Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Þróunarsainvinna eftír Úlf Björnsson Legg í lófa karls, karls, karl skal ekki sjá, að þeir gefa manna minnst, sem mikið berast á. Fátækur af fátækt sinni fómar því, sem má. Legg í lófa karls, karls, karl skal ekki sjá. Öm Amarson. Við lestur þessara lína hvarflar hugurinn ósjálfrátt að aðstoð okkar íslendinga við þróunarlönd. Við er- um þar sá sem mikið berst á, en lítið vill láta af hendi rakna til þeirra sem líða skort. Það er raunar kunnara en hollt er, hversu aumlega lítið framlag íslands til þróunaraðstoðar er. Sæmdar okkar vegna skulum við þó vona, að fátækir karlar heimsins hafí augu sín vel aftur, er við leggj- um dúnfjöður okkar á vogarskálar bætts mannlífs á jörðu. Að minnsta kosti þar til að svo hefur verið auk- inn okkar hlutur, að við þurfum ekki að blygðast okkar fyrir aum- ingjaháttinn. Eg lét þess getið í niðurlagi greinar minnar í Morgunblaðinu í byijun mars síðastliðins, að ég mundi síðar viðra hugmyndir um með hvaða ráðum og hvaða hætti auka mætti framlag Islands til þró- unaraðstoðar, svo ná mætti því marki er Alþingi setti vorið 1985, að 0,7% þjóðarframleiðslu skuli veija til opinbers stuðnings. við þró- unarlönd, á 7 árum. Þetta ætla ég nú að gera. Samanburður við aðrar þjóðir Þó er rétt, áður en lengra er haldið, að átta sig aðeins á því, hvemig þessum málum er háttað annars staðar, og hvemig við ís- lendingar stöndum í þeim saman- burði. Eftir því sem næst verður kom- ist, leggja fáar eða engar þjóðir Evrópu minna hlutfall af þjóðar- framleiðslu sinni til aðstoðar við þróunarlönd en við íslendingar ger- um. Þó skal hér ekki fullyrt um Andorra, San Marino og Liecht- enstein. Til þess skortir upplýsing- ar. Og svo allt sé tínt til, þá er ekki heldur vitað nákvæmlega um framlag Albaníu, og framlag Pól- veija mun vera svipað sem hlutfall þjóðarframleiðslu og hér er, en sem kunnugt er hafa íslenskar hjálpar- „Ef litið er til efnahags- aðstæðna í Danmörku og Finnlandi, ætti okk- ur hér ekki að verða það erfiðara en þeim, að auka framlag til þró- unaraðstoðar, nema síður sé. stofnanir sent bæði matvæli og fatnað til Póllands. Að Evrópulöndum frátöldum, munum við vera nokkuð fyrir neðan miðjan flokk, hvaða varðar aðstoð við þróunarlönd, og er þá tekið mið af öllum þjóðum, tekjuháum sem tekjulágum. Ef aftur á móti er litið á hina hliðina, telq'umar, þá er óvíða í heimi hér meiri velmegun en á ís- landi. Atvinnuleysi er nánast óþekkt, þjóðartekjur á mann með því hæsta sem gerist, menntunar-, heilbrigðis- og tryggingakerfí betra en víðast annars staðar og svo mætti lengi telja. Það er því aug- ljóst, að alþingismönnum hefur ekki þótt annað veijandi fyrir samvisku sinni, en að auka allverulega fram- lag okkar íslendinga til þróunarað- stoðar. Orð eru til alls fyrst Oft er sagt að orð séu til alls fyrst. Þó sannast hér sem oft áður, að eitt er að segja og annað að gera. Það er sem orð Péturs Gauts hafí orðið að áhrínsorðum um íslenska þróunaraðstoó. Hugsa það! Ætla það! Enda vilja það! En gera það. nei. Sjálfur skrattinn má skilja það!“ Það er nefnilega svo, að aðstoð íslands við þróunarlönd, mæld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hefur farið lækkandi ár frá ári allt frá árinu 1983. Það ár er þó afbrigði- legt að því leyti, að nær allur smíða- kostnaður R/S Fengs hjá slippstöð- inni færðist sem þróunaraðstoð þess árs. Það er og orðið ljóst, að til að snúa þessari öfugþróun við, dugir ekki viljayfírlýsingin ein, svo sem sannast hefur á afdrifum fyrr- nefndrar ályktunar Alþingis frá vordögum 1985. Það þarf meira til. Finnar og Danir hafa farið þá leið að setja í lög hvemig þróunar- aðstoð þeirra skuli aukast á hverju ári, svo að þeir nái því marki að veija einum hundraðshluta af þjóð- arframleiðslu sinni til þróunarað- stoðar innan ákveðins árafjölda. Svíar og Norðmenn, sem náð hafa þessu marki, hafa ákvæði í sínum lögum um að 1% þjóðarframleiðslu skuli verja til þróunaraðstoðar ár hvert. Ef litið er til efnahagsaðstæðna í Danmörku og Finnlandi, ætti okk- ur hér ekki að verða það erfíðara en þeim, að auka framlag til þróun- araðstoðar, nema síður sé. En svo ekki sé ævinlega vikið af leið þegar til alvömnnar kemur, dugir ekki annað en að fara að dæmi frændþjóða okkar, og setja í lög áætlun um aukningu á framlagi íslands til þróunaraðstoðar. Það hefur sannast, svo sem fyrr var nefiit, að að öðmm kosti víkja menn sér undan því að fara að vilja lög- gjafarvaldsins. Framkvæmdavaldið telur sig jafnvel geta gengið svo langt, að hundsa gerða milliríkja- samninga varðandi framlög íslands til verkefna í þróunarlöndum og er þar skemmst að minnast fjárlaga- niðurskurðarins frá síðastliðnu hausti. Alþingismenn í ríkisstjóm og fjárveitinganefnd mega ekki leyfa sér sllkt, og hljóta að virða eigin samþykktir. Leiðir að markinu Ef taka á mið af nefndri ályktun Alþingis, og svo þeirri staðreynd, að nauðsyn ber til að undirbúa þró- unarsamvinnuverkeftii bæði vel og lengi, er eðlilegt, að aukning á framlagi íslands sé hæg í fyrstu. Einnig þykir rétt, að aukningin verði ekki eins skörp í'lok aukning- artímabilsins og hún verður mest á tímabilinu. Að þessu athuguðu mætti haga aukningunni svo sem sýnt er í töflu I. Það skal tekið fram, að nefndar upphæðir byggjast á spám um þjóðarframleiðslu líðandi árs. ______________________________— Tafla I. Yfirlit yfir þróun fjárstreymis til þróunarsamvinnu með það fyrir augum að ná 0,7% markinu á 7 árum f samrœmi við ályktun Alþingis frá 1985. Þróun hlut- fallsaukningar sem hundraðshluti af þjóðarframleiðslu og f miljjónum króna á verð- iagi ársins 1988. Ar Hlutfall GNP Aukn.f.f.ári Upph. f m.kr. Úr kennslustofu í nýlegum skóla í Botswana. Að afla sér þekkingar er leið til betra lífs, en sú leið er löng og torsótt þeim, sem ekkert á. Sjálf fátæktin hindrar hinn fátæka í að njóta hæfileika sinna og nýta þau gæði, sem í umhverfi hans eru faÚn. ir okkur og ekki síður þá, sem að- stoðin beinist til. 1600 milljónir króna eru til dæmis nokkumveginn sama upphæð og samanlögð þjóðar- framleiðsla eyríkisins Sao Tomé é Principe, sem er í Guineaflóa við vestanverða Afríku, en þvf? hefur verið hreyft, að við íslendingar gætum aðstoðað þessa þjóð á þró- unarbrautinni. Það ber þó að árétta, að hér er einungis um mjög lausleg- ar hugmyndir að ræða, og að engar viðræður eða athuganir af neinu tagi hafa verið tengdar þeim. Það fer ekki milli mála, að þessi stigull, sem eins og fyrr segir er í samræmi við ályktun Alþingis frá 1985, er nokkuð hár. Meið tilliti til þess hversu mikil og nákvæm undir- búningsvinna undir þróunarsam- starf þarf að vera, er jafnvel líklegt að affarasælla sé að fara sér nokkru hægar í sakimar. Það er ekki allt undir magninu komið, gæðin skipta líka máli. Með þetta í huga mætti hugsa sér setta í lög áætlun um aukningu á opinberu framlagi til þróunarað- stoðar, í líkingu við það, sem hér 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 0,03 0,06 0,12 0,20 0,32 0,47 0,60 0,70 + 0,01 0,03 0,06 0,08 0,12 0,16 0,13 0,10 70 140 280 480 740 1100 1400 1600 Þó svo tölumar séu ekki sem nákvæmastar, gefa þær engu að síður nokkra hugmynd um stærð- argráðu. Á okkar mælikvarða er hér um dágóða upphæð að ræða, upphæð sem skiptir máli, bæði fyr- „Sjafnaryndi“ Atvinna í boði... fyrir karlmenni eftírAstuM. Asmundsdóttur Fyrir nokkm hringdi ég í efna- verksmiðjuna Sjöfn á Akureyri. Erindið var að falast eftir auglýs- ingu í blað efna- og efnaverkfræði- nema sem útskriftarárgangur deild- arinnar gefur út. Þá var mér sagt í óspurðum fréttum að fyrirtækið hefði í huga að bæta við sig efna- fræðingi. Viðmælandi minn vildi fá að vita hvort einhveijir Akureyring- ar væm að útskrifast úr deildinni og hveijir það væm. Ég gaf honum upp þijú nöfti. Stuttu síðar frétti ég að fyrirtæk- ið hefði haft samband við eina karl- manninn í þeim hópi. Þar sem ég var ein þessara þriggja og í atvinnu- leit, varð ég forvitin og hringdi því aftur norður. Þá varð fyrir svömm Aðalsteinn Jónsson forstjóri og efnaverkfræðingur. Ég bað um nánari upplýsingar varðandi þetta starf. Aðalsteinn dró við sig svarið en sagði síðan að fyrirtækið vildi ráða karlmann. Þegar ég spurði um ástæður fyrir þessu furðulega og afdráttarlausa svari fékk ég ennþá fiirðulegri svör. Hér koma nokkrar helstu ástæð- umar til fróðleiks fyrir ykkur ungar og kappsfullar konur á leið út á vinnumarkaðinn: a) Þar sem viðkomandi starf var í málningardeildinni var talið æski- legra að ráða karlmann því karl- menn hefðu yfírleitt meiri reynslu af húsbyggingum og hefðu frekar staðið í slíku en konur. b) Auk þess hefðu karlmenn frekar unnið í byggingarvinnu með náminu og hefðu því meira innsæi í þessa hluti. (Rétt er að taka það fram hér að það var staða efnafræðings sem var til umræðu.) c) Það væri ekkert líkiegra en að ef kona væri ráðin, þá yrði hún fljót- lega ófrísk og yrði frá vinnu vegna veikinda ungra bama sinna. (Aðal- steinn hafði svo sem gefíð konum tækifæri og hafði af því slæma reynslu.) e) Ef um hefði verið að ræða starf í snyrtivörudeildinni hefði máiið horft allt öðru vísi við. (Kvenlegt innsæi líklega komið að góðum notum við framleiðslu dömubinda, það er að segja ef konan væri þá ekki ólétt.) Önnur rök komu fram í samtali er sett fram í töflu II. Þar er sett það mark, að árið 2000 verði 0,5% þjóðarframleiðslu varið til þróunar- aðstoðar. Sem fyrr taka upphæðir mið af þjóðarframleiðsiu og verðlagi ársins 1988. Þær breytast að sjálf- sögðu í takt við breytingar á þjóiðar- framleiðslu. Til skýringar skal þess getið, að opinbert framlag til þróunaraðstoð- ar samanstendur af framlagi til tvíhliða aðstoðar (í umsjá ÞSSÍ) og framlagi til fjöl- og alþjóðastofn- ana. Næsta ár eru áætlaðar tæpar 80 milljónir króna til tvíhliða að- stoðar og um 60 milljónir til Qöl- og alþjóðastofnana. Gengi það eftir yrði opinbert framlag svipað hlut- fall þjóðarframleiðslu og árin 1980, 1981 og 1986. Um fjármögnun Það sem einkennt hefur fjár- lagaumræðu á íslandi, er að ef far- ið er fram á nýjar fjárveitingar þá skuli jafnframt gerð grein fyrir mögulegri Qáröflun til þeirra. Ég ætla ekki að gera það. Heldur vil ég benda á, að hér megi hafa á hinn sama háttinn og tíðkast á hin- um Norðurlöndunum, og þekkist einnegin, hér þó í öðru samhengi sé, að þetta verði „tekið af óskiptu". Þetta byggir á þeirri skoðun, að við frumgerð fjárlaga skuli byijað á því að gera sér grein fyrir því fé, sem til skiptanna er, og miða út- gjöld við það. Sá háttur sem nú er alvanalegastur, að ákveða fyrst út- gjöldin og finna síðan tekjustofna til að standa undir þeim útgjöldum, er, eins og dæmin sanna, ómöguleg- ur ef ná á einhverri stjóm á fjármál- um. Hvað varðar þetta áætlaða ijár- magn til þróunarmála, þá er hér ekki um allan veraldarauðinn að ræða og það má enginn halda, að með þessu leysist öll vandamál. En þetta gæti gert þann mun, að við segðum stundum JÁ, er hingað er leitað eftir aðstoð. Þann mun, að Þróunarsamvinnustofnun þyrði að lofa einhveiju varðandi aðstoð og þyrði að undirbúa verkefni fyrir framtíðina. Ásta M. Ásmundsdóttir annars aðila frá fyrirtækinu og bekkjarbróður míns. Það var að við- komandi efnafræðingur þyrfti að umgangast starfsmenn í Slippstöð- inni hf., sem flestir eru karlmenn og því æskilegra að viðkomandi væri karlmaður. Stelpur, verum ekki svo bama- legar að halda að þetta sé eins- dæmi. Var einhver að tala um jafn- rétti? HOfuadur er nemi við Háskóla tslands og útskrifast sem efna- frseðingurívor. Höfundur stundar kandidatsnám íáætlanagerð ogstarfarsem stendur hjá Þróunarsamvinnu- stofnun íslands. Það skal tekið fram aðgreinin túlkar ekki endi- lega skoðanir ÞSSÍ. Tafla II. Áætlun um aukningu á opinberu framlagi íalands til þróunaraðstoðar tíma- bilið 1989 til 2000. Ár 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Hlutf. GNP 0,06 0,10 0,14 0,18 0,22 0,26 0,30 0,34 0,38 0,42 0,46 0,50 Aukn.f.f.ári 0,08 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 Millj.kr. 140 230 320 410 510 600 690 780 870 970 1060 1160 Tónleikar í Laug- arneskirkju VORTÓNLEIKAR verða í Laugameskirkj u á morgun, miðvikudaginn 4. maí, kl. 20.30. Flutt verða kór- og orgelverk eftir Felix Mendelssohn. Verkin eru m.a. þessi: Sónata nr. 3 í A- dúr fyrir orgel, prelúdía í g-moll fyrir orgel, „Drei geistliche Lied- er“ fyrir alt, kór og orgel, 1. kafli úr 42. sálmi fyrir kór og orgel og prelúdía í d-moll fyrir orgel. Flytjendur eru kór Laugames- kirkju og Sólveig Björling altsöng- kona ásamt organistunum Þresti Eiríkssyni og Ann Toril Lindstad. Aðgangur er ókeypis. (FréttatUkynnmg) Laugameskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.