Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Ræða seðlabankastj óra eftirJóhann Rúnar Björgvinsson í þessari grein verður hugað að nokkrum atriðum í ræðu Seðla- bankastjóra. Tilefnið er meðal ann- ars ósk um málefnalega umræðu um þessi efni. I. Hlutverk Seðlabanka Meginhlutverk Seðlabanka er að tryggja verðgildi og traust krón- unnar. Til þess notar hann ýmis stjómtæki sem koma í veg fyrir m.a. að peningamagn í umferð verði of mikið þannig að þensla og verð- bólga hljótist af, en slíkt myndi rýra verðgildi krónunnar. í ræðu seðlabankastjóra á árs- fundi bankans má lesa eftirfarandi: „Á síðasta ári er t.d. ljóst, að við- skiptahallinn stafaði svo að segja allur af þenslu innlendrar eftir- spurnar, sem orsakaðist af halla i rikisfjármálum, mildum erlend- um lántökum og útlánaþenslu bankanna. Það hlýtur því að vera fyrsta boðorðið að beita aðhaldi í þessum efnum til þess að draga úr viðskiptahallanum, enda myndi slíkt aðhald jafnframt hamla gegn verð- bólgu" (leturbr. höf.). Þessi lýsing á vandanum vekur þá spumingu hvort það sé ekki einmitt hlutverk Seðlabankans með peningastjómun að koma í veg fyrir að útlánaþenslu bankanna, erlendar lántökur úr hófi og yfirdráttur ríkissjóðs við Seðlabanka valdi auknu peninga- magni í umferð og því þenslu í inn- lendri eftirspum og þar með verð- bólgu. Eða í hveiju felst peninga- stjómun? Þá má lesa í ræðunni eftirfar- andi: „Þjóðfélagslegar aðstæður urðu þess valdandi, að ekki var tek- ið á þessum vandamálum á fyrra helmingi ársins, jafnframt því sem þensluöflin reyndust sterkari en spáð hafði verið. Aðdragandi kosn- inga og langvinnir samningar um stjómarmyndun komu í veg fyrir það, að ákvarðanir yrðu teknar um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, fyrr en eftir að ný ríkisstjóm hafði tek- ið við völdum eftir mitt ár. Hefur síðan verið reynt að fylgja mark- vissri stefnu í þá átt að draga úr þeirri peningaþenslu, sem magnast hafði á fyrri helmingi síðastliðins árs.“ Af þessu má ráða að yfír- stjóm Seðlabankans telur ekki að Seðlabankinn eigi að hafa frum- kvæði í stjóm peningamála til að ná markmiðum eins og stöðugu verðgildi krónunnar, heldur ríkis- stjómin. Því hljóta menn að spyrja hvert sé í rauninni hlutverk Seðla- bankans og hver sé staða hans. Mín skoðun er sú að Seðlabanki eigi að vera tiltölulega sjálfstæður í viðleitni sinni til að ná markmiðum sínum, og eigi að mörgu leyti að hafa svipaða réttarstöðu og dóms- kerfíð. Ríkisvaldið á ekki með nein- um hætti að geta misnotað sér tengsl sín við Seðlabanka á sama hátt og það getur ekki misnotað sér tengsl sín við dómskerfíð. Að sjálfsögðu á Seðlabanki að taka mið af efnahagsstjóm ríkisstjómar á hveijum tíma og ekki að vinna gegn henni. En Seðlabanki á að veita ríkisstjóm visst aðhald. Sem dæmi má taka að ríkisstjóm á ekki að geta lækkað tekjur sínar, s.s. tolltekjur af bflum, og í staðinn yfírdregið reikninga sína við Seðla- bankann undir venjulegum kring- umstæðum. í slíku tilfelli verður ríkissjóður að leita annarra leiða til fjármögnunar. Við óvenjulegar kringumstæður, s.s. þegar þjóðar- búið verður fyrir skyndilegum áföll- um, er þó hægt að réttlæta slíka fjármögnun um skamman tíma. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að Seðlabanki þjónar ekki aðeins ríkisvaldinu heldur einnig atvinnulífínu og heimilunum. Og eiga allir aðilar hagkerfísins jafnan rétt á að Seðlabanki hafí sem besta möguleika til að sinna hlutverki sínu að tryggja verðgildi og traust krónunnar. En hvemig er hægt að tryggja sjálfstæði Seðlabanka gagnvart ríkisvaldinu, og því möguleika hans til að sinna hlutverki sínu? Þijár leiðir koma til greina. Sú fyrsta er sú sem nú er farin, en hún byggir annrs vegar á almennum skilningi á hlutverki Seðlabanka og hins veg- ar á trausti til stjómmálamanna og stjómvalda um að misnota ekki bankann. Til þess að slík leið leiði til árangurs er mikilvægt að upp- fræða um bæði eðli og hlutverk Seðlabanka. Eðlilegast er að Seðla- bankinn eigi sjálfur fmmkvæði að því. En því miður hefur ekki farið mikið fyrir slíku frumkvæði, með þeim afleiðingum að lítill skilningur er á hlutverki bankans, og sjálf- stæði hans er lítið. En öll von er ekki úti. Lýðveldi okkar er ungt og sömuleiðis stofnanir þess, en þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við. Að mínu mati er þetta æskilegasta leiðin ef hún ber árangur. Önnur leið væri sú í ljósi þeirrar miklu ábyrgðar sem hvflir á Seðla- banka, að kjósa í beinni almennri kosningu yfírstjóm bankans eftir tilnefningu. Slík stjóm bæri síðan ábyrgð á starfsemi bankans gagn- vart kjósendum. Hægt er að hugsa sér ýmsa vamagla ef upp kemur ágreiningur milli þeirrar stjómar og ríkisstjómar, s.s. að meirihluti Alþingis geti sett slíka stjóm af og efnt til nýrra kosninga. Að lokum má nefna þriðju leið- ina, sem oft hefur komið upp í umræðunni. En hún er sú að annað- hvort sé notast við erlendan gjald- miðil hér á landi eða að krónan sé njörvuð niður við einhveija mynt- vog. Með þeirri leið myndi ríkisvald- ið og Seðlabanki afsala sér valdi yfír stjóm peningamála. „í þessu sambandi verð- ur að hafa í huga að Seðlabanki þjónar ekki aðeins ríkisvaldinu heldur einnig atvinnu- lífinu og heimilunum. Og eiga allir aðilar hag- kerfisins jafnan rétt á að Seðlabanki hafi sem besta möguleika til að sinna hlutverki sínu að tryggja verðgildi og traust krónunnar. En hvernig er hægt að tryggja sjálfstæði Seðlabanka gagnvart ríkisvaldinu, og því möguleika hans til að sinna hlutverki sínu?“ II. Efnahagsleg umgjörð í ræðu Seðlabankastjóra má lesa eftirfarandi: „ .. . Það er bæði ábyrgð og skylda stjómvalda að marka þá gmndvallarstefnu, sem fylgt er í stjóm efnahagsmála, og móta þannig efnahagslega um- gjörð, sem athöfnum og ákvörð- unum einstaklinga og fyrirtækja er búin. Það er síðan á ábyrgð þessara aðila, hvort sem það er fyrirtæki, einstaklingar eða aðilar vinnumarkaðarins, að gera á þess- um grundvelli þá samninga og taka þær ákvarðanir, sem þeir telja bezt- ar, út frá sínum eigin hagsmunum" (leturbr. höf.). Fljótt á litið virðist sem flestir geti verið sammála þessu, en er ekki málið flóknara? Tvennt kemur upp í hugann. í fyrsta lagi getur sú efnahagslega umgjörð sem mótuð er kallað fram ákvarðanir sem skaða heildarhags- muni þjóðarbúsins, þ.e. hún getur stuðlað_ að misvægi og sóun verð- mæta. í öðru lagi er líklegt að fyrir- tæki séu mjög sundurleit og hafí í mörgum tilfellum mjög ólíka hags- muni sem jafnvel vinna hver gegn öðrum. Sama má segja í vissum tilfellum um launþega. í ljósi þessa geta ákvarðanir sumra fyrirtækja í viðleitni sinni að tryggja hagsmuni sína grafið undan hagsmunum annarra fyrir- tækja og valdið þeim miklum skaða. Mistök við mótun efnahagslegrar umgjarðar eru mýmörg hér á landi og er framkvæmd fastgengisstefnu ríkisstjórnarinnar nýjasta dæmið. Lítum nánar á hana. Við fast gengi og innienda verðbólgu umfram er- lenda verður erlend framleiðsla stöðugt ódýrari og sömuleiðis rýma erlend lán stöðugt að verðgildi mælt í innlendu verðlagi. Við slíkar aðstæður verða til tvenns konar hvatar í efnahagslegri umgjörð sem valda verðmætasóun og misvægi í starfsemi efnahagsheildarinnar. í fyrsta lagi ýta ódýr erlend lán undir óhóflega fjárfestingu á sama hátt og ódýrar krónur hér áður fyrr. En ódýr lán draga úr arðsemiskröf- um íjárfestingar, sem þýðir m.ö.o. að framtíðarspamaður þjóðfélags- ins er ekki nýttur_ þar sem hann gefur mest af sér. í öðru lagi veld- ur ódýrari erlend framleiðsla að neysla landsmanna beinist í ríkara mæli að erlendri framleiðslu og frá innlendri. Velgengni blasir við fyrirtækjum sem byggja á innlendri tekjuöflun og em ekki í samkeppni við erlenda aðila og hafa mikinn erlendan kostnað; dæmi um slík fyrirtæki er Eimskip. Sama gildir um innflutn- ingsfyrirtæki og peningastofnanir, sem hafa aðgang að erlendum skammtímalánum. Óðm máli gegn- ir hins vegar um útflutnings- og samkeppnisgreinar, sem hafa bundnar tekjur vegna fasts gengis en verða að lúta þeirri kostnaðar- þróun sem á sér stað innanlands. Fyrirtæki sem hagnast í þessari efnahagsumgjörð taka ákvarðanir í samræmi við hana til að tryggja hagsmuni sína. Slíkar ákvarðanir geta m.a. þrýst upp innlendu kostn- aðarstigi og verðlagi, og grafíð undan hagsmunum annarra fyrir- tækja. Eiga þau fyrirtæki sem fyrir slíkum skaða verða að bera ábyrgð á ákvörðunum annarra fyrirtækja? í þessu samhengi em t.d. líkur á að bæði aukin fjárfesting og sömu- leiðis aukin velta sumra fyrirtækja á síðasta ári hafí komið á stað launaskríði með einhverri keðju- verkun. Sum fyrirtækin eiga auð- veldara með að bera slíka kostnað- arhækkun en önnur. Meinsemdin er að líkindum frekar efnahagsum- gjörðin en uppbygging fyrirtækj- anna. Hér er ekkert einfalt mál á ferðinni. Við þær aðstæður þegar stjóm- völdum tekst að móta heilbrigða efnahagslega umgjörð, sem ekki felur í sér hvata sem brengla eðli- lega efnahagsstarfsemi, á ofan- greind hugsun Seðlabankastjóra að líkindum við. III. Láglaunagreinar Þá má lesa í ræðu Seðlabanka- stjóra eftirfarandi: „í öðm lagi er ástæða til að benda á það, að þær greinar, sem nú eiga í mestum erfíð- leikum, em flestar í flokki hinna svokölluðu láglaunagreina. Lögð hefur verið rík áherzla á það í und- anfömum samningum að hækka sérstaklega laun þessa fólks og jafna þannig tekjuskiptingu í landinu. En hvaða þýðingu hefur slík tekj ujöfnunarstefna, ef á móti þarf að koma gengislækk- un, sem lækkar rauntekjur þessa fólks að nýju? Sannleikurinn er sá, að vandi margra þessara greina er annaðhvort fólginn í of lítiili fram- leiðni í samanburði við sambærilega starfsemi í öðmm löndum, eða hann stafar af samkeppni við láglauna- framleiðslu, t.d. frá Suður-Evrópu eða Asíu. Vandamálið af þessu tagi verður því að leysa á vegum fyrir- tækjanna sjálfra og á vettvangi kjarasamninga en ekki með gengis- breytingum" (Leturbr. höf.). Margt er til í þessu, en segir þetta allan sannleikann? Lág hljóta alltaf að vera afstæð, þ.e.a.s. þau em lág miðað við t.d. önnur laun eða almennt verðlag. Því vaknar sú spuming hvort laun- in séu of lá eða viðmiðunin of há? Of há viðmiðun getur t.d. skapast Jóhann Rúnar Björgvinsson vegna afleiðinga rangrar efnahags- umgjarðar sem hvetur til ákvarðana af hálfu fyrirtælqa (um s.s. erlend- ar lántökur), sem leiða til hærri innlends kostnaðar (gert er ráð fyr- ir að hærri kostnaður í vissum greinum leiði til hærra verðlags) og þar með hærra verðlags. Verða þá samkeppnisgreinar láglauna- greinar miðað við hið nýja verðlag? Eða er hið nýja verðlag of hátt og komið til vegna mistaka við efna- hagsstjóm? Þá getur of há viðmiðun skapast vegna hugsanlegs skorts á samkeppni í hinum svokölluðu há- launagreinum, en slíkt getur valdið of háum launum og hagnaði í þeim greinum. Þetta á líklega við um ýmsa innlenda þjónustu. Afrakstur slíkra greina er því metinn of háu verði, en það verð er hluti af verð- laginu. í framhaldi af þessu má spyija hvort leggja eigi niður starfsemi ýmissa fyrirtækja vegna þess að þau greiða of lág laun. Eða á að móta heilbrigða efnahagsumgjörð sem ekki mismunar fyrirtækjum hvað rekstrarskilyrði varðar, og lað- ar fram heilbrigða samkeppni þar sem hún á við. Það er í rauninni mjög alvarlegt mál ef röng efnahagsumgjörð er þess valdandi að fyrirtæki, sem eiga fullan rétt á sér, eru lögð niður. Það er líka reginfirra að halda að málið sé svo einfalt að gengisfestan ein framkalli nauðsynlega aðlögun að hagkvæmara framleiðslu- mynstri. Við skulum hafa í huga að til skamms tíma voru raunvextir nei- kvæðir hér á landi, og mótuðu mjög alla hegðun atvinnureksturs. Fyrir- tæki Qármögnuðu flestar fjárfest- ingar sínar með lánsfé og sömuleið- is rekstur með afurða- og skamm- tímalánum; er það ekki nema eðli- legt þar sem lánin rýmuðu stöðugt að verðgildi. Þessi efnahagslega umgjörð laðaði fram vissar starfs- venjur í atvinnurekstri umfram aðr- ar, sömuleiðis vissa hæfíleika stjómenda umfram aðra. Meira máli gat skipt fyrir fyrirtækið að stjómandinn hefði góðan aðgang að lánsfé en góða þekkingu á starf- semi, skilyrðum og möguleikum fyrirtækisins. Við höfum því í landinu ákveðna fyrirtækjasam- setningu, með ákveðna verkþekk- ingu (know-how), sem mótaðist við aðstæður neikvseðra raunvaxta. Nú þegar raunvextir eru jákvæð- ir er ekki í sama mæli hægt að fara út í fjárfestingar, sem fjár- magnaðar eru með lánsfé. Sömu- leiðis er óvarlegt að fjármagna rekstur með dýmm skammtímalán- um. En það tekur tíma að breyta hugsunarhætti, að laða fram nýja tegund stjómenda og nýja starfs- hætti og jafnvel nýja fyrirtækja- samsetningu. En vert er að minna á að afrakstur fjármagnsins (arð- gTeiðslur og raunvextir) skiptir mestu sem viðmiðun um afkomu og tilveru fyrirtækja ef gert er ráð fyrir jöfnum rekstrarskilyrðum, en ekki hvemig þau standast fast gengi. Þetta er kjami málsins. í framhaldinu er mikilvægt að móta heilbrigða efnahagsumgjörð; að skapa Seðlabanka rétt starfskil- yrði; að draga úr afskiptum hins opinbera af ráðstöfun spamaðar þjóðarbúsins; að stuðla að breyttum starfsháttum lánastofnana og meiri ábyrgð þeirra; og að lokum að auka kröfur til stjómmála- og embættis- manna varðandi hlutverk og ábyrgð þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Esnadrillur kr. 195,- Litir: Hvítt, svart, rautt, gult, dökkblátt, kakí, beige. Stærð: 24-46. Póstsendum. 5% staðgreiðsluafsláttur. TOPP SKÖRIBíN VELTUSUND11 21212 Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreiða Útsölustaðir: Bílanausthf. Flest bifreiðaumboð Málmsteypan HELLA hí. KAPLAHRAUNI 5 • 220 HAFNARFJORÐUR • SÍMI 65 10 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.