Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 íslendingar lentu í þriðja sinn í 16. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardag og þótti mörgum það súrt í broti. Sögðust allir keppendurnir hafa búist við mun betri árangri og nefndu margir 10. sætið. Önnur varð raunin og voru því nokkrir írlandsfaranna inntir álits á keppninni. Morgunblaðið/Sverrir Björn Emilsson, upptökustjóri Sjónvarpsins segir Stefáni Hilm- arssyni til á æfingu. Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker flytja Iag Sverris, „Sokrates" á generalæfingu. um fyrir keppni. „Þegar Stefán veiktist þá átti ég ekki til orð, það hvarflaði að mér að fá annan söngvara í hans stað. Ég sé reynd- ar ekki hvemig það hefði átt að vera mögulega. Þetta tók mjög á taugamar." Aðspurður sagðist Bjöm hafa áhuga á að vinna aftur að keppn- inni. „Ég hef ákaflega gaman af tónlist auk þess sem þessi reynsla kemur mér til góða.“ En hvaða lög hélt Bjöm að myndu vinna? „Ég setti Lúxemburg f fyrsta sætið, Tyrkland í annað og írland í það þriðja. Lag Sverris taldi ég lenda í 7. sæti. Því þrátt fyrir að það sé mjög gott, fellur það ekki nógu vel inn í keppnina." Dró úr gjamminu eins og hægt var Hermann Gunnarsson, sjónvarps- maður, sá um að kynna keppnina fyrir lslendingum. Hann sagðist hafa búist við því að kynningin yrði erfið þar sem dagskráin hafi verið svo þétt. „Hljóðið til íslands kom ekki á fyrr en 15 sekúndum fyrir átta og þvl því þurfti ég að tala ofan í kynningamar. Ég vissi að það yrði kvartað og dró því úr gjamminu eins og hægt var. Ef ég væri ekki vanur svona lýsingum, hefði ég orðið óskaplega stressað- ur.“ Undir lok keppninnar brá breski sjónvarpsmaðurinn Terry Vaughan sér upp í þularklefana og hlustaði á kynningar þulanna. Þótti honum mikið til um íslenskuna. „Hvílíkt mál, þú ert nú alveg frábær," sagði hann við Hermann sem segir að sér hafi orðið bylt við þar sem Vaughan sé uppáhalds sjónvarps- maðurinn sinn. Aðspurður sagðist Hermann hafa átt von á meiri skrautsýningu en raun varð á; „Þetta er jákvæð samkoma Evrópuþjóða og íramir stóðu sig vel í skipulagningunni. Flestir hafa skoðun eftir á hvemig á að standa að framkvæmdinni. Hér eiga engar afsakanir við og því síður minnimáttarkennd, heldur á að bíta á jaxlinn og halda áfram." Spældur yf ir úrslitunum „Áður en við fómm inn á svið gát- um við ekki setið fyrir spenningi, en það er betra að byrja og ljúka þessu af,“ sagði Guðmundur Jóns- son, gítarleikari, um líðan kepp- enda áður en stigið var á svið. „Þegar við komum niður af sviðinu var okkur sagt að keppendur og áhorfendur hefðu sungið með. Þeg- ar ljóst varð hvemig laginu okkar myndi ganga fór mesta spennan í að fylgjast með hinum lögunum og við vomm fegin að Bretinn skyldi ekki vinna." Sjálfur sagðist hann hafa búist við því að lenda í 10. sæti. Fór út með vinningsglamp- ann í sólgleraugunum - segir Sverrir Stormsker „Ég vildi hreinlega ekki trúa því að ísland væri svona njörvað við 16. sætið," sagði Sverrir Storm- sker. „Ég jafnaði ég mig fljótt, fannst þetta í raun bráðfyndið. Svo lenti ég í 16. sæti í flugvélinni á leiðinni heim og býst ekki við öðm en að sætið fylgi mér fram í rauð- an dauðann. Ég hefði miklu frekar viljað lenda í 21. sæti en 16. af öllum sætum. Mér þykir hart að vera kominn f hóp með Valgeiri Guðjóns- syni og Magnúsi Eiríkssyni." Hvaða sæti áttir þú von á að lenda í? „Ég bjóst við að verða í einum af 10 efstu og taldi fyrsta sætið nokkuð líklegt. Eg tek eflaust þátt í keppninni á næsta ári og verð fyrir vonbrigðum ef ég lendi ekki í 16. sæti.“ Hvemig gekk flutningurinn? „Ég var nokkuð ánægður með flutning- inn, nema hvað við heyrðum ekkert í okkur á sviðinu. Það hafði engin áhrif á mig að vita af þessum millj- ónum glápandi á keppnina, þetta var svipuð tilfinning og að halda tónleika á Eskifirði fyrir 20 manns. Ástæðan fyrir slæmu gengi okkar er einfaldlega sú að við emm ekki komnir á landakortið, úti veit eng- inn neitt um okkur og það er ekki gert ráð fyrir að neitt komi frá okkur. Ég held að lagið hafi engu máli skipt, við hefðum lent í 16. sæti þó við hefðum flutt svissneska lagið.“ Sérðu eftir að hafa farið? „Alls ekki, það var til dæmis mikil lífsreynsla að smakka frskan mat. Ef ég hefði séð úrslitin fyrir hefði ég auðvitað ekki farið, ég fór út með vinningsglampann í sólgler- augunum." Hvað tekur nú við? „Við Stebbi eram að fara að taka upp plötu, sem á að koma út í nóvember, ég get ímyndað mér að hún komi út þann 16.. Þá var ég var búinn að lofa að hengja mig í gaddavír ef við lentum í 16. sæti, svo ég kaupi mér að öllum lfkindum kaðal eða gaddavír. Ef ég svo hengi mig, verður það gert hægt og hljótt í gleðibankanum." Morgunblaðið/Sverrir Sigurvegarinn Celine Dion fagn- ar sigri. Við hlið hennar standa Atilla Sereftug, stjómandi og Nella Martinetti höfundur lags- ins. Hef áhuga á að vinna aftur að keppninni Bjöm Emilsson upptökusfjóri, sem skipulagði æfíngar Beathoven í írlandi, sagði það óneitanlega nokkur vonbrigði að lenda neðar- lega. Sér hefði fundist lagið eiga miklu betra skilið. „Ég sagði krökk- unum að þau myndu lenda í einu af fyratu þremur sætunum til að halda uppi móralnum, því ég fann að þeim var bmgðið þegar við kom- um út og fjölmiðlamir vom á eftir fleimm en þeim.Ég var búinn að lofa að éta hattinn minn ef illa færi og er þegar búinn að því. ís- lendingar em alltaf stórtækir í öllu og stefna alltaf á brattann; þeir vilja vera fremstir í skák, hand- bolta og sönglagakeppni. Hins veg- ar fínnst mér dálftill húmor í því að lenda í 16. sæti fyrst við urðum svona neðarlega." Bjöm sagði að sér fyndist engin ástæða til að gera neinar breyting- ar á framkvæmd keppninnar. Is- lendingar hefðu einfaldlega aðra tilfinningu fyrir popptónlist en Evr- ópuþjóðimar auk þess sem keppnin ætti sér sterka hefð, sem íslending- ar væm að kynnast núna. „Ég held að meðalaldur okkar hóps sé lægri en annara keppenda og tón- listin er frekar fyrir fólk á miðjum aldri. Við emm ennþá að bögglast við að vera með tónlist sem höfðar til þess hóps sem hlustar á popptón- list. Öll framkvæmdin hefur gengið vel, allar áætlanir hafa staðið. Það eina sem fór úrskeiðis var að Stef- án og Sverrir veiktust og gátu því ekki alltaf verið saman til staðar til að kynna dúettinn. Auglýsinga- herferðin hefði því getað farið bet- ur.“ Bjöm var spurður hvaða hugsanir flygju í hug upptökustjóra sem sæti uppi með meira og minna veika hljómsveit þar sem söngvar- inn væri verst haldinn, örfáum dög- Fögnuður svissnesku áhorfend anna var voru Ijós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.