Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 49 Á að fella gengið? eftir Guðbjörn Jónsson Með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa opinberlega eða und- ir rós farið fram á gengisfellingu, verð ég að segja að ég sé ekki lausn- ina á vandamálum okkar í þeirri aðgerð. Það hefur oft áður verið reynt að fela vandamálið með þeirri aðgerð, en í þetta skiptið er hún sérlega hættuleg. Mikill meirihluti þeirra sem gengisfelling bitnar harð- ast á, eru á landsbyggðinni. Þeir eru ekki tilbúnir að taka við kjaraskerð- ingu eða einhverjum ölmusugreiðsl- um til þess að stjómmalamenn geti enn einu sinni skotið sér undan því að horfast í augu við vandamál okk- ar. Ég hélt að menn væru vaknaðir til vitundar um, að landsbyggðin er komin að því að segja Reykjavíkur- svæðinu stríð á hendur. Eru menn kannski ákveðnir í því að vakna ekki fyrr en ófriður er skollinn á? Við í Þjóðarflokknum erum ekki í vafa um réttmæti krafna lands- byggðarinnar, en við erum einnig ekki í vafa um, að flárhagslegt sjálf- stæði landsins þolir ekki opinn inn- byrðis ófrið með þeirri fjármunaeyð- ingu sem það hefur í för með sér. Ef við ætlum í alvöru að vinna að því að skapa lífvænlegt þjóðfélag fyrir afkomendur okkar, eitthvað í átt við það er við fengum í arf, þá verða ráðamenn þjóðarinnar að koma strax út úr draumaheimi sínum, og taka til hendinni af fullri einurð. Hvað á að gera? Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vandi útflutningsgrein- anna er mikill og mjög brýnt að leysa hann strax. En hvemig á að leysa hann? Það hefur vart farið ffarn hjá neinum sem hlustað hefur á fréttir að undanfömu, að stór þáttur í rekstrarhalla fyrirtælqanna er fjár- magnskostnaður. Það hefur varla frekar farið fram hjá fólki, að fram- leiðslukostnaður hér innanlands er orðinn svo hár að ekki er hægt að selja vörumar á því verði sem þarf að fást fyrir þær. Þegar reiknað er út það verð sem þarf að fást fyrir framleiðslu er fjármagnskostnaður inni í því dæmi. Hver er hann svo þessi fjármagnskostnaður? Jú, það em vextir og verðbætur, lán- skjaravisitala, dráttarvextir, lán- tökugjald, þinglýsingargjald, og ýmis annar kostnaður við lánsféð. Hvemig getum við minnkað hann? Við gemm það fyrst og ffernst með því að afnema nú þegar lánskjarav- ísitöluna, og endurreikna öll lán sem tengd vom henni með SDR-viðmið- un. Allt það fjármagn sem greitt hefur verið sem afborgun og verð- bætur af gangandi lánum, skal reiknast til lækkunar höfuðstóls, og eftirstöðvar myndast út frá því. Vextir og dráttarvextir, svo og upp- greidd lán koma ekki til skoðunar. Ekki er vafi á því að þetta fer fyrir bijóstið á mörgum í fjármála- heiminum. Þeir munu hefja mikinn „Til þess að sparnaður aukist verður að eyða minna en aflað er. Þetta hefur okkar þjóð ekki gert hingað til að neinu marki. Hver er þá þessi sparnaður sem alltaf er verið að tala um að sé að aukast?“ áróður fyrir því að ég hafí ekkert vit á því sem ég er að segja. Ég hef nokkmm sinnum heyrt það áður, en þegar ég bið um rökfærslur, bólgnar tungan oftast fljótt i 'lnunni þeirra, því ég bið um skýringar á því sem mér er sagt. Staðreyndin er nefnilega sú, að við höfum verið að byggja upp sápukúlur að undanfömu, þar sem skulda- og eignastaða heftir verið að hækka vegna verðbóta og láns- kjaravísitölu. Þetta er umfangsmeira mál en svo að því verði gerð tæm- andi skil í einni blaðagrein, en þó langar mig til þess að víkja að einum þætti sem oft er til umræðu, en það er spamaður. Að spara án þess að spara Okkur er talin trú um að spamað- ur sé ýmist að aukast eða minnka. Ef við slökum nú aðeins á stressinu og skoðum hvað þarf að gerast til þess að spamaður myndist, rekumst við á nokkrar þversagnir. Til þess að spamaður aukist verður að eyða minna en aflað er. Þetta hefur okk- ar þjóð ekki gert hingað til að neinu marki. Hver er þá þessi spamaður sem alltaf er verið að tala um að sé að aukast? Að stærstum hluta er það vaxtamunur á því fjármagni sem lánað er út hér á landi, og vöxtum þeim er við þurfum að greiða erlend- um eigendum flármagnsins. í raun á þjóðfélag okkar ekki eina einustu krónu í lausafé. Allt okkar fé er fast í misjafnlega mikið óarðbærum Qár- festingum. Það lausafé sem er í bönkum landsins er í raun erlent fé, tekið að láni til þess að þurfa ekki að horfast i augu við staðreyndir, en vonað bara að böm okkar verði ráðabetri en við. Við erum alltaf að afsaka okkur með því að við séum að fjárfesta í nýrri tækni til þess að bæta samkeppnisaðstöðu okkar. Þetta er að vísu rétt, en við verðum að vinna fyrir því. Það er ekki nóg að fá alla þessa tækni með erlendum lánum, en slá ekkert af eyðslunni til þess að borga lánin. Hvemig eiga afkomendur okkar að fjármagna þá tækni sem þá verður uppi, þegar við emm búin að gjömýta allt lánst- raust þjóðarinnar? Frelsi og höft Frelsi er það hugtak sem stagast hefur verið á til þess að þagga niður í þeim röddum sem hafa reynt að andmæla þeirri svallveislu sem við höfum stundað undanfarin ár. Það er alltaf hrópað hátt að hafta- stefna verði aldrei rekin á þessu Alþýðubandalagið: Launafólk rísi upp til baráttu SAMEIGINLEGUR fundur þing- flokks og framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, sem hald- inn var f Borgamesi 14. m»í sl., fordæmir harðlega „áform rikis- stjórnarinnar um atlögu að ný- gerðum lqarasamningum launa- fólks.“ Skorar fundurinn & launafólk að „rísa upp til bar- áttu“. I ályktun fundarins segir m.a.: „Gengisfelling er ekki lausn á landi aftur. Gaman væri nú að velta svolítið vöngum yfír því, hvemig umhorfs væri hér á landi ef þessari haftastefnu hefði ekki verið fylgt, en eytt og sóað eins og við gerum nú. Ég er hræddur um að það vant- aði æði margt af því sem okkur fínnst ómissandi, auk þess sem ég held að þá væri ekkert sjálfstætt þjóðfélag til hér á landi. Við værum endanlega orðin háð Qármagnseig- endum í útlöndum. Þegar við skoðum og ræðum haftastefnu fyrri tíma, verðum við að gera það með hliðsjón af því þjóð- félagi sem þá var, og einnig með hliðsjón af þeim viðskiptamöguleik- um sem þá voru uppi við útlönd.. En svo er einnig á það að líta, að við höfum alla tfð rekið harða hafta- stefnu í okkar þjóðfélagi og gerum enn. Frelsi það sem svo mjög hefur verið boðað, hefur aðeins snúið að því að eyða fjármagni. Höft hafa hins vegar verið á tekjuöflunarhlið- inni, og hafa þau aukist stórlega undanfarin 20 ár. Ef þessi höft hefðu ekki verið, væri sennilega enginn „kódi“ í landbúnaði í dag. Meiri líkur væru á því að við gætum ekki fram- leitt allar þær afurðir sem við gætum selt. Hvað er framundan? í upphafí spurði ég hvort verið væri að segja landsbyggðinni stríð á hendur. Eg óttast það mjög að svo sé. Fólk úti á landi er fyrir löngu orðið sér meðvitað um verðmæta- Guðbjörn Jónsson sköpun sína. Þetta fólk er bara sein- þreytt til vandræða, og hefur því ítrekað krafíst þess af þingmönnum sínum að þeir gæti hagsmuna þeirra. Þessu hafa landsbyggðarþingmenn gleymt í blindu flokkshagsmuna, en ég óttast mjög að nú sé komið að skuldadögum. Það er alveg víst, að það eru breyttir tímar framundan. Þó Þjóð- arflokkurinn mælist ekki stór, eru boðendur stefnu hans út um allt land. Það er ekki vegna þess að þetta fólk sé allt skráð í flokkinn, heldur vegna þess, að þegar það rit- ar greinar og lesendabréf um þjóð- mál, þá boðar það í flestum tilvikum baráttumál Þjóðarflokksins frá eigin bijósti. Ég vona innilega að ráðamenn fjármagns, landsmála og bæjarmála hér á höfuðborgarsvæðinu beri gæfu til þess að skynja hættuna sem er rétt við nefið á þeim. Það hefur lengi verið markmið landsbyggðarinnar að fá fjármagnið sitt beint heim í hérað. Einnig hefur það verið stefna að innflutnings- og heildverslun færist heim í héruð. Þetta hefur verið að þróast nú um nokkurra ára skeið, og nú er að koma að framkvæmdum. Þetta verð- ur að veruleika innan mjög skamms tím_a. Árið 1986 voru þjóðartekjur okkar kr. 184.557,- á hvernr landsmann. Verðmætasköpun landsbyggðarinn- ar er þó nokkuð fyrir ofan þessa tölu, svolítið mismunandi eftir lands- hlutum en allir hærri en meðaltalið. Höfuðborgarsvæðið er hins vegar ekki vel á vegi statt, ef ekki tekst að halda frið við landsbyggðina. Verðmætasköpun á höfuðborgar- svæðinu var nefnilega ekki nema kr. 39.896,- á íbúa á árinu 1986. Þetta hefur okkur í Þjóðarflokkn- um verið ljóst frá síðasta hausti er töiur fóru að birtast frá stjómkerf-, inu. Það kom okkur hins vegar á óvart, þegar þingmaður upplýsti það á fundi austur á landi, að Alþingi vissi ekkert um þessa hluti. Við höf- um haft áhyggjur af þessu, en von- um að hægt sé að vinna nauðsynlega breytingu í friðsamlegri samvinnu við landsbyggðina, en ekki eins og allt bendir til nú, að höfuðborgar- svæðið verði skilið eftir í sárum sem lengi verða að gróa. Eg vil því að lokum spyija bæjar- stjómarmenn hér á höfuðborgar- svæðinu. Hver er ykkar framtíðar- sýn? Á ykkar svæði býr mikið af duglegu fólki sem vill vinna fyrir sér og skapa verðmæti. Hveiju ætlið þið að svara þessu fólki innan fárra ára þegar flármagnið verður komið út í héruð og ekki hægt að velta því hér á svæðinu. Með bestu kv^ðjum. Höfundur er í málefnanefnd Þjóð- arflokksins. víðtækri hagstjómarkreppu sem einkennir efnahagsmálin. Vandinn á ekki rætur að rekja til samdráttar í þjóðartekjum. Þvert á móti var sl. ár metár í verðmætasköpun. Fundurinn skorar á launafólk að rísa upp til baráttu gegn gengis- fellingu sem kjararánsaðgerð og heitir á félaga Alþýðubandalagsins að liggja ekki á liði sínu í þeirri baráttu." BADtllNTONSKOLI FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Við starfí ækjum badmintonskóla fyrir S-14 ára börn í sumar. Innanhúss: œf ingar leikraglur þrautir leikir keppnir-mót myntlbönd \ r \ Úti: Hlaup skokk þrekœf ingar sund leikir ) 4 vikur í senn: □ júní □ júlí O ágúst 4 tímar tvisvar í viku □ manud. og mióvikud. kl. 09-13 □ mánud. og miðvikud. kl. 13-17 □ þriájud. og fimmtud.kl. 09- 13 □ þriðjud og fimmtud.kl. 13-17 Verá kr. 3300 pr. mánuð Stjórnandi skólans. Helgi Magnússon íþróttakennari og badmintnnþjálfari Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 s.82266 Skréning í badmintonskólonn: Nafn Heimili simi fæSingard.og ár Klippið út aiiQlíisinquna oq aendið í póeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.