Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Lagði upp á segl- bretti yfir Faxaflóa Slysavarnafélagið tilbúið til leitar Slysavamafélagi Islands barst um miðjan dag í gær beiðni um að leita að 15 ára pilti, sem lagði upp frá Akranesi á seglbretti áleiðis til Reykjavíkur um kl. 13.30. Pilturinn kom fram síðdegis, en þá hafði hann verið tekinn um borð í bát og fluttur til lands. Beiðni um aðstoð kom frá að- standendum drengsins sem óttuð- ust um hann. Skipveijar á Akra- borginni sáu til hans um kl. 14.30 og virtist sem hann stefndi á Kjalar- nes. Að sögn Hálfdáns Henrýssonar hjá Slysavamafélaginu voru mann- aðir átta bátar til leitar auk þess sem þyrlur frá vamarliðinu voru til taks, en þyrlur Lándhelgisgæslunn-: ar eru bilaðar. t>á fréttist að piítur- inn væri kominn fram heilu og höldnu,. „Fyrir hryina tilyiljun feng- um við fregnir um áð 'drengurinn væri kominn til lands heill á húfi,“ sagði Hálfdán. „Svona útkall í vit- leysu kostar mikla peninga en við vorum búnir að setja allt í gang. Þetta er auðvitað rakinn fíflaskapur í drengnum að leggja í þessa ferð.“ Pilturinn hafði veifað til báts, sem átti leið hjá, þegar hann tók að þreytast. Hann hafði síðan sam- band við ættingja sína, sem tóku á móti honum þegar hann kom að landi í smábátahöfn Snarfara við Elliðavog. Hins vegar láðist að láta Slysavamafélagið vita að hann væri fundinn, en fregnir af því bár- ust þangað fyrir tilviljun. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Lúðan hangandi í lyftaratönn, komln í land og i hús. Guðni Þorkelsson stendur við hlið afla síns. Dró 156 kg lúðu á handfæri Bolungarvik. ÞESSI stórlúða kom á færið hjá Guðna Þorkelssyni, þar sem hann var á hand- færaveiðum á báti sínum Söndru, úti á Ijósum Kögrinum eins og fiskimenn kalla þessi mið sem eru því sem næst 12 mílur út af Deild. Lúða þessi er ekki nein smásmíði, hún vegur 156.kfló og ,er. 2,4. metrar á lengd. og 1,15 metrar á breidd. Guðni sagði að það hefði gengið mikið á þegar hann var að beijast við að draga hana upp, pérstak- Iega fýrst því þá tók hún alltaf sprettinn til botns þegar hann var búinn að draga nokkra metra upp. Guðni sagði að þáð hefði verið nokkrum erfiðleikum bundið að inn- byrða ferlíkið, þar sem bátur hans, sem er af gerðinni Sómi 800, liggur nokkuð hátt í sjó. * Það var ekki fyrr en-.Brynjólfur Láms- son, sem var á báti sínum þama skammt frá, kom honum til aðstoðar, að lúðan væna lá inni á dekki hjá Guðna, en þá hafði bar- áttan við hana staðið í um klukkutíma. — Gunnar Morgunblaðið/Einar Falur Gizur Sigurðsson 15 ára segl- brettafari, sem saknað var i gær. Hvítasunnan: Víðtækt eft- irlit lögreglu LÖGREGLA og bifreiðaeftirlits- menn munu næstu daga halda uppi víðtæku eftirliti um land allt enda er hvitasunnan fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Rejmt verður að koma f veg fyr- ir hraðakstur og að fólk ferðist á vanbúnum bifreiðum. Lögreglu- menn munu nota bæði auðkenndar og ómerktar bifreiðar við eftirlits- störf og vegalögreglan fylgist með umferð um vegi og vegleysur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Slitnað upp úr fundum ríkissljórnar og” verkalýðsforustu: ASI vildi ekki verja samninga verkamanna- og lágtekjuhópa - segir Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra EFTIR klukkutímalangan fund formanna ríkisstjórnarflokkanna og fulltrúa Aþýðusambands íslands í gær segir ASÍ að ríkisstjórnin hafi gert það að skiiyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að þær snú- ist eingöngu um ákvæði kjarasamninga. „Vonbrigði min eru þau,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, „að Alþýðusamband íslands vildi ekki taka þátt í að veija nýgerða samninga verkamannaf élaga og lágtekjuhópa gagn- vart þeim, sem eiga eftir að semja. Það eru fyrst og fremst félög iðnaðarmanna. “ Morgunblaðið spurði Ásmund Stefánsson forseta ASÍ hvort verkalýðshreyfingin hefði getað búist við öðru en viðræðumar sner- ust um það sem ríkísstjómin hafði óskað eftir að ræða, þ.e. rauð strik, ólokna kjarasamninga og meðferð • lánskjaravísitölu. Ásmundur sagði að eftir fundinn á þriðjudag hefðu þeir talið sig hafa haft ástæðu til að búast við öðru. „Þar var mjög skýrt -sameiginlegt mat okkar og ráðherra að launin væru ekki vandamálið heldur óráðsían í efna- hagslífinu. Við drógum því þá álykt- un af fundinum á þriðjudag að ríkis- stjómin væri tilbúin til að setjast niður og ræða um það hvemig eigi að taka á hömlulausum §ármagns- markaði, hvemig eigi að halda aftur af skipulagslausum Qárfestingum o.s.frv. En þegar við komum aftur til fundar í dag (miðvikudag) var svar ríkisstjómarinnar afar einfalt. Hún vill ekki ræða þessi atriði. Hún vill aðeins ræða ákvæði kjarasamn- inga sem ráðherrar hafa þó viður- kennt að séu ekki vandamálið. Það sem snýr að ákvæðum kjara- 130 milljóna kr. tap á refaræktinni: Refabændur bregða búi nema stórfelldur stuðningur komi til - segir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda samninga er í aðalatriðum tvennt. í fyrsta lagi hafa þeir samningar, sem eftir eru, verið undirbúnir og að þeim hefur verið unnið af hálfu einstakra félaga og sambanda eftír atvikum, eins og þeim samningum sem gerðir hafa verið á árinu. Ég i held varla að nokkur maður ímyndi sér að það verði til þess að flýta málinu ef Alþýðusambandið ætti að fara að yfirtaka efnisumfjöllun- ina í öllum þessum samningum sem eru á mörgum ólíkum vígstöðvum þar sem samanburðurinn er ekkert einfalt mál. Varðandi rauðu strikin er ljóst að samningamir, sem eru í gildi, gera ráð fyrir að við tökum upp ; samninga ef verðlag fer fram yfir j ákveðin mörk. Er hægt að ganga tfl slíkra samninga fyrr en ljóst er hvað gerist? Er það rétt röð að segja til um hvað gera eigi áður en vitað er hvað það er sem menn eru að fást við? Ég held að það efnissam- hengi sé út í bláinn og mér fannst ráðherramir vera nokkuð sammála um það. Þannig að þau viðfangs-' efni sem verið er að stilla upp em ekki á dagskrá," sagði Ásmundur. LOÐDÝRARÆKTIN I landinu Ieggst að mestu af á næstu mánuðum og árum ef ekki kemur til stórfelldur stuðningur við atvinnugrein- ina að mati Jóns Ragnars Bjömssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Útlit er fyrir að tap af framleiðslu hvers refaskinns verði á þessu ári rúmlega 1.600 krónur og að tap á refa- ræktinni í heild verði 130 milljónir kr. og kemur það til viðbótar stórtapi refabænda á siðasta framleiðsluári. Framkvæmdasljórinn segir að refabændumir standi ekki lengur undir slíkum taprekstri og að þeir hætti ef ekki fæst stuðningur og í framhaldi af því verði að stórhækka fóðurverð fóðurstöðvanna sem hafi i för með sér hrun loðdýraræktarinnar alirar. Verð á blárefaskinnum hefur far- ið lækkandi undanfama mánuði og fyrir helgi lækkaði skinnaverðið enn á uppboði í Kaupmannahöfn. Blá- refaskinn lækkuðu um 15% og aðr- ar tegundir refaskinna á bilinu 14—23%. Á núverandi gengi feng- ust 1.462 krónur að meðaltali fyrir blárefinn á uppboðinu og 1.395 krónur fyrir íslensku blárefaskinn- in. Á þessu uppboði voru boðin til sölu um 26 þúsund íslensk refa- skinn, sem er meira en þriðjungur ársframleiðslunnar. Tæplega 21 þúsund íslensk skinn seldust. Einn- ig varð 4—5% verðlækkun á minka- skinnum. Afkomuútreikningar sem Sam- band íslenskra loðdýraræktenda (SÍL) hefur unnið sýna að kostnað- ur við að framleiða eitt refaskinn er 3.125 krónur. Þar af er fóður og annar breytilegur kostnaður 1.935 krónur en laun, vextir og fymingar 1.190 krónur. í útreikn- ingunum er söluverð á næsta sölu- tímabili áætlað 1.500 krónur, en það er 164 krónum hærra en fékkst fyrir íslensku skinnin á uppboðinu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt því er 1.625 króna tap af framleiðslu á hveiju skinni. Heildardæmið er þannig að áætlað kostnaðarverð refaskinna á yfiystandandi fram- leiðsluári er 250 milljónir kr. en áætlað söluverð 120 milljónir og áætlað heildartap því 130 milljónir kr. Nú þegar gotið er hafið standa refabændur frammi fyrir þessum staðreyndum. Bóndi með t.d. 150 refalæður tapar því 1,2 milljónum á ári, og eru því launalaus við fram- leiðsluna í heilt ár og tapar 750 þúsundum að auki. Sami bóndi kann að hafa tapað 800 þúsundum á búinu í fyrra og er einnig með allt að 6 milljóna króna skuldir á bakinu vegna stofnkostnaðar við búið. Forystumenn SÍL hafa gert stjómvöldum grein fyrir erfiðleikum greinarinnar og iagt ákveðnar til- lögur fyrir starfshóp sem land- búnaðarráðuneytið skipaði til að kanna málið. Leggja þeir til að Framleiðnisjóður landbúnaðarins tryggi afkomu refabænda næstu þijú árin. Jafnframt verði refa- bændum hjálpað til að fækka refun- um og fara yfir í minkaræktina. Áætlaður kostnaður við þessar að- gerðir er áætlaður 300—500 miilj- ónir kr. á þremur árum og er lagt til að Framleiðnisjóði verði í upp- hafi útvegað lán til að taka þetta verkefni að sér en lánið greiðist af tekjum sjóðsins á næstu árum. Jón Ragnar segir að ef refabænd- ur fái ekki þessa hjálp neyðist þeir almennt til að skera niður stofninn og hætta og margir verði gjald- þrota. Margir hafi á orði að farga yrðlíngunum jafnóðum og þeir fæð- ist nú á gottímanum, til að losna við kostnað við umhirðu og fóður í sumar, en aðrir ætli að reyna að þrauka þar til í haust að hægt verð- ur að felda dýrin og koma skinnun- um á markað. Skipulagsstjóm rOdsins: Umsögntil; ráðherra í Skipulagsstjóm ríkisins af- | greiddi á fundi sínum f gær | umsögn vegna kæru íbúa við i Tjarnargötu á veitingu bygging- arleyfis fyrir væntanlegt ráðhús við Tjörnina. íbúamir hafa kært veitingu leyf- isins til félagsmálaráðherra og j sagðist Sigurður Thoroddsen, arki- I tekt hjá Skipulagsstjóm ríkisins, { ekki vilja upplýsa um hvað fælist í i umsögninni fyrr en ráðherra hefði í fengið hana í hendur. Tveir vara- í menn sátu fund skipulagsnefndar, i þeir Viihjálmur Þ. Viihjálmsson,’ I fyrir Sigurgeir Sigurðsson og Helgi ; Hallgrímsson fyrir Snæbjöm Jónas- | son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.