Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÁRSÞING KKÍ Tvísýnt að útlendingar tái að leika í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil Þrjú mikilvæg mál á Ársþingi KKÍ J^RSÞING Körfuknattleikssam- bands íslands hefst á morgun. Líklega mun mest verða rœtt um þrjú mál, hvort leyfa eigi útlendinga í úrvalsdeildinni, breytlngar á fyrirkomulagi deildarinnar og starfsreglur aganefndar. að sem verður þó líklega aðal- málið á þessu þingi er hvort útlendingum verði leyft að leika með íslenskum liðum, en tillaga þess efnis verður lögð fram á þing- inu. Samkvæmt öruggum heimild- um Morgunblaðsins er mjög tvísýnt hvort tillagan verður samþykkt eða felld og mun líklega velta á örfáum flékvæðum. Meirihluti Suðumesja- liðanna er fylgjandi tillögunni, en Reykjavíkurliðin eru flest á móti. Þó er alls ekki ljóst hvemig nákvæm skipting er á milli liða og þrátt fyr- ir að leikmenn séu flestir fylgjandi tillögunni er ekki þar með sagt að stjómarmenn félaganna séu sama sinnis. Það verða þó þeir fulltrúar sem félögin senda sem ráða úrslit- um um endanlega niðurstöðu. Samkeppni við handbofta í»að er ljóst að íslandsmótið í hand- knattleik verður með fjömgasta móti, enda margir atvinnumenn á leið heim. Þeir sem em fylgjandi því að leyfa útlendinga telja því nauðsynlegt að fá útlendinga að nýju inn í deildina til að geta veitt handboltanum samkeppni. Áhorf- endafjöldi á körfuboltaleikjum vetr- arins var með minnsta móti, ef undan em skildir síðustu leikir ver- tíðarinnar og því telja margir að það eina sem gæti flölgað áhorfend- um að nýju séu útlendingar. Þeir sem em á móti halda því fram að íslenskur körfubolti eigi að dafna án erlendra leikmanna og þannig verði breiddin meiri. Auk þess er dýrt að fá erlenda leikmenn og fé- lögin ekki mjög vel stæð fyrir. Ef tillagan um útlendinga verður samþykkt mun hún gilda til eins árs og eftir það verður hún tekin til endurskoðunnar. 8 llð í úrvalsdeild Önnur tillaga sem lögð verður fram á þinginu varðar breytingar á fyrir- komulagi úrvalsdeildarinnar. Þar er hugmynd um riðlakeppni. Tveir riðlar skipaðir fjómm liðum hvor. í hvomm riðli verður leikin fjórföld umferð og tvöföld umferð út í hinn riðilinn. Þannig myndu öll liðin leika saman. Það lið sem hafnaði í efsta sæti í A-riðli myndi mæta liðinu í 2. sæti í B-riðli, og öfugt, í úrslita- keppninni. Raðað yrði í þessa riðla eftir styrkleika. Þetta em aðeins átta lið og sam- kvæmt þessu myndi Þór falla í 1. Þór í 1. deild? deild og em Norðanmenn skiljan- lega ekki ánægðir með það. Þetta fyrirkomulag er svipað því og er í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum og gefur kannski meiri möguleika, auk þess að réttlæta úrslitakeppnina, en ekki hafa allir verið á eitt sáttir við fyrirkomulag hennar. Þá fjölgar leikjunum um Qóra, verða 20 í stað 16. Breyttar reglur aganefndar Þriðja stóra málið á þessu þingi er tillaga um breyttar starfsreglur aganefndar. Nefndinni hafa verið settar mjög þröngar skorður og reyndar verið óstarfhæf í alvarlegri málum, eins og kom svo greinilega í ljós í máli ívars Webster í vetur. Þessi nýja tillaga miðast við að breyta reglunum í þá vem að aga- nefnd geti tekið öll mál og staðið undir nafni. Nýr formadur KKÍ Auk þessara mála, sem munu líklega taka mestan tíma á þinginu, fer fram kosning formanns. Bjöm Björgvinsson, formaður KKÍ, mun ekki gefa kost á sér aftur og búast flestir við að Kristinn Albertsson, gjaldkeri, taki við stöðu hans. Þingið hefst á morgun kl. 13 í Hótel ÍSÍ og heldur svo áfram á sunnudaginn frá kl. 10. Morgunblaðið/Einar Falur Valur Inglmundarson var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á nýaf- stöðnu keppnistímabili. Stendur valið á milli erlendra leikmanna næsta ár? VEGGTENNIS / ISLANDSMOT Morgunblaðið/Bjarni Q6ð þátttaka var í íslandsmótunum í veggtennis um helgina. Ásmundur sigursæll ÍSLANDSMÓTIÐ í „squash“ og „raquetball" fór fram um síðustu helgi. í fyrrnefnda leiknum var íslandsmeistari f karlaflokki Frosti Sigurjónsson en f kvennaflokki Ingrid Svens- son. Sigurvegar á íslands- meistaramótinu í „racquett- ball“ urðu hins vegar Ásmund- ur Ólafsson f karlaf lokki og Ellen Björnsdóttir f kvenna- flokki. eppt var í „squashinu" í Vegg- sport á Seljavegi en „raquet- ball“-keppnin fór fram í Dansstúdói Sóleýjar. Frosti Siguijónsson sigraði Hörð Þorsteinsson í úrslitaleiknum í „squashi". í þriðja sæti lenti Sigurð- ur Sveinsson. íslandsmeistari kvenna varð Ingrid Svensson en í öðru sæti Helga B. Jónsdóttir. Inga Róbertsdóttir hafnaði í því þriðja. í annarri deild varð Jón Rósmann Mýrdal sigurvegari en Jakob Þór Pétursson í öðru og Davíð Davíðsson í þriðja. Efnilegasti leik- maður mótsins var kosinn Elvar Guðjónsson og gaf Veggsport hon- um bikar fyrir. Góð þátttaka var á mótinu eða um 50 manns. Fyrirtæk- ið Nýtt sþdrt sf. gaf farandbikará í verðlaun. íslandsmeistari í „raquetball" varð sem fyrr segir Ásmundur Ólafsson en hann sigraði einnig í Stjömumót- um vetrarins. Þrándur Amþórsson varð í öðru sæti og Victor Urbancic í þriðja. íslandsmeistari kvenna varð Ellen Bjömsdóttir en Edda Svavarsdóttir í öðru og Margrét Jónsdóttir í því þriðja. í annarri deild sigraði Stefán Jónsson en Bjami Brandsson varð í öðru sæti og Ellen Bjömsdóttir í þriðja. Versl- unin Útilíf gaf farandbikara í karla- flokki en Dansstúdíó Sóleyjar í Tcvennaflokki. KÖRFUBOLTI / NBA San Antonio Spurs úr leik Pétur Guðmundsson og félagar hjá San Antonio Spurs em nú úr leik í úrslitakeppni NBA-deildar- innar í körfuknattleik. San Antonio tapaði fyrir Los Ange- les Lakers í þriðja leik liðanna, 107:109. Lakers sigraði því saman- lagt, 3:0. Úrslit i NBA-deildinni, samanlegt i sviga: Cleveland-Chicago Bulía.....110:102 (1:2) Dallas Mavericks-Houston Rockets93:92 (2:1) L.A. Lakers-San Antonio Spurs .109:107 (3:0) Denver-Seattle Supersonics 125:114 (2:1) KNATTSPYRNA / SVISS Spennan eykst í deildarkeppninni LUZERN, lið Sigurðar Grétars- sonar, tapaði 3:1 fyrir Aarau á þriðjudagskvöld og missti þar af mikilvægum stigum f sviss- nesku deildarkeppninni. Liðið er nú í 4. sæti með 23 stig eins og Grasshoppers og keppnin um UEFA-sætin fer harðnandi. Xamax er enn f efsta sæti með 28 stig en Aarau er f öðru sæti með 27. Servette er f þriðja sæti með 25 stig. Sigurðar var nq'ög vel gætt allan leikinn og fyrir vikið fékk hann engin marktækifæri. Hann byrsti sig við dómarann þegar farið var ^■■■■1 að líða á fyrri hálf- Anna leik og fékk að líta Bjamadóttir gula spjaldið. skrifarfrá Aarau náði forys- tunni eftir auka- spymu strax á fyrstu mínútu. Bæði liðin börðust vel og leikurinn var hraður og skemmtilegur. Staðan var 1:0 í hálfleik. Wynton Rufer, sem var kallaður „besti framheijinn í Sviss“ eftir leikinn, setti annað mark Aarau á 56. mínútu. Schönen- berg skoraði loks fyrir Luzem á 71. mínútu en liðinu tókst ekki að jafna metin. Sigurður gat ekki um frjálst höfuð strokið og Jurgen Mohr þótti ekki standa sig nógu vel á miðjunni. Rufer skoraði á ný fyrir Aarau á 78. mínútu og liðið komst í seilingarfæri við meistara- titilinn. Servette sigraði Xamax 2:4. Þetta var fyrsti ósigur Xamax á heima- velli í tvö ár. Liðið hafði ekki beðið ósigur í 30 leikjum í röð. Það tap- aði gegn YB 1:4 árið 1986. YB varð þá meistari en Xamax vann titilinn aftur ári seinna. Karl-Heinz Rummenigge skoraði tvö af mörk- um Servette í leiknum. Hann þykir hafa staðið sig vel í Sviss í vetur. Grasshoppers unnu YB 3:0 í fyrra- kvöld. Næsti leikur Luzem verður gegn Servette annað kvöld. Grasshoppers keppa þá við Xamax og Aarau við St. Gallen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.