Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 43 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Ríkisbankarnir eiga að greiða arð á þessu ári TILLAGA til þingsályktunar um að gerðar verði ráðstafanir er tryggi að viðskiptabankar í eigu ríkisins greiði „eðlilegan arð af eigin fé bankanna í ríkis- sjóð“ kom tO umræðu í samein- uðu þingi á laugardag. Flutn- ingsmenn tillögunnar eru þeir Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) og Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk). Jón Sigurðs- son sagði í umræðum um málið að rfkisstjórnin hefði ákveðið að ríkisfyrirtæki skyldu greiða arð í ríkissjóð og hefði hann skrifað Landsbankanum og Búnaðarbankanum bréf þar sem þessi samþykkt hefði verið kynnt. EðlOegt væri að leggja þessar kvaðir á bankana og taldi hann ríkisstj ómina þegar hafa framkvæmt það sem lagt var tíl í tiUögunni. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði nú liggja fyrir tölur um afkomu banka síðastliðið ár. Samkvæmt þeim hefði banka- starfsemi gengið vel á árinu 1987 og hagnaður verið umtalsverður. Það vekti athygli að einkabank- amir greiddu hluthöfiim sínum ákveðinn arð af hlutaijáreign og hefði þessi greiðsla almennt verið um 10% af hlutafé. Á sama tíma hefði engin sambærileg greiðsla átt sér stað hjá viðskiptabönkum í ríkiseign þrátt fyrir mjög góða afkomu. hefði verið talið heppilegast að setja slíka arðgreiðslukvöð á ríkis- fyrirtæki án lagasetninga og verið ákveðið að reyna að koma henni á með sérstakri ríkisstjómarsam- þykkt sem einstök fyrirtæki skyldu síðan fylgja eftir. Hefði slík samþykkt síðan verið form- lega gerð 4. febrúar sl. í sam- þykktinni væri fyrirtækjum sem ríkið ætti að öllu eða verulegu leyti skipt í 4 flokka, í fyrsta lagi fyrirtæki sem greiða skyldu arð til ríkissjóðs á árinu 1988 fimmt- ung af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. í þessum hópi væru m.a. ýmis fyrirtæki sem stunduðu margvíslegan atvinnurekstur. í öðru lagi fyrirtæki sem greiða skyldu til ríkissjóðs 1% af eigin fé sínu í árslok 1987. f þennan flokk í samþykktinni féllu Lands- bankinn og Búnaðarbankinn. í þriðja lagi væru svo fyrirtæki í hlutafélagsformi þar sem ríkið ætti stóran hlut. Þeim væri ætlað að greiða 5% af nafoverði hlutafj- ár í árslok 1987. f þennan flokk félli Útvegsbanki Islands hf. í Qórða lagi væri svo loks ítrekað að Landsvirkjun skyldi greiða arð í samræmi við ákvæði laga um það fyrirtæki. Viðskiptaráðherra sagði að í samræmi við þennan grundvöll hefði hann skrifað Landsbankan- um og Búnaðarbankanum og kynnt þeim samþykkt stjómarinn- ar. Hann hefði líka gert bankar- áði Útvegsbankans grein fyrir þessari samþykkt og á aðalfundi bankans hefði hann lagt til fyrir hönd ríkisins að greiða skyldi arð sem svaraði 5% á heilu ári af nafnverði hlutafjárins eða sem svaraði nálægt 3,5% vegna rekstr- artímabilsins sem var maí-des- ember hjá hinu nýja hlutafélagi. Þessi tillaga var samþykkt. „Af þessu sést að ríkisstjómin hefur þegar gert það sem til er lagt í þingsályktunartillögunni," sagði viðskiptaráðherra. Það væri líka eðlilegt að leggja slíka kvöð á ;ríkisbankana. Arðgreiðslumar hlytu hins vegar hveiju sinni að gæta þess að upp væru byggðir eðlilegir varasjóðir í slíkum fyrir- tækjum til að mæta sveiflum, áföllum í lánveitingum og fleim af því tagi. Þama ættu bankaleg sjónarmið að ráða. Þannig væri að hans mati ekki hægt að slá fastri einni tölu fyrir öll fyrirtæki í sömu grein. Viðskiptaráðherra vildi líka benda á að hlutfall hlutaQárins af eigin fé í fynrtækjum væri mjög breytilegt. í viðskiptabönk- um í hlutafélagsformi hefði það til dæmis verið á bilinu 55% í árs- lok 1987 upp í 81,5%. Iðnaðar- bankinn hefði lægst hlutfall hlut- afjár af eigin fé en Útvegsbankinn langhæst. Það væri líka rétt hjá flutnings- manni að hagnaður af rekstri við- skiptabanka hefði verið umtals- verður á síðasta ári. Þannig hefði hagnaður Landsbankans verið um 5,3% af eigin fé, Búnaðarbankans 9,5%, Útvegsbankans 9,3%, Iðn- aðarbankans 15,4%, Verslunar- bankans 9,6%, Samvinnubankans 10,6% og Alþýðubankans 24,3%. Þetta væru mjög misjafnar tölur og vekti það athygli að hvorki Búnaðarbanki, Landsbanki né Verslunarbanki næðu 10% tölunni sem tillagan gerði ráð fyrir. Það væri heldur ekki rétt að arðgreiðslur einkabankanna hefðu almennt verið 10% af hlutafé fyr- ir árið 1987. Hún hefði, sam- kvæmt upplýsingum Bankaeftir- litsins, verið eftirfarandi: Iðnaðar- banki 9,5% af nafnverði hlutafjár- ins eða um 5,2% af bókfærðu eig- in fé í árslok. Verslunarbankinn úthlutaði 10% af nafnvirði hlutafj- árins, en það svarar til 6,1% af bókfærðu eigin fé. Samvinnu- bankinn úthlutaði 5% af nafnvirði hlutafjárins, sem samsvarar 2,2% af eigin fé bankans. Alþýðubank- inn greiddi ekki út arð af hlutafé þrátt fyrir góða afkomu í hlutfalli við eigin fé. Það hefði verið gert til að byggja upp eiginfjárstöðu bankans. Útvegsbankinn mundi greiða 5% miðað við heilt ár eða sem svaraði 4,1% af eigin fé í árslok. Þetta væri miklu nær því sem væri hjá einkabönkunum heldur en virðast kynni við fyrstu aug- sýn. Það væri líka staðreynd að arðsúthlutun í fyrra væri hjá sum- um einkabankanna til muna meiri en verið hefði undanfarin ár. Af þessu væri ljóst, sagði ráð- herrann, að því færi fjarri að einkabankamir væru jafnan að greiða sem svaraði 10% af eigin fé. Tillagan væri því að hans dómi ekki byggð á samræmingu milli aðila í sambærilegum rekstri og ræki sig einfaldlega á þann vegg að Landsbankinn hefði alls ekki þann hagnað af rekstri sínum í fyrra að hann gæti greitt þetta- og raunar teldi hann að slík greiðsla myndi stefna lausafjár- stöðu þessara mikilvægu þjón- ustustofnana undirstöðuatvinnu- veganna í landinu í tvísýnu. Þetta þyrfti þess vegna að athuga miklu betur. Það væri þó eðlilegt að leggja sambærilegar kvaðir á þá sem stunduðu sambærilegan rekstur hvort sem um væri að ræða ríkis- eða einkafyrirtæki. Það væri líka stefna stjómarinn- ar. Þessi stefna væri þegar komin í framkvæmd og henni yrði beitt eftir því sem breytilegar aðstæður krefðust. Það væri þó ekki heppi- legt að slá þessu föstu með ein- faldri tíund. Guðmundur H. Garðarsson sagði að flutningsmönnum hefði ekki verið kunnugt um þessi bréfaskrif ráðherrans til ríkis- bankana. Hann sagði að það virt- ist sem ráðherrann væri kominn í einhveija sérstaka vamarstöðu fyrir ríkisbankana. Tíu prósentin hefðu einungis verið lögð fram sem ábending um hveiju stefna bæri að, viðskiptaráðherra hefði dregið óþarflega sterkar ályktanir um tilgang flutningsmanna. Jón Sigurðsson sagði þetta ekki hafa verið neina vamarræðu, bankamir gætu varið sig sjálfír. Tillagan rækist einungis á þá staðreynd að hagnaður eftir skatt' næði ekki þeim tölum sem flutn- ingsmenn bentu á. Hann vildi ekki draga af þessu víðtækar ályktanir heldur einungis benda á það. Flutningsmenn teldu því eðli- legt miðað við aðstæður að við- skiptabankar í eign ríkisins greiddu ákveðinn arð af hlutafé og væri því þessi þingsályktunar- tillaga fram borin. Það hlyti að teljast eðlilegt að ríkisstjómin gerði þær kröfur til viðskipta- banka í ríkiseign að þeir greiddu hið minnsta 10% arð af eigin fé í ríkissjóð. í þessu fælist einnig nokkur jöfnun á samkeppnisað- stöðu milli viðskiptabanka í ríkis- eign annarsvegar og einkabanka og sparisjóða hins vegar. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagðist vilja taka það fram að ríkisstjómin hefði gert ráðstaf- anir til þess að viðskiptabankar í eigu ríkisins greiddu arð til rikis- sjóðs. Við undirbúning gildandi íjárlaga hefði verið ákveðið að rikisfyrirtæki skyldu greiða arð í rikissjóð á árinu 1988. í tekjuhlið fjárlaganna væri því gert ráð fyr- ir slíkum greiðslum. Eftir athugun á síðasta hausti Guðmundur H. Garðarsson: VINNUÞRÆLKUN VERSLUNAR- FÓLKS VERÐUR AÐ LINNA GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S/Rvk) mælti i sameinuðu þingi á laugardag fyrir tillögu til þings- ályktunar um að ríkisstjóminni verði falið að hefja undirbúning að setningu laga um vinnuvemd f verslunum. Guðmundur H. sagði að þrátt fyrir viðræður launþega og vinnuveitenda f verslun hefði enn ekki tekist að ná viðunandi samkomulagi um tilhögun á vinn- utfma f þessari grein. Þarna færi fram „óþolandi vinnuþrælkun" sem yrði að linna. Meðflutnings- maður er Halldór Blöndal (S/Ne). Guðmundur H. Garðarsson sagði að vinnuálag á verslunarfólk hefði aukist gífurlega á síðustu árum. Aukin almenn velmegun og breytt viðhorf í viðskiptum hefðu leitt til þess að opnunartími verslana hefði lengst til muna og væri nú svo kom- ið að í ýmsum stórmörkuðum gæti daglegur vinnutími fólks verið allt að 12-14 klukkustundir 5 daga vik- unnar, Þar við bættust 7-8 klukku- stundir á laugardögum. Þess væru dæmi að vinnuvikan gæti komist í 70-80 klukkustundir. Þrátt fyrir ítarlegar viðræður full- trúa launþega og vinnuveitenda í verslun hefði enn ekki tekist að ná viðunandi samkomulagi um tilhögun á vinnutíma í þessari grein. Virtist Loðdýrarækt: Innflutningur kynbóta- dýra verði undirbúinn ALÞINGI samþykkti á laugardag tillögu til þingsályktunar þess efnis að landbúnaðarráðherra verði falið að hefja þegar undir- búning að árlegum innflutningi kynbótadýra til loðdýraræktar. Flutningsmenn tillögunnar voru þær Elín R. Líndal (F/Nv) og Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne). í greinargerð segir að loðdýra- rækt skapi mikla atvinnu í hinum dreifðu byggðum og sé ekki fjarri lagi að ætla að um 300 ársverk séu bundin í loðdýrarækt samanlagt (uppbygging meðtalin). Það sé þó loðdýraræktinni afar mikilvægt að eiga kost á úrvalsdýrum til að geta framleitt gæðavöru sem er sam- keppnishæf og eftirsótt. Öflugt kynbótastarf sé því mikilvægt og innflutningur loðdýra mikilvægur. Erfitt sé að áætla þörfina en hún sé mjög mikil. Brýnt sé að flytja inn verulegan fjölda dýra á næstu tveimur til þremur árum. Þegar fram í sækir og stofninn kominn í meira jafiivægi ætti að nægja að flytja inn 200-300 minkalæður ár- lega. Til þess að svo mætti verða þyrfti a.m.k. tvö sóttkvíarbú því sóttkví tæki allt að tveimur árum. stefna í fullkomið óefni. Með þingsályktunartillögunni væri ekki stefnt að því að þrengja hag eða rekstrarstöðu verslunarfyrir- tækja, heldur lögð sú skylda á herð- ar Alþingis og ríkisstjómar að tryggja að verslunarfólki yrði ekki misboðið með of miklu vinnuálagi, auk þess sem fjölskyldulífí þeirra er starfa við verslun verði ekki stefnt í voða vegna óheyrilegra langs vinn- utíma sex daga vikunnar allt árið um kring. Guðmundur H. sagði að til svona aðgerða hefði verið gripið víða erlendis og einnig væri hér á landi fordæmi með Vökulögunum frá 1924. „Nú árið 1988 stendur verslun- arfólk frammi fyrir svipaðri þróun og sjómenn árið 1924 — óþolandi vinnuþrælkun, sem verður að linna. Félagsmenn VR væru nú um 14.000 manns þar af væru nokkur þúsund svonefnt skrifstofufólk og allmargir er ynnu hlutastörf. Gera mætti ráð fyrir að í félaginu væm um 10.000 manns sem væru 5 fullu starfi. Þar af væru 4-5.000 við af- greiðslustörf ýmiss konar. í VR væru 63% félagsmanna konur og 37% karl- ar. Konur væru í yfírgnæfandi meiri- hluta við afgreiðslustörf sem meðal annars mætti sjá í stórmörkuðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hið mikla álag og hinn mikli vinnutími kæmi því hvað harðast niður á konum og flölskyldulífi þeirra. Þá væri einnig þess að geta að margar þeirra væru einstæðar mæður. Þess vegna væri brýnt að þessum málum yrði strax komið í viðunandi horf. Án afskipta Alþingis gerðist það ekki að mati fólksins sjálfs. Danfríður Skarphéðinsdóttir Guðmundur H. Garðarsson (Kvl/Vl) sagðist styðja tillöguna og þakkaði flutningsmönnum flutning- inn. Sagði hún þá kjaradeilu sem nú stæði yfir að mestu leyti snúast um vinnutímann. Einnig sagði hún Kvennalistann hafa flutt þingmál er tengdust þessu máli. Konur hefðu farið út á vinnumarkaðinn í æ ríkara mæli og þessi langi vinnutlmi hefði óneitanlega vond áhrif á fyölskyldulíf. Guðmundur H. Garðarsson þakk- aði Danfríði stuðninginn og sagði það vekja athygli að enginn annar þing- maður kveddi sér hljóðs til þess að veita þessu fólki lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.