Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Aeroflot-flugvél á Reylgavíkurflugvelli Flutningaflugvél af gerðinni Antonov AN-26 frá sovéska flug- félaginu Aeroflot lenti á Reybjavíkurflugvelli miðviku- dagskvttidið 11. mai sl. Flugvélin, sem flogið er af af kúbanskri áJiöfn, var á leiðinni til Rússlands frá Kúbu. Eftir því sem næst verður komist er mjög líklegt að vélin, sem var í felulitum en með borgaralegum skrásetningar- númerum, hafi áður tiheyrt flug- hemum í Perú. Flugher Perú hefur nýverið skipt út Antonov AN-26 flugvélum sínum fyrir aflmeiri vél- ar af Antonov AN-32 gerð, sem henta betur í hinu mikla Qalllendi Suður-Ameríku, og hafa gömlu flugvélamar verið teknar upp í kaupverð hinna nýju. Það eru mörg ár síðan flugvél Aeroflot lenti síðast í Reykjavík en það má búast við fleiri slíkum þvf alls eru flugvélam- ar flmmtán sem Perúmenn seldu aftur til Sovétríkjanna. - PPJ Jóhannes Nordal seðlabankastjóri: Lækkun bindiskyldu þýð- ir aukinn viðskiptahalla LÆKKUN bindiskyldu myndi þýða aukinn viðskiptahalla, sagði Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, f samtali við Morgunblaðið. Bindiskylduféð stendur gegn gjaldeyrisvarasjóðnum og myndi hann minnka um 650 milfjónir króna fyrir hvert prósentustig sem bindiskylda yrði lækkuð. Jó- hannes sagði gjaldeyrisvarasjóð- inn þegar það lítinn að Seðlabanki myndi þurfa að taka erlend lán til að vega upp á móti lækkun bindiskyldu. Sjóðurinn mætti ekki minnka meira. Framsóknarmenn hafa lagt til f ríkisstjóminni að „dregið verði úr bindingu en bundið því skilyrði að slíkt fjármagn verði notað til rekstr- arlána í útflutningi og samkeppnis- greinum og til nýrra atvinnfyrir- tækja í þeim greinum. Bundið fé verði án vísitölu en með einhveijum vöxtum." „Með því að losa bindingu er verið að auka peningaþenslu í landinu," sagði Jóhannes Nordal. „Seðlabank- inn hefur lagt til við rfkisstjómina að bindiskylda verði hækkuð um 2%, úr 13% í 15%, því að gengisbreyting hefur alltaf viss þensluáhrif. Við töld- um nauðsynlegt að koma til móts við gengisfellinguna með aðhaldsað- gerðum." Jóhannes sagði að ef bindiskylda yrði lækkuð myndi það verða til þess að gjaldeyrisvarasjóðurinn myndi minnka sem samsvaraði því út- streymi. Þetta hefði það í för með sér að verið væri að lána út fslenska peninga sem myndi leiða til samsvar- andi verri stöðu erlendis. „Gjaldeyri- sjóðurinn er það lftill nú þegar að við myndum væntanlega þurfa að taka erlend lán til að vega á móti lækkun bindiskyldu. Við teljum að sjóðurinn megi ekki fara meira nið- ur. Þetta myndi óneitanlega valda eftirspumarþenslu og auka við- skiptahallann. Það þarf ekkert að fara í grafgöt- ur með það að fyrst við vildum auka bindingu þá teljum við að það að minnka bindingu sé til þess fallið að vinna gegn þeim markmiðum sem stefnt er að. Það myndi stefna í öfuga átt.“ Morgunblaðið spurði Jóhannes ennfremur hvaða afleiðingar það hefði að afnema verðtryggingu af almennum lánum og spamaði, en framsóknarmenn lögðu einnig fram tillögu þess efnis. „Ef verðtrygging er afnumin alls staðar f kerfinu mjmdi það hafa í för með sér stór- kostlegan samdrátt í innlendum spamaði. Erlendar lántökur myndu aukast og þetta jafnvel leiða til stór- kostlegs viðskiptahalla. Verðtrygg- ingin veitir mönnum tryggingu til lengri tfma og ég held engan vafa leika á því að ef menn vilja hafa vexti nógu háa til að halda uppi inn- lendum spamaði þá þyrftu þeir að vera mjög háir. Afnám lánskjaraví- sitölu yrði lántakendum síst til bóta.“ VEÐURHORFUR í DAG, 19. maí 1988 YFIRLIT í GÆR: Austur við Noreg er 995 mb lægð en hæðar- hryggur á Grænlandshafi þokast austur. Heldur vaxandi lægðar- drag við strönd Grænlands vestur af (slandi. Fremur kalt verður áfram norðanlands og austan en sæmilega hlýtt að deginum á Suður- og Vesturlandi. SPÁ: Á morgun verður breytileg átt é landinu, víðast hvar gola eða kaldi. Vestast á landinu veröur skýjað að mestu, en þurrt. Yfirleitt verður lóttskýjað í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Suðlægar áttir og held- ur hlýnandi, einkum um norðanvert landið. Rigning eða súld með köflum á Suður- og Vesturlandi á laugardag, annars skýjað að mestu en þurrt. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■) 0 Hrtastig: 10 gráður á Celsius Heiðskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Ski/rir * V El ‘(Léttskýjað / / / / / / / Rigning — Þoka / / / * / * = Þokumóða ’, ’ Súld A r Skýjað / * / * Slydda / * / ©O Mistur —j- Skafrenningur / Alskýjað * * * * Snjókoma # * * |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 / gær að ísl. tíma hlti veftur Akureyri +1 léttskýjað Reykjavík 4 lóttskýjað Bergen 6 skýjsð Helsinki 14 hálfskýjaft Jan Mayen 44 alskýjað Kaupmannah. vantar Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 0 slydduól Osló 8 lóttskýjafi Stokkhólmur 10 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 12 alskýjað Amsterdam 9 rlgning Aþena vantar Barcelona vantar Chtcago 7 heiðskfrt Feneyjar 16 heiðskírt Frankfurt 13 rigning Qlasgow 2 léttskýjað Hamborg B skýjað Las Palmas vantar London 8 rlgning Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 10 rigning Madríd 8 þokumóða Malaga 17 skýjað Mallorca 13 akýjað Montreal 10 skýjað New York 16 þokumóða Parfs 11 rígning Róm 17 þokumóða San Dlego 16 skýjað Winnipeg 16 alskýjað Keppnin um ungfrú Alheim: Akveðið í dag hveij- ar komast í úrslit ÆFINGAR, viðtöl við dómnefndir og undanrásir standa nú sem hæst f keppninni um ungfrú alheim, Miss Universe, sem haldin er í Taipei á Taiwan. Fulltrúi íslands f keppninni er Anna Margrét Jóns- dóttir, fegurðardrottning íslands. 67 stúlkur taka þátt í keppninni. Úrslitakeppnin verður næstkom- andi þriðjudag og ræðst f dag hvaða stúlkur komast f úrslita- keppnina. Morgunblaðið ræddi við Onnu Margréti að morgni gær- dagsins, samkvæmt þarlendum tíma. „Ég er á fullri ferð núna, við erum að fara á æflngu f dag. Það er æft að koma fram á sundbol og á kvöld- kjól, síðan verður dæmt í þeim hluta keppninnar í kvöld," sagði Anna Margrét. Klukkan var sjö að morgni hjá henni og dagurinn í raun byrjað- ur, við náðum tali af henni rétt í þann mund að hún var að hlaupa f morgunmatinn. „Á morgun fer ég síðan í viðtal við dómnefnd. Eftir viðtalið er ákveðið hveijar komast í úrslitakeppnina. Sjálf úrslitakeppnin byijar svo klukkan níu að morgni þann 24. og hún snýst aðallega f kring um þær tíu sem komast í úr- slitin." Anna Margrét kvaðst ekki vera bjartsýn á sína möguleika í keppn- inni. Þetta væri svo stórt í sniðum og margir keppendur. Hún sagði að dagskráin væri mjög erfið. „Þetta er svo stórfengleg athöfn og það þarf að æfa og æfa fyrir hana. Mað- ur er vakinn upp eldsnemma á morgnana og svo eru veisluhöld á kvöldin. Það er varla nokkur tfmi til að hvílast," sagði Anna Margrét og þegar hún var spurð, hvort henni liði vel þama austurfrá, sagði hún: „Já, vegna þess að það eru svo skemmti- legar stelpur héma. Ég er með mjög góðum herbergisfélaga, sem er ungfrú Noregur, Berta Brunland. Það bjargar þessu alveg." Bogi Agústsson frétta- slgóri ríkissjónvarps MARKÚS Öm Antonsson, út- varpsstjóri Rfkisútvarpsins, réði Boga Ágústsson, blaðafulltrúa Flugleiða, f stöðu fréttastjóra Rfkissjónvarpsins f gær. Bogi hafði áður fengið flest atkvæði f stöðuna f Útvarpsráði. „Nýja starfið leggst mjög vel í mig, þótt það sé vissulega blandið nokkrum trega að fara frá Flugleið- um, ég kunni afskaplega vel við mig þar enda er það kraftmikið fyrirtæki með afbragðsgóðu starfsfólki," sagði Bogi í samtali við Morgunblaðið. „Eg hlakka til að takast á við ný verk- efni - og þó gömul, því ég var frétta- maður á sjónvarpinu í tfu ár.“ Aðspurður sagðist Bogi ekki ragur við að hella sér út f samkeppnina milli fréttastofa sjónvarpsstöðvanna. „Ég hef aldrei verið hræddur við samkeppni og er raunar talsmaður þess að hún rfki sem á flestum svið- um,“ sagði Bogi. „Ég er sfat hrædd- ur við hana f fréttaflutningi." Bogi er þijátfu og sex ára. Hann er stúdent frá Menntaskólanum f Reykjavík, en stundaði sagnfræði- nám við Háskólann og kennslu í íslensku og ensku með náminu. Hann var fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu frá 1977 til 1986, en þá tók hann Bogi Ágústsson við starfl aðstoðarframkvæmdastjóra Rfkisútvarpsins. Bogi varð blaðafull- trúi Flugleiða á síðasta ári. Kona Boga er Jónfna Marfa Kristjánsdótt- ir, kennari, og eiga þau þijú böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.