Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
35
JÁ 4%
HAFA STARFSMENN HEILr
BRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR
BROTIÐ TRÚNAÐ GAGNVART ÞÉR?
þörf
beinn aðgangur eftirlitsnefndar að
sjúkraskrám sé forsenda eftirlits
með greiðslum lækna. Þetta er al-
rangt. Þeir er segja alþjóð slíkar
fréttir fara með rangt mál einu sinni
enn. Löggjafinn gerir ráð fyrir eftir-
liti, t.d. hefur Landlæknisembættið
faglegt eftirlit með heilbrigðisstétt-
um enda er landlæknir umboðsmað-
ur sjúklinga og þar á meðal að
læknar taki ekki óhóflegar greiðslur
fyrir verk sín sbr. 6. grein í lækna-
lögum, auk þess getur embættið
krafist þess að fá þær skýrslur
viðvíkjandi störfum þeirra og heil-
brigðismálum sem hann telur nauð-
synlegar sbr. 13. gr. Að ósk Trygg-
ingastofnunar ríkisins og ríkisend-
urskoðunar hefur Landlæknis-
embættið farið yfir reikninga og
þannig hafa komið í ljós misferli
sem send hafa verið til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins. Landlæknisemb-
ættið átti frumkvæði að því að koma
upp tölvufærðum samskiptaseðlum
fyrir 10 árum á heilsugæslustöðv-
um, en þetta kerfi er fyrirmynd
samskiptaseðla Tryggingastofnun-
ar, sem hefur auðveldað allt eftirlit
sl. 2 ár. Landlæknisembættið hefur
því stuðlað að stórbættu eftirliti.
Sannleikur er að vísu dýrmætur en
óþarfi er að fara sparlega með
hann. Vissulega eru færar aðrar
leiðir varðandi eftirlit enda nauð-
synlegt að eftirlit sé tryggt. Nú
hefur samist um aðferð sem beitt
hefur verið við eftirlit með reikn-
ingum sérfræðinga og heimilis-
læknar geta sætt sig við. Án efa
er besta leiðin að spyija viðkom-
andi sjúkling um leyfi til þess að
skoða sjúkraskrár. Fylgst er með
reikningum hvers læknis og er kraf-
ist skýringa ef þess er þörf og í
flestum tilfellum fást þær. Ef nauð-
synlegt þykir að fara nánar ofan í
sjúkraskrár er leitað heimildar
sjúklings. Á þann veg er hægt að
fylgjast með reiknishaidi án þess
að rjúfa þagnarskyldu.
Brotalamir finnast enn
Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli
Landlæknisembættisins eru allar
lyfjaávísanir sem gefnar eru út
hér á landi fluttar til Ríkisendur-
skoðunar i Reykjavík þar sem
þær eru til athugunar þjá starfs-
mönnum stofnunarinnar. Lyf-
seðlar eru með fullu nafni, heim-
ilisfangi, lyfjaheiti og magni
lyfja ásamt nafni læknis. Jafnvel
sá sem ekki er læknir á oft auð-
velt með að lesa út úr lyfseðli
upplýsingar um sjúkdóm sjúkl-
ings. Upplýsingar um rannsóknir í
sjúkraskrá gefa góða vísbendingu
um hvert vandamálið er. Ég trúi
að margir sjúklingar geri sér þetta
ljóst og skilji að við svo búið má
ekki standa. Hér er of langt geng-
ið. Þeir sem ekki hafa leitað til
lækna með alvarleg vandamál sín
eiga ef til vill erfítt með að gera
sér grein fyrir inntaki þess sem hér
hefur verið sagt, en seinna munu
ýmsir skilja þetta.
Meðferð sjúkraskýrslna
á sjúkrastofnunum
Landlæknisembættið hefur ítrek-
að gefið út tilmæli til lækna um
meðferð sjúkraskýrslna. Engum er
heimill aðgangur að þeim nema
hann eða hún eigi beina aðild að
meðferð sjúklings vegna hags-
muna sjúklings. Ef yfirlæknir læt-
ur það viðgangast að gáleysislega
sé farið með sjúkraskýrslur hefur
hann brotið læknalög og þar með
landslög. Læknaritarar vinna á
ábyrgð yfirlæknis.
Sjúkraskýrslur og bifreiða-
viðgerðir
Það á að halda uppi öruggu
eftirliti en ekki skal fara með
sjúklingabókhald og sjúkiinga-
skýrslur sem t.d. greiðslur
manna fyrir múrverk eða bif-
reiðaviðgerðir. Þess vegna hefur
löggjafinn sett sérstök lög um
hvemig eftirliti skal háttað og því
verður ekki breytt nema löggjafinn
ákveði annað.
Almenningur treystir því
að heilbrigðisstarfsfólk
gætitrúnaðar
Leitt er til að vita að ýmsir ábyrg-
ir aðilar hafa skrifað mjög ógæti-
lega í dagblöð undanfarið um varð-
veislu sjúkraskýrslna á heilbrigðis-
stofnunum. Jafnframt bera þeir á
borð rakalausar staðhæfingar um
að læknar séu á móti eftirliti. Frá-
sagnir eða getgátur þessa fólks um
að sjúkraskýrslur liggi yfirleitt á
glámbekk eiga þó ekki við rök að
styðjast.
í könnunum sem gerðar hafa
verið kemur í ljós að 96% fólks
treystir því að heilbrigðisstarfs-
fólk gæti trúnaðar. Svo virðist
sem lagaákvæði um þagnarskyldu
heilbrigðisstarfsfólks hafi þjónað
tilgangi og því vart ástæða til að
breyta lögum.
Ef leyfa á óviðkomandi aðilum
óheftan aðgang að sjúkraskýrsl-
um — líkt og nú er lagt til á Al-
þingi — er hætt við að trúnaðarsam-
band sjúklings og læknis rofni.
Höfundur er landlæknir.
Morgunblaðið/Emilía
nar á Reylgavfkurflugvelli I gær.
Verðum
að kom-
ast í dag
Sigrún Bergsteinsdóttir og
Gísli Ásgeirsson ætluðu að fara
til Luxemburgar og voru mætt
tímanlega i Flugstöðina á
Keflavíkurflugvelli í morgun.
Þau komust hins vegar ekki í
gegn um vegabréfaskoðunina og
voru þvi i hópi þeirra farþega sem
fóru um borð i Reykjavík.
„Flugvélin átti að fara klukkan
8:25 í morgun og Flugleiðir höfðu
beðið okku að mæta tímanlega. Við
vorum því komin þangað klukkan
sjö í morgun," sagði Gísli. Þar voru
þá fyrir 20 til 30 verkfallsverðir.
„Þeir stóðu við vegabréfaskoðunina,
Morgunblaðið/Emilía
Sigrún Bergsteinsdóttír og Gisli Ásgeirsson bíða á Reykj avíkurflugvelli
eftir að komast til Luxemburgar.
leyfðu okkur hins vegar að tékka
inn. Svo vorum við flutt hingað og
vonandi að við komumst áfram í
dag, skólinn byijar á morgun og við
megum ekki missa af fyrsta degin-
um, þá fáum við að vita um bækur
sem við þurfum að kaupa og fleira,
við verðum að komast í dag,“ sagði
Gísli Ásgeirsson.
far-
víkur
kærur vegna verkfallsvörslunnar.
Tveir íslenskir ferðamenn í viðskipta-
ferð sættu sig ekki við að komast
ekki leiðar sinnar og kærðu verk-
fallsverðina sem hindruðu ferð
þeirra. Sögðust mennimir gera verk-
fallsverðina ábyrga fyrir því tjóni
sem þeir kynnu að verða fyrir og tók
lögreglan niður nöfn nokkurra verk-
fallsvarða. Meðal þeirra var Magnús
Gíslason formaður VS.
Bogi Ágústsson blaðafulltrúi Flug-
leiða sagði í gær, að Verslunar-
mannafélagi Suðumesja hefði verið
gerð grein fyrir því, að Flugleiðir
lýstu fullri ábyrgð á hendur félaginu
vegna tjóns af völdum verkfallsvörsl-
unnar og áskildu sér allan rétt til
að krefjast skaðabóta.
Síðdegis í gær fór Flugleiðavél til
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Krakkamir { 9. bekk í Garðaskóla í Garðbæ voru að vonum ánægð þegar
þ'óst var að þau kæmust tíl Kaupmannahafnar f gær, en þau höfðu beðið
siðan á föstudag vegna verkfallsaðgerða. Krakkarnir hafa verið að safna
fyrir ferðinni f allan vetur með ýmsu móti og sögðu að ef þau hefðu
ekki komist með þessari ferð væri eins lfklegt að ekkert hefði orðið af
ferðalaginu.
Kaupmannahafnar og var engin fyr-
irstaða við afgreiðsiu farþega í það
sinn. Fáir voru með vélinni.
Flug gekk eðlilega fyrir sig á
frfdegi verkamanna 1. maí og að
sögn Magnúsar Gfslasonar formanns
VS var ákveðið að taka daginn ró-
lega. Verkfallsveröir vom á vakt í
Flugstöðinni en aðhöfðust ekkert.
Þá vom famar 3 ferðir vestur um
haf og 4 ferðir til Evrópu og fiuttu
Flugleiðir um 500 manns þann dag
að sögn Jóns Óskarssonar stöðvar-
stjóra Flugleiða. - BB
Kærði verkfalls-
verði og lögreg'lu
Nokkrar kærur voru lagðar fram
í Flugstöðinni, vegna framgöngu
verkfallsvarða og aðgerðarleysis
lögreglu. Ein þeirra sem kærðu
var Helga Hannesdóttir. „Ég
lagði fram kæru vegna þess að
mér var meinað að ganga í gegn
um vegabréfaskoðun og tollskoð-
un, “ sagði hún.
Helga. sagðist vera undrandi á
þessum aðgerðum og þó ekki síður
aðgerðaleysi lögreglu. „Hvorki lög-
regla né útlendingaeftirlit aðstoð-
uðu opinbera starfsmenn til að
gegna skyldustörfum sfnum og þeir
aðstoðuðu fólk ekki við að komast
leiðar sinnar. Verkfallsverðimir
hindmðu ekki innritun farþega,
heldur tolleftirlit. Þetta lýsir algjöm
ábyrgðarleysi lögreglu, tollvarða og
Flugleiða líka. Lögreglan var
greinilega á sveif með verkfalls-
vörðunum og neitaði að gera nokk-
uð fyrr en kom til handalögmála.
Morgunblaðið/Emilía
Helga Hannesdóttir
Mfn kæra beinist gegn bæði lög-
reglu og verkfallsvörðum," sagði
Helga Hannesdóttir.