Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 68
JHttrgmiÞlftfetfe ÞRBÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Fossvogsbraut: Tíllaga um yfírbyggingu Áætlaður kostnaður 200 milljónir FULLTRÚAR Reykjavíkurborg- ar í viðræðunefnd borgarinnar og Kópavogs um framtíðarskipu- lag í Fossvogsdal, hafa lagt fram hugmynd um að Fossvogsbraut verði yfirbyggð að einum fjórða. Að sögn Davíðs Oddssonar borg- arstjóra, gerir hugmyndin ráð fyrir að byggt verði yfír brautina, þar sem styst er milli byggða í Reykjavík og Kópavogi og að þar verði sameiginlegt útivistarsvæði fyrir svoitarfélögin. Kostnaður við yfírbygginguna er áætlaður um 200 miiljónir króna en um 800 til 900 milljónir króna ef byggt er yfír alla brautina. Austfjarðamið: Mokveiði var í Berufjarðarál Barði NK fékk 70 tonn af þorski á 5 tímum MOKVEIÐI er nú í hólfi i Beru- fjarðarál, sem opnað var aftur 1. mai sl. eftir mánaðarlokun, að sðgn Herberts Benjamínsson- ar skipstjóra á Barða NK. „Tog- arar frá Austfjörðum og Vest- mannaeyjum og nokkuð margir bátar hafa verið að veiðum i hólfinu eftir að það var opnað á ný og við á Barðanum fengum þar 70 tonn, aðallega tveggja kílógramma þorsk, á 5 klukku- timum,“ sagði Herbert í samtali við Morgunblaðið i gær. „Áður en við hófum veiðar í Tekinná 140 km hraða LÖGREGLAN í Hafnarfírði mældi hraða bifreiða á Hafnarfjarðar- vegi um helgina og reyndist sá, sem hraðast ók, vera á 140 km hraða. Ökumaðurinn, sem er 20 ára, við- urkenndi að hafa ekið svo hratt og hefur nú misst ökuréttindin. Lögreglan f Reykjavík tók á annað hundrað ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina Fimm þeirra voru 'sviptir ökuleyfí á staðnum. Átta öku- menn, grunaðir um ölvun við akstur, voru teknir í Reykjavík um helgina. hólfinu í Berufjarðarálnum," sagði Herbert, „vorum við búnir að fá 70 tonn af karfa og ýsu. Barðinn hefur aðallega verið á þorskveiðum á Austfjarðamiðum og fengið 20 til 25 tonn á sólarhring í vetur en það er svipuð veiði og árið 1981, síst verri. Skipið er búið að veiða 1.400 tonn frá sl. áramótum, þar af sennilega um 1.000 tonn af þorski, en það hefur 1.880 tonna þorskkvóta á þessu ári,“ sagði Herbert. Sigurjón Valdimarsson, skip- stjóri á Beiti NK, sagði að skipið hefði komið til hafnar í gær eftir að allur karfakvóti þess, 84 tonn, hafði veiðst á 16 dögum í svoköll- uðum Rósagarði suðaustur af Norðflarðarhomi en karfínn er frystur hausaður og slægður um borð. Jóhann K. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, sagði að góð atvinna hefði verið á Neskaupstað í vetur. „Það vinna 15 eða 16 að- komumenn í frystihúsi Sfldar- vinnslunnar," sagði Jóhann, „og þar vantar fleira fólk í vinnu en hins vegar er ekki til húsnæði fyr- ir fleiri. Mér skilst að staðgreiðslu- kerfíð valdi því að menn vilji ekki vinna eins mikla yfírvinnu og áður og því vantar fleiri í vinnu í frysti- húsinu en ella,“ sagði Jóhann. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Enn kom til stympinga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun er verkfallsverðir reyndu að hindra farþega I að komast i gegn um tollhliðin. Nokkrir gerðu sér þá lítið fyrir, klifruðu upp á skilrúmin við vegabréfsskoðunina og skriðu eftir þeim þar tíl þeir gátu stokkið niður að baki verkfaUsvarða. Myndin sýnir sænskan ferðamann, sem ætlaði sér aug(jóslega ekki að verða strandaglópur á íslandi. Engin verkfaUsvarsla var f flugstöðinni siðdegis i gær, en Magnús Gíslason, formaður verslunarmanna á Suðurnesjum, sagði í gærkvöldi að Uðsauki hefði verið boðinn frá Borgamesi, Akranesi, Hafnarfirði og Selfossi. Vinnuveitendur undirbúa afgreiðslubann: Pj'órða umferð samn- ingalotunnar hafin VR hefur viðræður við KRON og Miklagarð ÞRETTÁN félög verslunarmanna héldu í gærkvöldi áfram viðræð- um við vinnuveitendur eftir að hafa feUt miðlunartíllögu sátta- senyara. Viðræðumar gengu þó bægt og ekki var að heyra á samn- ingsaðUum i gærkvöldi að þeir væntu árangurs f bráð, en samn- ingafundurinn stóð enn, þegar Morgunblaðið hafði siðast fréttir af honum, um eittleytið i nótt. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur hóf í gærkvöldi samningavið- ræður við Miklagarð og KRON, sem ekki vom aðilar að miðlunar- tiUögunni, en VR aflýsti verkfalU sfnu á laugardagskvöldið eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Vinnuveitendur hófu í gær undirbúning að afgreiðslu- og við- skiptabanni á þau fyrirtæki, sem samið hafa við stéttarfélögin sem nú era f verkfaUi. „Þetta er nú fjórða umferð við- ræðna við þessi verslunarmannafé- lög, þannig að það segir sig sjálft að menn eru famir að tapa frjóleik- anum,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, í gær- kvöldi. Hann sagðist fremur svart- sýnn á að samningar næðust við svo búið og að ástandið væri orðið veru- legt áhyggjuefni. Hann sagði að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir hjá vinnuveitendum um fyrstu skref aif- greiðslu- og viðskiptabanns á fyrir- tæki, sem gert hafa sérsamninga við verslunarmannafélögin, en verið gæti að í fyrstu yrði bannið takmark- að við ákveðnar vörutegundir. Það verður rætt á framkvæmdastjómar- fundi VSÍ klukkan 16 í dag. Steini Þorvaldsson, formaður Verslunarmannafélags Ámessýslu, sagði að verslunarmenn hefðu farið yfír launaliði með fulitrúum vinnu- veitenda I gær, og þeir þyrftu nú sinn umhugsunartíma. „Þaið em allir sammála um að þessi deila verður að leysast sem fyrst, þannig að fyrir- tækin geti farið að starfa eðlilega aftur," sagði Steini. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að enn hefði ekki náðst árangur í samningum við KRON og Miklagarð. Hann sagði einnig að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hugsanlegar samúðaraðgerðir VR til stuðnings hinum félögunum 13. Sjá einnig fréttir og frásagnir á miðopnu, á Akureyrarsíðu bls. 38 og sfðum 64 og 65. Flugleiðaþota missti hurð í enskan húsagarð: Húseiganda boðið í vikuferð til Orlando HÚSEIGANDI f breska bænum Pinner f Middlesex, Taylor að nafni, fék óvænta himnasendingu í gær er hurð sem lokar hjóla- búnaði féll af Boeing 727-100-þotu Flugleiða, TF-FLG, í aðfiugi að Heathrow-flugvelli i London um klukkan 13.45. Garður Tayl- ors mun ekki hafa orðið fyrir skemmdum, en það mun hafa skotið nærstöddum vegfaranda skelk i bringu er hurðin, sem er á stærð við miðlungshjónarúm, féll af himnum ofan. Áhöfn og farþegar vélarinnar tóku ekki eftir hurðarmissinum fyrr en þotan var lent heilu og höldnu. Að sögn Steins Loga Bjömssonar, ríkjunum tii að bæta honum upp fulltrúa forstjóra Flugleiða, hafa ónæðið. Flugieiðir ákveðið að bjóða Taylor Að sögn ólafs Smith, stöðvar- f vikuferð til Orlando í Banda- stjóra Flugleiða á Heathrow-flug- velli, var það vegfarandi í Pinner, Flugvélin var í um tvö þúsund sem sá hurðina hafna í garði Tayl- feta hæð er hurðin féll til jarðar ors. Hann leitaði þegar tii iög- og átti þá um tfu sjómflur ófamar reglu og sagði sínar farir ekki til flugvallarins. sléttar. Lögreglan hafði svo sam- Farþegar og áhöfn þotunnar band við loftferðaeftirlitið breska, vom aldrei í neinni hættu. TF- sem skoðaði hurðina og komst FLG flaug í gærkvöldi án farþega þegar að raun um að hún myndi heim til íslands til viðgerðar. af íslenskum upprana, er flugá- Hurðin varð hins vegar eftir í ætlanir höfðu verið bomar saman Englandi. Að sögn Steins Loga við lendingarstað hennar. Björnssonar er nokkuð algengt Hurðin, sem féll af vélinni, iok- að óhöpp á borð við þessi verði f ar hjóiabúnaðinum hægra megin flugi, en hefur þó ekki gerst oft þegar hjól vélarinnar era uppi. hjá Flugleiðum. Rútubíl- stjórar í verkfall ÞRIGGJA daga verkfall bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis hófst á miðnætti I nótt, þar sem samning- ar höfðu þá ekki tekist með félag- inu og viðsemjendum þess. Verk- fallið var boðað i dag, miðvikudag og fimmtudag. Samningsaðilar reyndu til þrautar að ná samning- um í nótt og stóð fundur þeirra enn um eittleytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.