Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
99. tbl. 76. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ísraelsher hefur leit að
skæruliðum í Líbanon
Andstæðar fylkingar Palestínumanna eiga í bardögum
New York, Tel Aviv, Sidon, Reuter.
UM 2.000 ísraelskir hermenn
réðust i gær inn fyrir landamæri
Líbanons í leit að PLO-skærulið-
um og höfuðstöðvum þeirra, að
þvi er JVBC-sjónvarpið i Banda-
ríkjunum skýrði frá í gær. Tals-
maður israelska hersins staðfesti
þessa frétt í gær. Fjórir féllu i
bardögum milli skæruliða sem
styðja Yasser Arafat, leiðtoga
Frelsissamtaka Palestinumanna,
og skæruliða sem fylgja Sýrlend-
ingum í Shatila-flóttamannabúð-
unum í Beirút.
Talsmaður ísraelska hersins
sagði í gær að ísraelsher hefði haf-
ið leit í Suður-Líbanon „vegna
Þrír breskir hermenn drepnir í Hollandi:
Bretar óttast frek-
ari hryðjuverk IRA
Lundúnutn. Routor. V
Lundúnum, Reuter.
IAN Steward, aðstoðarvamar-
málaráðherra Breta, fordæmdi í
gær dráp þriggja breskra her-
manna i HoIIandi á sunnudag og
hvatti til frekara samstarfs
breskra og írskra stjórnvalda i
baráttunni við hryðjuverka-
menn. Hann sagði að gripið yrði
til öryggisráðstafana i breskum
herstöðvum á meginlandi Evrópu
til að koma i veg fyrir frekari
árásir hryðjuverkamanna.
Félagar í IRA, írska lýðveldis-
hemum, hófu skotárás á bifreið
bresks hermanns í hollenska bæn-
um Roermond á sunnudag, felldu
hann og særðu tvo félaga hans.
Tveir breskir hermenn til viðbótar
féllu síðan í bílsprengingu í öðrum
hollenskum bæ sama dag.
írski lýðveldisherinn varaði í gær
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, við þvf að breskir
hermenn væm hvergi ömggir með-
an Bretar væm á Norður-írlandi.
Ian Steward, aðstoðarvamarmála-
ráðherra Bretlands, sagði í útvarps-
viðtali f gær að stjómin myndi gera
allt sem hún gæti til að tryggja
öryggi breskra hermanna.
Stjómmálamenn og dagblöð á
írlandi fordæmdu árásimar og Alan
Dukes, leiðtogi Fine Gael, sagði að
þau væm sönnun þess að írski lýð-
veldisherinn svifist einskis. Tals-
maður breska forsætisráðuneytisins
sagði að Margaret Thatcher hefði
ekki í hyggju að gefa út yfirlýsingu
um árásimar.
Sjá ennfremur frétt á bls 30.
sífjölgandi tilrauna hryðjuverka-
manna til að laumast inn fyrir
landamæri ísraels og fremja þar
morð og hryðjuverk." NBC-sjón-
varpið hafði skýrt frá því að 2.000
ísraelskir hermenn hefðu farið inn
fyrir landamærin, en talsmaður
ísraelska hersins vildi ekki segja
hversu margir þeir hefðu verið.
Sjónarvottar sögðu í gær að pal-
estfnskir stuðningsmenn Yassers
Arafats og skæmliðar í hreyfingu
sem nefnist al-Intifída (Uppreisn)
hefðu barist með flugskeytum,
sprengjuvörpum og vélbyssum í
gær. Bardagamir hefðu hafist á
laugardag vegna persónulegra
deilna milli félaga í þessum and-
stæðu fyikingum Palestfnumanna.
Stjómmálaskýrendur segja hins
vegar að bardagamir sýni að
skæruliðamir f al-Intifida séu óán-
ægðir með sættir Arafats og for-
seta Sýrlands, Hafez al-Assads.
Opinber útvarpsstöð í Beirút skýrði
frá því að tíu manns hefðu fallið
og 50 særst í bardögunum frá því
á laugardag.
Reuter
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu gefur sigurmerki með fingrunum
við Lenin-skipasmfðastöðina í Gdansk, þar sem þúsundir starfs-
manna lögðu niður vinnu i gær. Samstaða var stofnuð í kjölfar verk-
falla f skipasmfðastöðinni árið 1980.
Pólland:
Að mínnsta kostí sjö leið-
togar Samstöðu handteknir
Starfsmenn Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk hefja setuverkfall
VarsjA, Gdansk, Reuter.
PÓLSKA lögTeglan handtók að
minnsta kosti sjö leiðtoga Sam-
stöðu, hinna óháðu verkalýðs-
félaga, f gær eftir að þúsundir
starfsmanna Lenin-skipasmfða-
stöðvarinnar f Gdansk, þar sem
Samstaða var stofnuð, höfðu lagt
niður vinnu. Starfsmenn raf-
eindaverksmiðju f suð-v estur Póll-
Skoðanakönnun í Danmörku:
íhaldsflokkurinn
bætir við sig sætum
Kaupnuuuuhttfn. Reuter.
íhaldsflokkurinn Hnnaki
vinnur þijú þingsæti f kosning-
unum eftir rétta viku, 10. maf,
samkvæmt Gallup-skoðana-
könnun, sem birt var á sunnu-
dag. Jafnaðarmannaflokknum
er spáð lakari útkomu en
nokkru sinni i 15 ár.
Niðurstöður Gallup-könnunar-
innar eru birtar í Beríingske Tid-
ende. Samkvæmt þeim ná fimm
borgaraflokkar eins sætis meiri-
hluta á danska þinginu.
„Miðað við niðuretöður könnun-
arinnar er langlíklegast að borg-
araleg stjóm verði áfram við völd
eftir kosningar, en litla sveiflu
þarf þó til að vinstri meirihluti
verði á þingi," segir í Beríingske
Tidende.
Samkvæmt könnuninni bætir
íhaldsflokkurinn við sig þremur
þingsætum, fengi 41 í stað 38.
Jafnaðarmannaflokknum tapar
hins vegar þremur, fengi 51 þing-
sæti í stað 54. Þá fellur Kristilegi
þjóðarflokkurinn út af þingi ef
úrslitin verða eins og f könnuninni
þar sem fylgi hans er innan við
tvö prósent.
andi fóru einnig f verkfall í nokkr-
ar klukkustundir f gær en hófu
störf að nýju þegar stjórnendur
fyrirtækisins lofuðu að ganga að
kröfum þeirra.
Andófsmenn í Póllandi segja að í
það minnsta sjö leiðtogar frá ýmsum
borgum Póllands, þar á meðal Var-
sjá og Gdansk, hafí verið hand-
teknir í gær. Þeir hafi ailir verið í
framkvæmdanefnd Samstöðu og
aðrir nefndarmenn, fimm talsins,
hafi farið í felur til að komast hjá
handtöku.
Næstum 3.000 starfsmenn Lenfn-
skipasmfðastöðvarinnar f Gdansk
tóku stöðina á sitt vald á hádegi f
gær. Starfsmennimir sungu bar-
áttusöngva og sveipuðu fána yfir
aðalinngang skipasmfðastöðvarinn-
ar, þar sem á stóð: „setuverkfall."
3.700 starfsmenn raftækjaverk-
smiðju í Wrocklow-borg, sem hefur
verið eitt af höfuðvígjum Samstöðu,
fóru einnig í verkfall f nokkrar
klukkustundir I gær, en hófu störf
að nýju eftir að stjómendur verk-
smiðjunnar höfðu lofað að ganga að
kröfum þeirra um launahækkun.
Lech Walesa hvatti stuðnings-
menn Samstöðu á hátíðisdegi verka-
lýðsins til þess að grípa til áhrifa-
ríkra aðgerða til að styðja 16.000
verkfallsmenn í pólskum stálvemm.
Walesa er rafvirki í Lenfn-skipa-
smíðastöðinni en tók veikindafrí í
gær. Hann kom að aðalinngangi
gangi stöðvarinnar þegar verkfallið
hófst og sagði við verkfallsmennina
að hann myndi styðja þá þótt hann
gæti ekki gengið til liðs við þá.
Hann sagði að hans væri þörf til að
samstilla aðgerðir Samstöðu um allt
land.
Sjá ennfremur frétt á bls. 32.
OPEC-ríkin náðu
ekki samkomulagi
Tilboði sex ríkja utan samtakanna
um minni framleiðslu var hafnað
Vin, Reuter.
OLÍA lækkaði f gær í verði þegar
OPEC, Samtök oliuútflutnings-
ríkja, náðu ekki samkomulagi
innan eigin raða um að ganga
að tilboði sex ríkja utan samtak-
anna um minni framleiðslu.
Olía af Brent-svæðinu breska
seldist á 16 dollara fatið, dollara
minna en bandarfsk olfa fyrir helgi,
en sérfræðingar segja, að þessi
lækkun sé tímabundin þrátt fyrir
erfiðleikana innan OPEC. Verðið
muni aftur hækka með aukinni eft-
irspum síðar á árinu.
Fulltrúar sex olíuvinnslurfkja ut-
an OPEC buðust til þess fyrir helgi
að minnka framleiðsluna um 5% ef
OPEC-ríkin gerðu slfkt hið sama.
Sögðu þeir, að með þessum sam-
drætti mætti minnka birgðir í olíu-
kauparíkjum og hækka verðið.
Alsírmenn, sem eru innan OPEC,
vildu ganga að þessu boði en
Saudi-Arabar vildu ekki samþykkja
5%-samdráttinn, aðeins minnka
framleiðsluna um jafn mörg olíuföt
og ríkin utan OPEC.
Markaðssérfræðingar segja, að
aðalástæðan fyrir afstöðu Saudi-
Araba sé sú, að þeir vilji ekkert
gera, sem geti dregið úr ægivaldi
þeirra innan OPEC og á olíumörk-
uðunum yfírleitt. Auk þess telji
þeir, að olíuverð muni á næstunni
fara heldur hækkandi en hitt og
þá kæri þeir sig ekkert um að ýta
undir verðsprengingu á mörkuðun-
um, sem síðan leiddi til offram-
leiðslu og verðhruns.