Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Eiríkur Björgvin Lárusson - Minning í dag er til moldar borinn Eiríkur Björgvin Lárusson. Hann var fædd- ur 25. september árið 1916. For- eldrar hans voru þau sæmdarhjónin Halldóra Eiríksdóttir og Lárus Sig- urðsson, sem bjuggu að Hnitbjörg- um í Jökulsárhlíð. Þegar Eiríkur var á sjötta ári, fluttist hann með foreldrum sínum að Hreinsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. En áður en ár var liðið andaðist Lárus frá fjórum ungum bömum þeirra hjóna. Þá tóku við erfíðir tímar hjá ekkjunni með bamahópinn sinn. Halldóra giftist fáum árum síðar Guðmundi Guðmundssyni og bjuggu þau hjón að Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Þangað fluttist Eiríkur tólf ára gamall og dvaldi með móður sinni og stjúpa til 16 ára aldurs. Þau Halldóra og Guð- mundur áttu fjögur böm, þannig að alsystkini Eiríks eru þijú og hálfsystkini fjögur. Eiríkur var næstelstur af systkinahópnum. Öll systkini Eiríks eru á lífí. Eftir að Eiríkur fór frá Sænauta- seli lagði hann meðal annars fyrir sig vinnumennsku auk starfa hjá Kaupfélaginu á Reyðarfirði. Síðar lá leið hans til Akureyrar þar sem hann gerðist starfsmaður Kr. Kristjánssonar, en árið 1946 lá leið hans til Reykjavíkur og hann hóf störf hjá I. Brynjólfssyni og Kvaran við útkeyrslu á vörum í verzlanir. 1. maí árið 1963 hóf hann störf hjá Brunabótafélagi íslands og þar varð síðan starfsvettvangur hans þar til miðvikudaginn 27. apríl sl. að hann fékk aðsvif þar sem hann var á leið til vinnu sinnar. Hann var flutt- ur í skyndi á sjúkrahús og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Það vantaði því aðeins fáa daga upp á að hann hefði starfað hjá Bruna- bótafélagi íslands í 25 ár. Eiríkur giftist Kristínu Gísladótt- ur, sem ættuð er frá Geirshlíð í Miðdalahreppi. Þau eignuðustu tvo syni, Gísla Steinar, sem giftur er Dýrleifu Frímannsdóttur og eiga þau fjögur börn og Hilmar Heiðar, giftur Guðlaugu Gísladóttur og eiga þau þijú böm. Gísli Steinar starfar hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvél- um hf. og Hilmar Heiðar hjá Dröfn hf. Þau Kristín og Eiríkur bjuggu á ýmsum stöðum í Reykjavík, en nú um langt árabil bjuggu þau að Hvassaleiti 6, þar sem þau áttu fallegt heimili sem alltaf stóð opið vinum og ættingjum. Enginn þurfti að starfa lengi með Eiríki til að fínna hve mikill heimil- isfaðir hann var. Hann lét sig miklu varða velferð fjölskyldunnar. Oft ræddi hann um syni sína og tengdadætur og eins og flestir aðr- ir lifnaði hann allur við, þegar talið barst að bamabömunum. Ég veit að ósjaldan rétti hann sonum sínum hjálparhönd, þegar þeir stóðu í framkvæmdum og taldi slíkt aldrei eftir sér. Þegar þeim gekk eitthvað í haginn þá lék bros um varir Eiríks. Við Éiríkur vorum samstarfs- menn hjá Brunabótafélaginu þenn- an aldarfjórðung, sem Eiríkur starf- aði þar. Eiríkur vann innheimtu- störf hjá félaginu, heimsótti við- skiptavini félagsins sem dregist hafði greiðsla hjá og aðra, sem fóru fram á það að fá Eirík til sín í heim- sókn og margir voru þeir sem báðu um hann ár eftir ár. Misjafnlega taka menn þvi þegar þeir fá heim- sóknir og eru krafðir um greiðslur. En Eiríki veittist létt að komast af við allt fólk. Það fylgdi enginn háv- aði hans störfum, en hann var ákaf- lega trúr því félagi sem hann hafði ráðist til starfa hjá. Hann kappkost- aði að vera sjálfur vel heima í þeim tryggingum, sem hann var að inn- heimta. Þannig hafði hann svör á reiðum höndum, þegar umræðumar fóru að snúast um það hvað þessar tryggingar nú greiddu í bætur. Hvort þetta væri nú ekki eingöngu smátt letur og engar bætur að fá. Þá vantaði ekki sannfæringarkraft- inn hjá Eiríki. Menn vom vel tryggðir hjá góðu félagi. Eiríkur var Austfírðingur. Hann hélt mikið upp á sína bemskuhaga. Oft minntist hann á menn og at- burði frá þeim tíma, sem hann var að alast upp. Hann lifnaði allur við, þegar á skrifstofur okkar komu menn frá Austfjörðunum og gátu sagt honum ýmis tíðindi af fólki, sem hann kannaðist vel við. Hann starfaði mikið í Austfirðingafélag- inu og sat í stjóm þess ámm sam- an. Ahugi hans fór ekki á milli mála, svo auðfundin var tilhlökkun hjá Eiríki, þegar hann ásamt öðmm vann að undirbúningi fyrir Aust- fírðingamótin hér í höfuðstaðnum. Þau mót vom mikill viðburður í lífí hans. Eiríkur hafði gaman af hestum og átti oft ágæta gæðinga. Með honum og tengdaföður hans, Gísla Þorsteinssyni í Geirshlíð, tókst mik- il og góð vinátta samfara gagn- kvæmri virðingu. Þau Kristín og Eiríkur dvöldust oft í Geirshlíð og þar fékk Eiríkur útrás fyrir þá sterku taug, sem hann bar til sveita- lífsins. Gísla Þorsteinssyni kynntist. ég vel vegna þess að hann var umboðsmaður Bmnabótafélagsins í Miðdalahreppi ámm saman. Þegar Gísli kom til Reykjavíkur fylgdi Eiríkur honum jafnan til mín til þess að hann gæti gert upp mál umboðsmannsins við félagið. Við þrír áttum þá oft saman skemmti- legar samræður, sem venjulegast Eiríkur átti upphafíð að. Og alltaf lauk þessum viðræðum þannig að Gísli gerði allt upp fyrir þá Miðdala- hreppi hvort sem hann var búinn að fá greiðslu eða ekki. Um heiðar- leik sveitunga sinna var Gísli aldrei í vafa. Eiríki féll vel í geð slíkir umboðsmenn ekki síður en mér. Nú er löngum starfsdegi Eiríks hjá Bmnabótafélagi íslands lokið. Hann var óþreytandi sendiboði fé- lagsins langan vinnudag. Stöðugt þyngdist umferðin í Reykjavík og erfíðara var að athafna sig með ökutæki. Þegar árin færðust yfír Eirík hefur þetta orðið mikið álag. Fyrir fullorðinn mann var oft slítandi í ýmsum veðmm og skamm- degismyrkri að fara um bæinn þvert og endilangt. En uppgjöf var ekki til í hans huga. Eiríkur hafði ekki þekkt annáð allt sitt líf en að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Við hjá Bmnabótafélagi fslands kveðjum nú traustan samstarfs- mann. Hann var félaginu ákaflega trúr þjónn, sem alltaf vildi veg þess sem mestan. Samstarfsfólk Eiríks Lámssonar hjá Branabótafélaginu sendir Kristínu og sonum þeirra og flölskyldum samúðarkveðjur. Minn- ing um góðan dreng er ofarlega í hugum okkar allra hjá Bmnabóta- félaginu. Bmnabótafélag íslands færir Eiríki þakkir fyrir mikið og gott starf. Blessuð sé minning Eiríks Björg- vins Lámssonar. Þórður H. Jónsson í dag fímmtudaginn 19. maí er til moldar borinn vinur minn og tengdafaðir Eiríkur Björgvin Láms- son, Hvassaleiti 6, Reykjavík. Hann veiktist skyndilega síðasta vetrar- dag þann 20. apríl, en lést að morgni 10. maí. Ég minnist okkar fyrstu kynna fyrir 15 ámm, þá kynntist ég hlýja faðminum hans er hann tók á móti mér í fyrsta skipti. Það var þó við aðrar aðstæður en við höfðum ósk- að okkur, en ekki verða allra kynni eins og ætlað varð, því mennimir ákveða en guð ræður. Þá strax fann ég hlýja hjartað sem bjó í hinum prúða manni sem var góður og ástríkur faðir, tengdafaðir og afí. Hann bar ekki utaná sér það sem innra bjó, það sá ég strax er við hittumst fyrst. Hann hlakkaði ávallt til vorsins og sumarsins, þá var hugurinn strax kominn í sumarbústaðinn sem þeim hjónum var svo kær. Öll sú aðhlynning og ræktun sem þar fór fram var oft ótrúleg. Það sýndi þá umhyggju og natni sem þeim einum var lagið. Mig langar líka að geta um gest- risnina á heimili hans, þar sem oft var margt um manninn enda vom þau hjónin samrýnd mjög og gott til þeirra að koma. Það var mikill missir við andlát hans fyrir tengdamóður mína og okkur öll. Megi góður Guð styrkja hana og synina hennar, sem áttu hug hans og hjarta. Við tengdadæt- umar og bamabömin vomm svo heppin að eiga slíkan tengdaföður og afa. Ég þakka honum allar þær mörgu ánægjulegu samvemstundir sem við áttum saman. Megi hann hvfla í guðs friði. fcegg ég augun mín til svefns og hjartað mitt til Guðs syngdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, svo ég megi sofa í friði, vakna mínum góða guði til eilífe lífs. Dýrleif Frfmannsdóttir Minning: Soffía Pálmadóttir Mainolfi kaupkona Fædd 28. nóvember 1901 Dáin 5. mai 1988 Föðursystir mín, Soffía Pálma, eins og hún var ætíð nefnd, er nú látin eftir langa sjúkralegu. Soffía var fædd á Mjóafírði 28. nóvember 1901. Móðir hennar var Guðbjörg Jónsdóttir frá Mjóafírði og faðir hennar, Pálmi Pálmason kaupmaður á Norðfirði, nú Nes- kaupstað. Soffía ólst fyrst í stað upp hjá móðurömmu sinni, Sigþrúði Jóns- dóttur í Mjóafirði. Soffía missti ömmu sína 12 ára gömul og flutt- ist þá til Pálma föður síns og konu hans, Ólafar Stefánsdóttur frá Nesi í Norðfírði. Systkinin vom mörg í Pálma- húsi á Norðfirði en þau em nú öll Iátin. Þau vom: Guðlaug kennari, dó ung, Erlendur skipstjóri, Guð- rún húsfreyja, Ingvar .skipstjóri, Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á. mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ágúst endurskoðandi, Bjartmar skipstjóri og Helgi sjómaður, sem dó ungur. Soffía fluttist til Reykjavíkur árið 1925 og vann við ýmis störf. Hún veiktist af berklum og dvaldi í tvö ár áf Vífílsstaðahæli uns hún vann bug á þessum skæða sjúk- dómi. Þá hóf hún iðnnám og lærði hattasaum hjá Önnu Ásmunds- dóttur og lauk því námi á þremur ámm. Lærlingskaup á þessum ámm var ekki hátt og tók Soffía að sér mikla aukavinnu til að geta framkvæmt það sem hugur hennar stóð til, en það var að koma á fót sjálfstæðum rekstri. Hún var eftir- sótt vegna handlagni og smekkvísi og vann m.a. mikið hjá Þjóðminja- safninu við viðgerðir á vefnaði í eigu safnsins. Sama ár og hún lauk iðnnáminu stofnaði hún Hattaverslun Soffíu Pálma á Laugavegi 12, þann 4. apríl 1936, og var búðin þar til húsa í þau 51 ár sem hún var starf- rækt. Árið 1944 giftist Soffía Albert Mainolfi, Bandaríkjamanni frá New York. Bjuggu þau um tíma í New York en lengst af hér á landi. Ekki nutu þau samvista mjög lengi því Albert beið bana í bílslysi 6. júlí 1953. Ég kynntist Albert mjög vel. Hann var einstaklega hlýr og hjartahreinn maður og mátti líkt og Soffía ekkert aumt sjá án þess að reyna að rétta hjálparhönd. Hann gat þó verið harður í hom að taka ef honum fannst hallað á sig og sína skjólstæðinga. Þau hjónin vom lík að þessu leyti og það var gott að eiga þau að vinum. Albert, sem var af ítölsku bergi brotinn, var mjög söngelskur mað- ur og söng m.a. dægurlög hér í Reykjavík. Síðustu árin sem Albert lifði, gegndi hann yfírmannsstöðu við öryggisgæslu á Keflavíkurflug- velli, sem borgaralegur starfsmað- ur. Hið ótímabæra fráfall Alberts hafði mjög djúp áhrif á Soffíu og syrgði hún mann sinn alla tíð. Þegar ég Iít til baka og skoða lífsferil frænku minnar fínnst mér þrennt hafa einkennt allt hennar líf og athafnir: Mikill baráttuvilji og eldhugur við að framkvæma markmið sín, sterk guðstrú með fullvissu um eilíft líf, og hve ljúft henni var að hjálpa og aðstoða þá sem minna máttu sín. Baráttuviljinn lýsir sér í aust- fírsku stúlkunni sem á ámnum í kringum kreppuna fer til Reykjavíkur og lærir hattasaum. Hún tekur þá að sér alla aukavinnu sem hún fær í fagi sínu, vinnur myrkranna á milli og einn daginn kemur að því að hún eignast hatta- verslun og verkstæði sem hefur margar stúlkur í vinnu við fram- leiðslu á höttum. Hún sagði mér seinna frá því að hún hefði þó feng- ið að láni 490 krónur hjá vinum og vandamönnum til stofnunar búðarinnar og hefði getað endur- greitt það á réttum tíma þrátt fyr- ir kreppuástand í þjóðfélaginu. Hattasaumur var þá meiri iðn- grein en er í dag og fallegur kven- hattur var sannkallað stöðutákn. Flestir hattar vom saumaðir hér- lendis á fáum verkstæðum. Fyrir- myndir vom að nokkm leyti fengn- ar frá útlöndum en sköpunargáfa og smekkvíst handbragð var það sem gilti. Stúlkumar, sem unnu að þessari iðngrein, þurftu á þess- um eiginleikum að halda til að skapa fallega seljanlega tískuvöm undir handleiðslu meistara. Hjá Soffíu störfuðu lengst af 6—7 stúlkur við hattasaum að með- töldum lærlingum. Eftir stríðið þegar innkaupaleið- ir opnuðust hófst innflutningur á verksmiðjuframleiddum höttum og hattasaumur lagðist niður að miklu leyti. Þó var hægt að fá handsaum- aða hatta á Laugavegi 12 öll árin sem verslunin var starfrækt. Á þessum tíma og síðar fór Soffía árlega í innkaupaferðir til Banda- ríkjanna, sem þá var öllu meiri framkvæmd en í dag þegar kostur er á daglegum þotuferðum. Ég var að fletta í vegabréfí hennar nú á dögunum og sá þá að hún hafði farið í síðustu innkaupaferð sína til Bandaríkjanna í ágúst 1979 og var hún þá næstum 78 ára gömul. Meðan Soffía hafði þrek og heilsu til sat hún sjaldan auðum höndum. Fyrir utan starf sitt við verslunina naut hún þess að sinna tómstundum sínum. Hún málaði á postulín og saumaði mikið út og liggja eftir hana mörg falleg verk sem bera listrænum hæfíleikum hennar glöggt vitni. Soffía var einkar minnug á at- burði sem gerst höfðu á Austfjörð- um fyrr á ámm. Hún hafði gott skopskyn og kunni ógrynni af skemmtilegum sögum um menn og málefni frá bemskuámm sínum. Frásagnarhæfileiki hennar var þannig að ávallt var gaman að hlusta á hana segja frá. Soffía var lengst af heilsutæp og lá þá oft í sjúkrahúsi. Þar á milli gat hún rekið fyrirtækið og farið í ferðalög. Þó hefði hún ekki getað haldið úti verslun öll þessi ár með svo löngum fjarveram án góðs samstarfsfólks. Til þess naut hún aðstoðar margra valinkunnra kvenna og ég veit að ég geri eng- um rangt til þó ég nefni aðeins tvær, Maríu Sigurðardóttur, sem starfaði hjá henni í 35 ár og rak fyrirtækið í íjarvem Soffíu af þeirri trúmennsku eins og væri hennar eigið, og Guðfínnu Gísladóttur, meistara í hattasaum, sem starfaði í búðinni síðustu 10 árin og var Soffíu ómetanleg stoð í stóm sem smáu. Búðina seldi Soffía fyrir rúmu ári og var henni þá lokað um stund- ar sakir að minnsta kosti. Öll árin leigði Soffía á Lauga- vegi 12 hjá sömu ijölskyldunni, Helga heitnurn Hafberg og síðar bömum hans Áslaugu og Ingólfí, sem sýndu henni alltaf mikla vél- vild og vináttu og hafa þau ætíð hlúð að Soffíu í veikindum hennar. Síðustu tvö árin dvaldi Soffía á öldmnardeild Borgarspítalans. Starfsfólki deildarinnar em færðar bestu þakkir fyrir þá frábæm umönnun sem hún naut þar. Kveðjuathöfn um Soffíu fer fram í Fossvogskirkju í dag en jarðneskar leifar hennar verða lagðar til hinstu hvfldar við hlið manns hennar í Bandaríkjunum. Hjartahrein kona með stórbrot- inn persónuleika hefur lokið starfs- degi sínum og horfíð á þær slóðir, þar sem hún sjálf trúði að dags- verkið yrði metið og réttum laun- um úthlutað. Hún unni öllu fögm og það er við hæfí að kveðja hana á þessum árstíma þegar náttúran er að færa sig í hið nýja skrúð og loftið ómar af fuglasöng. Dýpsta virðing og þakklæti fylgi henni, sem var okk- ur öllum svo kær. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.