Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 BERGEP 1 Bxíviki 1 FLUGLEIDIR -fyrir þíg- Fer inn á lang flest heimili landsins! Frábær nýjung! Tig- og pinnasuða með sama rafsuðutækinu. Draumatækið fyrirþá sem smíða úr ryðfríu stáli. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 Power Invertig 130 og 160 eru kröftug, jafnstraums rafsuðutæki til tig- og pinna- suðu (taka 1,60-4,0 mm vír). ækin hafatvenns konar kveikingu (við tig-suðu), hátíðni- og snertikveikingu (Lift-arc), sem velja má um eftir aðstæðum hverju sinni. Power Invertig rafsuðutækin vega að- eins 19 kg. Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. tig-suða pinnasuða MOSAEYÐANDI! JARÐVEGSBÆTANDI! HEILDSÖLUDREIFING: SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS SÆVARHÖFÐA 11,112 REYKJAVÍK. SÍMI: 91 -83400 MÁNABRAUT, 300 AKRANES. SÍMI: 93-11555 «= =í''L'S^p<UIII II Sf KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355 |G}óöurkalk er ætlað til notkunar fyrir gras, grænmeti, runna og limgerði. Það stuðlar að jafnari sprettu og heldur mosa og varpasveif- grasi í skefjum. Gróðurkalk eykur uppskeru garðávaxta og skerpirvöxt lauftrjáa. [Gj'óðurkalk er hagstæð bfanda af fínni mélu og grófari kornum sem er þjál í meðförum og auðveld í dreifingu. Fínmalaö kalkið hefur strax áhrif en gróf kornin leysast upp smátt og smátt og stuðla að langtímaverk- un kalksins. il jgrasgarða og limgerði er best að dreifa og blanda kalkinu í gróðurmoldina við sáningu eða . Gott er dreifa kalkinu vor eða haust og raka það vel ofan í grassvörðinn með hrífu. ©ænmetisgarða er hentugast að kalka á vorin eða á haustin. Best er að blanda kalkinu vel í gróður- moldina um leið og garðurinn er unninn. vf \ V . \ ~ 0THUGIÐ. Vegna hættu á kláöa þarf ekki að kalka kartöflugarða nema þeir séu mjög súrir. Ekki er heldur ráðlegt að kalka skrautrunna sem þurfa súran jarðveg. Nánari upplýsingar um Gróöurkalk oq notkun þess er að finna í bæklingi sem þú færð ókeypis á útsölustöóun- um. Að segja til syndanna eftir Jens íKaldalóni Þótt ég hafi lítið lært, létt um grundir tifa, er mér jafnan undur kært ögn til þín að skrifa. Ég hef verið að velta því fyrir mér nú undanfarið, hvort mér hafi sést svo hrottalega yfír í mati mínu á Ólafí G. Einarssyni formanni þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, þegar ég hef stundum talið hann einn af okkar mætustu þingmönnum. Ráð- settan, stilltan og raunsæjan kall, sem ekki fíasaði til sinna verka. Gat ég þó ekki komist hjá að kenna í bijósti um hann í fyrra, þá er ég sá hann í sjónvarpinu þegar hann með forsætisráðherranum var að reka Albert úr ríkisstjóminni, því svo sannarlega var ásjóna hans þá svo aumkunarlega bijóstumkennan- leg, að ég eiginlega fann til með honum. En viti svo menn, að þegar ég heyrði um þau ósköp, að þessi gjörfílegi drengur, nú í vetur, væri búinn að taka slitrumar úr hinu marg svo umhjakkaða ölfrumvarpi upp á sína arma til flutnings og framvindu allrar á okkar svo háa Alþingi,. sem þeim er svo gjamt á að láta titla í þann dúr, fannst mér einhvemveginn að þetta væri allt í einu orðinn allt annar maður en áður ég taldi og fannst hann eigin- lega vera að setja blett á sjálfan sig, og lágkúru á sjálft þjóðþingið. Eða hvað eigum við að halda, þess- ir áhorfendur að störfum þessara 63 alþingiskompána allra í einum kór, þegar þeir nenna ekki að ráða við vegferð og velferð þjóðar sinnar betur en svo, að planleggja í árs- byijun allt upp í 13 milljarða við- skiptahalla á innflutningi til landsins á einu og sama árinu, í viðbót við nær 7 milljarða halla á sl. ári. Þess- ir 13 milljarðar, sem þeir tala svo ósköp sakleysislega um, að séu bara sjálfsagðir og ekkert að því að fínna, samsvara bara verði 35 togara spá- nýrra af nálinni, eins og var að koma til Sjólastöðvarjnnar um dag- inn. Já, hvað eigum við að hafa mikið álit á öllum þessum kempum, þegar þeir fara svo alltíeinu að leggja fram og jagast yfir því hvort eigi að leyfa bruggun áfengis, þótt kallaður sé hann bjór í daglegu máli. Ég held að það megi langt til leggja óþjóð- legri og aumkvunarlegri aumingja- skap. Já, en heyrið þið nú rökin fyrir allri reisninni. Það er frelsið. Aukið frelsi. Það sé helvíti hart að mega ekki drekka sig fulan af bjór, nú og þá ekki síður hitt, að allir mega ekki hafa frelsi til að höndla þetta heilnæma hun- ang, fyrst einn og einn, sem kemur frá útlöndum megi taka það með sér í lendingunni. Já, mikil eru þessi hlunnindi ferðalanganna. Sko, nú er ég svo vitlaus, að ég skil ekki í nokkrum lifandi manni og allra síst í þeim sem eru að trana sér til þess að komast inn í hið háa Alþingi, til að stjóma þjóðinni,með allri sinni vizku og viti, að þeir geti borið þetta á borð við nokkum lifandi mann, og allra síst til að treysta málstað sinn. Nú eru þessir sömu menn að gera sýknt og heilagt lög um að skerða frelsi manna í öllu formi, á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Væri ekki nokkrum manni fært að tíunda öll þau ósköp af allra handa lagabálkum, sem einmitt hljóða upp á það að skerða frelsi manna. Én hvað gildir svo þetta blesaða frelsi, sem þessir miklu höfðingjar eru að hampa, og þykj- ast vera að skýla sér bak við? Jú, það gildir meðan þú eða ég, alla daga og frammá nætur erum að þamba áfengt öl, orðnir fullir og vitlausir, og kunnum ekki lengur með frelsið að fara, æðum áfram eins og vitfírrtar skepnur, erum svo teknir og settir í steininn eða á drykkjumannahæli til afvötnunar, en byijum svo oftast nákvæmlega á sama andskotaganginum æ ofan í æ aftur. Við erum líka sviftir því frelsi að mega fara I bílinn okkar um hábjartan sumardaginn í sól- skini og blíðu, nema með öll ljós kveikt, og því síður nema að reyra okkur í sætin, það er nú allt frelsið sem okkur er gefíð, eða hitt þó held- ur. En hvað svo. Frammá sjónarsvið- ið stígur svo við stokkinn okkar hinn einlægi og elskulegur Vestfírðingur, sem allra manna fremstur í flokki, sem svo sannarlega ætlaði við síðustu stjómarmyndun að ganga fram fyrir skjöldu til styrktar og hjálpar okkar einstaklega sundurt- ætta stijálbýli, sem alls staðar blasti svo við neyð og vandræði, óviðráð- anleg á öllum sviðum, nema þar til legðist sá sem þorði, valdið og karl- mennskuna hefði svo langt yfír alla meðalmennsku, að þama væri nú einmitt kominn sá rétti maður á réttan stað, og það var eins og dreif- býlinu birtist þama geislablik lýs- andi krafta og mannkærleika, um að nú væri okkur borgið litlu mönn- unum, vanmegna og forustulausir, enda að hamingjan fannst okkur við blasa, í þeim blessaða náðarfaðmi, sem þama skein í opinn og vinsemd- in uppmáluð. En bíðum við, ekki kvak, stuna né hósti heyrst eða sést frá þessu kærleiksríka góðmenni, þar til allt í einu nú, að kvak úr homi heyrist ásamt kempunni Guð- rúnu Helgadóttur, þeim mikla hvalavini, um að leggja 15 kr. tappa- gjald á lítrann af ölbrugginu til menningar- og ég held líknarmála. Þama var hún þá öll líknarrausnin til þeirra fátæku og smáu, að reyna að kroppa aurana af aumingjunum í bjórdrykkjuþambinu. Þeir eiga svo sem að vera mestu burgeisamir til að undirbyggja menninguna, og ekki fataðist höfðingjunum hug- myndin um hvar það væri helst nið- ur að bera til fjárlöflunar, þessum svo vanþróaða menningarstuðli okk- ar, og þá bjórdrykkjuvesalingunum best treystandi til þar í að leggja af mörkum, af öllum þeirra digm fjársjóðum. En hvað með fíkniefnaneytend- uma? Af hveiju á að gera upp á milli manna? Hafa þeir ekki dóm- greind til að ráða sínum gerðum, velja og hafna eins og öldrykkju- neytendur? Já, svona er nú öll reisn- in yfír þessum miklu andans höfð- ingjum, sem landinn er að velja til forsjár sér sjálfum, og þjóðinni allri til forsjár á högum hennar og vel- ferð. Nei sko, ef þetta væm menn, sem talandi væri um í þeim dúr, væri þeir.i sæmra að afnema allan bjór- innflutning, og þar með bæta fyrir þá bresti, sem einn ráðherranna kvað hent hafa, og talið er af vísum mönnum lögbrot, að hafa upp á sitt eindæmi á sinni ráðherratíð leyft þennan innflutning, öllum til ama, óánægju og bölvunar. Það er ekkert leyndarmál, og vita það allir, að innlent bjórbmgg með fijálsri sölu til hvers og eins, getur ekki annað en aukið drykkju og óreglu í öllu formi, með þeim hrika- legu afleiðingum sem því fylgja. Þetta vita flutningsmenn fmm- varpsins einnig manna best. Þeir vita það líka manna best, að þegar komið er á stað með áfengt ölþamb, kallar það á að totta með því annað sterkara vín, og þeir vita það líka ekki síður, að frelsið til áfengis- drykkju hefur alla tíð verið það þyngdarlögmál, sem fæstir hafa ráðið við, og þess vegna em áfengis- málin vandræðamál bæði einstakl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.