Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Eyjólfur Snæbjöms son — Minning Fæddur 4. júní 1928 Dáinn 25. apríl 1988 Okkur langar til að kveðja Eyfa frænda með nokkrum orðum. Við systkinin munum eftir honum í flölskylduboðunum þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Hve hann átti auðvelt með að koma okkur til að hlæja. Hvað það var gaman að koma í litla herbergið hans uppi á lofti og skoða alla munina sem hann var að safna. Auðvitað vildum við safna einhverju líka, og þegar ein- hver okkar fór að safna frímerkjum Jeiðbeindi Eyfi um meðhöndlun þeirra. Hann sagði okkur oft frá skátastarfínu — hve gaman það væri að vera úti í náttúrunni og læra og þroskast af skátastarfinu. Þetta hafði mikil áhrif á okkur enda gengu þijú af okkur systkinunum í skátafé- lag. En tíminn líður og þegar við eld- umst verður okkur smátt og smátt Ijóst að við fjarlægjumst bamið í sjálfum okkur — þetta á við flesta. En þegar við hittumst gat Eyfi alltaf fundið bamið í okkur. Við þökkum frænda okkar fyrir að hafa gefíð okkur minninguna um sig og allan þann lærdóm sem við sem eftir lifum getum dregið af _ manni sem stóð í báða fætur og bauð dauðanum birginn. Guð blessi alla þá sem hans sakna svo sárt. Guð geymi elsku Eyfa. Erna, Kristjana, Magga Sigga og Snæbjöm. Robert Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar segir í ævisögu sinni að hann hafi átt tvö líf, annað sem snerti starfsævi hans en hitt var það líf sem hann lifði fyrir sköpunar- verk sitt, skátahreyfinguna. Eyjólfur Snæbjömsson var einn þeirra lán- ^ömu manna sem áttu tvö líf. Hann vann af rómaðri samviskusemi og nákvæmni sín daglegu störf og skil- aði fullu dagsverki meðan kraftar leyfðu, en að starfsdegi loknum tók við starfíð að æskulýðsmálum, sem átti hug hans allan. Eyjólfur Snæ- bjömsson var hugsjónamaður sem vildi sjá æsku landsins vaxa upp við hollan leik, íþróttir og skátastörf, leikinn þar sem menn læra að þekkja náttúm landsins, vinna f samfélagi við aðra menn og virða þá að verð- leikum. Hann var snemma kallaður til forystu í skátahreyfingunni og var um áratuga skeið helsti burðarás skátastarfsins í Bústaðahverfí í Reykjavík. Þar mótaði hann ásamt samstarfsfólki sínu skátastarf sem til fyrirmyndar várð í landinu. Fékk hann til liðs við sig mikið mannval og var skátafélagið Garðbúar oft lit- ið öfundarauga að geta státað af jafnöflugum forystuhópi. Eyjólfur Snæbjömsson Iét sér afar annt um þau böm og unglinga sem vom félagar hans í skátafélaginu. Hann fylgdist með gengi þeirra og lífi löngu eftir að samstarfinu f skáta- félaginu lauk. í félagsstarfi var eng- in stund talin eftir. Ekkert verkefni var látið óunnið. Ævinlega boðinn og búinn að veita aðstoð öllum sem eftir henni leituðu. Eyjólfur Snæbjömsson lagði sig sérstaklega fram um að efla gmnd- völl skátastarfsins, foringjaþjálfun- ina, og var einn af meginstoðum Gilwell-skólans á Úlfljótsvatni — æðsta foringjaskóla skáta — f hálfan annan áratug. Ennfremur var hann og félagar hans einn ötulasti stuðn- ingsmannahópur skátaskólanna á Úlfljótsvatni. Um árabil önnuðust þeir viðhald skátaskálanna að Úl- fljótsvatni og studdu reksturinn sem þeir máttu. Þeir Qölmörgu skátar sem áttu samleið með Eyjólfi Snæbjömssyni eiga honum mikið að þakka, en hann varð einnig sá gæfumaður að fá tækifæri til að bæta þá menn er með honum störfuðu. Á þann kátt upp- skera hugsjónamenn laun sín. Samstarfsmenn Eyjólfs í skáta- hreyfingunni hafa misst góðan fé- laga og vin langt fyrir aldur fram. Sérstaklega verður hans minnst í hópi þeirra sem störfuðu með honum að foringjanámskeiðum að Úlfljóts- vatni. í þann hóp hefur verið högg- við stórt skarð. Hinn mildi persónu- Ieiki Eyjólfs og manngæska hans verður okkur ævinlega hugstæður, þann góða arf eigum við eftir hann. Þrátt fyrir umfangsmikil störf var Eyjólfur Snæbjömsson mikill flöl- skyldumaður og átti stuðning fjöl- skyldu sinnar í öllum störfum sínum. Við flyijum ijölskyldu hans samúðar- kveðjur reykvískra skáta og allra þeirra mörgu sem þátt tóku f Gil- well-námskeiðum á Úlfljótsvatni. Við þökkum Eyjólfi samfylgdina og minnumst hans er við heyrum góðs manns getið. GilweU.skátar Eyfi er dáinn. Ég hef búist við að heyra þessa fregn fyrirvaralaust síðastliðin 25 ár, því að oft hefur hann verið hætt kominn í baráttu við Iíkamleg mein. Kvíðinn við að missa svo tryggan vin, sem á tíma- bili var mér sem annar faðir, blund- aði f undirmeðvitundinni. Svo þegar að alvörunni kemur, blikna orðin, sem honum voru alla tíð ætluð sem kveðja. Orð sem eiga að tjá þakkar- skuld vegna áralangrar umhyggju hans og vináttu. Ódrepandi áhugi Eyfa á skáta- starfi hvatti marga til að leggja allt af mörkum um árabil f þágu þess. Hann var kletturinn sem ávallt var á sínum stað, óhagganlegur í öldurót- inu sem velti okkur hinum yngri. Hjá honum mátti fá skjól, ný úrræði’ og örvun. Hann byggði starfið í Bústaðahverfínu upp frá grunni og fylgdist með félaginu alla tíð síðan. Þótt máttfarinn væri orðinn undir það síðasta, ræddi hann af sama áhuga og fyrr um starfið. Ávallt var Eyfí reiðubúinn að leggja hönd á plóg til að búa í hag- inn fyrir yngra fólk. Óeigingjamt starf hans við skátaskólann að Úlf- ljótsvatni ber órækastan vott þar um. Uppbyggingin á þeim stað í sam- vinnu við konu sína og góða félaga var honum mikils virði. Fáir standa jafn vel undir einkunnarorðunum eitt sinn skáti, ávallt skáti. Hann, sannaði það sem Baden- Powell sagði einhveiju sinni að leikur héldi manni ungum. Hann þroskaðist vel en eltist lítið. Lundin létt, stöðug atorka og lifandi áhugi voru bráðsm- itandi fyrir alla sem til hans sóttu, fram til síðasta dags. Ég þakka samfylgd góðs vinar, sem á sfnum tíma hjálpaði mér að komast til manns. Ég tjái þér, Lillý mfn, hluttekningu og þakkir fyrir þá umhyggju sem þú sýndir Eyfa í veik- indum hans. Eg veit að þú hefur misst mikið. Fari Eyfi, vinur minn, í friði, minning hans mun lifa. Gretar Marinósson Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Þegar við í dag kveðjum Eyjólf Snæbjömsson, gerum við okkur ljóst, að söknuðurinn er sárastur vegna alls þess sem var og við áttum saman. Þar má nefna skátastarfið í öllum sínum myndum, erfiðið, von- brigðin og sigrana, en fyrst og fremst leikina og gleðina, sem ávallt var sterkur þáttur. Á unga aldri gekk Eyjólfur skáta- hreyfingunni á hönd og hans með- fæddu eðlisþættir voru þannig, að hann lifði lífí sínu f samræmi við hennar háleitustu hugsjónir. Það voru samhent hjón Lillý og Eyfi, sem reistu sér bú í Heiðar- gerði 92, upp úr 1950, og hafa búið þar sfðan. Og einmitt í þessu unga ósamstæða hverfí, þar sem allt var í uppbyggingu, stóð Eyjólfur fyrir og stjómaði í áratugi stóm og ört vaxandi skátafélagi, sem var ótal- mörgum ungmennum og foreldrum geysilegur stuðningur. Fullorðið fólk jaftit sem ungmenni og böm, löðuð- ust að Eyjólfi. Hann var alla tíð ald- urslaus, allt í senn heiðarlegur, hát- íðlegur og strangur, galsafenginn og skemmtilegur. Frásagnargáfu átti Eyjólfur í ríkum mæli, það bók- staflega geislaði frá honum. Hann unni landinu af heilum hug, kunni að horfa á himin, haf og jörð og benda öðm fólki á dásemdir náttú- mnnar. Allt em þetta eiginieikar, sem nýtast góðum skátaforingja. Skátalandið Ulfljótsvatn var Eyjólfi einkar kær staður, enda átti hann um áratugi ótal stundir þar við vinnu og fræðslu skáta á hinum ýmsu svið- um. Eyfi og Lillý gengu sína götu samstíga alla tíð, mættu erfíðleikum með hetjulund. Síðasta ár, þegar sjúkdómur Eyjólfs ágerðist, þráði hann að dvelja heima, þar sem hon- um leið alltaf bezt. Lillý gerði honum það kleift og annaðist hann af ein- stakri umhyggju. Um árabil hefur fjölskylda mín verið aðnjótandi góðra kynna og vin- áttu við Eyfa. Böm mín hafa frá blautu bamsbeini verið svo lánsöm að deila með honum gleði og sorg, og er það þeim ómetanlegt. Það er því hnýpin en mjög þakklát flöl- skylda, sem í dag kveður vin sinn. Kynnin og ljúfar minningar munu fylgja okkur. Gleðin var ekki hvað minnst í Álfaseli, þar sem nokkrir skátavinir stoftiuðu Álfaflokkinn. Ég ætla því að gera að mínum loka- orðum erindi skáldsins Tómasar Guðmundssonar sem ort em um Jónsmessunótt við Úlfljótsvatn, rétt eins og hann hafi séð fyrir okkar einlægu vináttu. En einnig æskan bjarta ber óróleik í hjarta, og álfar sitja í sárum, þvi senn eiga þeir að skilja. Þeir geyma mild í minni sín mánanæturkynni og gráta tærum tárum, sem tími og laufblöð hylja. Og því ber þeirra gangur svo þöglan vótt um angur og skógarlaufin skjálfa á skuggadökkum hlyni, er ungir álfar tárast, þvi álfa tekur sárast að kveðja aðra álfa, sem álfar töldu vini. Ingibjörg Við kveðjum elskulegan afa okk- ar, Eyjólf Snæbjömsson, í dag. Afa sem við söknum svo innilega. Allar minningar um hann eru svo ljúfar, þegar við hugsum til baka til allra góðu áranna sem við áttum með honum þá kemur í huga okkar Úlf- ljótsvatn, þar eyddum við miklum tíma með ömmu og afa, í leik og söng með skátum. Við viljum kveðja hann afa með okkar uppáhaldssöng sem þau kenndu okkur, og var alltaf sunginn við lok hverrar dvalar á Úlfljótsvatni. Undraland við Úlfljótsvatnið blátt, enginn gleymir þínum töframátt Inn við eyjar, út við sund öldur hjala um æskudrauma grund. Loftið fyllist Ijúfum unaðsóm, lækir falla og léttum kveða róm. Engum gleymist undranátt við Úlfljótsvatnið blátt Þessi söngur mun alltaf minna á hann afa sem okkur var svo mikils virði. Við biðjum góðan Guð að geyma afa og styðja hana ömmu og langömmu í þeirra sáru sorg. Maria Edith og Stefán Örn í dag kveðjum við hinsta sinni okkar fyrsta félagsforingja og aðal- hvatamann að að stofnun félags okkar, skátafélagsins Garðbúar, Eyjólf Snæbjömsson. Þýtur í laufi bálið brennur, blærinn hvíslan Sofðu rótt Hljóður í hafið röðull rennur, roðnar og býður góða nótt. Vaka þá ennþá vinir saman, varðeldi hjá I fögrum dal. Lífið er söngur, glaumur, gaman, gleðin hún býr í fjallasal. (T.Þ.) Þær voru margar kvöldstundimar í lífi Eyjólfs, eða Eyva eins og hann var ávallt kallaður af okkur krökkun- um sem hann ól upp í skátastarfinu, þar sem hann sat yfir varðeldi og söng með okkur út í kyrrð náttúrunn- ar hinn hugljúfa skátasöng. Gjaman var þetta í framhaldi af hjartnæmri hugvekju þar sem við vorum hvött til dáða, en jafnframt áminnt um að missa aldrei sjónar af hinni göfugu hugsjón skátahreyfingarinnar. En nú hefur Eyvi setið sinn hinsta varðeld í jarðnesku lífi og „sofnað rótt“. Það vom framsýnir ungir menn sem 1958 fluttu með skátadeildina sína, Sturlunga, úrgamla skátaheim- ilinu á Snorrabraut inn í nýtt skáta- heimili í Hólmgarðinum. Nokkru áð- ur hafði Skátafélag Reykjavíkur skipt borginni niður í hverfi og kom Smáíbúða- og Bústaðahverfi í hlut Sturlunga, en Eyvi var einmitt deild- arforingi Sturlunga á þessum tíma Þá var Smáíbúða- og Bústaðahverfið í útjaðri borgarinnar og ennþá í upp- byggingu. Stuttu síðar sama ár fluttu svo tvær stúlknasveitir, Uglur og Spætur, einnig inn í Hólmgarðinn og var það upphafið að gæfuríku samstarfi drengja- og stúlknaskáta í hverfinu. Þetta var jafnframt fyrsta samstarf drengja- og stúlknaskáta í Reykjavík til þessa. Því hafði verið haldið fram að slíkt samstarf væri útilokað þar sem störf stúlkna væru svo ólík störfum drengja. Með Eyva í broddi fylkingar var ofangreind fullyrðing fljótlega af- sönnuð. Mynduð var Hverfisstjóm og sameiginlega tókst foringjunum að kenna hinum ungu skátum af báðum kynjum að umgangast hvort annað og starfa saman. Arið 1969 var svo formlega stofnað skátafélag- ið Garðbúar og var þar með endan- lega búið að sameina Sturlunga, Uglur og Spætur undir einni stjóm. Það var aldrei spuming hver yrði fyrsti félagsforinginn, og enn og aft- ur axlaði Eyvi ábyigðina. Alltaf var hann tilbúinn til að liðsinna, leiðbeina og hvetja hina ungu skáta og for- ingja sem litu á hann sem skátaföður sinn. Enda dafnaði félagið vel og varð strax stærsta og öflugasta skátafélag landsins. Ekki lét Eyvi sér nægja að starfa bara með félaginu. Hann var mjög virkur í starfí fyrir landshreyfínguna sem annars staðar í skátastarfinu. Þau vom t.d.' ekki mörg Gilwell- námskeiðin á Úlfljótsvatni þar sem Eyvi leiðbeindi ekki og hélt áhöldun- um til haga. Hann lagði því rika áherslu á að félagið sendi alltaf ein- hveija foringja til Gilwellþjálfunar og á félagið honum m.a. að þakka hversu marga Gilwell-skáta það á í dag. Úlfljótsvatn var Eyva sérstak- lega kært og eyddi hann þar öllum stundum sem hann gat og naut stað- urinn góðs af. Ekki er ástæða til að rekja ævifer- il Eyva hér, það munu aðrir gera. Skátafélagið Garðbúar vill hér með þakka Eyva hið mikla og fómfúsa starf sem hann lagði af mörkum í gegnum árin til að byggja skátastarf- ið f hverfinu upp. Þau em orðin mörg bömin og unglingamir, sem flest em nú komin til fullorðins ára, sem nutu handleiðslu hans og hvatn- ingar á þeim ámm þegar einstakling- urinn er að mótast. Um leið og við vottum eftirlifandi konu hans, Edith Niculaisdóttur, einlæga samúð okk- ar, viljum við þakka henni innilega fyrir allar þær stundir sem hún „lán- aði“ okkur Eyva, svo ekki sé talað um þær stundir sem þau komu sam- an til starfa í félaginu. Sofna drótt,' nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. AUt er hljótt, hvíldu rótt, Guð er nær. Með skátakveðju, Skátafélagið Garðbúar Kynni okkar af Eyjólfi Snæbjöms- syni hófust vorið 1979 er Edith Nic- olaidóttir, Lillý, gerðist dagmamma fyrir ungan son okkar hjónanna, þá þriggja mánaða. Það varð upphaf að kærleiksríkri vináttu milli okkar, sem aldrei hefur borið skugga á og hefur heimili „afa Eyva" og „ömmu Lillýar" verið sem annað heimili son- ar okkar, Gunnars Þórs, og engu síður hjartfólgið en það sem við for- eldramir bjuggum honum. Foreldrar annarra þeirra bama sem einnig nutu með Gunnari Þór fóstursins hjá Eyva og Lillý munu áreiðanlega nú segja sömu sögu. Ekki var það aðeins amma Lillý sem var dagmamma, heldur tók Eyvi þátt í starfí hennar með böm- unum af lífí og sál. Svo skemmtilega vill til að við búum við sömu götu og ekki var stráksi hár í loftinu þeg- ar hann gat fylgst með Eyva ganga upp götuna þegar vinnu hans lauk og laumað sér með honum heim í þeim tilgangi að fá að setjast í fang hans og heyra sagðar eða lesnar sögur. Eyvi kallaði drenginn „auga- steininn sinn“. Miklar voru hamingjustundimar þegar Gunnar Þór fékk að fara með ömmu og afa í helgarferðir að Úlf- ljótsvatni eða í vikudvöl að Húsa- felli þar sem sveppir vom tíndir og sætukoppar lyngsins skoðaðir. Það em mikil forréttindi bams nú á dögum að fá að eiga heimili og ástvini til að heimsækja sem ávallt hafa tíma til að hlusta og spjalla eins og þeirra Ejrva og Lillý- ar. Þegar Gunnar Þór hefur verið í leiðu skapi eða eitthvað bjátað á og viljað fara til ömmu og afa og við reynt að tala um fyrir honum hefur viðkvæðið alltaf verið: „En þau segja að ég sé alltaf velkominn." Með það hefur hann rokið af stað og aldrei brást það að til baka kom hann him- inglaður. Þó að Eyjólfur bæri löng og illvíg veikindi sín karlmannlega og reyndi að dylja þau fósturbömunum sem mest hann mátti, urðu þverrandi lífsþróttur hans og auknar þjáningar þeim sívaxandi áhyggjuefni. Frá því er fóstursyni hans varð fyrst ljóst að lækningu yrði örðugt að fá hó- fust kvöldbænir hans ávallt á því að biðja um hjálp til afa Eyva. Og allt til síðustu stundar veitti afi Eyvi fóstursyni sínum alla þá ástúð sem hann gat mesta látið i té. Þannig fylgdust þeir að þar til jrfir lauk. Dauðinn sem fyrr var fjarlægur níu ára dreng er honum nú stað- reynd sem hann harmar með þung- um tárum. Við þökkum af alhug þann munað sem það reyndist okkur öllum að fá að kynnast afa Eyva, einkum fyrir það veganesti sem bamið okkar fékk frá frábæmm og ógleymanlegum ágætismanni. Fyrir það verðum við eilíflega þakklát. Hér verður flölbreytilegur ævifer- ill ekki rakinn. En það lætur að líkum að við sem sannreyndum það á siðustu árum Eyjólfs hve ömgglega honum tókst að afla sér trausts vina meðal yngstu samferðamannanna, eigum auðvelt með að skilja að sá vinahópur er mjög stór sem harmar nú fráfall hans og þakkar fyrir að hafa átt þess kost að kynnast hon- um. Við vottum Sigríði, aldraðri móður Eyjólfs, „ömmu Lillý", dóttur þeirra, Sigríði, og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Eyjólfs Snæ- bjömssonar. Steinunn og Sigþór Jóhannsson Ég kveð elskulegan afa minn, Eyjólf Snæbjömsson, hinstu kveðju með sámm söknuði. Hversu óréttlátt lífið getur verið, hvað erfitt er að sætta sig við að Guð taki til sín þá sem okkur þykir svo vænt um. En þegar horft er til baka get ég ekki annað en glaðst yfír öllum þeim góðu stundum sem við systkinin átt- um með afa og ömmu. Ég var ekki orðin tveggja ára þegar ég fór með afa á skátamót, bar skátahattinn hans með miklu stolti, allt of stóran, og ekki var ég mikið eldri þegar hann fór með mig á skauta og kenndi mér þær listir sem hann gerði svo vel sjálfur. Ófá vom þau kvöldin sem ég sat með skrautskriftarforskrift og æfði mig, því ég vildi skrifa eins vel og afi minn. Við systkinin gleymum aldrei Palla og Sigurlinu sögunum sem hann sagði okkur þvf svo lifandi var frásögn hans að sögupersónumar standa okkur ljóslifandi fyrir augum enn í dag. En vegir Guðs em órannsakanleg- ir, hvem hefði gmnað að örlögin hans afa sem var ötlum svo góður og hjálpsamur, væri að beriast við þennan hræðilega sjúkdóm. Eg kveð afa minn með fyrstu bæninni sem ég lærði og við fómm svo oft með saman og bið góðan Guð að vemda hann og gefa henni ömmu minni styrk. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Unnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.