Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
Mörg myndarleg og efnileg trippi komu fram i skeifu-
keppninni að þessu sinni og einn hinna efnilegu var
Þristur frá Stóru-Borg þótt ekki væri hann farinn að
tölta mikið á þessari stundu, knapinn er Sigríður Alda
Bjömsdóttir.
Sigurgeir Finnur Þorsteinsson á Stjörau frá Halldórs-
stöðum.
Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir vantaði aðeins herslu-
muninn til að sigra í skeifukeppninni en hún keppti á
hestinum Dúlsifal.
Skeifukeppni Bændaskólans á Hólum:
Formaður hestamannafé-
lagsiiLS sigraði í jafnri keppni
Að lokinni keppni safnast keppendur saman framan við Hólakirkju.
Hestar
Valdimar Kristinsson
ÁRLEGUR skeifudagur Bænda-
skólans á Hólum var haldinn
síðasta vetrardag þar sem 12
nemendur leiddu saman hesta
sína. Keppt var eftir nýjum eða
endurbættum reglum þar sem
nemendum var nú heimilt að
koma með reiðfær hross til tamn-
ingar fyrir skeifukeppnina. Áður
urðu hrossin að vera ótamin og
ekki búið að fara á bak þeim
fyrr. Einnig var búið að afnema
skeiðeinkunn úr einkunnaskal-
anum.
Þessar breytingar féllu í góðan
jarðveg meðal nemenda og Magnús
Lárusson kennari í hrossarækt og
tamningum sagði að nemendur
fengju meira út úr tamningakennsl-
unni með þessu móti' því margir
þeirra sem spreyta sig á tamningum
á skólanum væru ekki mikið vanir
og sumir lítið vanir hrossum.
„Átti von á að verða
ofan við miðju“
Keppnin um Morgunblaðsskeif-
una var hnífjöfn og mátti vart á
milli sjá hver hlyti sigur. Leikar
fóru þannig að formaður hesta-
mannafélags Hreins sem er hesta-
mannafélag nemenda og staðar-
manna sigraði á hryssunni Ferju
sem er 5 vetra frá Flugumýri undan
Ófeigi 882 og Ingu-Skjónu 5587.
Sagði Sigríkur í samtali við Morg-
unblaðið að keppni lokinni að hann
hafí ekkert frekar átt von á því að
sigra en hann hafí hinsvegar gert
sér vonir um að verða fyrir ofan
miðju. Sigríkur er frá Grænuhlíð í
Hjaltastaðaþinghá en þar búa for-
eldrar hans með kýr og hross. Sagði
hann aðeins fjögur ár síðan hann
byijaði að fara á hestbak og hefði
það byijað með því að félagi hans
hafí platað hann með sér á reiðnám-
skeið og síðan hafí orðið framhald
á því árlega. í fyrra aðstoðaði hann
Bjama Hagen við tamningar á
tamningastöðinni á Iðavöllum. „Ég
hef alltaf ætlað mér að komast
áfram í tamningunum og það að
hljóta skeifuna nú er mér mikil
hvatning að gera þetta að framtíð-
arstarfí," sagði Sigríkur. í sumar
verður hann við tamningar að Hofí
í Vatnsdal hjá Jóni Gíslasyni við
tamningar. Sigríkur kvað tamning-
una á Feiju hafa gengið frekar vel
allan tamningatímann. „Þó komu
smá afturkippir í þetta annað slag-
ið“, sagði Sigríkur og bætti við að
Feija væri fyrst og fremst klár-
hross með tölti með góða skapgerð
sem gerði það að verkum að hún
væri fljót að læra.
Aðspurður kvaðst Sigríkur mjög
ánægður með kennsluna í tamning-
um og hrossarækt og sagði hann
að Magnús Lárusson sem hefur séð
um kennsluna í tamningum og
hrossarækt hafí staðið sig mjög vel
að sínu mati. Taldi Sigríkur að á
Hólum ætti að vera sérhæft nám í
hestamennsku og hrossarækt á
breiðum grundvelli þar sem farið
væri ítarlega í reiðmennsku og kyn-
bótafræði. „Ég tel þennan stað ekki
síður heppilegan fyrir Reiðskóla
íslands en ýmsa aðra staði sem
nefndir hafa verið,“ sagði Sigríkur
að lokum.
Stúlkurnar fylgdu
formanninum fast á hæla
í öðru sæti skeifukeppninnar
varð Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir
með 169.2 stig en hún keppti á 5
vetra hesti Dúlsifal. Og í þriðja
sæti með 167,3 stig varð Sigríður
Kristjánsdóttir en hún keppti á
Feng 5 vetra frá Skarði í Land-
sveit. Sigríður hlaut einnig ásetu-
verðlaun Félags Tamningamanna
og Eiðfaxabikarinn fyrir besta hirð-
ingu. Mun þetta í fyrsta skipti sem
sami keppandi hlýtur þessi tvenn
verðlaun og getur Sigríður vel við
unað með árangur sinn.
Ásetuafbrigði fyrri tíma
Að venju var boðið upp á gæð-
ingakeppni með fijálslegu sniði og
sigraði þar bústjóri Hólabúsins eða
öllu heldur hesturinn sem hann reið
því í gæðingakeppni er það ávallt
hesturinn sem talinn er keppandinn.
Hesturinn sem Grétar sat heitir
Klængur og er að sjálfsögðu frá
Hólum og í eigu Hólabúsins. í öðru
sæti varð Blakkur frá Hólum sem
Magnús Lárusson kennari og tamn-
ingamaður búsins sat og í þriðja
sæti sæti varð Feija frá Flugumýri
sem títtnefndur Sigríkur sat.
Að síðustu var brugðið á leik eins
og venja er orðin og hleyptu menn
og átu banana að hætti apa og einn-
ig var boðið upp á nokkurs konar
sögusýningu en þar voru sýnd
nokkur afbrigði af ásetum og taum-
haldi fyrri tíma. Vakti þar mesta
athygli snilldarleg áseta Gunnars
Bjamasonar og töldu menn fullvíst
að hann hefði hlotið ásetuverðlaun
hefði hann verið nokkrum áratug-
um eða árhundruðum fyrr á ferð-
inni.
Sigríkur Jónsson á Feiju frá Flugumýri sigurvegari
skeifukeppninnar.
Þannig riðu hetjur um héruð hér áður fyrr eftir því sem
þeir sögðu Hólamenn en Gunnar Bjaraason sýndi á hest-
inum Golíat hvernig foramenn báru sig til við reið-
mennskuna.
Sigríður Kristjánsdóttir hlaut ásetuverðlaun Félags
Tamningamanna, Eiðfaxabikarinn og hafnaði í þriðja
sæti skeifukeppninnar á Feng.