Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 37 Reuter Eldur í sovésku farþegaskipi Ellefu manns fórust í eldsvoða í fyrrinótt um borð í sovésku farþegaskipi í höfninni í Osaka í Japan. Hinir látnu voru allir sovéskir ríkis- borgarar. Tiu þeirra höfðu lokast inni í neðsta farþegarými skipsins. 35 manns slösuðust þegar þeir fleygðu sér frá borði til að forða sér undan logunum. 11 stundir tók að slökkva eldinn og er ekki vitað hver upptök hans voru. Rúmlega 400 manns voru um borð þegar eldurinn kvikn- aði, flestir sofandi. Að sögn eins farþeganna um borð var mildi að ekki urðu fleiri eldinum að bráð. Sagði hann að brunaæfing sem haldin var um borð á leiðinni frá Vladívóstok til Osaka hefði bjargað lífi margra. Andrei Sakharov ritar Míkhaíl Gorbatsjov opið bréf: „Glasnost“-stefnan reynd- ist gagnslaus er mest reið á Gorbatsjov kom í veg fyrir birtingu bréfsins Amsterdam, Reuter. ANDÓFSMAÐURINN þekkti Andrei Sakharov segir í bréfi ,sem gert var opinbert í Amster- dam í gær, að „glasnost“-stefna Míkhails S. Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga hafi beðið skipbrot er armenski minnihlutinn í sovét- lýðveldinu Azerbajdzhan krafð- ist sameiningar við Armeníu í febrúarmánuði. Sakharov hugð- ist fá bréfið birt í tímaritinu Moskvu-fréttir en ákveðið var að birta það ekki eftir að höfund- urinn hafði neitað eindregnum tilmælum Gorbatsjovs um að breyta efni þess. Opið bréf Sakharovs til Gorb- atsjovs var birt á tveggja daga ráð- stefnu um þróun mála í Sovétríkjun- um, sem nú stendur yfír í Amster- dam. Ráðstefnan er kennd við Sakharov og er þetta í sjötta skipt- ið sem hún er haldin. Að þessu sinni er helsta umræðuefnið sagnfræði- ritun í Sovétríkjunum í ljósi þess að Gorbatsjov hefur hvatt til þess að Sovétborgurum verði skýrt frá ógnarstjóm Jósefs Stalíns á árunum 1937-1938, sem kostaði milljónir manna lífíð. Að sögn skipuleggjenda ráð- stefnunnar ritaði Andrei Sakharov bréfíð í aprílmánuði og hugðist hann fá það birt í tímaritinu Moskvu-fréttir, sem einnig gefíð er út á nokkrum erlendum tungumál- um. í bréfínu segir höfundur að GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, lagði landa sinn, Anatólíj Karpov, í fimmtu umferð geysi- öflugs skákmóts sem nú fer fram í Hollandi. Auk Kasparovs og Karpovs taka Hollendingarnir Jan Timman og Van der Wiel þátt í mótinu. Tefld er fjórföld umferð og var þetta í annað skipti í mótinu sem heimsmeistaramir núverandi og fyrrverandi áttust við. Fyrri skák- gera verði ráð fyrir því að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem „glasn- ost“-stefnan reynist haldlítil einmitt þegar þörfín á opinskárri umfjöllun sé hvað brýnust. Segir Sakharov að vonir um aukið lýðræði í Sov- étríkjunum hafí vaknað meðal arm- enska minnihlutans í Azerbajdzhan. Því hafi Armenar farið þess á leit við yfirvöld að landmærunum yrði breytt þannig að landbúnaðarhér- aðið Nagomo-Karabakh yrði á ný sameinað Armeníu. Rúmlega 30 manns týndu lífi í átökum Armena og Azerbajdzhana, sem blossuðu upp í borginni Sumgajt í Azerbajdzhan í febrúar mótmæla á þriðjudag, sólarhring eftir að ungur Azerb^jdzhani var fundinn sekur um morð i átökum þjóðanna fyrir skömmu. Talsmaður vikuritsins Express- Khronika sagði, að 15.000 manns hefðu efnt til mótmæla í Jerevan, höfuðborg Armeníu, á þriðjudag, daginn eftir að Talekh Ismailov, ungur Azerbajdzhani, var dæmdur inni lauk með jafntefli. Skákin í gær var æsispennandi. Kasparov sem hafði hvítt fómaði manni i 16. leik og öðrum þremur leikjum síðar. Karpov varðist þó vel en féll á tíma í 39. leik. Eftir fimm umferðir af tólf er staðan þannig að Kasparov er efst- ur með 3V2 vinning. Karpov og Timman éru í 2.-3. sæti með 2*/2 vinning. Lestina rekur Van der Wiel með U/2 en hann vann sína fyrstu skák í gær gegn Timman. eftir að krafan hafði verið sett fram. Ráðamenn í Kreml hafa þráfaldlega lýst yfír því að ekki komi til greina að ganga að kröfum armenska minnihlutans. „í stað þess að fylgja þeirri máls- meðferð sem gert er ráð fyrir í stjómarskrá Sovétríkjanna og taka kröfuna til skoðunar gripu yfírvöld tii þess ráðs að hafa í hótunum og beita þrýstingi. Óskir armensku þjóðarinnar, sem á engan hátt brutu í bága við gildandi lög, vom sagðar öfgaskoðanir," segir í bréfí Sakh- arovs, sem leyft var að snúa aftur til Moskvu árið 1986 eftir áralanga útlegð í borginni Gorkí. í 15 ára fangelsi fyrir að myrða armenskan mann. Kom einnig til mótmæla í Nagomo-Karabakh- héraði en það tilheyrir Azerbajdz- han en er að mestu byggt Armen- um. „Armenum fínnst, að sovésk stjómvöld beri ábyrgð á atburðun- um í Sumgait," sagði talsmaðurinn, Vladimir Ryabokon að nafni. „Þeim finnst, að þetta mál, deilan um end- urheimt Nagomo-Karabakh, verði ekki leyst með réttarhöldum yfír einstökum mönnum, aðeins með pólitískum ákvörðunum." Vikuritið Moskvutfðindi sagði á miðvikudag, að þegar Azerbajdz- hanar hefðu gengið berserksgang í borginni Sumgait og ráðist á Arm- ena hefði lögreglan í borginni sagt Armenum að halda sig heima í stað þess að skjóta yfír þá skjólshúsi. M sagði í ritinu, að flestir \>eirra 80, sem væru nú fyrir rétti í Sumga- it, væru félagar í Komsomol, æsku- lýðssamtökum kommúnistaflokks- ins. Var einnig gefíð í skyn, að óánægja ungs fólks með ástandið í húsnæðismálum gæti átt sinn þátt í atburðunum og meðal annars vitn- að til fréttamyndar í sovéska sjón- varpinu þar sem sýnd voru fátækra- hverfi í Sumgait. Öflugt skákmót í Hollandi: Kasparov sigrar Karpov Armenar efna til nýrra mótmæla Moskvu. Reuter. ARMENAR efndu til mikilla Bandaríkin: Á flótta með tvo fua 1 fjogur ar New York, New York Times. SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hefur Arlan Seidon verið á flótta und- an lögreglunni i New Jersey í Bandaríkjunum ásamt tveimur fílakúm, Tory og Duchess. „Ég veit að þetta hljómar eins og skopsaga um elliæran sérvitring, sem stelur tveimur filum og stingur af með þá,“ sagði Seidon í símtali við dagblaðið New York Times. „En ég gat ekki horft upp á að stelpumar væru beittar harðræði," sagði hann. „Fyrirgefðu, en ég kalla þær allt- af stelpurnar mínar, þær em eins og nánir ættingjar," bætti hann við. Símtalið við Seidon verður að teljast einstakt vegna þess að frá því hann lét sig hverfa hefur hann gætt þess að láta sem minnst í sér heyra af ótta við að upp um felustað hans og fílanna komist. Sagan um Seidon og fílana hans hefur breiðst út og má nú telja hinn 59 ára gamla fílahirði til þjóðsagnapersóna. Samtök sem beijast fyrir réttindum dýra hafa boðið honum aðstoð og alls kyns furðusögur um hvar hann haldi til þá og þá stundina ganga fjöll- um hærra. Virðist enginn staður í gervallri Norður-Ameríku útilok- aður sem griðastaður Seidons, Tory og Duchess. Aðfelatvofíla Spumingin, sem þó er efst í hugum fólks, er hvemig í ósköp- unum sé hægt að fela tvo fíla. „Það er einfaldasta mál í heimi," segir Seidon. „Þær em svo vel faldar eða réttara sagt svo auðséðar að engan gmnar neitt. Ég hef sjálfur fengið far með lög- reglubifreið þegar ég varð að fara á milli á puttanum,"' bætir hann við. Hann vildi ekki segja hvar þetta hefði gerst eða á hvem hátt hann sér fyrir sér og fílunum af ótta við að upp um vemstað hans kæmist. „Daglega hef ég áhyggj- ur af því að ég náist. Þegar þessu lýkur mun ég segja þér allt af létta og það verður frábær saga.“ Þangað til reynir lögfræðingur hans að leita sátta ( málinu. Seldi fílana árið 1981 Upphafið að þessari sérkenni- legu sögu má rekja til ársins 1981 þegar Seidon ákvað að hætta sem dýratemjari eftir 40 ára starf og reyna fyrír sér sem tryggingasali. Hann seldi fílana sína tvo, sem höfðu leikið listir sínar og gert allt frá því að koma fram í sjón- varpi til þess að leyfa litlum böm- um að fara í ferð á fílsbaki fyrir utan stórmarkaði. Nýi eigandinn, Richard Drake, keypti fílana fyrir 3,2 milljónir íslenskra króna. Hann greiddi 400.000 krónur í upphafí og afganginn átti að greiða með mánaðarlegum af- borgunum. Drake stóð ekki í skilum og árið 1982 fór Seidon og náði í fílana að næturlagi. Hann ók með þá á búgarð í Colts Neck í New Jersey. Tveir dýralæknar sem starfa á búgarðinum skoðuðu fílana og sögðu að þess sæjust merki að þeim hefði verið mis- þyrmt. Igerð var komin í sár sem augljóslega vom eftir svipu temj- ara. Seidon ákvað að skila ekki fílunum. Drake höfðaði mál gegn honum í New Jersey og 2. maí 1984 féll dómur þess efnis að Seidon bæri að skila fílunum til Drakes sem teldist með réttu eig- andi þeirra. Nokkram klukku- atvmdum eftir að dómuriim var kveðinn upp lét Seidon sig og fílana hverfa. „Ég var í miklu uppnámi. Ég varð að gera upp við mig hvort ég færi eftir eigin sannfæringu eða hvort ég gæfíst upp fyrir dómsvaldinu," sagði laust. Ég opnaði búrið hjá stelpun- um og sagði við þær: Við föram í ferðalag, ég veit ekki hvert eða hvemig það verður, og við lögðum í hann.“ Þjóðhetja eða fílaþjófur? Hann hélt að lögreglan mjmdi fljótlega hafa upp á sér. Þegar það gerðist ekki sagði hann við sjálfan sig: „Hvað geri ég nú? Það eina sem ég á era 300 dollarar." Þannig standa málin i dag hjá Arlan Seidon, þjóðhetju eða fíla- þjófí? Lögfræðingur Drakes, Bunce Atkinson, neitar því að fílunum hafi verið misþyrmt. í dómsúr- skurði var fjallað um málið út frá kaupsamningnum milli Drakes og Seidons, heilsufar fílanna var ekki kannað. „Fólki finnst þetta skop- legt vegna þess að hér er um ffla að ræða,“ sagði Atkinson. „Eng- inn myndi gera grín að því ef Seidon hefði tekið 3,2 milljónir ófrjálsri hendi." Nýr lögfræðingur, Isabelle Strauss, hefur tekið við mála- rekstrinum fyrir hönd Seidons. Hún hefur áfrýjað til Hæstarétt- ar, en reynir jafnframt að ná sam- komulagi um að fílamir verði seld- ir þriðja aðila. Eins og menn geta gert sér í hugarlund er ekki heiglum hent að sjá um málarekstur manns sem er í felum með tvo fíla. Isabelle veit ekki hvar hann er og hefur ekki talað við hann í marga mán- uði. Einu fréttimar sem hún hefur fengið af honum era frá dóttur hans í New York sem hann hring- ir fyrirvaralaust á öðra hveiju. Lögfræðingurinn ungi fær enga þóknun, hún gerir þetta fyrir málstaðinn. SaJkna barnanna Seidon sagði að það væri ein- manalegt að vera á flótta með tveimur fílum. „Ég hef bara stelp- urnar til að tala við,“ sagði hann. Seidon, sem er fráskilinn á fjögur uppkomin böm. Hann sagðist af og til koma bömum sínum á óvart með símtali. „Ég hef ekki oft sam- band við sömu manneskju," sagði Seidon. „Verst þykir mér að geta ekki hitt fjölskyldu mfna. Ég hef ekki getað fylgst með sonarsyni mínum vaxa úr grasi. Dóttir mín gifti sig og sonur minn útskrifað- ist úr skóla án þes að ég væri viðstaddur." Seidon er vanur flökkulífí. „í fyrsta sinn sem ég drakk mig ftillan gekk ég í hjónaband," sagði hann, „í næsta skipti keypti ég simpansa. Eftir það hef ég haldið mér edrú.“ Fflana tvo flutti hann inn frá Asíu á sjöunda áratugnum. Veit fólk sem býr í grennd við hann af fílunum? „Það hefur aldr- ei verið nefnt á nafn. Ef fólk veit um þá þá þegir það og sama ætla ég svo sannarlega að gera,“ sagði Seidoú. „Stvmdum kemur fyrir að ég spyr sjálfan mig: Er þetta þess virði að leggja það á sig? En að ég sjái eftir þessu, það er af og frá.“ Eftir klukkustundarlangt sam- tal voru spurningamar sem eftir hann. „Ég hugsaði ifieð mér: Allir var að svara þær sem hann vildi era í fastasvefni, ég læt mig ekki svara. Þá kvaddi hann kurt- hverfa. Þetta gerðist fyrirvara- eislega og og lagði á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.