Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 39 Persaflói: íranir ráðast á japanskt olíuskip Dubai, Nikósía. Reuter. ÍRANSKIR herbátar réðust í gœr á oliuskip í eigu Japana á Persa- flóa og kom upp mikill eldur í skipinu við árásina. Er um að ræða fyrstu árás írana siðan Bandaríkjamenn kváðust reiðu- búnir til að verja hlutlaus skip á Persaflóa. íranir segjast hafa ráðist inn í Norðaustur-írak, náð á sitt vald níu mikilvægum fjalls- hryggjum og fellt og sært 2.000 íraska hermenn. Fjórir íranskir herbátar réðust á olíuskipið Ace Chemi, sem er 6.730 tonna stórt og skráð í Panama, og kom þá upp eldur í vistarverum áhafnarinnar og í vélarrúmi. Tókst skipveijum sjálfum að slökkva eld- inn og er nú verið að draga skipið til Dubai. Ekki er vitað um neitt manntjón. Talsmaður bandaríska sjóhersins sagði, að bandarísk herskip hefðu verið í 60 mílna fjarlægð frá árásar- Finnar geta fengið aðild að Evrópuráðinu - segir framkvæmdastjóri ráðsins Helsinki, Reuter. MARCELINO Oreja, fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins, sagði á mánudag að „Evrópuráð- ið fengi ekki betri gjöf á 40 ára afmæli sínu en þá að Finnar gerðust aðilar að ráðinu.“ Oreja sagði á blaðamannafundi í Helsinki að Evrópuráðið hefði fagnað þeirri ákvörðun Finna, sem tekin var fyrr á þessu ári, að þeir hæfu undirbúning að því að ganga í Evrópuráðið. „Hvað Evrópuráðið snertir eru Finnar velkomnir. Nú geta finnsk stjómvöld ákveðið hvað þau gera.“ Oreja sagði þetta eftir að hafa átt viðræður við Mauno Koivisto, forseta Finnlands, finnska ráðherra og þingmenn. Nokkur fínnsk lagaá- kvseði, þar á meðal lög sem heimila lögreglunni að hafa grunaða í haldi án þess að dómur hafí fallið í máli þeirra, bijóta f bága við mannrétt- indasáttmála ráðsins. Finnska dómsmálaráðuneytið hefur tekið þessi lög til athugunar. Framkvæmdastjórinn sagði að aðildarríki Evrópuráðsins hefðu áð- ur fengið frest til að breyta lögum sínum til samræmis við sáttmálann, og því ætti þetta ekki að vera vandamál. Talsmaður sovézka utanríkisráðuneytisins: Austurríki myndi glata hlutleysinu með inngöngu í EB Moskvu. Reuter. GENNADÍJ Gerasímov, tals- maður sovézka utanríkisráðu- neytisins, sagði á þriðjudag að Austurríkismenn myndu fórna hlutleysi sínu gerðust þeir aðil- ar að Evrópubandalaginu (EB). Gerasímov sagði að EB væri smám saman að þróast í það að verða stjómmála- og hemaðar- bandalag. Ríki bandalagsins, að írlandi frátöldu, ættu aðild að NATO og flest að Vestur-Evrópu- sambandinu (WEU) og ef Aust- urríki gerðist aðili að EB yrðu landsmenn að lúta ákvörðunum þess er vörðuðu vamarmál. „Aðild Austurríkis að EB mundi stangast á við sáttmálann frá 1955 um sjálfstæði landsins og sérstaka stjómlagasamþykkt um ævarandi hlutleysi landsins," sagði Gerasímov. Yfírlýsing hans er túlkuð sem afstaða sovézkra yfírvalda til hugsanlegrar aðildar Austurríkis að EB. Ráðamenn í Austurríki hafa lýst áhuga sínum á að kanna með hvaða hætti iandið geti tekið upp nánara samband við EB og hvort það geti hugsanlega gerst aðili að bandalaginu en jafnframt hald- ið hlutleysisstöðu sinni. Talsmenn austurríska utanrík- isráðuneytisins sögðu að yfírlýs- ing Gerasímovs myndi ekki breyta þeirri stefnu landsins að efla tengslin við EB. „Við tökum yfír- lýsinguna alvarlega en hún er engin sérstök yfírþyrming," sagði Eva Novotny, ráðgjafí Franz Vranitzkys, kanslara Austurríkis. staðnum en það er tveggja tíma sigling. 29. apríl sl. sögðust Banda- ríkjamenn tilbúnir til að veija hlut- laus skip á flóanum, það er að segja skip, sem ekki eru í siglingum fyrir írani eða íraka. Ace Chemi var á leið til Jubail í Saudi-Arabíu og er því hlutlaust að þessu leyti. Iranir segjast hafa náð á sitt vald 25 ferkflómetra landsvæði í Norðaustur-írak, fellt og sært 2.000 íraska hermenn og tekið 407 fangna. Séu þeir nú að treysta stöðu sína á þessum slóðum og eigi skammt ófarið að bænum Dukan og miklu raforkuveri þar hjá. írakar hafa ekkert sagt um þessar fullyrð- ingar írana. Ársfundur OECD: Niðurgreiðsl- unum líkt við efnahags- mengun“ Paris. Reuter. Bandaríkjastjóm sakaði i gær ríkisstjómir i Vestur-Evrópu um að ástunda „efnahagsmengun" með þvi að dengja niðurgreiddri offramleiðslunni i landbúnaði inn á heimsmarkaðinn. Kom þetta fram á ársfundi OECD, Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofn- unarinnar, sem nú er haldinn í París. Richard Lyng, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, sagði í óvenju- lega harðorðri ræðu, að niðurgreiðsl- umar á landbúnaðarframleiðslu Evr- ópubandalagsríkjanna væru sam- bærilegar við, að öllu sorpi heillar stórborgar væri kastað út í fljót án nokkurs tillits til þeirra, sem neðar byggju við elfina. Sagði hann, að niðurgreiðslumar, hvort sem væri í Bandaríkjunum, Japan og ekki síst í Vestur-Evrópu, sliguðu fjárlög ríkjanna, yllu offramleiðslu, verð- hruni og bitnuðu mest á bændum í fátækustu ríkjunum. Evrópubandalagsríkin hafa tekið illa (tillögu Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta um að niðurgreiðslur í landbúnaði verði afnumdar á tíu árum en Lyng vitnaði í skýrslu OECD þar sem fram kemur, að á árunum 1984-86 vom niðurgreiðslur EB- ríkjanna helmingi meiri en þær vom fímm ámm áður. Bændur fengju nú helming tekna sinna beint úr ríkis- sjóði. Willy de Clercq, sem fer með við- skiptamál innan EB, sagði á frétta- mannafundi ( gær, að Bandaríkja- stjóm væri að reyna að neyða EB til að minnka niðurgreiðslumar og bætti þv( við, að á þessu ári og næsta yrði slátrað 20 milljónum mjólkurkúa í EB-ríkjunum til að draga úr offram- leiðslunni. Slanga leynist í bananafarmi Seinajoki. Reuter. TÆPLEGA tveggja metra löng kyrkislanga var drepin í finnska bænum Seinajoki, suðaustur af Vasa, í gær, eftir að hún hafði náð að bíta mann. Að sögn embættismanna í landbúnaðarráðuneytinu leyndist slangan i bananafarmi, sem var að koma frá Kólumbíu. GOLDEN CUP sundfatnaður á börn og fullorðna. Margar gerðir og litirog verð við allra hæfi. Veldu GOLDENCUP sundföt, það gerði landslið ÍSLANDS ísundi. Útsölustaðir: Reykjavík: Sparta, Laugavegi49, Frísport, Laugavegi6, Útilíf, Glæsibæ, íþróttabúðin, Borgartúni 20, Mikligarður, Hummel- búðin, Ármúla 40, Hólasport, Hólagarði, Sportbær, Hraunbæ 102, Kaupstaður, Versl. Fólk, Nýjabæ. Akrasport, Akranesi, Borgarsport, Borgarnesi, Versl. Þóra, Ólafsvik, Sporthlaðan, ísafirði, Versl. Einars Guðfs., Bolungavik, Kaupfélag V-Hún- vetninga, Hvammstanga, Tindastóll, Sauðárkróki, Rafbær, Siglufirði, Sportvík, Dalvík, Sporthúsið, Akureyri, Bókav. Þórar- ins Stefánss., Húsavik, Hákon Sófusson, Eskifirði, KASK, Höfn, Sportbær, Selfossi, Sportbúð Óskars, Keflavík, Hvera- sport, Hveragerði. Sundaborg 1,124 Reykjavík, sími: (91) 688085. Rýmingarsala á öllum skóm. Barna- og dömuskór, verð frá kr. 300,- Allt nýlegar vörur. Gerðu góð skókaup, það verður enginn svikinn af okkar skóverði. Sendum í póstkröfu. Greiðslukortaþjónusta. Vitastíg 12, v/Laugaveg, sími 11788. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.