meiri-
hlutinn þyrfti að beygja sig fyrir
minnihlutanum, eins og hefði gerst
í þessari atkvæðagreiðslu og hann
hefði ekki átt von á þessari niður-
stöðu.
„Ég átti von á meiri kjörsókn og
ég bjóst við að yfírborgaða fólkið
kæmi og greiddi samningunum at-
kvæði. Við urðumn hins vegar var-
ir við það að þetta fólk taldi ekki
rétt að það færi á kjörstað til þess
að samþykkja samninginn og seija
þannig fótinn fyrir að það væri
hægt að knýja fram launabættur
fyrir lægstlaunaða fólkið. Ég tel að
þetta sé vitnisburður um að umræð-
an um hin Iágu laun og sá áróður
okkar að öllum beri skylda til að
koma laununum upp í 42 þúsund
krónur hafí borið árangur," sagði
Magnús.
Aðspurður hvort VR gæti með
einhveijum hætti beitt samúðarað-
gerðum til stuðnings þeim 13 félög-
um sem enn eru í verkfalli, sagði
Magnús að lögformlega væri ekkert
sem kæmi í veg fyrir það. „Ég get
ekki neitað því að þetta hefur kom-
ið til tals, en það er ekki komið á
það stig að við höfum tekið afstöðu
til þess.“
„Sú mikla eining og baráttuvilji,
sem hefur komið fram hjá verslun-
armönnum um allt land að undanf-
ömu er einstakur og er öðram gott
fordæmi. Ég held að það sé langt
síðan önnur eins samstaða hefur
sést innan verkalýðshreyfíngarinn-
ar og aðrir gætu dregið lærdóm af
því,“ sagði Magnús að lokum.
f
eru bunir
Viö erum að innrita 7-12 ára böm til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá
okkur í sumar.
Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund,
kvöldvökur og fleira.
Verð: Vikunámskeið kr. 9750.- Hálfsmánaðamámskeið kr. 19500.-
(sy stkinaafsláttur).
Tímabil
23. mai - 28. maí. Vikunámskeið
29. maí - 3. júní —
5. júní - 17. júní Hálfsmánaðarnámskeið
19. júní - 1. júlí —
3. júlí - 15. júlí —
17. júlí - 29. júlí
1. ágúst - 13. ágúst —
14. ágúst - 26. ágúst —
Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221.
Missið ekki af plássi í sumar!
Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum.