Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 55 Jens í Kaldalóni ingum og þjóðum allra landa. Þetta er þungamiðjan í því að maður hef- ur skömm á þeim sem nú beijast fyrir því að innleiða þennan óþverra, og getur ekki annað en vanmetið þá til allra góðra verka, og hananú. Svo eru það fjármagnsmálin Ég las í vetur þéttskrifaðar 2 blaðsíður í Morgunblaðinu eftir bankamálaráðherrann okkar sem ég- hef nú haldið skýran mann og skynsaman, en raunar, aðra eins langloku hef ég ekki í annan tíma lesið, án þess að fá nokkurt vitrænt efni út úr allri lesningunni. Það var þá helst að efni til, að háir vextir hefðu eiginlega engin áhrif á fjár- magnskostnað fyrirtækja. Sjálfur er ég nú svo einfaldur og/eða vit- laus, að ég hélt að aldrei ætti ég eftir að sjá frá nokkurri svo sauð- heimskri „krata“-kind aðra eins kenningu og þykist enda hafa nokkra reynslu af þessum málum. Ég hef n.l. alltaf haldið að vextir af ijármagni, sem liggur í rekstri fyrirtækja, væru fjármagnskostn- aður. Tökum smá dæmi: Bóndi kaupir traktor á eina milljón króna, hann tekur til þess lán, víxil í banka, og á sl. ári voru þeir, að bankinn segir mér sjálfur 33%, það gerir 330 þúsund krónur í vaxta- íjármagnskostnað af traktomum á ári, en auk þess 200 þúsund í af- skriftir. Þama er á einu ári kominn Qármagnskostnaður upp á rúma hálfa milljón. Við þurfum að kaupa okkur héma í Djúpinu traktors- gröfu en hún kostar 3 milljónir. Vextimir 1 milljón og afskriftir 600 þúsund, þ.e. rúm hálf önnur milljón af einni traktorsgröfu. Hvemig á að standa undir slíkri andskotans vitleysu? Það þarf 130—140 lömb til að standa undir fjármagnskostn- aði af einum venjulegum traktor á bóndabýli, og það hefur svo engin áhrif á fjármagnskostnaðinn hvað vextimir eru háir, segir bankamála- ráðherrann. Mér og fleirum snarbrá líka við, þegar vextir voru allt í einu komnir oní 16% fyrir 2 árum eða svo. En þessir 33% víxlavextir eru þó ekki nema hjóm hjá öðru verra, því í mörgum tilfellum hafa bændur mátt borga yfír 80% í vexti af ýmsum tækjum sem þeir hafa verið að kaupa, miðað við ár, og enginn vandi að sýna ráðherranum reikn- inga upp á slíka hluti. Og mér er spum: Éru ekki vextimir sprottnir í þeim stóra skógi verðbólgu og til- kostnaðar sem allir eru að kikna undir, og allt að sliga ofanfyrir all- ar hellur. En ég skal svo sannarlega taka það fram, að ef þessi ágæti drengur getur sýnt mér með óyggj- andi dæmum, að vextir hafí ekki, ég vil segja mestu áhrifin á fjár- magnskostnað allan, skal ég svo sannarlega taka þessi orð mín aftur og biðjast afsökunar, því ég vil svo sannarlega ekki hrella saklausar sálir. Eða til hvers var verið að lækka vexti og annan tilkostnað fyrir nokkmm ámm, ef það svo hafði engin áhrif á allan fjármagns- kostnaðinn hjá fyrirtækjunum í landinu? Nei, mínir kæm alþingismenn, stjómarfarið hér á landi er vægast sagt skelfílegt, ég ætla ekki að telja allar þær ávirðingar upp núna, og verður sennilega aldrei gert. En hitt má bóka, að vel helminginn af þeim siðapostulum sem í þeirri stofnun sitja, og kallað er Alþingi, mætti svo vel að skaðlausu fyrir land og þjóð tína þaðan út. Ég ætla svo ekki að hafa þetta mikið lengra núna, en ætla í lokin að segja smásögu af vissu stjómarfari, sem vel er í takt við það, að þegar eitt- hvað vantar út á landsbyggðina, fáum við oftast sama svarið, sem sé: Það em engir peningar til. Það var hér fyrir nokkmm ámm, að við bændumir hér í Bæjum vor- um margbúnir að hringja í Vega- gerðina og biðja um að gera við djúpa dmlluholu í veginn hér í Bæjarhlíðinni, komumst ekki einu- sinni á traktor hvað þá heldur á bíl hér inn á milli bæjanna til að smala rollunum okkar um vorið. Það var sama svarið: Engir pening- ar til. Nú, það var nú svo, að það var ekki einu sinni víst að við mættum gera þetta sjálfír, og alls ekki til að mega fá neitt fyrir það. Svo tek ég mig þó til með strák sem ég hafði héma, tíndi fulla jeppakerm af gijóti, því holan var djúp nokkuð, henti þessu gijóti ofan í dmlludjúpið, og sótti svo aðra kerru fulla af möl, til að jafna ofan- yfír, þá var þetta bara orðið helvíti gott og entist í mörg ár. En hefði nú verið sendur bíll frá ísafírði, auðvitað með krana og öllum tilfær- ingum, 2—3 mönnum og þess hátt- ar, sú keyrsla tekur 4 tfma hvora leið, svo í þetta gætu hafa farið svona 10—12 tímar, þá hefði þetta getað kostað svona eitthvað um 20—30 þúsund. En öll þessi vand- ræði byggðust svo á því, að okkur var sagt, að það væm engir pening- ar til. En þessi litla saga er svo sannarlega spegilmynd af gerðum ykkar alþingismanna, nærri því allra tfma spegilmynd hvemig oft er hægt að gera hlutina með hag- kvæmara móti en gert er. Þið getið verið að rífast og jagast um bjór- fmmvarp, sem allir, og þið ekki síður, vita að verður landi og þjóð til hinnar mestu bölvunar, eins og .áfengi er yfírleitt öllum þjóðum. En atvinnuvegir þjóðarinnar standa svo að segja má í einni rúst á graf- arbakkanum. Ekki hægt að selja nokkum skapaðan hlut út úr landinu, af því það fæst hvergi það verð fyrir það sem þyrfti, vegna dýrtíðar og fjármagnskostnaðar. Vatnið er látið renna beint í sjóinn, í gegnum túrbínumar þó fyrst, heldur en að gefa landsmönnum kost á að nota það á viðráðanlegu verði, olía keypt svo frá útlöndum til að hita upp helv. kuldann hjá okkur út um allar byggðir landsins. Attatíu milljarðar af útlendum skuldum, og 7—8 milljarðar í vexti af því. En svo er rifíst og tætt um að fá að flytja inn kartöflur, þótt hvergi séu betri að fá en hér í landinu sjálfu, og planlagt af sjálfri íjóðhagsstofnun að safna til við- bótar einum 12—13 milljörðum í viðskiptahallaskuldir í viðbót á ár- inu því ama, og þetta fínnst ykkur hæstvirtum þingmönnum flestum í stakasta lagi vera, og óþarfi að vera að amast við ráðleysi ykkar og aumingjaskap í allri þessari dá- semdardýrð. Það gæti vel verið að ég sendi ykkur meira seinna, en sjáum hvemig bjómum vegnar. Höfundur er bóndi að Bæjum í Snæfjallahreppi. Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri eftír Harald B. Bjarnason Nú er í vinnslu veglegur minnis- varði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri. Sú hugmynd hefur lengi vakað meðal Stokkseyringa að gerð slíks minnisvarða mundi varpa ljósi á hetjudáð þeirra mörgu, sem fallið hafa um aldur fram í baráttunni við Ægi konung. Og nú er þessi hug- mynd að verða að veruleika. Verið er að vinna minnisvarðann í steinsmiðju í Kópavogi. Hann verð- ur úr grágiýti og verður 250 sm á hæð og 100 sm á breidd og 65 sm á þykkt. Hugmyndina að verkinu eiga þeir Elvar Þórðarson á Stokkseyri og Siggeir Ingólfsson. En hönnuður og líkanssmiður er Elvar. Sú hugmynd sem að verkinu liggur er hafíð sjálft og alda hafsins, sem rís í brot, en í öldufaldinum sést í kross, sem lægir ölduna og verður hún að ládauðum sjó. Stórbrotið og tignarlegt. Áætlaður kostnaður við gerð minnisvarðans er um 513 þús. krón- ur. Stofnaður hefur verið sjóður um drukknaða sjómenn á Stokkseyri og er ætlunin að það sem f hann safn- ast renni til gerðar minnisvarðans. Hlaupareikningur hefur verið opnaður f Landsbankaútibúinu á Stokkseyri og er númer hans 1717. Fjársöfnun er hafin og er vonast til Líkan af fyrirhuguðum minnis- varða. þess að allir velunnarar þessarar hugmyndar leggi málinu lið. Nefndin sem vinnur að þessu máli var skipuð af sóknamefnd Stokkseyrarkirlgu, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar, sem er formaður nefndarinnar, El- „Sú hugmynd sem að verkinu liggur er hafið sjálft og alda hafsins, sem ris í brot, en I öldu- f aldinum sést í kross, sem lægir ölduna og verður hún að ládauð- um sjó.“ vari Þórðarsyni listmálara, Erlu Sig- urþórsdóttur, húsfrú og Stefáni Muggi Jónssyni, formanni björgun- arsveitar slysavamafél. á Stokks- eyri. Búið er að velja og ákveða stað fyrir minnisvarðann og fenginn hef- ur verið landslagsarkitekt til að hanna og skipuleggja svæðið. Gamla Stokkseyrar-hlaðið varð fyrir valinu, skammt norðan kirkjugarðsins. Þyk- ir það vel við eiga, þvf þar lágu margra spor hér áður fyrr til skipa sinna. Áætlað er að vígsla minnis- varðans fari fram á sjómannadaginn 5. júní nk. Stokkseyringafélagið í Reykjavík og nágrenni vill vekja athygli á þessu máli. Hvetur það brottflutta Stokks- eyringa að leggja málinu lið. Höfundur er formaður Stokks- eyringafélagains i Reykjavik. Tívolí-bátar Af sérstökum ástæðum eru til sölu nokkrir Tívolí-bátar (Bumping boats). Bátamir eru með 2ja ha. Zuzuki mót- orum. Þeir eru hannaðir til veiða á vötnum, eru mjög stöðugir og ósökkvandi. Kjörið tækifæri fyrir: - Áhugasamar fjölskyldur eða samtök til að leigja út. - Veiðifélög. - Sumarbúðir o.fl. Upplýsingar í síma 96-21733 á kvöldin. Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Síðumúli o.fl. Austurgerði o.fl. Álfheimar 3-30 AUSTURBÆR Barónsstígur Stórholt Stangarholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.