Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 23 Svo sem sjá á af ofansögðu er fullur vilji fyrir því innan Háskóla Islands að hefja kennslu í blaða- mennsku og áætlun liggur fyrir um tilhögun kennslunnar í staerstum dráttum. Þessi áætlun á sér reyndar æðilangan aðdraganda og styðst við athuganir á fyrirkomulagi kennslu á þessu sviði í fjölda skóla bæði vestan hafs og austan. Gert er ráð fyrir að auk sérstaks kennslustjóra sem hafa mun umsjón með skipulagi og fram- kvæmd kennslunnar, þurfi að ráða nokkra einstaklinga úr röðum starf- andi fréttamanna í hlutastarf (1—IV2 starfsígildi) til að sinna þjálfun í blaðamennsku, hljóðvarps- og sjónvarpsstörfum, en námskeiðin í fjölmiðlafræði, fjölmiðlarétti og íslensku yrðu í höndum kennara í heimadeildum þessara fræða. Vera kann að einhveijum þyki gæta ofmetnaðar í þeim ásetningi að eftia til þessarar kennslu ofan á háskólapróf f stað þess að kenna blaðamennsku sem grunnnám í há- skóla eins og víða tíðkast, eða jafn- vel á sérstöku kjörsviði í fjölbrauta- skóla. Ég held hins vegar að flestir sem hugleiða í alvöru þjóðfélagslegt mikilvægi fjölmiðlanna hljóti að fall- ast á að menntunarkröfur til starfs- manna þeirra á næstu árum og ára- tugum megi ekki vera minni en hér er lagt til. Jafnframt er fjölbreytni menntunarinnar geysimikilvæg og því er gert ráð fyrir því að allar hugsanlear tegundir grunnáms í háskóla eða sambærileg menntun verði tekið gilt sem undirstaða eins árs náms í hagnýtri fjölmiðlun. A það ber einnig að líta að nú þegar hefur meira en helmingur starfandi blaðamanna háskólanám að baki. Astæða er til að ætla að ein- hveijir úr hópi starfandi blaðamanna muni hafa áhuga á einstökum hlut- um námsheildarinnar. Þátttaka þeirra væri fagnaðarefni. Eins gæti svo farið að vettvangur skapaðist fyrir sérstök endurmenntunamám- skeið til hliðar við eins árs námið. Reyndar hafa þegar verið haldin slík námskeið við háskólann f samvinnu við Blaðamannafélag íslands. Ýmsar fleiri hugmyndir eru uppi um sam- starf við starfandi blaðamenn. Tækjakostur er vissulega mikil- vægur í námi í hagnýtri fjölmiðlun og verður ekki undan því vikist að tryggja lágmarksútbúnað, en sjálf- sagt mun einnig reyna töluvert á góðvilja starfandi fjölmiðla þegar kemur að vettvangsþjálfun nemend- anna. Samstarf við fræðsluvarp og háskólaútvarp þegar það tekur til starfa, hlýtur einnig að teljast nær- tækur kostur. Hugmyndir þær sem hér hafa verið mjög stuttlega reifaðar hafa um sinn beðið þess að verða hrint í framkvæmd. Ef yfirvöld mennta- og fjármála kjósa er unnt að gera þær að veruleika með nokkurra mánaða fyrirvara. Ef marka má þann sæg fyrir- spuma sem berast til félagsvísinda- deildar á hveiju ári um nám í fjöl- miðlun og blaðamennsku þarf ekki að óttast að skortur verði á áhuga- sömum nemendum. Höfundur er dósent við Félagsvis- indadeild Háskóla íslands. Morgunblaðið/BAR Frá æfingu Islenska jazzballettflokksins. BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44 SjáHgjjæðqr eðaheilar samstæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS OG HEILDV6RSL UN S£*aunsur Islenski jazzballettflokkurinn: Boðssýning á Hótel Islandi ÍSLENSKI jazzballettflokkur- inn heldur þriðju og sfðustu boðs- sýningu sina á Hótel fslandi á morgun, föstudaginn 20. maf. Á efnisskránni eru m.a. atriði úr söngleiknum “Sweet Charity", eftir Bob Forse, sem að sögn Báru Magnúsdóttur hefur notið mikilia vinsælda i New York undanfarið. Bára Magnúsdóttir, frumkvöðull að stofnun jazzballettflokksins og aðal driffjöður hans, sagði f viðtali við Morgunblaðið að markmiðið með stofnun flokksins væri að veita döns- urum tækifæri til að starfa við list- grein sína. Það væri fjöldi fólks sem legði hart að sér ámm saman til að ná árangri í danslistinni, en því byð- ust nánast engin tækifæri til starfa. „Vonir okkar um aukna atvinnu glæddust þegar skemmtistaðimir fóru að bjóða upp á viðameiri sýning- ar, en því miður virðist lítill áhugi vera á því að fá fagfólk til að starfa við þær,“ sagði Bára. íslenski jazzballettflokkurinn var stofnaður 13. september s.l. og sýndu yfir 20 dansarar áhuga á þátttöku, en aðeins 9 komust inn. Meiningin er þó að flokkinn skipi 15 — 18 dans- arar, en beðið verður með að fylla þá tölu þar til hæfír dansarar fást. Það vom þau Marfa Gísladóttir, bal- lettdansari og Karl Barbee, kennari við David Howard skólann í New York, sem sáu um val dansara inn í flokkinn og aðstoðuðu við upp- byggingu hans. Bára sagði þá sem að komust í möigum tilfellum hafa fómað miklu til að geta verið með, því æfíngar væm alla virka daga í þijá tíma á dag, og yrðu dansaram- ir ólaunaðir þar til launaðar sýningar hæfust. Tii að afla flokknum fjár var farin sú leið að freista þess að safna styrktarmeðlimum og hefur það, að sögn Bám, gengið mjög vel. Nú þeg- ar hafa rúmlega 200 manns heitið flokknum stuðningi, Sýningin á morgun er þriðja og sfðasta boðssýn- ing flokksins og eins og áður sagði em atriði úr söngleiknum „Sweet Charity", í danssmfð og uppfærslu Lori Leshner.á dagskrá. Einnig verða sýnd tvö ný verk eftir Sharon Wong og atriði úr fyrri sýningum flokks- ins, „Moving on“, eftir Evrol Pucker- ing og „Something real“ eftir Karl Barbee. Aðsókn að fyrri sýningunum var að sögn Bám mjög góð og var hún bjartsýn á að flokkurinn ætti framtíð fyrir sér. „Við verðum að ala upp traustan hóp áhorfenda um leið og ftokkinn sjálfan", sagði Bára. „Það skortir hefð fyrir listrænum danssýn- ingum á íslandi, en áhuginn virðist sannarlega vera fyrir hendi." Gardsláttuvélin &mi m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með ■- 1 13 POR” SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 RÝMINGARSALA! Rýmum fyrir nýjum vörum Pokar frá 295.- Leðurlíkistöskur 50% afsláttur Leðurtöskur 50% afsláttur Nýjar vörur á hverjum degi Aðeins 2 dagar eftir y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.