Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 43 Félag Sambandsfiskframleiðenda: Gjaldeyrisverslim verði gefin frjáls - hömlur ella settar á innlendan kostnað Á aðalfundi SAFF, Félags Sambandsfiskframleiðenda, var samþykkt ályktun þar sem segir að það sé fráleit stefna að binda gengi íslensku krónunnar á með- an litlar sem engar hömlur séu hafðar á innlendum kostnaði. Telur fundurinn að annaðhvort verði að takmarka innlendan kostnað i samræmi við gengis- skráningu, eða að láta framboð og eftirspurn ráða verði gjald- eyris, óháð afskiptum stjórn- valda. Fram kom að frystiiðnað- urinn væri nú rekinn með 6,6% halla, en liallareksturinn hefði verið 15% ef ekki hefði komið til gengisfellingarinnar nú. í ályktunum aðalfundarins er lagt til að allir helstu útflytjendur taki upp samstarf um að leita leiða til „að tryggja að erlendur gjaldeyr- ir verði aldrei afhentur undir kostn- aðarverði", og einnig er því beint til stjómar SAFF að beita sér fyrir stofnun hagsmunasamtaka með þatttöku allra fyrirtækja í fisk- vinnslu. Á fundinum var gerð grein fyrir afkomu frystihúsa innan SAFF, en rösklega 5% tap varð á þeim á síðasta ári, miðað við þau uppgjör sem liggja fyrir. Heildartap fram- leiðenda vegna falls dollarans er metið á 240 milljónir króna, en það tap telst bætt til hálfs með hækkun á sterlingspundi og þýsku marki. Alls fluttu frystihúsin út 66.400 Úlfur Ragnars- son sýnir mynd- verk í Eden ÚLFUR Ragnarsson læknir sýnir myndverk í Eden í Hveragerði um þessar mundir. Sýningin var opnuð 17. maí og henni lýkur 30. maí. Þetta er tíunda sýning Úlfs. Sýnir hann að þessu sinni 65 fjölbreytilegar myndir, bæði að efni og stærð. _ Þess má geta að Úlfur hefur sérstakan áhuga á manneðlinu og áhrifum þess á framvindu þróunar- innar og kemur það ljóslega fram í því sem þama ber fyrir augu. (Fréttatílkynning) lestir af sjávarafurðum í gegnum Sjávarafurðadeild Sambandsins fyrir 7,4 milljarða króna, þar af 52.800 tonn af frystum afurðum fyrir rösklega 6,5 milljarða króna. Verðmæti útfluttra afurða jókst um 6,5% frá árinu áður, en magn þeirra dróst saman um 3,8%. Veruleg breyting varð á mörkuðum fyrir ftystar sjávarafurðir, því í fyrsta skipti var flutt út meira til Evrópu en Bandaríkjanna, 20.300 tonn á móti 18.600 tonnum. Þá varð vera- leg aukning á útflutningi til Aust- ur-Asíu, einkum Japans. Hlutdeild Sjávarafurðadeildar Sambandsins í heildarvöraútflutn- ingi landsmanna var 13% á síðasta ári, en 33% í útfluttum freðflski. Tryggvi Finnsson var endurkjör- inn formaður stjómar SAFF. Morgunblaðið/Bjami Fulltrúar Rauða kross íslands með islenskt kranavatn sem verður selt um hvítasunnuhelgina til styrkt- ar þróunarverkefni RKÍ í Eþiópíu. F.v.: Gunnlaugur Geir Snædal, sem hefur umsjón með fjársöfnun- inni, Hannes Hauksson, framkvæmdastjóri RKÍ, Guðjón Magnússon, formaður RKÍ og Jakobína Þórðar- dóttir, deildarstjóri Alþjóðadeildar rauða krossins. Fjásöfnun Rauða krossins; Vatn á dósum selt um hvítasunnuna RAUÐI kross íslands stendur fyrir fjársöfnun um hvítasunnu- helgina vegna þróunarverkefnis RKI í Eþiópíu og er markmiðið að safna 20 milljónum. Selt verð- ur islenskt kolsýrt kranavatn á dósum og mim fimleikasamband Islands annast sölu á fjölförnum stöðum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, Suðurnesjum, Vestmanna- eyjum, Hveragerði, Selfossi og víðar. Þróunarverkefnið felst aðallega í vemdun vatnsbóla og væntir Rauði krossinn þess að honum takist að tryggja hálfri milljón manna hreint neysluvatn. Einnig verður unnið að tijárækt. Þróunarverkefnið er unnið í sam- vinnu við Eþíópíska rauða krossinn, sem hefur átt samstarf við Rauða kross félög t.d. á Norðurlöndum. Samstarfið byggir á því að deildir í viðkomandi landi leggja fram fjár- magn og fólk og starfa í beinum tengslum við ákveðna deild Eþíópíska rauða krossins. Rauði kross íslands mun starfa í Gojjam- héraðinu í vesturhluta Eþíópíu. Stefán Jón Hafstein, sendifulltrúi RKÍ, er nýfarinn til Gojjam, þar sem hann mun dvelja í 3 mánuði og vinna að framkvæmda- og §ár- hagsáætlun fyrir fyrsta samstarfsá- rið ásamt forsvarsmönnum Gojj- am-deildarinnar. í upphafi er gert ráð fyrir 3 ára samstarfí og munu fyrstu 2 sjálfboðaliðar Rauða kross íslands fara út í júlí næstkomandi og dvelja í 6-12 mánuði. í tengslum við vemdun lindanna er þeim ætlað að veita almenningi fræðslu um hreinlæti og heilsuvemd. Kostnaður við vemdun eins vatnsbóls er 75.000 kr. og getur slík lind þjónað allt að 3.000 manns. En mengað neysluvatn er einn af helstu skaðvöldum meðal fátækra þjóða. Gojjam-héraðið er 64.000 km að stærð og era íbúar þess um 3 millj- ónir. Um 14 þúsund manns era í Rauða kross deildinni þar og hafa aðallega starfað að sjúkraflutning- um, skyndihjálp og fyrirbyggjandi aðgerðum, m.a. gróðursetningu tijáa. Gojjam var áður fijósamt hérað en á síðustu áram hafa að- stæður þar breyst til hins verra vegna þess að jarðvegur hefur ýmist fokið vegna þurrka eða skolast burt í flóðum. Hver dós af vatni kostar 200 krónur en einnig verða sendir gíró- seðlar á öll heimili. Iceland Seafood Corporation: Erlendur Einarsson og Gísli Jónatansson úr stjórn Á aðalfundi Iceland Sefood Corporation, sölufyrirtækis Sambandsins í Bandarikjunum, á Hótel Sögu í gær var staðfest skipan nýrrar stjórnar félagsins. Erlendur Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og Gisli Jónatansson, kaupfé- lagsstjóri á Fáskrúðsfirði, náði ekki kjöri sem annar af tveimur fulltrúum SAFF, Félags Sam- bandsfiskframleiðenda, á aðal- fundi SAFF á þriðjudaginn. í hans stað kemur Hermann Hans- son, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði. Auk Hermanns var Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, endur- kjörinn í stjómina af SAFF, og af hálfu Sambandsins vora þrír menn tilnefndir; Guðjón B. Ólafsson, sem Morgunblaðið/Sverrir Guðjón Pálsson eigandi íshússins og ungur viðskiptavinur í nýju ísbúðini. Gerðuberg: Ný ísbúð opnuð NÝ ÍSBÚÐ hefur verið opnuð í Verslunarhúsinu í Gerðubergi og ber hún heitið íshúsið. Boð- ið er upp á 15—20 sérlagaða ísrétti auk veqjulegs íss. Eigandi íshússins er Guðjón Pálsson, byggingameistari, og á hann raunar allt Verslunarhúsið þar sem koma til með að vera 14 fyrirtæki. Þegar era komin í hú- sið eftirtalin fyrirtæki auk ís- hússins: Blóm og speglar, Vídeó- höllin, Kaffihúsið, Hárhúsið og Snyrtistofan Viktoría. Húsafell: Tjaldstæðin lokuð um hvítasunnuna Mikil eldhætta í skóginum TJALDSTÆÐIN í HÚsafeUs- skógi verða lokuð nú um hvíta- sunnuhelgina vegna mikillar eldhættu. Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Husafelli sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði ákveðið að loka tjaldstæðunum' vegna eld- hættu, en hann hefur undanfama daga barist við sinuelda og hefur slökkviliðið átt fullt í fangi við að ráða við eldinn. Kristleifur vildi því beina þeim tilmælum til þeirra sem eiga sumarbústaði í skóginum að fylgjast vel með þeim og sjá til þess að þar yrði aðeins ábyrgt fólk yfir helgina þar sem það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef kviknaði í skóginum. Auk eldhættunnar er enn frost í jörðu og gróður viðkvæmur og því ekki að ástæðulausu að tjald- stæðunum er lokað. Þau verða síðan opnuð um næstu mánaðamót eins og venjulega. Guðmundur Kristinn SU seldi ytra Guðmundur Kristinn SU seldi í Grimsby 77 tonn af þorski á þriðjudag. Fékk hann 4 milljónir fyrir aflann, meðalverð 52,22 krónur. 177 tonn af gámafiski seldust í Bretlandi á þriðjudag, og fengust 12,8 milljónir króna fyrir. Megin- hlutinn var ýsa, 122 tonn, og feng- ust fyrir hana 79,81 króna að með- altali. Meðalverð yfír heildina var 72,41 króna. er formaður stjómarinnar, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, og William D. Boswell, lögfræðing- ur Ieeland Seafood í Bandaríkjun- um. Fimm menn era í nýju stjórn- inni í stað sex áður. Gísli Jónatansson sagði í samtali*- við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið um formlegt framboð að ræða, en fundarmenn hjá SAFF hefðu vitað að hann væri í kjöri. Gísli vildi ekki tjá sig um hugsan- legar ástæður þess að hann var ekki endurkjörinn. Martin Finkelstein, settur fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation, flutti skýrslu um starf- semi fyrirtækisins síðasta ár og kom þar fram að verðmætaaukning jókst um tæp 10% frá árinu 1986, úr 157,1 milljónum dollara í 172,7 milljónir dollara, þrátt fyrir 6% magnminnkun, niður í 46.300 tonn. Guðjón B. Olafsson sagði í san\- tali við Morgunblaðið í gær að eftir miklar verðhækkanir á fyrri hluta síðasta árs hefðu margir staðir tek- ið fiskrétti af matseðlum sínum á síðasta ársijórðungi og hefðu því safnast upp veralegar birgðir hjá fyrirtækinu. Verð hefði síðan farið lækkandi frá áramótum og tap vegna þess næmi nokkram milljón- um dollara. Aðalfundur Iceland Seafood Lim- ited, sölufyrirtæki Sambandsins í Evrópu, var einnig haldinn í gær, en engar breytingar urðu á stjóm- inni þar. í henni sitja: Guðjón B. Ólafsson, stjómarformaður, Sigurð- ur Á. Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, Sigurður Markússon, Tryggvi Finnsson og Guðni Jóns- son. Fyrirtækið seldi fískafurðir fyrir 40,1 milljón sterlingspunda, sem er nær 18% verðmætaaukning frá fyrra ári. í fyrra var sala á freð- físki til Evrópu í fyrsta sinn meiri en til Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.