Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
inu.
1. maí í Reykjavík:
Minni þátttaka
en undanfarin ár
Morgunblaðið/BAR
Lúðrasveitin Svanur fór fyrir kröfugöngu frá Hlemmtorgi niður á
Lækjartorg.
Sláturfélag
Suðurlands:
Aðstoðar
fólkið
við að fá
aðra vinnu
„STAKFSFÓLK gerir sér
fulla grein fyrir þeim erfið-
leikum sem fyrirtækið á við
að glíma. Það er óhjákvæmi-
legt að segja upp í þeim
deildum sem verið er að
leggja niður. Fyrirtækið
hefur reynt eftir fremsta
megni að bjóða þessu fólki
vinnu í framleiðsludeildun-
um en það eru margir sem
einfaldlega sætta sig ekki
við slik störf,“ sagði Róbert
Strömmen formaður starfs-
mannafélags Sláturfélags
Suðurlands aðspurður um
viðbrögð starfsfólks við
uppsögnum sem tilkynnt
var um á föstudag.
Að sögn Teits Lárussonar
starfsmannastjóra var tekið
fram í uppsagnarbréfí að fyr-
irtækið myndi aðstoða við-
komandi við að fá aðra vinnu.
Alls var 38 manns sagt upp
störfum hjá SS, þar af 12 í
matvöruversluninni á Laugar-
vegi 116 og 11 í vörumiðstöð
fyrirtækisins við Skútuvog.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá verður verslunin á
Laugavegi seld Nóatúni h.f.
og starfsemi vörumiðstöðvar-
innar dregin mjög saman.
Ennfremur verða trésmíða-
verkstæði og þvottahús SS
lögð niður.
INNLENT
FREMUR lítil þátttaka var í hefð-
bundnum hátíðarhöldun í tilefni
1. maí í Reykjavík að þessu sinni.
Farin var kröfuganga frá
Hlemmtorgi að Lækjartorgi og
síðan haldnir útifundir. Lögregl-
an í Reykjavík áætlar að um 1000
manns hafi verið á fundi verka-
lýðsféiaganna í Reykjavík, sem
ur verði rekinn án haila á árinu.
í áætlun ijármálaráðuneytisins
var gert ráð fyrir að greiðsluafkoma
yrði +2,25 milljarðar fyrstu þijá
mánuði ársins þar sem stórir tekju-
póstar, svo sem fyrstu skil á vöru-
haldinn var á Lækjartogi og að
um 500 manns hafi sótt fund
Samtaka kvenna á vinnumark-
aði, sem haldinn var á Hótel ís-
landsplaninu.
„Miðað við undanfarin ár er
óhætt að segja að fátt fólk hafí
verið í miðbænum, sérstaklega þeg-
gjaldi, eru ekki famir að innheimt-
ast enn, meðan gjöldin dreifast jafn-
ar á árið. Niðurstaðan varð sú að
greiðsluafkoma varð +1,76 millj-
arðar fyrstu þrjá mánuðina.
ar haft er f huga að veður var
þokkalegt og allar aðstæður prýðis-
góðar," sagði Bjarki Elíasson yfír-
lögregluþjónn.
Á fundi verkalýðsfélaganna á
Lækjartorgi fluttu ávörp Hjálm-
fríður Þórðardóttir ritari Dags-
brúnar, Pálína Siguijónsdóttir
Á fréttamannafundi sem fjár-
málaráðuneytið hélt kom fram að
staðgreiðslukerfí skatta virtist ætl-
að að skila þeim tekjum sem áætlað
var og fór innheimtan raunar 160
milljónum fram úr áætlun. Þá skil-
aði söluskattur 500 milljón krónum
meira í ríkissjóð en áætlað var sem
stafar m.a. af mikilli veltu í desemb-
ermánuði og bættri innheimtu að
því er virðist.
Á fundinum kom fram að efna-
hagshorfur hafa breyst nokkuð frá
þvf fjárlög voru samþykkt í lok
desember, en þess hafí aðeins gætt
að litlu leyti í afkomu ríkissjóðs á
fyrsta ársfjórðungi enda launa- og
formaður Hjúkrunarfræðingafélags
íslands og Guðmundur Hallvarðs-
son formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur. Á fundi Samtaka
kvenna á vinnumarkaði voru meðal
ræðumanna Salóme Kristinsdóttir
og Bima Þórðardóttir, félagskonur
í VR.
verðlagsþróun fyrstu mánuði ársins
að mestu í samræmi við fyrri áætl-
anir. Fynrsjáanlegt væri að verð-
lags- og launabreytingar á næstu
mánuðum yrðu talsvert meiri en
gert var ráð fyrir á fjárlögum. Þar
væm enn ýmsir þættir óljósir og
því ekki unnt að meta nákvæmlega
hvaða áhrif breyttar efnahagsfor-
sendur hefðu á afkomu ríkissjóðs á
þessu ári. Hins vegar væri líklegt
að áhrifín kæmu nokkuð jafnt við
tekjur og gjöld og því ekki ástæða
til að ætla að áætlanir um halla-
lausan rekstur ríkissjóðs ættu að
bregðast.
Fyrstu þrír mánuðir ársins:
Afkoma ríkissjóðs hag-
stæðari en áætlað var
AFKOMA rikissjóðs varð 500 mih|jónum hagstæðari á fyrsta árs-
fjórðungi ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarinnheimta tekna
nam 13,8 miiyörðum fyrstu 3 mánuðina sem var 500 miiyónum yfir
áætlun en heildarútgjöld voru tæplega 16 miiyarðar sem var 700
miiyónum yfir áætlun. Rekstrarhalli ríkissjóðs var þvi tæpum 200
miiyónum meiri en ráð var fýrir gert en heldur minna útstreymi á
lánsreikningum gerði það síðan að verkum að greiðsluafkoma ríkis-
sjóðs var betri en fjármálaráðuneytið áætlaði. Fjármálaráðuneytið
segir að þessar tölur gefi ekki tilefni til að ætla annað en skattkerf-
isbreytingin um áramótin muni skila áætluðum tekjum og ríkissjóð-
Oorði komið á fræðsluna
Opið bréf til ráðherra heilbrigðis-
og tryggingamála og menntamála
„Hæstvirtir ráðherrar.
Á undanfömum árum hefur verið
unnið verulega að því að koma bar-
áttunni gegn áfengisvandamálum í
farsælli farveg. í því skyni m.a. var
stofnuð nefnd að frumkvæði Al-
þingis undir stjóm heilbrigðisráðu-
neytisins og átti að leggja drög að
opinberri áfengismálastefnu á
grandvelli stefíiumörkunar Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar sem legg-
ur til að dregið verði úr neyslu
áfengis til að stuðla að bættu heil-
brigði fólks. Nefndin skilaði ýtar-
legum tillögum til ríkisstjómarinnar
1986.
í samræmi við stefnu Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar er í
víðtækri áætlun um heilbrigði og
heilsuvemd hér á landi gert ráð
fyrir því að draga verulega úr
neyslu áfengis til næstu aldamóta.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
að virkja skólakerfið í forvamar-
starfí, einkum grannskólann, sbr.
lög nr. 23/1983, þar sem bætt er
í grannskólalögin frá 1974 ákvæði
um fræðslu um áhrif áfengis og
annarra fíkniefna.
Veralegt átak var gert í þessari
fræðslu í tíð tveggja fyrrverandi
menntamálaráðherra, Ragnhildar
Helgadóttur og Sverris Hermanns-
sonar, með ráðningu námstjóra í
hálft starf í fræðslu um þessi efni
og ákvörðun um útgáfu viðamikils
námsefnis.
Allt er þetta gert í þeirri trú að
fræðsla um fíknieftii hafí áhrif á
viðhorf fólks til þeirra og neyslu
þeirra. Enn telja margir sig sæla í
þeirri trú og fræðsla oftast nefíid
til lausnar þess vanda sem neyslu
þeirra fylgir.
Á undanfömum áram hefur mik-
ið verið rætt innan þings og utan
hvort leyfa beri sölu áfengs öls í
landinu. í tengslum við þá umræðu
hefur farið fram mikil fræðsla í
formi greinagerðar og samantekta
á ýmsum fyrirliggjandi upplýsing-
um um áfengt öl. Ekki síst hefur
þessari fræðslu verið beint til al-
þingismanna. Nær allar þær upp-
lýsingar, sem komið hafa fram,
benda til þess að neysla áfengis
aukist og þá um leið vandamá)
vegna þess.
Þrátt fyrir þessar upplýsir.gar og
framangreinda stefnumörkun, sem
miðar að því að draga úr neyslu
áfengis, hefur meirihluti alþingis-
manna í neðri deild Alþingis og þar
með taldir þið yfírmenn okkar, ráð-
herrar heilbrigðis- og trygginga-
mála og menntamála, ekki séð
ástæðu til að taka tillit til þeirra
eða láta þær ráða afstöðu ykkar
við afgreiðslu á frumvarpi sem felur
í sér að leyfa sölu á áfengu öli í
landinu. Þetta er mikið áfall fyrir
fræðslu- og upplýsingastefíiuna í
áfengis- og fíkniefnamálum og með
þessu hafíð þið og fleiri þingmenn
komið slíku óorði á fræðslu sem
leið í forvamarstarfí að við teljum
hana rúna trausti.
Við undirritaðir, sem höfum sinnt
fræðslu- og upplýsingastarfí um
áfengis- og önnur fíkniefnamál
meðal skólanema, kennara og kenn-
aranema um árabil teljum okkur
því ekki fært að sinna þessum störf-
um áfram þar sem ætla má að við
önnur öfl sé að etja en þau sem
aukin þekking fær við ráðið. Enda
teljum við hæpið að gera ráð fyrir
því að landsmenn almennt taki
fremur mark á fræðslu okkar en
alþingsmenn og ráðherrar á fræðslu
og upplýsingum mun fróðari og
hæfari fræðara.
Reylgavík 2. maí 1988.
Virðingarfyllst,
Ingólfur Guðmundsson, nám-
stjóri í fræðslu um ávana- og
fíkniefni i skólaþróunardeild
menntamálaráðuneytisins.
Árni Einarsson, fulltrúi þjá
Áfengisvamaráði."
Áætlun Útkoma
Fjárlög 1. ársQ. 2. áraQ. 8. ársQ. 4. ársfj. 1. ársQ.
Tekjur 68.579 18.812 15.786 16.674 17.967 18.820
Gjöld -68.526 -15.291 -16.011 -16.108 -16.121 -16.966
Rekstrarafgangur 68 -1.979 -276 471 1.886 -2.146
Otstreymi lánar. -5.17B -1.854 -1.588 -645 -502 -1.560
Lántökur 6.166 1.580 1.946 960 810 1.946
Greiðsluafkoma 48 -2.268 87 776 2.144 -1.760
í þessari töflu sést í stórum drátt-
um hvernig rekstur rikissjóðs
hefur gengið miðað við áætlanir
fyrstu 3 mánuði ársins. í fremsta
dálkinnm eru niðurstöðutölur
fjárlaga, i næstu fjórum dálkum
er þeim skipt milli ársfjórðunga
samkvæmt áætlun fjármálaráðu-
neytisins og i aftasta dálki er
útkoma rikissjóðs á fyrsta árs-
fjórðungi.
Þörungavinnsran á Reykhólum:
Unnið allan sólar-
hnngtnn
Reykhólum.
„NUNA eru þrir prammar lagðir
af stað og sláttur hafinn," sagði
Benedikt Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Þörungaverk-
smiðjunnar aðspurður um starf-
semina í sumar. Strax eftir helg-
ina fer Karlsey, skip Þörunga-
vinnslunnar, að safna saman
þangi og þá fara þjól verksmiðj-
unnar að snúast. Síðan er ætlun-
in að koma fjjótlega fjórða pram-
manum af stað.
„Mikil ásókn er í það að fá
pramma leigða og ekki hægt að
fullnægja eftirspum en þegar líður
i sumar
fram á sumarið er ætlunin að koma
þeim fímmta á flot. Mikil eftirspum
er eftir þangmjöli. Verð virðist held-
ur fara hækkandi og má segja að
sölumál gangi vel. Ætlunin er að
vinna á tvískiptum vöktum allan
sólarhringinn og fyrst í stað verður
unnið fímm sólarhringa í einu en
ef aðstæður leyfa verður unnið alla
sólarhringa í surnar."
Aðspurður sagði Benedikt að í
undirbúningi væri að auka hlutafé
og væri það fundarsamþykkt hlut-
hafa.
- Sveinn