Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
45
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Hluti af þátttakendum á svæðisleiðsögunámskeiðinu fyrir Norðurland eystra ásamt Hólmfríði Guðmunds-
dóttur, sem séð hefur um skipulagningxi námskeiðsins.
Þrettán svæðisleið-
sögumenn liúka námi
ÞRETTÁN manna hópur lauk fyr-
ir skömmu verklegu próf í leið-
sögn fyrir erlenda ferðamenn um
Norðurland eystra. Námskeið hef-
ur staðið yfir sfðan í janúarbyijun
og hafa þátttakendurnir komið
saman á hverjum laugardegi f
Þelamerkurskóla þar sem fluttir
hafa verið fyrirlestrar um þau
efni sem erlendir gestir íslend-
inga kunna að spyrja um á ferðum
sínum um landið. Ferðamálaráð
íslands stendur fyrir námskeiðs-
haldinu í samvinnu við Ferðamála-
samtök Norðurlands og hefur
Hólmfrfður Guðmundsdóttir
kennari og leiðsögumaður til
margra ára unnið að skipulagn-
ingu námskeiðsins hér. Hún hefur
fengið ýmsa mæta menn til að
fjalla um hin ýmsu efni svo sem
sögu, landafræði, jarðfræði,
grasafræði, dýrafræði, náttúru-
vemd og um atvinnuvegina og
almennan fróðleik sem máli skipt-
ir og sagði hún að menntaskóla-
kennarar frá Akureyri hefðu ver-
ið sérstaklega þjálpsamir f þessu
efni.
Slík námskeið eru ekki haldin með
reglulegu millibili, aðeins þegar þörf
er talin á þeim. Ferðaskrifstofa ríkis-
ins sá um framkvæmd námskeiða
fyrir daga Ferðamálaráðs, en þegar
Ferðamálaráði var komið á laggimar
tók það við framkvæmdinni. Undan-
farin ár hafa námskeið eingöngu
verið haldin fyrir allt landið suður í
Reylqavík, en fyrir fáeinum árum
fóru fram tvö námskeið úti á landi,
annað fyrir Reykjanes og hitt á
Húsavík sem átti að spanna yfir
Norðurland eystra en náði nánast
eingöngu yfir Suður- Þingeyjarsýslu.
Þá gerðist það að gefín var út reglu-
gerð, sem unnið er eftir, og eftir
henni er landinu skipt eftir kjördæm-
um í svæði. Eftir svæðisnámskeið,
er viðkomandi orðin svæðisleiðsögu-
maður og getur því starfað sem
slfkur.
„Augljóst var að þörfin fyrir slíkt
námskeið var mikil á svæðinu auk
þess sem áhugi virtist nokkur fyrir
þvf ef marka mátti þær fyrirspumir
er bárust. Ferðamálaráð hefur ekki
fé til að gera allt sem því ber, en
Ferðamálasamtök Norðurlands
styrktu námskeiðahaldið um 100.000
krónur og ýmis fyrirtæki norðan-
lands hafa rétt fram hjálparhönd svo
sem Sérleyfisbílar Akureyrar, sem
hafa lánað rútur til æfinga. Þátttak-
endur þurfa sjálfir að greiða 13.000
krónur fyrir námskeiðið," sagði
Hólmfríður.
Námskeiðið skiptist í tvennt. Fyrri
hlutinn samanstendur af almennum
fróðleik og skyndihjálpamámskeiði,
sem fulltrúi frá Hjálparsveit skáta
sér um. í síðari hlutanum er síðan
farið nákvæmlega „í þær ferðir“, sem
algengastar eru með útlendinga um
svæðið. Ferðimar eru þó eingöngu
famar inni í skólastofunni og á
landakortinu þar sem meginhluti
leiðanna er ófær á vetrum auk þess
sem raunverulegar ferðir era mjög
kostnaðarsamar. Við höfum þó einu
sinni keyrt um Mývatnssveit og farið
í bæjarferð til Akureyrar sem var
mjög skemmtilegt." Hólmfríður
sagði að þátttakendur væra á öllum
aldri og kæmu bæði frá Akureyri og
úr sveitunum. Inntökuskilyrðin era
þau að þátttakandi sé 21 árs eða
eldri og að viðkomandi hafi vald á
að minnsta kosti einu erlendu tungu-
máli. „Þetta er ekki tungumálanám-
skeið. Námskeiðið er til þess að veita
manni undirstöðuþekkingu á þvf sem
til þarf svo hægt sé að leiðbeina er-
lendum ferðamönnum um landið, en
svo verður maður bara að halda sjálf-
ur áfram að pæla, lesa og læra um
landið sitt svo vel eigi að vera. Þetta
er mikið til sjálfsnám."
Hólmfríður sagðist sjálf hafa mjög
gaman af leiðsögumannastarfinu á
sumrin og fór hún fyrst sem leiðsögu-
maður sumarið 1973 og síðan með
hléum ffarn á þennan dag. Hún væri
að mestu f lengri tjaldferðum með
útlendinga og kæmi vissulega ýmis-
legt upp á sem taka þyrfti á með
mestu yfírvegun og ró. „Að vera í
tjaldferðum á íslandi í hvaða veðri
sem er, án þess að láta veður og
ýmsar uppákomur aftra sér, getur
stundum verið svolítið mál og er ég
þess fullviss að engin entist í þessu
nema þvf aðeins að hann hafi jafn-
framt gaman af því. Fararstjórinn
verður fyrst og fremst að passa upp
á það að láta veðrið ekki fara í taug-
amar á sér og vera svolítið upp-
finningasamur, ekki síst í rigningu.
Ég hef gert mikið að því að segja
sögur og reyni að fá fólkið til að fara
í gönguferðir þó kuldi og trekkur
leiki um það. Þá er hægt að finna
ýmsa staði á leiðunum, svo sem söfn
og annað slíkt, sem hægt er að
staidra við.
Við eigum ekki kastala og fullt
af sögulegum minjum, eins og aðrar
þjóðir geta státað af svo við eram
VORSÝNING Myndlistarskólans á
Akureyri verður opnuð laugar-
daginn 21. maí i salarkynnum
skólans, Glerárgötu 34, 4. hæð og
í gallerfi Glugganum á 1. hæð f
sama húsi. A sýningunni verða
verk sem nemendur hinna ýmsu
deilda skólans hafa unnið f vetur,
en tvö hundruð nemendur stun-
duðu nám f skólanum á hvorri önn
f vetur og kennarar voru tólf.
Starfsemi skólans er einkum
tvíþætt. Annars vegar era síðdegis-
og kvöldnámskeið fyrir böm og full-
orðna f hinum ýmsu greinum mynd-
listar og hins vegar dagskóli, for-
námsdeild, þar sem fram fer listrænn
og tæknilegur undirbúningur fyrir
nám í sémámsdeildum, málunar-
deild, sem er þriggja ára sémám.
Einnig annast skólinn hinn faglega
þátt myndlistarbrautar Menntaskól-
ans á Akureyri.
Á sýningunni um helgina hefur
að líta allgott yfirlit yfir hið marg-
þætta starf sem unnið er í skólanum
á námskeiðum og dagdeildum. Það
er von nemenda og kennara að sem
flestir bæjarbúar auki á lit hvíta-
sunnuhelgarinnar með því að koma
fyrst og fremst að selja útlendingum
landið og náttúrana." Hólmfríður
sagði að Mývatn ásamt umhverfí
væri perla fyrir útlendingana. Fáir
staðir á íslandi jöftiuðust á við Mý-
vatn. Þá vektu Herðubreiðarlindir,
Askja, Kverkflöll og Jökulsárgljúfur
mikla athygli ferðamanna.
Einskonar aukabúgrein
Walter Ehrat hefur búið á íslandi
í 25 ár, en er Svisslendingur að upp-
rana. Hann býr á Hallfríðarstöðum
ásamt konu sinni og halda hjónin
25 kýr og 40 kindur. „Nú er búið
að minnka hefðbundna framleiðslu
svo mikið svo ég verð að drýgja tekj-
umar með einhveiju öðra — þetta
er einskonar aukabúgrein hjá mér.
Ég hef reyndar starfað sem leiðsögu-
maður undanfarin fimm til sex ár
og hef þá farið í dagsferðir frá Akur-
eyri um Mývatnssveit á vegum
Ferðaskrifstofu Akureyrar og hyggst
halda því áfram. Munurinn er bara
sá nú að ég hef prófið upp á vas-
ann,“ sagði Walter í samtali við
blaðamann.
Walter er 53 ára gamall, tækni-
fræðingur að mennt og segir að
nokkuð langt sé orðið síðan hann fór
að hugsa um ferðabransann. Hann
talar þýsku reiprennandi, eins og
gefur að skilja, og fer eingöngu með
þýska hópa í ferðir. Walter segir að
óhöpp hefðu aldrei orðið hjá sér í
ferðunum svo af því leytinu til hefði
allt gengið samkvæmt áætlun. Walt-
er fannst námið ekki svo ýkja erfítt.
Allir ættu að geta ráðið við það ef
áhuginn er til staðar, en persónulega
fannst honum Mývatnssveit falleg-
asti staðurinn á fslandi.
ísland heillar mig
Guðrún Hadda Bjamadóttir er
þroskaþjálfi að mennt, þriggja bama
móðir og fluttist til Ákureyrar sl.
sumar. Hún settist jafnframt á skóla-
bekk í vetur, fór í Myndlistarskólann
á Akureyri og tók þátt í leiðsögu-
mannanámskeiðinu. „Við höfum búið
í tíu ár í Svíþjóð, en ég er frá
Reykjavík. Ég vildi með þessu halda
sænskunni við og jafnframt fór það
óskaplega í taugamar á mér þegar
Reykvikingar og Svíar vora að koma
í heimsókn hingað norður og ég vissi
hreinlega ekkert hvað ég átti að sýna
þeim. Eg sá að á námskeiðinu gæti
ég að minnsta kosti lært um Norður-
land fyrir mig og mína gesti auk
þess sem þetta gæti veitt mér at-
vinnu yfir sumartímann. Ég ætla að
Ellertsson og Þórarinn Blöndal.
á sýninguna að skoða og kynnast
starfsemi skólans. Sýningin verður
starfa sem leiðsögumaður í sumar,
til að byija með fer maður í dags-
ferðir og síðan í lengri ferðimar þeg-
ar maður er orðin svolítið öraggur
með sjálfa sig.“
Guðrún sagði námið vera mjög
hagnýtt. Margt af ftóðleiknum færi
fyrir ofan garð og neðan þar sem
fljótt væri farið yfir sögu og slæmt
að ekki skuli vera hægt að meðtaka
allt sem þama kæmi fram. „Við ferð-
uðumst töluvert um Svíþjóð, en höf-
um lítið farið um ísland. Það hefur
ekkert með áhuga að gera, heldiii
tímaleysi eingöngu. Fyrst var það
skólinn, svo komu bömin og íbúðin
og eftir það fluttum við út. Við höfð-
um einfaldlega aldrei haft tækifæri
á að ferðast um eigið land, en ætlum
okkur sannarlega að bæta úr því á
komandi áram. ísland hreinlega
heillar mig — miklu meira heldur en
sólarlöndin gera og myndi ég aldrei
fara til suðlægra landa, aðeins til að
liggja þar á ströndunum," sagði
Guðrún.
Taflfélag Dalvíkur:
Sveins-mót-
ið í lok maí
SVEINS-MÓTIÐI skák sem haldið
er árlega tii minningar um Svein
Jóhannsson, fyrrum sparisjóðs-
stjóra, verður í Víkurröst á Dalvfk
dagana 28. og 29. mai næstkoní^
andi. Heildarupphæð verðlauna
er 45 þúsund krónur og koma tiu
þúsund krónur i hlut sigurvegar-
ans. Alls verða veitt átta verðlaun
á mótinu.
Tefldar verða níu umferðir eftir
Monradkerfi í opnum flokki og hefur
hver keppandi þijátíu mínútur til að
ljúka skák. Fyrsta umferð mótsins
hefst klukkan 13.30 laugardaginn
28. maS. Sérstakt hraðskákmót fer
fram fyrri mótsdaginn og hefst
klukkan 21.00. Á því verða einnig
tefldar níu umferðir eftir Monrad-
kerfi og er heildarapphæð verðlauna
fimm þúsund krónur, sem skiptast
milli flögurra efstu manna. Þátttöku
ber að tilkynna sem fyrst til Ingi-
mars Jónssonar.
opin kl. 14.00 til 22.00 og lýkur á
mánudagskvöld.
200 nemendur sýna á vor-
sýningu myndlistarskólans
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Nemendur myndlistarskólans hafa undanfarna daga unnið að upp-
setningu verka sinna fyrir sýninguna. Hér eru nemendur, sem stund-
að hafa nám í málaradeild á öðru ári skólans, frá vinstri: Selma
Sverrisdóttir, Eríka ísaksen, Gunnlaug Ósk Sigurðardótdr, Baldur