Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 51 Hefur þjóðín efni á þessu? eftirStellu Guðmundsdóttur Töluverðar umræður hafa verið að undanfömu um laun og vinnu- tíma kennara. Okkur, kennurum í Hjallaskóla í Kópavogi, virðist sem mikils misskilnings gæti með- al almennings og ekki síður ráða- manna varðandi þessi mál. Jafnvel sjálfur fjármálaráðherra veit ekki hver byijunarlaun kennara em. Hefur hann gefíð upp í fjölmiðlum tölur á bilinu 70-80.000 kr. á mánuði (meðallaun kennara í des. ’87). Við sem kennum í Hjallaskóla könnumst ekki við þessa tölur af launaseðlum okkar. Hins vegar vitum við að byijunarlaun okkar eru 48.205 kr. Þess má geta að „heiðurslaun" kennara eftir 18 ára starf eru 62.771 kr. á mánuði. Okkur lék hugur á að vita hver væru meðallaun í skólanum okkar. Hjallaskóli er venjulegur gmnn- skóli þar sem vinna kennarar á öllum aldri með mislanga starfs- reynslu, allt frá 1 upp í 27 starfs- ár. Margir þeirra em í hlutastarfí en við útreikninga er gengið út frá 100% vinnu allra. Það skal tekið fram að í neðangreindum tölum em laun skólastjóra og yfírkenn- ara reiknuð með. Grunnlaun i marsmánuði 1988, án yfirvinnu, reyndust að meðaltali vera 57.499 kr. Laun með yfirvinnu og forfalla- kennslu voru 64.882 kr. „Það er umhugsunar- vert að ríkisvaldið skuli ekki sjá hag sinn í því að borga kennurum sómasamleg laun þann- ig að þeir flýi ekki í önnur betur launuð störf þar sem starfs- menntun þeirra nýtist ekki.“ í skólanum okkar hafa 25% kennara nú þegar sagt upp störf- um, gagngert vegna lágra launa. Þetta er auðvitað hrikaleg stað- reynd þar sem að baki liggur 3 ára háskólanám með háum náms- lánum. í 2. grein gmnnskólalaganna segir: „Hlutverk gmnnskólans er, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfí. Skólinn skal temja nem- endum víðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjömm og umhverfí, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og skyld- um einstaklingsins við samfélagið. Gmnnskólinn skal leitast við að Úr kennslustund. haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfír nem- enda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grannskólinn skal veita nem- endum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðla að sjálf- stæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Það er þvf ljóst að kennsla er annað og meira heldur en að ganga inn í bekk og opna bók. Ef kennari á að uppfylla skyldur sínar gagnvart nemendum, þarf hann að vera í stakk búinn til þess að útbúa námsefni/gögn sem koma til móts við mismunandi áhuga og getu nemenda. Hann þarf að kynna sér myndbönd og aðrar heimildir sem styðja við það námsefni sem verið er að vinna með. Hann þarf að ætla tíma til samstarfs við foreldra, sérkenn- ara, sálfræðinga, talkennara og aðra samkennara sína. Hann þarf að yfírfara verkefíii nemenda. Ekki síst þarf hann að fylgjast með nýjungum sem fram koma á sviði uppeldis og kennslufræða. Auk þess er í æ ríkara mæli gert ráð fyrir því að kennarar ásamt skólastjómendum í hveijum skóla taki þátt í því að setja sér skóla- námsskrá og séu þannig virkari í skipulagningu skólastarfsins. Af þessu sést að undirbúningur undir kennslu er ekki veigaminni en sjálf kennslan enda er vikuleg- ur vinnutími kennara í fullu starfí 45,75 klst. í Hjallaskóla hefur komið í ljós við lauslega athugun að kennarar vinna langt umfram þennan tíma og treysta sér ekki til að bæta við sig yfirvinnu að neinu marki. Af þessum vinnutíma færast 5,74 klst. af vikulegum vinnutíma yfír vetrarmánuðina alls 195,84 klst. yfír í júnímánuð. Það er áreiðanlegt einsdæmi að yfírvinna sé greidd með dagvinnu. Auk þess er gert ráð fyrir því að kennarar sæki endurmenntun- amámskeið að sumri til og veiji 153 stundum alls í undirbúning. Séu þessar tvær tölur lagðar sam- an sést að hið eiginlega sumarfrí kennara er minna en mánuður. Það er umhugsunarvert að ríkisvaldið skuli ekki sjá hag sinn í því að borga kennumm sóma- samleg laun þannig að þeir flýi ekki í önnur betur launuð störf þar sem starfsmenntun þeirra nýt- ist ekki. Foreldrar, hafíð þið hugleitt að hér er ekki um einkamál kennara að ræða? Er ykkur ljóst hversu margir hæfír kennarar flýja stétt- ina? Höfum við efni á þessu? Höfundur er skólastjóri Hjalla- skóla íKópavogi. — Greinin er skrifuð fyrir hönd kennara skól- ans. Virðisaukaskattur: Umbætur eða Parkinssonlögmál? eftírSigvrð Þórðarson Það hefur verið skammt stórra högga á milli í svonefndum skatt- kerfísbreytingum frá því ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar tók við völdum á síðastliðnu sumri. Ráðherramir hafa ýmist reynt að drepa málum á dreif og skýla sér á bak við Jón Baldvin Hanni- balsson eða tala um hagræðingu, einföldun og svo framvegis. Sömu sögu er að segja um svonefnda efnahagsráðgjafa öðm nafni „málpípur" ráðherranna. Almenn- ingur fínnur aftur á móti á móti fyrir minnkandi kaupmætti og manna á meðal er talað um aukna skattbyrði. Við skulum skoða þetta nánar. Jón Baldvin Hannibalsson hafði ekki setið nema fáeina mánuði í ríkisstjóm þegar hann fann út að skattar, sem hlutfall af þjóðartekj- um væm u.þ.b. þriðjungi minni á íslandi en í Svíþjóð. Engu er líkara en hann hafí þá þegar einsett sér að jafna þennan mun sem fyrst, því matarskatturinn einn gefur ríkissjóði um 5 milljarða á ári og skv. fjárlögum munu skattar hækka um 50% milli ára, sem er langt umfram verðlagsþróun í landinu. Vaskurinn Takið hinni postullegu kveðju. En rúsínan í pylsuendanum er eftir. Þann 11. 4. 1988 lagði Jón Baldvin Hannibalsson fram stjóm- arfrumvarp fyrir hönd ríkisstjóm- arinnar um virðisaukaskatt. Jón Baldvin Hannibalsson fór í ræðu sinni mjög lofsamlegum orðum um VASKINN: 1. Hann hélt því fram að VASK- URINN myndi bæta sam- keppnisaðstöðu fyrirtælga í út- flutningi. 2. Innheimta og eftirlit með álagningu yrði ömggari. 3. VASKURINN hefði ekki áhrif á val neytenda. 4. VASKURINN mismunaði ekki framleiðslugreinum. 5. VASKURINN ylli ekki tilvilj- anakenndri hækkun fram- leiðslukostnaðar. 6. Jón Baldvin Hannibalsson er lítið eitt hógværari þegar hann talar um innheimtukostnað skattsins hjá þeim þjóðum, sem brúka VASKINN: „Hjá þessum þjóðum er virðisaukaskatturinn óidýrasta skattheimta sem völ er á. Um það er ekki deilt". 7. Fjármálaráðuneytið bætti um betur með fréttatilkynningu, þar sem sagði að „þessi skatt- breyting hefði í för með sér lækkun á framfærslukostnaði heimilanna, jafnframt þvf sem vísitölur bygginga- og láns- kjara muni einnig hækka". _ Svo mörg voru þau orð. Öllu fögm var lofað nema ef vera skyldi betri tíð með blóm í haga. Ijaldið fellur . Höfuðröksemd VASK-sinna um uppsöfnun söluskatts. Félag iðnrekenda hefur met- ið uppsöftiun söluskatts á bilinu 1 til 3 prósent. Ýmsar hliðarráðstafanir má gera, og hafa verið gerðar til styrktar útflutningi. Gleggst em dæmin um tugi prósenta niðurgreiðslur á landbúnað- arafurðum til útflutnings. Þessi röksemd er því hárla léttvæg. 2. Almennt er álitið að VASKUR- INN hafí ekki þá yfírburði yfír söluskattinn að koma í veg fyrir nótulaus viðskipti. Bendi ég sérstaklega á svo- nefnda skattsvikaskýrslu, sem kom út 1987, bls. 30. Þar kemur fram að það em síst meiri undanskot á sölu- skatti hér, en á virðisauka- skatti á Norðurlöndunum. Og það þótt söluskattspró- senta hér sé nú hæsta f heimi, þ.e. 25%. Aftur á móti er pappírsflóðið og inn- heimtukostnaður margfalt hærri þar en hér. 3. 4. og 5. Þessar fullyrðingar em alrangar. Fmmvarpið sjálft gerir ráð fyrir ýmsum undanþágum. Auk þess em undanþágur og framleiðslu- stýring í þeim löndum, sm nota VASKINN mun meiri frumskógur en hér. Þar nægir að nefna styrkjakerfí EBE-landanna, sem er flóknara en svo að það verði skilgreint f einni bók. Ekkert er því til fyrirstöðu að bora sömu göt í VASKINN og söluskattinn. 6. VASK-kerfíð er margfalt dýr- Sigurður Þórðarson „VASK-kerfið er margfalt dýrara í fram- kvæmd en gamla sölu- skattskerfið okkar. Skattstofur landsins munu þurfa að bæta við sig tugum ef ekki hundruðum starfs- manna.“ ara í framkvæmd en gamla söluskattskerfíð okkar. Skattstofur landsins munu þurfa að bæta við sig tugum ef ekki hundruðum starfs- manna. Þannig mun stór hluti af þessari nýju skatt- heimtu fara í aukinn rekst- urskostnað. Innheimta söluskatts er á móti ipjög einföld, gjaldendur em um 11.000 talsins. Þar af innheimta 1.600 85% skattsins. Gjaldendur í virðisaukaskatti em taldir verða 25.000. Pappírsflóðið verður svo geigvænlegt að lítil fyrirtæki, s.s. einyrkjar og Qölskyldufyrirtæki hljóta að greiða mun hærra verð fyrir bókhaldsþjónustu en ella. Þannig er talið að laun við bók- hald í verslunum muni hækka um 50 til 60 prósent, svo að dæmi séu nefnd. Staðgreiða verður virðisauka af öllum innflutningi á fyrstu stigum. Eðlilegt má telja að sá fjármagns- kostnaður fari beint út í verðlag. Að framansögðu má ljóst vera að VASKURINN þrengir mjög að smáfyrirtækjum og þar með dreif- býlinu sérstaklega. Síðast en ekki sfst skal þess getið að öll vinna við húsbygging- ar verður skattlögð. Vegna þessa, og annarra áhrifa VASKSINS mun byggingarkostnaður hækka strax að minnsta kosti um rösk 10 prósent. Fyrir skemmstu var opnuð svo- nefnd „upplýsingadeild" hjá fjár- málaráðuneytinu, sem fyrrverandi blaðamaður á Alþýðublaðinu veitir forstöðu. Síðar þá hefur fjármála- ráðuneytið sólundað miklu fé í auglýsingar, til dæmis á virðis- aukaskatti, og hvemig megi spara í ríkisrekstri. Varðandi fréttatilkynningu fjár- málaráðuneytisins hlýt ég að álykta sem svo, og vona, að hún sé á misskilningi byggð. Ef svo er ekki, sting ég upp á því að deildin skipti um nafn og verði framvegis kölluð áróðursmála- deild. Niðurlag Ágæti lesandi, ég hef reynt að stikla á stóm f grein minni á þeim rándým og vafasömu breytingum, sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur og hyggst gera á stuttum en of löngum ferli sínum sem Qár- málaráðherra. Um þær mætti almennt segja að það væri hægara í að fara en úr að komast. Jón Baldvin Hann- ibalsson auglýsti nýverið eftir hug- myndum um spamað í ríkisrekstri. Ráð mitt er éinfalt: Segðu af þér embætti. Höfundur er stýrimaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.