Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Um varnnat heíimlisstarfa á vinmimarkaðmim eftir Málfríði Sigurðardóttur Á síðari árum hafa umræður aukist um heimavinnandi fólk og athygli verið vakin á kjörum þess og réttarstöðu eða öllu heldur skorti þes_s á réttindum. Árið 1983 sést orðið „húsmóðir" fyrst í fyrirsögn á þingslq'ali, að talið er, á þingsályktunartillögu frá Páli Péturssyni um að ríkisstjórnin láti semja lög um lífeyrisréttindi fyrir húsmæður sem ekki eigi aðild ajð lífeyrissjóði. Síðan þá hafa ýmsar tillögur og frumvörp litið dagsins ljós á Al- þingi, sem sýna vonandi vaxandi skilning og áhuga þingmanna á réttarstöðu húsmæðra. Má þar nefna tillögur þingmanna Alþýðu- flokksins um mat á þjóðhagslegu gildi heimilisstarfa og um lífeyris- réttindi þeirra, sem eingöngu sinna heimilisstörfum, tillögur frá þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins um könnun á því hvemig unnt væri að meta heimilisstörf og um undirbún- ing lffeyrisréttinda. Og þingmenn Borgaraflokksins hafa einnig flutt tillögur um úttekt á verðmætagildi heimilisstarfa fyrir þjóðfélagið. Þingkonur Kvennalistans hafa tvisvar flutt frumvarp um lífeyris- réttindi til handa húsmæðrum, sem ekki fékkst samþykkt.' Þingsálykt- unartillaga okkar Kvennalista- kvenna um mat á heimilis- og umönnunarstörfum var samþykkt 1986 og í framhaldi af því skipaði félagsmálaráðherra Gerði Stein- þórsdóttur til að gera úttekt á stöðu þeirra mála og gera tillögur um hvemig þau skulu metin. Skýrsla um þetta starf var lögð fram á Alþingi haustið 1986. Niðurstaða hennar sýnir að í kjarasamningum allmargra bæjar- og sveitarfélaga er tekið tillit til starfsreynslu við húsmóðurstörf, en það skilar svo litlum kjarabótum til kvennanna að segja má að það sé fremur viður- kenning á að meta beri þessi störf en að nokkuð raunhæft komi út úr málinu. Margs konar fróðleikur kemur fram í þessari umræddu skýrslu. Þar stendur m.a.: „Starfsmannafélagið Sókn ruddi brautina varðandi mat á heimilis- störfum úti á vinnumarkaðnum. Þar em núna þau ákvæði að meta skuli heimilisstörf til starfsaldurs allt að sex árum og miða við lífaldur, enda teljist ekki starfsaldur vegna laun- aðra starfa á sama tíma. Þessi hlið- stæðu störf eru: störf í eldhúsi, saumaskapur, almenn störf á sjúkrahúsum, þvottahússtörf, ræst- ing, heimilishjálp, ráðskonustörf á bamaheimili, bamagæsla, hjúkmn aldraðra, geðsjúkra, vangefinna, lamaðra og fatlaðra." Af þessari upptalningu má sjá hvaða störf em talin ófaglærð heim- ilis- og umönnunarstörf á vinnu- markaði. En upptalningin sýnir einnig, sem er athyglisvert, að ein- göngu em metnir einstakir verkleg- i_r þættir í núgildandi samningum. í núgildandi mati á heimilisstörfum er horft fram hjá þeirri staðreynd að heimilið sé sérstök rekstrarein- ing og megi Ifkja því við lítið fyrir- tæki. Það þarfnast stjómunar og skipulagningar og það er því ekki að ófyrirsynju að hússtjómarbókin, sem kennd hefur verið við hús- mæðraskólana, hefst á kafla um heimilishagfræði. Frumkvæði og ábyrgð Sigríður Dúna Kristmundsdóttir drap á þessa þætti, mat og vanmat í umræðunum á Alþingi er hún minntist á þau störf sem á yfírborð- inu væm svipuð heimilisstörfum, eins og matargerð, ræsting, þvottur og innkaup. Hún segir þar m.a.: „I heimilisstörfum felst m.a. marg- vísleg reynsla sem ekki nýtist síður við launuð störf en almenn reynsla fengin á vinnumarkaðnum. Má þar nefna þætti eins og fmmkvæði, Málfríður Sigurðardóttir „En e.t.v. kynni það að breyta aðstöðu kvenna í launabaráttunni til þess betra ef fram í dagsljósið kæmi óyggj- andi og skjalfest stað- festing á fjárhagslegu mikilvægi heimilis- starfa fyrir þjóðarbúið og þjóðfélagið í heild.“ sjálfstæði, ábyrgð og meðferð á fjármunum, en það em þeir þættir í launuðum störfum sem einna hæst em metnir til launa á vinnu- markaðnum." Þáverandi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, tók í sama streng og sagði að heimilsstörf krefðust hæfni í stjómun, skipu- lagningu og meðferð fjármuna. Állt væm þetta atriði sem hefðu mjög mikla þýðingu víða á vettvangi þjóðfélagsins. Þessi störf yrðu ekki unnin svo vel væri án hæfni, þekk- ingar og þjálfunar. Af þessu má ljóst vera að reynsla af rekstri heimilis og umönnunar- störfum er vanmetin á vinnumark- aðinum, einnig þegar um svokölluð hliðstæð störf er að ræða. Sá ein- staklingur sem gegnir forstöðu heimilis fær almenna reynslu í stjómun, skipulagningu og rekstri. Því vaknar spumingin: Hvers vegna em heimilisstörf svo lítils metin? Ef við lítum til liðinna alda sjáum við að innan veggja heimilanna vom unnin öll þau störf sem lutu að því að fæða, klæða, fræða og annast þá sem þar áttu heima. Öll matvæli vom unnin þar frá gmnni, sömuleiðis allur fatnaður, allt frá því að vera ull eða húð. Hjúkmn, uppeldi og fræðsla fór þar fram, meiri eða minni eftir atvikum, og þessi störf vom unnin af konum, húsfreyjum og vinnukonum. Hús- freyjur tóku að sjálfsögðu ekki laun fyrir störf sín þá fremur en nú. Allir sem eitthvað hafa grúskað í atvinnusögu okkar geta séð að kjör vinnukvenna vom sultarkjör. Þeirra störf vom yfirleitt talin frem- ur lítilmótleg. „Eldabuska" var ekk- ert virðingarheiti. Og á seinni tímum vildu konur helst ekki láta kalla sig vinnukonur vegna lítils- virðingarinnar sem í stöðuheitinu fólst. Heimilisstörf hafa þannig á tímans rás verið illa launuð eða ólaunuð með öllu. Litið var á konur sem ódýrt og jafnvel óæðra vinnu- afl og þau störf sem þær einkum stunduðu inni á heimilunum hlutu sama stimpil og vom og em ekki enn talin með í þjóðarbúskapnum. Liggur ekki orsökin fyrir vanmatinu að einhveiju í þessu? Þessi störf sem nefnd vom, fata- gerð, matvæla- og mjólkuriðnaður, hjúkmn, umönnun aldraðra og fatl- aðra og fræðsla, hvar em þau nú? Að hluta til em þau á heimilunum enn eftir því sem einni konu, hús- móðurinni, er fært að sinna þeim, en að mestu leyti em þau komin út af heimilunum inn á kjötiðnaðar- stöðvar, mjólkursamlög, fatagerðir, sjúkrahús og stofnanir, skóla og dagheimili. Enn vinna konur þessi störf og enn loðir lítilsvirðingin á heimilisstörfunum við þau. Þau em enn í dag láglaunastörf sem og þau störf sem seinna hafa komið til og orðið að hefðbundnum kvennastörf- um. Verðmæti heimilisstarfa Alloft virðist það koma illa við ýmsa, þegar talað er um að heimilis- störfum sé sýnd lítilsvirðing. Menn fara þá gjaman út í fjálglegt tal um mikilvægi þessara starfa — og þýðingu þeirra fyrir samfélagið sem vissulega verður seint ofmetin. En eftir stendur blákaldur vemleikinn. Virðingin fyrir þessum störfum endurspeglast í laununum sem allir geta séð hver eru. FRANKFURT 2xíviku daglegt tengiflug FLUGLEIDIR -fyrir þíg- Þegar þingsályktunartillaga Al- þýðuflokksins um réttarstöðu heimavinnandi fólks og mat á þjóð- hagslegu gildi heimilisstarfa var lögð fram í þriðja sinn hafði félags- málanefnd sameinaðs Alþingis fengið umsagnir um málið frá ýms- um aðilum sem vom birtar með til- lögunni. Hér fer á eftir hluti af umsögn frá Þjóðhagsstofnun: „Eins og kunnugt er miðast gerð þjóðhagsreikninga fyrst og fremst við markaðsbúskapinn. Næstum öll vinna, sem af hendi er leyst án þess að gjald komi fyrir, er því undanskilin í verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar eins og hún er venjulega skilgreind. Vinna við heimilisstörf vegur hér auðvitað þyngst, en einn- ig þarf að gæta að ýmsum störfum utan við vinnumarkaðinn. Hér á landi hafa ekki verið gerðar töluleg- ar athuganir á mikilvægi heimilis- starfa og annarra ólaunaðra starfa, en eftir ýmsum erlendum athugun- um að dæma kynni verðgildi slíkra starfa að liggja á bilinu Qórðungur til helmingur af þjóðarframleiðslu eins og hún er venjulega metin." Af þessari umsögn Þjóðhags- stofnunar um hugsanlegt hlutfall heimilisstarfa og annarra ólaunaðra starfa í þjóðarframleiðslu má sjá að þama er um stórkostleg verð- mæti að ræða og þar telur Þjóð- hagsstofnun að heimilisstörf vegi þyngst. Sú skoðun virðist ríkjandi í þjóð- félaginu nú, að mikilvægi hlutanna standi í réttu hlutfalli við fjárhags- legt gildi þeirra fyrir einstaklinginn og samfélagið. Ég vil síður en svo gera þá skoðun að minni, en e.t.v. kynni það að breyta aðstöðu kvenna í launabaráttunni til þess betra ef fram í dagsljósið kæmi óyggjandi og skjalfest staðfesting á fjárhags- legu mikilvægi heimilisstarfa fyrir þjóðarbúið og þjóðfélagið í heild. Að slíkri undirstöðu fenginni kynni að mega færa til betri vegar kjör þeirra kvenna sem að þeim störfum vinna svo og kjör og laun þeirra kvenna sem vinna hliðstæð störf og störf sem fyrrum voru heimilis- störf en eru nú unnin víðs vegar utan heimila. Flest þeirra starfa eru unnin af konum og flest þeirra eru láglaunastörf. Fyrst og fremst skal þó undir- strikað að slík staðfesting kynni að verða til þess að augu manna opn- ist fyrir því að í raun verða þessi störf aldrei metin til fjár, slíkt er mikilvægi þeirra. Umönnun og að- hlynning að fjölskyldu, ástvinasam- bönd — heimilismenning, allir þess- ir þættir stuðla' að andlegri velsæld og þroska. Þessi hluti heimilisstarf- seminnar verður aldrei veginn á vogarskálum fjármagnsins en hann skilar sér í betra mannlífi og betra samfélagi. Höfundur er þingmaður Kvenna- listana í Norðurlandskjördæmi eystra. C13V Jjlicbl; OI.IU .iiiiKtnun .nfh rm -ir* *•> Konur fá annan áfangastað eftir Gunnar kveraianna sem þar hafa dvalið hafa komið frá meðferðarstofnun- um SÁÁ, en unr 70 konur hafa dvalist á áfangastaðnum frá upp- Sandholt í blaði ykkar_ 15. apríl sl. var sagt frá opnun Áfangastaðar fyrir konur Dyngjunnar í Snekkjuvogi 21 í Reykjavík. Þar er vitnað í for- mann félagsins KONUNNAR, sem segir að heimilið leysi úr brýnni þörf, sem bæði er satt og rétt. Aft- ur fer formaðurinn með rangt mál er hún segir að fram til þessa hafi konur ekki átt í neitt hús að venda að meðferð lokinni. „Hið rétta er að Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar hefur frá árinu 1983 rekið áfangastað fyrir konur á Amt- mannsstíg 5A í Reykjavík. Áfanga- staðurínn er heimili fyrir konur sem farið hafa í áfengismeðferð og þurfa á áframhaldandi stuðningi að halda. Markviss starfsemi heimilisins mið- ast við það að virkja konumar til sjálfshjálpar. Alls geta 6 konur dvalið'á heimilinu samtímis: Flestar hafi. Aðsókn að áfangastaðnum hefur verið mjög mikil og hefur ekki verið unnt að sinna öllum umsóknum. Vegna þess hefur verið tekið undir hugmyndir um upp- byggingu nýs áfangastaðar og væntir Félagsmálastofnun sér góðs af samvinnu við hið nýja heimili enda teljum við þörf á aukinni þjón- ustu af þessu tagi. Það er óskiljanleg gleymska hjá forsvarsmönnum samtakanna í við- tölum við blöð og sjónvarp að láta eins og hér sé um brautryðjenda- starf að ræða. Reynsla sú sem feng- ist hefur á Ámtmannsstígnum sýnir að þörfin er brýn og að árangur er góður af slíku starfi. Höfundur eryfirmaður fjöl- skyldudeildar Fétagsmálastofnun- ‘ arReykjavikurborgúr.' ‘ '1 ‘ ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.