Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 62 Minning: Helgi Arnason silfursteypumaður Minning: Guðmundur Stef- ánsson læknir Helgi Ámason fæddist á Hraun- holtum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 31. júlí 1908. Móðir hans, Marta Margrét Jóns- dóttir, var ættuð úr Skammadal í Mýrdal, hún vistaðist til séra Áma Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. Fað- ir hans, Ámi Ámason, var ættaður úr Stafholtstungum og var fjármað- ur hjá séra Áma. Þau bjuggu um tíma í Hraunholtum og var Helgi yngstur 4 bama þeirra. Hin voru Þorgerður, Jón og Anna. Tvær hálf- systur, Jónína og Guðfínna, voru böm Áma með fyrri konu hans. Guðfínna og Anna em eftir af þess- um systkinum. Er Helgi var á öðm ári var hann takinn til fósturs til Steinunnar Stefánsdóttur og Dalsmanns Ár- mannssonar, sem þá bjuggu ásamt 3 bömum sínum: Guðrúnu, Ár- manni og Jóni í Hítameskoti í Kol- beinsstaðahreppi. Um 1920 fluttu þau að Fíflholt- um, þar dó Dalmann 1922, þá flutt- ist íjölskyldan til Reykjavíkur. 1937 kvæntist hann Sveinbjörgu Jóns- dóttur, ættaðri frá Vopnafírði. Þau eignuðust 2 sjmi: Reyni, landslags- arkitekt, sem kvæntur er Björgu Gísladóttur og eiga þau eina dótt- ur, Jón, verkfræðing, sem kvæntur er Stefaníu Bjömsdóttur og eiga þau þijú böm. Helgi tilheyrði aldamótakynslóð- inni sem fékk ekki aðra uppfræðslu en bamakennslu eins og hún var í sveitum landsins á þeim tíma og síðan sú fræðsla, sem fólst í því að ganga til prestsins til undirbúnings fermingar. Helgi var vel greindur og vel verki farinn. Bam að aldri lærði hann á pijónavél, sem Guðrún átti og pijónuðu þau fyrir aðra sveit- unga og þótt jafnan vel af hendi leyst. Hann var fyrst mest í verka- mannavinnu hér í Reykjavík, oft í byggingarvinnu m.a. við Hótel Borg, einnig í vegavinnu á sumrin úti á landi. Hafði hann oft á hendi launauppgjör, því hann var reikn- ingsglöggur mjög og ráðvandur. Helgi fór að hjálpa Jóni, uppeldis- bróður sínum, við silfursteypu. Mótað var eftir ýmsum fyrirmjmd- um í sand og bræddu silfrinu hellt í mótin. Þetta er aldagömul aðferð við máimstejipu og lærðu gullsmiðir þetta í námi sínu og það var lengst af stundað á hveiju verkstæði, með misjöfnum árangri. Helgi náði fljótt tökum á stejrpunni, enda verklag- inn. Á stríðsárunum var mikið að gera hjá gullsmiðum og mikið unn- Fæddur 5. september 1897 Dáinn 10. mai 1988 Nú þegar afi minn, Hjörleifur Sigurbergsson, er horfinn úr þess- um heimi hrannast upp mjmdir fyr- ir hugskotssjónum, myndir frá liðn- um árum, sumar allt að fertugar. Þessar myndir eru ekki í tímaröð og eiga sér ekkert röklegt sam- hengi, en hafa það sammerkt að hann er á öllum þeim, í forgrunni. Ein fyrsta endurminning mín er tengd honum. Lítill stelpuhnokki kominn uppí sveit, austur í Súlu- holtshjálegu, til ömmu og afa. Hún orgar af öllum kröftum því hún vill fara heim en afí tekur hana í fang- ið, gengur með hana um gólf og huggar. Onnur mynd, nokkrum árum yngri, er af stelpu nýkominni til sumardvalar í sveitina hjá afa og ömmu. Það er grenjandi rigning og ið eftir gömlum steyptum munstr- um. Gullsmiðir í Reykjavík sóttust eftir að fá Helga til að steypa fyrir sig og í mörg ár var nokkurskonar silfursteypustöð á verkstæðinu hjá Jóni og mun Helgi vera eini íslend- ingurinn, sem fengið hefur starfs- heitið silfursteypumaður. Vann hann allt fram til ársins 1986. Helgi kunni vel til verka í vega- gerðinni og var liðtækur að hjálpa Jóni, er leggja þurfti heimkeyrslu að sumarbústað í Fossvogi, sem síðar varð að alvöru húsnæði. Hann kunni að taka torfsnittur og hlaða torfveggi. Um það ber vitni torf- veggurinn góði, sem reistur var til skjóls, um 100 metrar lengd og heldur velli eftir hartnær 60 ár. Og hann kunni til verka við hús- byggingar og hjálpaði Jóni að byggja bæði íbúðarhús og kartöflu- geymsluna góðu, sem geymt hefur vetrarforða í hálfa öld og hann byggði sitt eigið hús í Kópavogin- um. Gangstéttar lagði hann svo vel að aldrei högguðust hellumar. Helgi gekk ekki heill til skógar, hann þjáði lengi nýmasteinar og gekk hann undir marga stóra upp- skurði, en þrekið var oft ótrúlegt. Dýravinur var hann og margar ferðir átti hann til að hitta hestinn Blesa, sem Jón sonur hans á. Bam- góður var Helgi líka, var hann orð- inn allfullorðinn eða næstum 70 ára er bamabömin komu og áttu þau hug hans allan og veittu honum mikla ánægju. Helgi var einlægur knatt- spjmuáhugamaður og var afar duglegur að horfa á knattspymu- leiki og lét engan af þeim meirihátt- ar fram hjá sér fara. Skákáhuga- maður var hann líka og fylgdist vel með öllum stærri mótum. Sjálfur var hann góður taflmaður og einnig góður spilamaður. Það vom lítil jól og áramót, ef ekki var hægt að hitta Helga og spila lander eða púkk, bridge eða vist. Við, fjölskylda Jóns Dalmanns- sonar, þökkum Helga samfylgdina, sem fjölskylduvinar og sem sam- starfsmanns jrfír 40 ár og vottum fjölskyldu hans innilega samúð. D.J. stelpan er í nýjum stígvélum að „hjálpa" afa sfnum að girða. Hún réttir honum samviskusamlega naglana, einn af öðmm, og fær hrós fyrir. Hann hagar orðum sfnum þannig að henni fínnst hún ekki aðeins vera dugandi fjölskyldu- meðlimur heldur og gegn þjóðfé- lagsþegn. Svo er á einni myndinni heldur niðurlút stelpa. Það em allir að stríða henni því hún er klippt eins og strákur. En afí segir að hár- greiðslan sé sallafín og hjálpar þannig að byggja upp sjálfstraustið á ný. Það er hans von og vísa. Allt- af stendur hann með lítilmagnan- um. Árin líða, stelpan fer í skóla, les íslandssögu og um líf þjóðarinnar fyrr á öldum og fínnst það miður skemmtileg lesning. En afí þekkir þetta flest af eigin raun og verður heillandi persónugervingur hinna í dag, fimmtudaginn 19. maí, verður mágur minn og vinur, Guð- mundur Stefánsson, jarðsettur frá Neskirkju. Guðmundur eða Mansi, eins og hann var ævinlega kallaður, fædd- ist 19. mars 1945, og var því ekki nema 43 ára þegar hann lést. Foreldrar hans em þau Guðrún Kristjánsdóttir húsfrejja og Stefán Guðmundsson fyrrverandi skipstjóri hjá Eimskip. Guðmundur stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk_ þaðan stúdentsprófí árið 1966. Siðan lá leið hans í Háskóla íslands þar sem hann nam læknis- fræði og lauk kandídatsprófí árið 1976. Við læknastörf starfaði Guð- mundur í þijú ár; hann starfaði sem aðstoðarlæknir á Vífílsstaðaspítala og á Akranesi, síðan starfaði hann sem heilsugæslulæknir í Þórshöfn og f Hveragerði, uns hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Þá lá leið hans upp á Reykjalund þar sem hann starfaði undir handleiðslu góðra manna allt fram til hins sfðasta. Ég hafði töluverð samskipti við Mansa í gegn um árin. Mansi var afar dagfarsprúður maður sem leysti verk sín samviskusamlega af hendi. Oft sá ég að honum leið ekki vel, en aldrei kvartaði hann. Ég spurði hann oft; hvemig líður þér? Hann svaraði alltaf, mér líður sæmilega, eða mér líður vel. Þrátt fyrir það rétti hann mér gjaman hjálparhönd við byggingarfram- kvæmdir þegar hann gat komið því við. Fyrir tveimur ámm festi Mansi kaup á íbúð í Selási og var hann mjög áhugasamur vegna þeirra kaupa, og byijaði strax að viða að sér hlutum í íbúðina. Hann flutti svo í íbúðina 1. febrúar á þessu ári fomu fræða, gæðir þau lífi og lit- um. Allt lifnar við og verður áhuga- vert. Ógleymanlegar em sögumar hans af jólum í litla torfbænum austur í Með'allandi. Einnig lifna við mjmdir af svaðilfömm jrfír óbrú- uð stórfljótin á Söndunum og ferðir og undi hag sínum vel. En fyrir tveimur mánuðum, á afmælisdag- inn sinn, veiktist Mansi alvarlega og kom þá í Ijós að hann hafði krabbamein á háu stigi sem engin mannleg máttarvöld fengu við ráð- ið. Og lést hann á Borgarspítalanum 9. maí sl. Ég veit að það er erfítt fyrir for- eldra að horfa á eftir bömum sínum, því vil ég biðja Guð að styrkja ykk- ur í sorginni og alla aðstandendur hans sem eiga um sárt að binda. Missir okkar og söknuður er mikill. Ég kveð Guðmund með þessum orðum: Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír dejr aldregi hveim er sér góðan getur. Kristján Jóhannsson á tveimur jafnfljótum yfir fjallvegi í öllum veðmm. Kötlugos, huldu- fólk, allt verður þetta ljóslifandi á vömm hans. Hroki og yfírdrepskapur er eitur í hans beinum enda telur hann það ekki fyrir neðan sína virðingu að rökræða landsins gagn og nauð- sjmjar við ungling við eldhúsborðið. Það em ófáar minningamar tengd- ar því borði, bæði á Ljósvallagötu og Baldursgötu. Stundum er hann alls ekki sammála dótturdóttur sinni, en alltaf er allt í góðu. Óteljandi em þær orðnar jóla- gjafímar, afmælisgjafimar, ferm- ingargjafímar og brúðargjafimar sem afí og amma hafa gefíð í gegn- um árin. Það hefur verið þeirra yndi að gefa og veita öðmm þótt þau hafí aldrei haft úr miklu að spila sjálf. Allt þetta kemur vel heim og saman við lífsskoðun þeirra og trú að kappkosta að gera öðmm gott og lifa í samræmi við kristna trú, af hógværð og kærleika. Þannig vil ég muna hann. Góðan og ljúfan afa, skoðanafastan, alltaf trúan sinni sannfæringu og umfram allt samkvæman sjálfum sér. Hvíli hann í friði. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Hjörleifur Sigur- bergsson- Minning V^terkurog ^3 hagkvæmur auglýsingamiöill! Sumar-tiíboð á svínakótilettum Gott á grillið Gott á grillið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.