Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Ól.K.M. Fyrsta tréð gróðursett við Foldaskóla. Pétur Sigurðsson, formaður Foreldra- og kenn- arafélags Grafarvogs, er þar að verki ásamt vöskum hópi. Morgunblaðið/Ól.K.M. Forláta bátur var sóttur á öskuhaugana og settur niður við skólann, þar sem hann verður gerður upp. Hann verður án efa kærkomið skýli fyrir yngstu nemendurna, enda strax komnir um borð. Starfs- og skemmtidagur í Foldaskóla „Krafturinn í félags- starfinu er mikill“ Starfs- og skemmtidagur var haldinn i Foldaskóla i Grafarvogi síðastliðinn laugardag, sem Foreldra- og kennarafélag Foldaskóla, Skátafélagið og Ungmenna- og íþróttafélag Grafarvogs stóðu fyrir. Á þessum starfsdegi tóku Grafarvogsbúar höndum saman um að fegra skólalóðina og setja þar upp leiktæki, sem engin hafa verið fram að þessu. Trésmiðir stjórnuðu vinnuflokkum og gróðursett voru tré. Skáta- og íþróttastarf var kynnt og leikir og þrautir voru fyrir alia aldurshópa. Inni í skólanum var blómasala og kaffi og vöfflur voru á boðstólunum og rann allur ágóði til tækja- og bóka- kaupa fyrir skólann. Allt var unnið í sjálfboðavinnu en síminn og rafmagnsveitan ásamt borginni voru innan handar um efni. Það var greinilegt á þessum starfsdegi, að „landnemarnir" í Grafarvogi vilja veg skólans sem mestan, og áberandi er hin mikla samstaða meðal ibúanna. Morgunblaðið/Ól.K.M. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Foldaskóla, og Soffía Pálsdóttir, umsjónarmaður félagsstarfs í Grafarvogi. „Gífurlegur áhugi ríkir hjá íbúum hverfisins" Guðmundur G. Kristinsson er formaður Ungmenna- og íþróttafé- lags Grafarvogs, sem fengið hefur nafiíið Fjölnir, og aðstoðarfélags- foringi skátafélagsins. „íþróttafélagið er aðeins um tveggja mánaða gamalt en samt eru félagsmenn orðnir 450 talsins, og skátafélagið telur 180 félaga, sem sýnir hinn gífurlega áhuga sem ríkir hjá íbúum hverfísins," sagði Guðmundur. „Það veitir heldur ekki af öflugum stuðningi þar sem að- staða til íþróttaiðkana er engin. Næsta vor er stefnt að því að koma upp malarvelli niðri í dalnum þar sem gert er ráð fyrir að rísi með tímanum geysistórt íþróttasvæði." í sumar verða æfíngar í knatt- spymu fyrir 4., 5., og 6. flokk auk frjálsra íþróttra, og munu þær fara fram á túni hjá Keldum. En hver er skýringin á hinni miklu þátttöku í félagsstarfí í hverf- inu? „Það sem gerir Grafarvog frá- brugðin öðrum hverfum borgarinn- ar, að undanskyldu því að þetta er nýtt hverfí í örri uppbyggingu, er hinn mikli fjöldi fólks utan af landi, sem sest hefur hér að,“ segir Guð- mundur. „Þetta fólk hefur kynnst félagsstarfí á öðrum forsendum en flestir reykvíkingar, þar sem hver einstaklingur er mun virkari. Svo er Grafarvogurinn eins og eyja og því einangraður að nokkru leyti frá öðrum borgarhverfum, sem er kannski ekki ósvipað því þegar Kópavogurinn var að byggjast upp,“ sagði Guðmundur. „Krafturinn í félagfsstarfinu er mikill“ Soffía Pálsdóttir er umsjónar- maður félagsstarfs í Grafarvogi og forstöðumaður félagsmiðstöðvar- innar, sem tekur til starfa í haust í nánu samstarfí við Foldaskóla. Á starfsdeginum var innritað í leikja- og ævintýranámskeið sumarsins, sem Soffía sér um í samstarfi við ungmennafélagið og skátana. Leiiqanámskeiðin eru fyrir 6-12 ára böm en ævintýranámskeiðin fyrir 10-12 ára. Að sögn Soffíu er sá aldurshópur mest afskiptur og þarf að glíma við erfíðari verkefni en þau yngri. „Mér synist aðsóknin á þessi námskeið ætla að verða rosalega mikil enda er Foldaskóli mjög stór skóli. Og krafturinn í félagsstarfínu almennt er mikill þrátt fyrir ömur- legar aðstæður, sem byggist á góðri samvinnu atlra félagasamtakanna í hverfínu og skólans, sem er notaður flest kvöld." í félagsmiðstöðinni, sem verður samtengd skólanum, mun öll fé- lagsstarfssemi fá inni. „Fyrirhugað er að reka þessa félagsmiðstöð á breiðari grundvelli en tíðkast hefur hingað til. Við munum leggja áherslu á að hingað komi allir ald- urshópar, þeir. fullorðnu líka. Fé- lagsmiðstöðin verður rekin í sam- starfí ríkis og borgar. Og það er frumraun að samstarf skóla og fé- lagsmiðstöðvar sé svo náið, enda mun bömunum bjóðast að koma þangað að afloknum skóladegi, „en við munum kappkosta að þeim fínn- ist þau ekki lengur vera í skólanum þótt þau dveljist áfram í húsnæði tengdu skólanum,“ sagði Soffía að lokum. Morgunblaðið/Ól.K.M. Sett voru upp ýmis konar leiktæki við Foldaskóla og má þar nefna sparkfleka, jafn- vægisslár, rólur ásamt forláta bát sem sjá má á annarri mynd. Smiðir stjórnuðu vinnu- flokkum og á myndinni má sjá einn slikan reka niður undirstöðu undir öruggri verk- stjórn Svans Tómassonar. Morgunblaðið/Ól.K.M. Flaggað var hjá Foldaskóla i tilefni dagsins. Skólahúsið er orðið allt of lítið, en til hægri á myndinni má sjá 2. áfanga hússins, sem vonast er til að komist i gagnið í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.