Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 33 Frönsku forsetakosningarnar: Le Pen veikir vonir Chiracs París. Reuter. TALIÐ er að vonir Jacques Chiracs, forsœtisráðherra, um sigur í frönsku forsetakosning- unum nœstkomandi sunnudag hafi enn minnkað um helgina, þegar hægri öfgamaðurinn Je- an-Marie Le Pen neitaði að Iýsa yfir stuðningi við hann. Le Pen hélt útifund í París á sunnudag og komu þar 50 þúsund stuðningsmenn hans saman, að sögn lögreglu. Er það mesti stjóm- málafundur fransks hægrimanns eftir stríð. Á fundinum hvatti Le Pen stuðningsmenn sína til að kjósa ekki Francois Mitterrand, forseta. „Það er stórmál að Frakkar losni við sósíalisma Mitterrands. Þess vegna má ekki greiða honum eitt einasta atkvæði," sagði Le Pen. Hann sagði kjósendur standa frammi fyrir tveimur slæmum kost- um. Annar þeirra væri þó miklu verri en hinn og átti hann þar við forsetann. Le Pen sagðist ekki vilja lýsa yfír stuðningi við Chirac því honum yrði bara kennt um síðar meir, ef forsætisráðherrann tapaði kosning- unum. Af þessu tilefíii gaf kosn- ingastjóri Chiracs út yfírlýsingu þar sem sagði að næstkomandi sunnu- dag kysu menn ekki samkvæmt fíokkslínum, heldur veldu milli verk- efnaiista frambjóðendanna tveggja. Er talið að yfírlýsingunni hafí verið ætlað að ná eyrum stuðningsmanna Le Pens, en Chirac hefur reynt að höfða til þeirra. Hefur hann þó heitið því að semja ekki við Le Pen um stuðning. Chirac hlaut 19,5% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosn- inganna, 24. aprfls sl., en Le Pen um 15%. Samkvæmt skoðanakönn- unum bendir allt til þess að Mitter- rand sigri í seinni umferðinni og fái 10 prósentustigum meira fylgi en Chirac. Bretland: ERLENT Corazon Aquino, forseti Fillipseyja, hefur skorið upp herör gegn hvers kyns lausung og spillingu. í síðustu viku handtóku lögreglumenn ekki færri en 1000 stúlkur, sem afla sér tekna á vafasaman hátt, á skemmtistöðum og vínstúkum Manila-borgar. Mjmdin var tekin er sveitir óeinkennisklæddra lögreglumanna létu til skarar skríða í helsta ferðamannahverfí borgarinnar. Sj ómannasamband- ið lítur í lægra haldi Ferjusiglingar hafnar á ný eftir árangurlaust verkfall St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SJÓMÖNNUM hjá ferjufyrir- tækinu P&O í Dover, sem hafa veríð í verkfalli síðan í febrúar, tókst ekki að koma í veg fyrir, að feijur fyrirtækisins hæfu siglingar nú um helgina. Búist er við, að sjómannasambandið lúti í lægra haldi í þessum átök- um, jafnvel þótt það boði til alls- heijarverkfalls. Undirbúningur að því að hefja siglingar á ný til Dover hafði stað- ið alla vikuna. P&O-fyrirtækið réð nýja menn í lausar stöður, og um 1000 þeirra, sem verið höfðu í verkfalli, sneru aftur til vinnu. Feijumar höfðu verið bundnar við bryggju í Hollandi. Þegar undirbúningi var lokið og öryggiseftirlitsmenn ríkisins höfðu gengið úr skugga um, að skipin væru haffær, sigldu tvær ferjur til Dover. Þær lögðust að bryggju síðastliðinn laugardagsmorgun. Þar var skipt um áhöfn á annarri þeirra og skipið fyllt af bflum og vamingi, en farþegar utan þeirra, sem vom í bflunum, vom engir. Siglt var af stað til Zeebriigge á sunnudag og komið til baka þá um kvöldið. Siglt var aftur á mánudag. Sjómenn hjá Sealink-ferjufyrir- tækinu í Dover hafa neitað að sigla vegna verkfallsvörslu sjómanna hjá P&O. Sealink-fyrirtækið, sem á í engum deilum við sjómanna- sambandið, verður því að sætta sig við, að feijur þess séu ekki á sjó. Formaður sjómannasambandsins hefur neitað að skipa sjómönnum hjá Sealink á sjó. Það er því ljóst, að gert verður lögtak í- eignum sjómannasambandsins í dag, þriðjudag. Er þá vel mögulegt, að það glati öllum eigum sínum, ef sjómennimir hjá Sealink neita að sigla. F erjuflutning'ar hafa dregist saman Sjómenn þjá öðrum fyrirtækjum og í öðrum höfnum hafa farið í samúðarverkfall. Feijuflutningar hafa því dregist mjög saman. Sam MacCluskie, formaður sjómanna- sambandsins, hefur hótað að grípa til allsheijarverkfalls vegna þess að P&O-fyrirtækið hefur neitað að viðurkenna sambandið sem samn- ingsaðila vegna hinna nýju áhafna. Hann segir einnig, að teljist að- gerðir víða um land ólöglegar, verði það bara að vera svo. Það geti komið sá tími, að bijóta þurfí lög. 122 dagar á sjó — 243 dagar í landi Sá samningur, sem meirihluti sjómanna hjá P&O hefur sam- þykkt, hljóðar upp á 122 daga á sjó á ári og 243 í landi, 24 tíma á sjó og 24 í landi eina viku og næstu viku frí. Af hveijum 24 tímum um borð á að vinna 14. Meirihluti sjómanna hjá P&O hafn- aði þessu boði á fundi. Talið er, að ástæða þess, að sjómenn eru svo ákveðið á móti boðinu, sé sú, að flestir verkfallsmanna hafí aðra vinnu í landi. Reynslan hefur sýnt, að lögtak, sem gert er í eignum verkalýðs- sambanda, hleypir hörku í deilum- ar fyrst í stað, en þegar frá líður, dregur það allan þrótt úr samband- inu. Það er því talið ólíklegt annað en breska sjómannasambandið lúti í lægra haldi í þessum átökum, þrátt fyrir að gripið verði til alls- heijarverkfalls, stuðning í frönsk- um höfnum og aukna hörku í deil- unni í þessari viku. í kjölfarið kæmu síðan kröfur um sams konar samninga hjá öðrum feijufyrir- tækjum. Reuter Spillingin upprætt Reuter Jean-Marie Le Pen ræðir við unga stúlku sem klædd er eins og Jóhanna af Örk á útifundinum sem hann hélt & sunnudag. DAGVI8T BARNA HEIMAHVERFI Sunnuborg — Sólheimum 19 Fóstrur, þroskaþjálfar eða kennarar óskast í 100% og 50% störf. Upplýsingar gefiir Bima ísíma 36385. VILT ÞU LITA UT YNGRIEN ÞU ERT? Vilt þú koma í veg fyrir óþarfa hrukkumyndun? Er húð þín orðin hrukkótt eða slök? Ef svarið er já, þá er ef til vill það nýjasta frá SUNTRONIC þ.e.a.s. „FACE LIFT" lausnin fyrir þig. Einnig „LIFT“ fyrir brjóst og aðra líkamshluta. Snyrtistofan Snyrtistofan Snyrtistofan ANDROMEDA, DANA, EVA, Iðnbúð 4, G., Hafnargötu 49, Ráðhústorgi 1, Ak., sími: 43755 sími: 92-13619 sími: 96-25544 Snyrtistofan Snyrtistofan Snyrtistofa FEGRUN, GIMLI, JÓNU, Búðargerði 10, R., Miðleiti 7, R., Laugavegi 163, R., sími: 33205 sími: 686438 sími: 29988 Snyrtistofan Snyrtistofan MANDÝ, YRJA, Laugavegi 15, Klausturhv. 15, Hf., sími: 21511 sími: 651939
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.