Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 21 Hagvirki hf.: Nýtt íbúðahverfi á Seltjarnarnesi Frá vinstri Sverrir Kristinsson frá Eignamiðlun, sem sér um sðlu lóðanna, Ragnar Atli Guðmundsson aðstoðarforstjóri, Valdimar Harðarson arkitekt og Páll Gunnlaugsson arkitekt. HAGVIRKI hf. hefur keypt 5 hektara lands i Kolbeinsstaðamýri á Seltjamarnesi og er fyrirhugað að þar risi i fyrsta áfanga 100 ibúðir í fjölbýli og um 70 i sérbýli á næstu 3 árum. Þegar er búið að hanna hverfið og hyggst fyrir- tækið se\ja hveija ióð eða ibúð fyrir sig ásamt teikningum. Reikn- að er með að lóð undir raðhús kosti um 1,5 miiyónir króna. „Þetta er I fyrsta skipti sem einn aðili sér um hönnun á stóru svæði og það sem fyrir okkur vakir er að ná fram ákveðnum heildarsvip yfir allt hverfið," sagði Ragnar Atli Guð- mundsson, aðstoðarforstjóri Hag- virkis. Fyrirtækið hefur ráðið til sín þijá arkitekta, þá Valdimar Harðar- son, Pál Gunnlaugsson og Pétur Jónsson, sem er landslagsarkitekt, og hafa þeir hannað öll hús, skipu- lagt lóðimar, götur, landslag og sam- eiginleg útivistarsvæði. Lóðimar verða seldar með viðeigandi teikn- ingnum og er kaupanda gefið visst ftjálsræði með innra skipulag ibúð- anna en ytra útlit er fastmótað af arkitektunum. Kaupandinn getur vaiið sinn eiginn verktaka eða óskað eftir að Hagvirki sjái um allar fram- kvæmdir eða hluta þeirra. Landið hefur verið kannað að sögn Ragnars og kom þá í ljós að um 2,6 metrar em niður á fast þar sem tekin vom jarðvegssýni. „Lóðunum verður ráðstafað á þessu ári og á næsta ári eiga húsin að vera fokheld en innréttuð þriðja árið. Ef allt gengur að óskum verður ráðist i sölu lóða í siðari áfanga, sem er svipaður að stærð, þegar á næsta ári og sami háttur hafður á. Hverfið ætti þess vegna að verða fullbyggt og frágengið eftir fjögur ár,“ sagði Ragnar. „Við munum fylgja þvf eftir að enginn dragist aftur úr og tefli framkvæmdir og munum hugsanlega rifta kaupsamningnum ef illa geng- ur.“ „Það hafa áður verið gerðar til- raunir með að ná heildarsvip yfir ákveðin hverfi án þess að það hafi tekist nægjanlega vel,“ sagði Valdi- mar Harðarson, arkitekt. „Ef eitt- hvað er gefið eftir þá fer allt úr skorðum. Þess vegna verður haldið fast við útlit húsanna með samræmi í gluggasetningu milli raðhúsa og fjölbýlishúsa, ákveðnir litir ríkjandi á húsunum, sama þakeftii og sömu girðingar á lóðarmörkum." Gert er ráð fyrir þremur 3ja hæða Qölbýlishúsum með 2ja, 3ja, 4ra eða 6 herbergja ibúðum, eftir endilöngu hverfinu miðju en raðhús, parhús og einbýlishús eru með jaðrinum. „Með þvi að setja fjölbýlishúsin í mitt hverfið viljum við freista þess að ná þar fram ákveðnum borgarbrag. Sjálft útlit húsanna er látlaust, með gróðurskálum i beinu framhaldi af setustofunni," sagði Valdimar. „Það skiptir miklu máli að vel ta- kist til með þetta verkefni. Sveitarfé- lagið sýnir okkur mikið traust og ef allt gengur vel verður það bkkur gott veganesti þegar önnur sveitarfé- lög fara út á þessa braut en hún er alþekkt erlendis og þá jafnvel á stærra landsvæði," sagði Ragnar. HITAMÆLAR Vesturgötu 16, sími 13280. Hvítasunnan: Músíkmessa í Eyjum UM Hvítasunnuna munu Guðný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari og Gunnar Kvaran sellóleik- ari leika í Landakirkju í Vest- mannaeyjum ásamt Guðmundi H. Guðjónssyni organista kirkj- unnar við hátiðarguðsþjónustu. Leikin verða verk eftir Haydn, Bach, Schumann og fleiri, en Kirkjukór Landakirkju mun flytja Hallelújakórinn úr óratoríunni Messíasi. Séra Kjartan Öm Sigur- bjömsson sóknarprestur í Vest- mannaeyjum prédikar, en þetta er síðasta guðsþjónusta hans í Eyjum áður en hann fer í árs leyfí og framhaldsnám í Bandaríkjun- um. Tónlistarþátturinn í kirkjunni er eins konar ferðakveðja til sókn- arprestsins og fjölskyldu hans. Ráðningarstofa landbúnaðarins: Útlendingar ráðnir til bænda Ráðningarstofa landbúnaðar- ins annast nú ráðningu útlend- inga sem sækjast eftir vinnu hjá bændum. Umsjón með þessari þjónustu var áður þjá Ferðaþjón- ustu bænda. Tekin eru gjöld af þeim sem óska eftir þjónustu ráðningarstofunnar og er skráningargjald fyrir útlend- inga krónur 2.000, fyrir fullorðna íslendinga krónur 1.500, unglingar 13—16 ára greiða 1.000 krónur og böm 12 ára og yngri 500 krónur. Ráðningargjald sem innheimt er eftir ráðningu fyrir tvo mánuði eða skemmri tíma er krónur 3.000 fyrir útlendinga og fullorðna fslendinga en 5.000 krónur ef um lengri ráðn- ingu er að ræða. Ekkert ráðningar- gjald er tekið vegna bama og ungl- inga. Forstöðumaður Ráðningar- stofunnar er Eiríkur Helgason. Vistun bama 11 ára og yngri annast Stéttarsamband bænda und- ir umsjón Halldóru Ólafsdóttur. RÝMINGAR- SALA % Vegna eigendaskipta og breyttrar sölustefnu verður rýmingarsala á ýmsum vörum hjá okkur í nokkra daga. Við erum aðeins að skapa rými fyrir nýjar vörulínur! Notið tækifæri sem ekki gefst aftur og gerið hagkvæm kaup. Á rýmingarsölunni bjóöum viö m.a.: Verðdæmi -Heilar tepparúilur Afsláttur 20% Ballet Áður: 139.500 Nú: 111.600 -Teppabúta og afganga 30-50% Ýmsir 5.000 2.500 -Motturogstökteppi 20% L. 1,70 X 2,40 36.025 28.820 -Fyrsta flokks gólfdúka 25% Rikett fm. 595 446 -ítölsk leðursófasett 20% Altana 121.000 96.800 -Sófaborð 30% Turin 15.250 12.200 -Borðlampa 20% Lampi 6.450 5.160 -Amerískmálverk 30% Stærsta gerð 21.900 17.520 Góöirgreiðsluskilmálar— Eurokredit — Visa-raðgreiðslur. TEPPABVBIN hf. SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 681950 - 84850. Verið velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.