Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Miskowic kemur til Akureyrar Ræðirviðforráðamenn KA um helgina JÚGÓSLVINN Miaten Miskowic er vœntanlegur til Akureyrar um heglina til við- ræðna við KA-menn um að taka að sér þjáflun félagsins næsta vetur. Að sögn Aðalsteins Jónssonar, formanns handknattleiks- deildar KA, telja þeir að allt bendi til að hann taki að sér þjálfun fé- lagsins næsta vetur. „Það er eðli- legt að hann vilji skoða aðstæður áður en hann skrifar undir og því fáum við hann hingað. Við höfum verið í símasambandi við Miskiowic og hefur hann sýnt þessu áhuga og við eru bjartsýnir á að hann skrifí undir um helgina," sagði Aðalsteinn. KA er eina liðið í 1. deild sem enn á eftir að ganga frá þjálfaramálum fyrir næsta vetur. GOLF Úlfar, Sigurður og Ragnar á Evrópumeistaramótið rír kylfíngar hafa verið valdir í landsliðið fyrir Evrópumeistara- mót einstaklinga I golfi sem haldið verður 9.-12. júní í sumar. Jóhann Benediktsson, sem ráðinn hefur verið landsliðseinvaldur í stað Björgvins Þorsteinssonar, hefur valið J)á Úlfar Jónsson, GK, og GR- ingana Sigurð Pétursson og Ragnar Olafsson, til þátttöku á mótinu. GOLF Sveinn sigraði á LEK-móti Landsamtök eldri kylfinga, 55 ára og eldri, héldu fyrsta mótið á árinu á Grindavíkurvelli, laugar- daginn 14. mai. Yfír 50 kylfíngar mættu til leiks, karlar og konur. Veður var hlýtt, en allsnarpur vind- ur af hafí gerði sumar brautimar mjög erfíðar. Það var maður með 40 ár að baki í golfi, sem sigraði í karlaflokki: Sveinn Snorrason, Golfklúbbnum Keili og fyrsti form- aður LEK eftir að það var stofnað. Sveinn er með 13 í forgjöf, en lækk- aði sig þama niður í 12 og bar sigur- torð af þremur, sem eru með mun lægri forgjöf. Það bar einnig til tíðinda, að maður sem nýlega hefur tekið upp golfleik: Sveinn Bjöms- son, listmálari og lögregluforingi í Hafnarfírði, fór holu í höggi á 18. braut, sem er par 3. Var Sveinn á 100 höggum sléttum, þegar kom á 18. teig og fannst þá rétt að bæta aðeins einu höggi við. Lengdin á þeirri 18. er um 130 metrar, en undan allhárri brekku. Urslit urðu annars þessi I karlaflokki: An forgjafar: 1. Sveinn Snorrason, GK, 77 höggum. 2. Gísli Sigurðsson, GK, 78 höggum. 3. Þorbjöm Kjærbo, GS, 83 höggum. Með forgjöf: 1. Sveinn Snorrason GK, 64 höggum 2. Gísli Sigurðsson GK, 70 höggum 3. Birgir Sigurðsson GK, 72 höggum. Konur: 1. Elísabet Möller NK, 105 höggum. 2. Steindóra Steindórsdóttir NK,110 höggum. 3. Elín Ámadóttir NK, 122 höggum. Þær sigruðu einnig með forgjöf í sömu röð. KNATTSPYRNA / 1. DEILDIN (SL-DEILD) Morgunblaöið/Bjarni Lúðvík Bergvlnsson, leikmaður Leifturs, sést hér sækja að marki Skagamanna í leik liðanna sl. sunnudag. Mark Duffield og Heimir Guðmundsson ná ekki að stöðva hann. Valsmenn leika gegn Leiftri í Ólafsfirði Keflvíkingarfá KR-inga í heimsókn í kvöld LEIK Vals og Leifturs, sem fara átti fram á Valsvelli f kvöld, hefur verið frestað til morguns og fer þá fram á heimavelli Leifturs í Ólafsfirði og hefst klukkan 20. Valsmenn vildu fresta leiknum fram í júní eðajúlí, en Leifturs- menn vildu leika sem fyrst. Þeir buðu að skipta á heimaleikjum, en Valsmenn voru því mótfallnir þar til mótanefnd KSÍ ákvað að setja leikinn á gervigrasið í Laugardal í dag klukkan sex. Leiftursmenn, sern gerðu marka- laust jafntefli við ÍA í fyrstu um- ferð, byija því á þremur heimaleikj- um. „Við vildum að sjálfsögðu fylgja mótaskránni og leika við Val fyrir sunnan sem fyrst, en okkur var sagt að vellir væru ekki fyrir hendi. Að okkar mati er allt betra Óskar Inglmundarson, þjálfari Leifturs. en að fresta leik í lengri tíma og því buðum við að skipta á heima- leikjum, en það er slæmt að eiga þijá heimaleiki í röð — kemur okk- ur í koll í byijun seinni umferðar," sagði Óskar Ingimundarson, þjálf- ari Leifturs, við Morgunblaðið í gær. Hilmar Sighvatsson, sem rekinn var af velli í meistarakeppninni, tekur út bannið í leiknum og getur því að öllu forfallalausu leikið með Val gegn Skagamönnum í þriðju um- ferð. Möl í Keflavík Keflvíkingar leika sinn annan heimaleik í röð í kvöld, þegar KR- ingar koma í heimsókn. Heimamenn unnu Völsunga 3:1 á mölinni í fyrstu umferð og eins og þá verður leikið á malarvellinum í kvöld, en viðureignin hefst klukkan 20. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Mlchaal Coopor skoraði sigurkörfu Lakers. Cooper var hetja Lakers Skoraði sigurkörfuna gegn Utah Jazz MICHAEL Cooper, hinn fjöl- hæfi leikmaður Los Angeles Lakers, skoraði sigurkörfu liðs síns þegar Los Angeles tók á móti Utah Jazz í fimmta leik lið- anna í úrslitakeppninni í NBA- deildinni á þriðjudagskvöld. Leikur liðanna sem fram fór í Forum-höllinni í Los Angeles var geysifjörugur og þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir var stað- an 109:109. Cooper Gunnar fékk þá knöttinn um Valgeirsson sex metra frá körf- skrifar unnj pr^tt fyrir að hann hefði ekki skorað stig í leiknum fram að þessu, tók hann strax skot sem rataði rétta leið í körfuna. Utah náði ekki að jafna og Lakers hafa þar með náð 3-2 forystu í keppni liðanna. Hafa Lakers þar með heldur betru snúið keppninni sér í hag eftir að Utah hafði náð 2-1 forystu fyrir síðustu helgi. Liðin eigast við að nýju í nótt í Salt Palace íþróttahöllinni í Salt Lake City og getur Los Angeles tryggt sér sæti í úrslitum Vestur- deildarinnar með sigri í þeim leik. í keppni Dallas og Denver hefur Dallas nú náð 3-2 forystu eftir 110:106 sigur á Denver á útivelli. í þeim fimm leikjum sem liðin hafa leikið fram að þessu hefur heimalið- inu aðeins tvisvar tekist að sigra. Dallas getur komist í úrslit Vestur- deildar með sigri yfír Denver í nótt. LANDSLIÐ Leikið gegn Svíum 31.maí? m Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri ieikur gegn Hollendingum og Finnum í Evrópukeppninni í haust og var ekki gert ráð fyrir leikjum fyrir þá. Á því getur samt orðið breyting, því Svíar vilja koma hingað til lands og leika þriðjudaginn 31. maí KSI að kostnaðarlausu. Að sögn Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra KSÍ, er verið að athuga málið með tilliti til leikja í 1. deild, en allt bendir tii að landsleikurinn verði. Þjálfari 21 árs liðsins er Júrí Sedov, þjálfari Víkings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.