Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 35 Páfaheimsóknin: Guðsþjónusta á Landa- kotstúni og Þingvöllum? JÓHANNES Páll páfi annar mun að líkindum messa á Landakots- túni í heimsókn sinni til íslands næsta sumar. Þá hefur komið fram tillaga um að samkirkjuleg athöfn með páfa, sem allir kristn- ir söfnuðir á landinu eigi aðild að, fari fram á Þingvöllum. Páfi er væntanlegur til landsins í byij- un júní á næsta ári en dagskrá ferðarinnar biður nú samþykkis stjórnar Páfaríkis. Að sögn Gunnars J. Friðriksson- ar sem situr í undirbúningsnefnd páfaheimsóknarinnar verður að líkindum gefín út tilkynning um dagskrá fyrstu heimsóknar páfa til Norðurlandanna um næstu mán- aðamót. Jóhannes Páll annar er nú á ferð um Suður-Ameríku og vannst ekki tími til að ganga frá dag- skránni áður en hann hélt þangað. í tillögum undirbúningsnefndar- innar er gert ráð fyrir því að páfí búi í kaþólska biskupssetrinu með- an á heimsókninni stendur. Hann dvelur hér í einn og hálfan dag. Páfí mun væntanlega hitta að máli forseta íslands, ríkisstjómina og veita fulltrúum kaþólskra móttöku. Þetta verður annar viðkomustaður páfa í heimsókninni til Norður- landa. Hingað til lands kemur hann frá Noregi, en heldur síðan rakleitt til Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar. I föruneyti páfa eru um 30 að- stoðarmenn, öryggisverðir og lækn- ir. í flugvél páfa, DC-9 þotu frá ítalska flugfélaginu Alitalia, verður gert ráð fyrir allt að 100 frétta- mönnum. Fréttastofur og fjölmiðlar hafa að jafnaði greint ítarlega frá ferðalögum páfa. Skipting loðnu- kvóta enn óviss TILLÖGUR fiskifræðinga um skiptingu loðnukvótans milli ís- lendinga og Norðmanna gera ráð fyrir sömu sókn og í fyrra. Von- ast er tíl að málið hljóti af- greiðslu ráðgjafnefndar Alþjóða hafrannsóknastofnunarinnar í þessari viku. Heildarafli miðast við 500.000 tonn, en vegna inn- eignar Norðmanna frá fyrra ári eiga þeir tilkall til fimmtungs aflans. Á laugardag funduðu við- ræðunefndir Norðmanna, Græn- lendinga og íslendinga í Reykjavík um veiði úr loðnu- stofninum án árangurs. Veiðamar hafa að jafnaði hafist um miðjan júlí og em norsku skipin oftast fyrst á miðin. Auknar rækju- veiðar hér við land hafa valdið því að íslensku skipin fara seinna á loðnu með hveiju árinu sem líður. í gildi er samkomulag við Norð- menn um að íslendingum beri 85% af loðnukvótanum á hveiju ári en þeim 15%. Að sögn Jóns B. Jónas- sonar skrifstofustjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu verður skerfur Norðmanna í ár líklega 102.000 tonn vegna_ inneignar þeirra frá síðasta ári. íslendingar mega veiða afganginn, 398.000 tonn, eða tæp 80% loðnukvótans. Færeyingar hafa veitt loðnu í umboði Grænlendinga undanfarin ár en þeirra hlutur er utan kvót- ans. Fiskifræðingar skila jafnan endurskoðuðu sóknarmarki á haustin og hefur það þijú undanfar- in ár leitt til þess að kvótinn hefur verið hækkaður um að minnsta kosti tíu prósent. íslendingar hafa látið í ljósi þá skoðun að veiðar Færeyinga kunni að hafa þau áhrif að þessi hækkun verði minni en ella þar sem gengið hafí verið á stofninn. Loðnukvótinn skiptist á 49 skip eins og í fyrra, jafnt á allan flotann að tveimur þriðju hlutum en þriðj- ungi kvótans er útdeilt eftir burðar- getu skipa. Undanfarin ár hafa verið gerðar breytingar á skipum milli ára og stærri skip komið í stað þeirra sem úreldast. Þær breytingar hafa ekki áhrif á þann kvóta sem hver útgerð fær í sinn hlut að sögn Jóns. Fyrir þremur árum voru grann- þjóðimar þijár nálægt samkomu- lagi um skiptingu loðnukvótans en upp úr þeim viðræðum slitnaði. Ári síðar lögðu Grænlendingar fram stórauknar kröfur um hlutdeild í veiðunum sem hin ríkin gátu ekki sætt sig við. Viðræðunefndimar hittust síðan í fyrsta sinn í tvö ár í Reykjavík um síðustu helgi en höfðu ekki árangur sem erfíði. Morgunblaðið/KGA Jómfrú-express skutlan svífur af þaki MH. Átta aðstoðarmenn þurfti til að koma skutlunni rétta leið. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Risaskutla sett saman úr pappa, lími og viljastyrk SKÓLUM landsins er nú óðum að ljúka og gera nemendur sér ýmislegt til dægrastyttingar í lok skólaárs. Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð og aðrir, sem leið áttu um Hamrahlíðina um hádegisbil í gær, urðu vitni að flugi stærstu pappaskutlu landsins ofan af þaki skólans en skutluna höfðu tveir bjartsýnir MH-ingar sett saman. Skutlan er 10 metrar að lengd og vænghaf hennar 4 metrar. Ekki misstu þó nem- endur sjónar af henni þar sem hún sveif aðeins um 6 metra áður en hún stakkst til jarðar. Hugmyndina að skutlunni áttu félagamir Aðalsteinn Leifsson og Gunnar Thoroddsen og vom þeir býsna ánægðir með árangurinn. „Hugmyndin bar hana hálfa leið og vindurinn hina,“ sagði Gunnar. Gerð skutlunnar tók um hálfan sólarhring en hún er nákvæm eft- irlíking A4-blaðs og gerð úr pappa, lími, bambusstöngum og viljastyrk að þeirra sögn. Ekki vom allir jafn trúaðir á að skutlan klyfí nokkum tíma loftið. „Það var hlegið að okkur, rétt eins og hlegið var að Edison og Rockefell- er.“ Er þeir vom inntir eftir ástæðu þess að þeir réðust í skutlugerðina sögðust þeir vilja sýna fram á að íslendingar gætu einnig eignast geimskutlu. „Geimskutlur hafa hingað til verið feikilega dýrar og gerð þeirra flestum ofviða. Með hugviti og ódým hráefni tókst okkur að senda á loft geimskutlu án þess að slys yrðu á mönnum.“ Aðalsteinn og Gunnar segjast munu halda ótrauðir áfram og hafa hug á að setja saman bát úr pappa sem yrði um 63 fermetr- ar að stærð áður en hann yrði brotinn saman. Ömólfur Thorlacius, umboðs- maður Guinnes-heimsmetabókar- innar, efkði að stærð skutlunnar væri heimsmet en reiknaði fast- lega með að skutlan væri sú stærsta sem gerð hefði verið hér- lendis. Skutlugerð- og flug mun ekki vera viðurkennd metgrein. Leiðrétting Rangt var farið með föðumafn eins dansarans frá Nýja dans- skólanum sem þátt tekur í al- þjóðlegri danskeppni í Blackpool á næstunni í frétt sem birtist á bls. 46 hér í blaðinu í gær, mið- vikudag. Hann heitir Nikulás Sigurður Óskarsson. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á mis- tökunum. SOKKABUXURNAR SEM PASSA. Fjölbreytt úrval! Örugglega eitthvað fyrir þig. Þú velur þína stærð eftir stærðatöflunni á Leggs söluhillunum. Þunnar og fallegar á fæti, falla þétt að maga og mjöðmum, styrkt tá, stærðir A,B,Q. Blátt egg og hólkur. Nuddsokkabuxur, sem örva, blóðrásina við hverja hreyfingu. Falleg glansáferð. Styrkt tá, stærðir A,B,Q. Silfurlitt egg og hólkur. Nuddsokkabuxur, mjög stífar að ofan hafa sömu eiginleika og Sheer Energy. Stærðir B,Q. Silfurblátt egg og hólkur. Samkvæmissokkabuxur. Líta út og eru viðkomu eins og silki. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glært egg - grár hólkur. Vetrar Leggs. 50 den þykkar, í fallegum litum. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg - hólkar lýsa litum All Sheef Tískulitir frá Leggs. Vanalegar sokkabuxur og einnig stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg. Leggs hnésokkar, 2 pör í eggi, extra breið teyja. Einkaumboð: Æíw**** íslensk7//// Ameríska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.