Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 60

Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÁRSÞING KKÍ Tvísýnt að útlendingar tái að leika í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil Þrjú mikilvæg mál á Ársþingi KKÍ J^RSÞING Körfuknattleikssam- bands íslands hefst á morgun. Líklega mun mest verða rœtt um þrjú mál, hvort leyfa eigi útlendinga í úrvalsdeildinni, breytlngar á fyrirkomulagi deildarinnar og starfsreglur aganefndar. að sem verður þó líklega aðal- málið á þessu þingi er hvort útlendingum verði leyft að leika með íslenskum liðum, en tillaga þess efnis verður lögð fram á þing- inu. Samkvæmt öruggum heimild- um Morgunblaðsins er mjög tvísýnt hvort tillagan verður samþykkt eða felld og mun líklega velta á örfáum flékvæðum. Meirihluti Suðumesja- liðanna er fylgjandi tillögunni, en Reykjavíkurliðin eru flest á móti. Þó er alls ekki ljóst hvemig nákvæm skipting er á milli liða og þrátt fyr- ir að leikmenn séu flestir fylgjandi tillögunni er ekki þar með sagt að stjómarmenn félaganna séu sama sinnis. Það verða þó þeir fulltrúar sem félögin senda sem ráða úrslit- um um endanlega niðurstöðu. Samkeppni við handbofta í»að er ljóst að íslandsmótið í hand- knattleik verður með fjömgasta móti, enda margir atvinnumenn á leið heim. Þeir sem em fylgjandi því að leyfa útlendinga telja því nauðsynlegt að fá útlendinga að nýju inn í deildina til að geta veitt handboltanum samkeppni. Áhorf- endafjöldi á körfuboltaleikjum vetr- arins var með minnsta móti, ef undan em skildir síðustu leikir ver- tíðarinnar og því telja margir að það eina sem gæti flölgað áhorfend- um að nýju séu útlendingar. Þeir sem em á móti halda því fram að íslenskur körfubolti eigi að dafna án erlendra leikmanna og þannig verði breiddin meiri. Auk þess er dýrt að fá erlenda leikmenn og fé- lögin ekki mjög vel stæð fyrir. Ef tillagan um útlendinga verður samþykkt mun hún gilda til eins árs og eftir það verður hún tekin til endurskoðunnar. 8 llð í úrvalsdeild Önnur tillaga sem lögð verður fram á þinginu varðar breytingar á fyrir- komulagi úrvalsdeildarinnar. Þar er hugmynd um riðlakeppni. Tveir riðlar skipaðir fjómm liðum hvor. í hvomm riðli verður leikin fjórföld umferð og tvöföld umferð út í hinn riðilinn. Þannig myndu öll liðin leika saman. Það lið sem hafnaði í efsta sæti í A-riðli myndi mæta liðinu í 2. sæti í B-riðli, og öfugt, í úrslita- keppninni. Raðað yrði í þessa riðla eftir styrkleika. Þetta em aðeins átta lið og sam- kvæmt þessu myndi Þór falla í 1. Þór í 1. deild? deild og em Norðanmenn skiljan- lega ekki ánægðir með það. Þetta fyrirkomulag er svipað því og er í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum og gefur kannski meiri möguleika, auk þess að réttlæta úrslitakeppnina, en ekki hafa allir verið á eitt sáttir við fyrirkomulag hennar. Þá fjölgar leikjunum um Qóra, verða 20 í stað 16. Breyttar reglur aganefndar Þriðja stóra málið á þessu þingi er tillaga um breyttar starfsreglur aganefndar. Nefndinni hafa verið settar mjög þröngar skorður og reyndar verið óstarfhæf í alvarlegri málum, eins og kom svo greinilega í ljós í máli ívars Webster í vetur. Þessi nýja tillaga miðast við að breyta reglunum í þá vem að aga- nefnd geti tekið öll mál og staðið undir nafni. Nýr formadur KKÍ Auk þessara mála, sem munu líklega taka mestan tíma á þinginu, fer fram kosning formanns. Bjöm Björgvinsson, formaður KKÍ, mun ekki gefa kost á sér aftur og búast flestir við að Kristinn Albertsson, gjaldkeri, taki við stöðu hans. Þingið hefst á morgun kl. 13 í Hótel ÍSÍ og heldur svo áfram á sunnudaginn frá kl. 10. Morgunblaðið/Einar Falur Valur Inglmundarson var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á nýaf- stöðnu keppnistímabili. Stendur valið á milli erlendra leikmanna næsta ár? VEGGTENNIS / ISLANDSMOT Morgunblaðið/Bjarni Q6ð þátttaka var í íslandsmótunum í veggtennis um helgina. Ásmundur sigursæll ÍSLANDSMÓTIÐ í „squash“ og „raquetball" fór fram um síðustu helgi. í fyrrnefnda leiknum var íslandsmeistari f karlaflokki Frosti Sigurjónsson en f kvennaflokki Ingrid Svens- son. Sigurvegar á íslands- meistaramótinu í „racquett- ball“ urðu hins vegar Ásmund- ur Ólafsson f karlaf lokki og Ellen Björnsdóttir f kvenna- flokki. eppt var í „squashinu" í Vegg- sport á Seljavegi en „raquet- ball“-keppnin fór fram í Dansstúdói Sóleýjar. Frosti Siguijónsson sigraði Hörð Þorsteinsson í úrslitaleiknum í „squashi". í þriðja sæti lenti Sigurð- ur Sveinsson. íslandsmeistari kvenna varð Ingrid Svensson en í öðru sæti Helga B. Jónsdóttir. Inga Róbertsdóttir hafnaði í því þriðja. í annarri deild varð Jón Rósmann Mýrdal sigurvegari en Jakob Þór Pétursson í öðru og Davíð Davíðsson í þriðja. Efnilegasti leik- maður mótsins var kosinn Elvar Guðjónsson og gaf Veggsport hon- um bikar fyrir. Góð þátttaka var á mótinu eða um 50 manns. Fyrirtæk- ið Nýtt sþdrt sf. gaf farandbikará í verðlaun. íslandsmeistari í „raquetball" varð sem fyrr segir Ásmundur Ólafsson en hann sigraði einnig í Stjömumót- um vetrarins. Þrándur Amþórsson varð í öðru sæti og Victor Urbancic í þriðja. íslandsmeistari kvenna varð Ellen Bjömsdóttir en Edda Svavarsdóttir í öðru og Margrét Jónsdóttir í því þriðja. í annarri deild sigraði Stefán Jónsson en Bjami Brandsson varð í öðru sæti og Ellen Bjömsdóttir í þriðja. Versl- unin Útilíf gaf farandbikara í karla- flokki en Dansstúdíó Sóleyjar í Tcvennaflokki. KÖRFUBOLTI / NBA San Antonio Spurs úr leik Pétur Guðmundsson og félagar hjá San Antonio Spurs em nú úr leik í úrslitakeppni NBA-deildar- innar í körfuknattleik. San Antonio tapaði fyrir Los Ange- les Lakers í þriðja leik liðanna, 107:109. Lakers sigraði því saman- lagt, 3:0. Úrslit i NBA-deildinni, samanlegt i sviga: Cleveland-Chicago Bulía.....110:102 (1:2) Dallas Mavericks-Houston Rockets93:92 (2:1) L.A. Lakers-San Antonio Spurs .109:107 (3:0) Denver-Seattle Supersonics 125:114 (2:1) KNATTSPYRNA / SVISS Spennan eykst í deildarkeppninni LUZERN, lið Sigurðar Grétars- sonar, tapaði 3:1 fyrir Aarau á þriðjudagskvöld og missti þar af mikilvægum stigum f sviss- nesku deildarkeppninni. Liðið er nú í 4. sæti með 23 stig eins og Grasshoppers og keppnin um UEFA-sætin fer harðnandi. Xamax er enn f efsta sæti með 28 stig en Aarau er f öðru sæti með 27. Servette er f þriðja sæti með 25 stig. Sigurðar var nq'ög vel gætt allan leikinn og fyrir vikið fékk hann engin marktækifæri. Hann byrsti sig við dómarann þegar farið var ^■■■■1 að líða á fyrri hálf- Anna leik og fékk að líta Bjamadóttir gula spjaldið. skrifarfrá Aarau náði forys- tunni eftir auka- spymu strax á fyrstu mínútu. Bæði liðin börðust vel og leikurinn var hraður og skemmtilegur. Staðan var 1:0 í hálfleik. Wynton Rufer, sem var kallaður „besti framheijinn í Sviss“ eftir leikinn, setti annað mark Aarau á 56. mínútu. Schönen- berg skoraði loks fyrir Luzem á 71. mínútu en liðinu tókst ekki að jafna metin. Sigurður gat ekki um frjálst höfuð strokið og Jurgen Mohr þótti ekki standa sig nógu vel á miðjunni. Rufer skoraði á ný fyrir Aarau á 78. mínútu og liðið komst í seilingarfæri við meistara- titilinn. Servette sigraði Xamax 2:4. Þetta var fyrsti ósigur Xamax á heima- velli í tvö ár. Liðið hafði ekki beðið ósigur í 30 leikjum í röð. Það tap- aði gegn YB 1:4 árið 1986. YB varð þá meistari en Xamax vann titilinn aftur ári seinna. Karl-Heinz Rummenigge skoraði tvö af mörk- um Servette í leiknum. Hann þykir hafa staðið sig vel í Sviss í vetur. Grasshoppers unnu YB 3:0 í fyrra- kvöld. Næsti leikur Luzem verður gegn Servette annað kvöld. Grasshoppers keppa þá við Xamax og Aarau við St. Gallen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.