Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 5 Sjónvarpið sýn- ir „Glerbrot44 Samdráttur lífeyrissjóðslána: Fækkun lána um 37% á síðasta ári GLERBROT er sjónvarpsmynd eftir Kristínu Jóhannesdóttur og byggist á leikritinu „Fjaðrafok" eftir Matthias Johannessen. Myndin fjallar um unglingsstúlk- una Maríu sem er í unglinga- hljómsveit og straumhvörfin í lífi hennar þegar foreldramir gef- ast upp á hlutverki sinu og senda hana á uppeldisstofnun fyrir ungar stúlkur. Þar hefur forsjá og umhyggja fyrir löngu snúist upp í valdbeitingu og er ýmsum misjöfnum meðulum beitt. María grípur til sinna ráða og hyggur á flótta. Sjónvarpsmyndin „Gler- brot“ byggist alls ekki á raun- verulegum persónum né atburð- um. Björk Guðmundsdóttir leikur Maríu, Kristbjörg Kjeld forstöðu- konuna, Margrét Guðmundsdóttir konuna, Helgi Skúlason afa Maríu, Pétur Einarsson Jón, föður Maríu, Margrét Ákadóttir Líneyju, stjúp- móður Maríu, og Björn Baldvinsson vin Maríu. Leikstjóm, klippingu og stjóm upptöku annaðist Kristín Jó- hannesdóttir, myndatöku og lýs- ingu Snorri Þórisson, hljóð Halldór Bragason, leikmynd og búninga Guðrún Sigríður og tónlist Hilmar Öm Hilmarsson. Mjmdin er 52 mínútur á lengd. Matthías Johannessen er löngu kunnur fyrir ritstörf. Hann er kannski þekktastur fyrir ljóð sín auk samtalsbóka en þó hafa leikrit hans ávallt vakið mikla athygli þeg- ar þau hafa verið sýnd og stundum valdið fjaðrafoki. Leikritið sem Kristín byggir sjónvarpsmynd sína, „Glerbrot“, á var eitt slíkra verlca enda hét það „Fjaðrafok“. Það er þó engan veginn þess vegna sem þetta verk var valið til sjónvarps- gerðar heldur vegna þess að það fól í sér mjög sérstæða möguleika til myndvinnslu. Leikritið „Fjaðra- fok“ var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1969. Þess ber að geta að engar skírskotanir em í þekktar persónur né atburði nýliðna né löngu liðna í hinu nýja verki. Hins vegar hefur leiktexti Matthíasar verið notaður óbreyttur en mikið styttur, til þess að þjóna nýju sjónvarpsverki. Krístin Jóhannesdóttir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri dvaldi í Frakklandi til margra ára þar sem hún lauk fyrri hluta dokt- orsgráðu í kvikmyndafræðum við Universitet Paul Valery og námi í kvikmyndaleikstjóm í Conservato- ire du Cinema í París. Hún kom heim frá_ Frakklandi til að kvik- mynda „Á hjara veraldar" 1982 og hefur starfað hér á landi síðan. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Stúdentaleikhúsið, Nemendaleik- húsið og stýrt leikritum í útvarpi. „Glerbrot" er annað leikritið sem hún leikstýrir fyrir sjónvarpið, hið fyrra var „Líf til einhvers" sem sýnt var á nýársdag 1987. (FréttatUkynning frá sjónvarpinu.) MIKILL samdráttur varð á sjóð- félagalánum lífeyrissjóðanna á milli áranna 1986 og 1987 sam- kvæmt könnun sem Samband almennra lífeyríssjóða lét gera varðandi eftirspurn sjóðfélaga eftir lífeyrissjóðslánum. Fækk- un veittra lána 1987 nam um 37% miðað við 30% fækkun árið 1986, að því er fram kemur i Fréttabréfi Sambands al- mennra lifeyríssjóða. Árið 1986 veittu sjóðimir 4.882 lán samtals 1.543 milljónir króna, en 1987 voru veitt lán til 3.068 sjóðfélaga að fjárhæð 1.117 millj- ónir króna. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1984 vom veitt 10.443 lífeyrissjóðslán og 1985 vom veitt 6.913 lán. Heildarlánsupphæð lækkaði í krónutölu um 27,5% milli áranna 1986 til 1987. Miðað við hækkun lánskjaravísitölu milli ára var hins vegar um 62% raunlækkun að ræða. Ef árið 1987 er hins vegar borið saman við 1985 nemur raun- lækkunin um 94%. Á árinu 1984 lánuðu lífeyrissjóðimir um 63% af ráðstöfunarfé sínu til sjóðfélaga. Áætlað er að þetta hlutfall hafí hrapað niður í 11% á síðasta ári. Ástæður fyrir þessum sam- arætti lífeyrissjóðslána em taldar vera aðallega tvær: Skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna af Hús- næðisstofnun ríkisins hafa stórau- kist að undanfömu, enda fara nú réttindi lánþega hjá Byggingar- sjóði ríkisins eftir skuldabréfa- kaupum lífeyrissjóðanna. I öðm lagi hækkuðu vextir af lífeyris- sjóðslánum vemlega á síðasta ári. Vextir vom í ársbyijun 1987 6,2% en námu í árslok 9,5%. oq við erm med futtar buðir af meiriháttar fatnaði. KARNABÆR UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Laugavegi 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Sími 45800 frá skiptiborði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.