Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
Morgunblaðifl/Ámi Sæberg
Yfirlitsmynd af svæðinu. Fremst til hægri er Seðlabankinn, og vinstra megin við hann er hús launa-
deildar fjármálaráðuneytisins. Þar til vinstri eru lóðir við Sölvhólsgötu, sem byggt verður á. Fyrir miðri
er Sambandshúsið og ofan við það Arnarhváll. Nýbygging kemur í gatið milli bygginganna, sem snýr út
að Arnarhóli. Vinstra megin við Arnarhvál eru hús Hæstaréttar og Litla sviðs Þjóðleikhússins, en á
milli þeirra er fyrirhuguð nýbygging. Svo verður væntanlega byggt hús í vinkil á homi Skuggasunds
og Sölvhólsgötu, sem ná mun frá húsi Litla sviðsins og að austurgafli Sambandshússins.
Byggiiigarsvæði sljóni-
arráðsins kannað
Nýr bátur til
Vestmannæjrja
EMMA VE 219, nýr 83 tonna stál-
bátur, kom nýlega til heimahafn-
ar í Vestmannaeyjum. Báturinn
var smíðaður í Póllandi og er í
eigu Kristjáns Óskarssonar, sem
er skipstjóri á Emmu, og Arnórs
Páls Valdimarssonar 1. vélstjóra.
Emma VE er 23 metrar á lengd
og með 705 hestafla aðalvél, búin
fullkomnustu tækjum. Allur fra-
gangur á visatarverum er mjög
góður og eigendur segja skipið hafa
reynst vel á heimleiðinni, gang-
hraðinn var 9 sjómílur. Emma er
sérútbúin fyrir 660 lítra ker og má
koma 69 kerum fyrir í lestinni.
Kaupverð skipsins var um 65 millj-
ónir króna.
Hugmyndir um nánast samfellda
húsaröð í ferhyrning
NÚ ER verið að gera könnun á garðar. Vilhjálmur sagði að nauð-
lýsingar að enn lægju engir upp-
drættir fyrir af svæðinu.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Emma VE 219 kemur til heimahafnar
vegum stjórnarráðsins á svæð-
inu milli Lindargötu og Skúla-
götu með tilliti til byggingar-
framkvæmda stjórnarráðsins í
framtíðinni. Nefnd var stofnuð
er ríkið festi kaup á Sambands-
húsinu við Sölvhólsgötu til þess
að gera tillögur um framtíðar-
tilhögun á svæðinu og mun hún
skila áliti á næstunni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður skipulagsnefndar
Reykjavíkurborgar, sagði að
stjómarráðið hefði haft samráð við
borgarskipulagið um þessa könn-
un. Að sögn Vilhjálms hafa hann
og Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður borgarskipulagsins,
átt viðræður við Sigurgeir Jóns-
son, ráðuneytisstjóra í fjármála-
ráðuneytinu, um tilhögun framtíð-
arygginga stjómarráðsins á svæð-
inu. Vilhjálmur sagði að hugmynd-
in væri að byggð yrði nánast sam-
felld húsaröð í ferhyming, sem
afmarkaðist af Lindargötu að
sunnan, Ingólfsstræti að vestan,
Sölvhólsgötu að norðan og
Skuggasundi að austan. Inn á
milli bygginganna yrðu síðan
synlegt væri að gera ráð fyrir bfla-
geymslum fyrir þessar byggingar,
samkvæmt nútímakröfum. „Það
verður ekki leyft að byggja fer-
metra nema nógar bílageymslur
verði fyrir hendi," sagði Vilhjálm-
ur.
Á svæðinu sem um ræðir eru
allmargar óbyggðar lóðir, allar í
eigu ríkisins að sögn Vilhjálms.
Þar má nefna lóð við Lindargötu
á milli húss Hæstaréttar og húss-
ins, sem áður var íþróttahús Jóns
Þorsteinssonar, en hýsir nú Litla
svið Þjóðleikhússins. Einnig mun
fyrirhugað að byggja inn í gat,
sem er við Ingólfsstræti, milli Am-
arhváls og Sambandshússins. Stór
nýbygging kemur svo væntanlega
í vinkil meðfram Sölvhólsgötu og
Skuggasundi. Þá er gert ráð fyrir
byggingum við Sölvhólsgötu, and-
spænis Sambandshúsinu.
Að sögn Guðmundar Benedikts-
sonar, ráðuneytisstjóra í forsætis-
ráðuneytinu og formanns nefndar-
innar, sem gera á tillögur um
framtíðarskipan svæðisins, mun
hún skila áliti bráðlega. Nefndin
hefur samvinnu við húsameistara
ríkisins, en þar fengust þær upp-
Tap á frystingu áætlað
2V2% eftir gengisfellingu
Á FUNDI formanna ríkissljóm-
arflokkanna og verkalýðsleið-
toga á þriðjudag vom lagðir
fram útreikningar Þjóðhags-
stofnunar á fjóram dæmum um
þróun efnahagsmála á árinu
1988. Er þar reiknað með að sjáv-
arútvegurinn í heild sé rekinn
með 1% hagnaði eftir 10% geng-
isfellinguna þann 16. mai sl., þar
af séu veiðar reknar með 2%
halla, frysting með 2V2% halla
og söltun með 7% hagnaði. Þá
er gert ráð fyrir að verðbólga
verði 23% frá upphafi til loka
ársins en verði 5% þijá fyrstu
mánuði ársins 1989.
Fram kemur að verð á botnfisk-
mörkuðum erlendis hefur lækkað
verulega eða um 8-9% frá þVí Þjóð-
hagsstofnun gerði þjóðhagsspá í
byijun mars. Er tekjutap þjóðarbús-
ins af þessum sökum áætlað 2,8
milljarðar króna. Þá hefur verið
samið undanfarið um meiri launa-
hækkanir en í samningi Verka-
mannasambandsins, og miðað var
við í þjóðhagsspá, og í þriðja lagi
hafa kjarasamningar dregist.
Vinnudæmi Þjóðhagsstofnunar eru
gerð í ljósi þessara breytinga.
í fyrsta dæminu er gert ráð fyr-
ir þessum breyttu aðstæðum, að
engin breyting hafi orðið á gengi
krónunnar og að viðskiptahalli verði
fjármagnaður með erlendum lánum.
Utkoman er að viðskiptahalli á ár-
inu verði 12-13 milljarðar eða um
5% af landsframleiðslu. Þá er halli
botnfiskveiða og vinnslu áætlaður
7% af tekjum, þar af verði veiðar
reknar með 1% halla, frysting með
12V2% halla og söltun með 2%
halla. Þá er gert ráð fyrir að kaup-
máttur atvinnutekna rými um
1V2%, meðalverð erlends gjaldeyris
hækki um 6’/2% á árinu og raun-
gengi hækki um 10V2%. Miðað er
við að. verðbólga verði 16% frá upp-
hafi til loka ársins.
Gjaldeyrisútstreymið í síðustu viku:
Beiðni um upplýsingar
ítrekuð bréflega í gær
Pjármálaráðherra hefur ekki
enn fengið umbeðnar upplýsing-
ar frá gjaldeyriseftirliti Seðla-
bankans um það hveijir keyptu
gjaldeyri fyrstu þijá dagana í
síðustu viku, en þá var seldur
gjaldeyrir fyrir 2,5 milljarða
króna. Beiðni um upplýsingar
vom ítrekuð skriflega f gær.
Fj’ármálaráðherra segist munu
meta hvort hann birti upplýsing-
arnar opinberlega þegar hann
fær þær i hendur.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að hann horfði
nánast í forundran á fréttaflutning
af þessu máli sem hefði brenglast
í hugum sumra flölmiðla. „Stað-
reyndimar eru þær að á föstudag
í síðustu viku leitaði ég eftir upplýs-
ingum frá Landsbankanum um
sundurliðun á gjaldeyriskaupum á
svarta miðvikudaginn, einkum með
það í huga að fá fram upplýsingar
um það hveijir hefðu átt þar stærst-
an hlut að máli. Um það hef ég enn
ekki fengið svör og kann að vera
að bankinn líti svo á að hann sé
undir kvöðum um bankaleynd, enda
er fjármálaráðherra ekki yfirmaður
bankamála," sagði Jón.
Hann sagði að þar sem hann
gegndi nú embætti viðskiptaráð-
herra í ljarveru Jóns Sigurðssonar
hefði hann óskað eftir því við emb-
ættismenn í viðskiptaráðuneytinu
að gengið yrði eftir þessum upplýs-
ingum. Þeirra niðurstaða hefði ver-
ið sú að réttast væri að snúa sér
beint til gjaldeyriseftirlits Seðla-
bankans og það hefði verið gert,
fyrst munnlega, og þar sem svör
hefðu enn ekki borist sagðist Jón
Baldvin hafa áréttað þetta með
skriflegu erindi til gjaldeyrisdeildar
Seðlabankans í gær.
„Ástæðan fyrir því að beðið er
um þessar upplýsingar er sú, að
mér finnst rétt að staldra við það,
hversu snöggt þetta gjaldeyrisút-
streymi var og hvemig upplýsinga-
ferillinn er. Annað sem fyrir mér
vakti var að fá upplýsingar til að
annaðhvort staðfesta, eða kveða
niður, sögur sem ganga fjöllunum
hærra í viðskiptaheiminum um mik-
il gjaldeyriskaup einstakra aðila,
svo sem Eimskips, Flugleiða, Sam-
bandsins, Landsvirkjunar og jafnvel
bankanna sjálfra. Landsvirlqun hef-
ur þegar gert hreint fyrir sínum
dyrum og ég vil sérstaklega staldra
við það, vegna þess að Stöð 2 mun
hafa eignað mér þá skoðun að ég
hafi leitað eftir þessum upplýsing-
um til þess að fá staðfestar sögu-
sagnir um gjaldeyriskaup Lands-
virkjunar, en það er alger tilbúning-
ur,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
í öðru dæminu er gengið út frá
sömu forsendum um viðskiptakjör
og gengisþróun en byggt á því að
erlendar lántökur verði í samræmi
við lánsfjárlög og fjárlög standist,
það er að viðskiptahalli verði ekki
fjármagnaður nema að hluta með
erlendum lánum. Það leiði síðan til
meiri samdráttar í efnahagslífinu.
Út úr því dæmi kemur að viðskipta-
halli verður 4% af landsframleiðslu
eða 10 milljarðar og kaupmáttur
atvinnutekna dregst saman um
5V2%. Miðað við þær forsendur sem
dæmið byggir á er talið að staða
útflutnings- og samkeppnisgreina
verði mjög erfið og hætta á veruleg-
um samdrætti.
í þriðja dæminu er byggt á því
fyrsta að viðbættri 10% gengis-
lækkun krónunnar. Jafnframt er
gert ráð fyrir að laun hækki vegna
verðbótaákvæða kjarasamninga.
Helstu niðurstöður þessa dæmis eru
þær að viðskiptahalli minnkar úr
5% í 4'/2% af landsframleiðslu og
afkoma sjávarútvegs batni þannig
að veiðar verði reknar með 2%
halla, frysting með 2V2% halla og
söltun með 7% hagnaði. Gert er ráð
fyrir að verðbólga verði 23% saman-
borið við 16% í fyrsta dæminu en
í báðum dæmunum verði verðbólg-
an svipuð í byijun næsta árs eða
5% miðað við fyrstu þijá mánuði
1989. Tekið er fram að óvissa um
verðbólgu þá sé mjög mikil. Gert
er ráð fyrir að kaupmáttur atvinnu-
tekna dragist saman um 3V2% mið-
að við 1V2% í fyrsta dæminu. Þá
hækki meðalverð erlends gjaldeyris
um 18% og raungengi hækki um
8%.
f fjórða dæminu er miðað við
sömu forsendur og í öðru dæminu
að viðbættri 10% gengisfellingu og
að laun hækki ekki vegna verð-
bótaákvæða í kjarasamningunum.
Viðskiptahallinn er minnstur í því
dæmi, eða 3’/2% af landsfram-
leiðslu. Verðbólga og afkoma sjáv-
arútvegsins er eins í þessu dæmi
og því þriðja, en talið líklegt að
verðbreytingar yrðu eitthvað minni
vegna meira aðhalds. Gert er ráð
fyrir að kaupmáttur atvinnutekna
dragist saman um 8% frá fyrra ári
en verði samt 11% meiri en að
meðaltali 1986.