Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 58
- 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
fclk í
fréttum
UNDIR EYÐIMERKURSÓL
Með krílið í vinnunni
Margaux - eða Margot -
Hemingway sér fram á
betri tíð...Hér er hún
ásamt manni sínum, stoð
og styttu, Stuart Sundl-
un.
Mariel Hemingway leikur í kvik-
myndum á ný en skilur smávaxna
dóttur sína aldrei við sig. Á
myndinni sjást þær mæðgur í
hléi milli atriða kvikmyndar sem
í ísrael.
Mariel Hemingway, barnabam rithöfundarins
Emest Hemingway, skilur fjögurra mánaða
dóttur sína ekki við sig lengur en örskotsstund. Þann-
ig hefur það atvikast að Dree Louise Crisman Heming-
way er með víðforlari komabömum. Hún ferðast í
burðarrúmi með móður sinni hvert á land sem er.
Undanfarið hafa þær mæðgur dvalist í ísrael þar sem
Mariel leikur í njósnamynd sem meðal annars er kvik-
mynduð í eyðimörkinni.
Mariel sem nú er 27 ára gömul lætur predikanir
um æskilegt umhverfí komabarns sem vind um eym
þjóta. Sjálf hlaut hún heldur ævintýralegt uppeldi að
hætti Hemingway flölskyldunnar. Þótt gengið hafí á
ýmsu í einkalífí Mariel og vinnan við kvikmyndaleik
hafí reynst stopul leikur lífið nú við hana.
Ekki gengur eiginmanninum ver. Hann stóð upp
úr forstjórastólnum í „Hard Rock Café" og stofnaði
keðju veitingahúsa undir heitinu „Sam’s Café“. New
York búar flykkjast á veitingastaðina og Steve vinnur
myrkranna á milli. Upphaflega ræddu hjónakomin
um að veitingahúsin yrðu sameiginlegt verkefni þeirra,
en Mariel gat ekki neitað tilboðinu um að leika í kvik-
myndinni í ísrael. Hún ku hafa verið fegin að sleppa
um stundarsakir úr brasinu á Sammakaffi.
Systirin á bömmer
Úr því Hemingway slektið er til umræðu mættu
fregnir af systur Mariel, Margaux, fljóta með. Hún
var heimsins hæst launaðasta fyrirsæta á síðasta ára-
tug, en þegar atvinnutilboðum fór fækkandi og hún
var skilin við eiginmann númer tvö hellti hún sér af
offorsi út í samkvæmislífið. Svallið varð meira en
Margaux þoldi, hún breyttist í feitlaginn vodkasvelg
með grátbólgna hvarma. Einn góðan veðurdag ákvað
hún að rífa sig upp úr volæðinu, ella myndi hún ein-
faldlega deyja úr drykkju. Með stuðningi maka síns,
Stuart Sundlun, og meðferð á Betty Ford stofnuninni
náði hún bata.
Morgunblaðið/Reuter
Að vanda sýnir Eiisabet drottning lltil svipbrigði. Áströlsku dansmey-
jarnar leggja sig þó ailar fram i list sinni.
# Ástralía #
Listdans fyrir
drottningnna
Elísabet II drottning Breta er þessa dagana á ferð um Ástralíu. Hér
hefur hún stutta viðdvöl í Áströlsku listdansstofnuninni í Melboume
þar sem þessar yngismeyjar sýndu henni listir sínar.
Frá Melboume hélt kóngafólkið til Queensland. Þau ætla að dvelja ein-
ar þijár vikur í Ástralíu í ferðinni.
ar eru í tísku, að minnsta kosti í New York.
LONDON-PARÍS-NEW YORK
Að tolla í tísku
Sokkar upp á læri þykja alveg ómöguleg-
London.
[ Paris munu háir hælar vera öldungis
ómissandi.
Eða viltu vera púkó?“ spurði
Spilverkið í söngnum um sirkús
Geira Smart og svarið kvað við:
„Nei, ekki ég!“ Listar yfír„smört“
fyrirbæri og púkaleg birtast reglu-
lega í tískublöðum og eru líklega
mikil þarfaþing. Séu þeir stúderaðir
rækilega er unnt að komast hjá
leiðum mistökum eins og að hlusta
á Suzanne Vega í stað Anitu Baker
og forðast að verða að athlægi fyr-
ir að sulla í hvítvíni í stað þess að
svelgja kokkteil.
Enginn skyldi þó halda sig færan
í flestan sjó eftir lestur eins Ksta
yfir það sem er í og úr tísku. Málið
virðist flöknara en svo. Hvort
tveggja er að listamir falla geysi-
hratt úr gildi, ný smartheit koma í
stað þeirra gömlu, og það sem þyk-
ir fínt á einum stað getur bara alls
ekki gengið á öðmm. Því brá
sænska tískublaðið Clic á það heilla-
ráð að láta útbúa lista yfír það sem
er „inni“ og „úti“ í þremur stórborg-
um; London, París og New York.
Urðu listamir býsna ólíkir og segja
jafnvel eitthvað um muninn á þess-
um ágætu borgum.
Hér verða til gamans birtar glefs-
ur úr listunum. Þeir sem hyggja á
ferðalög til einhverrar borgarinnar
skulu varaðir sterklega við því að
tískublaðið kom út í febrúar, svo
að farið er að slá í staðhæfíngamar
meira en góðu hófi gegnir.
París
„Inni“
Orsay listasaöiið
Gamaldags matur
Swatch armbandsúr
Háir hælar
Nútímaleg arabísk tónlist
Ferskjukampavfn
Smokkar
Kvenleiki
„Úti“
Pompidou listasafnið
„Nýtt franskt eldhús"
Cartier armbandsúr
Skór með breiðri tá
Flamenco
Beaujolais Nouveau
Kæmleysi í kynlífí
„Strákstelpur"
London
„Inni“
Húðlitir nælonsokkar