Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 16

Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Skólaslit í Skógaskóla: Hugmyndir um nám í þj óðháttafræðum Holti. SKÓLASLIT fóru fram föstudag- inn 6. maí í Skógaskóla undir Eyjafjöllum. Eftir skólaslit var haldinn skólanefndarfundur þar sem m.a. var rætt um eflingu Skógaskóla með stofnun nýrrar valgreinar við skólann með námi í þjóðfræðum, þar sem skólinn njóti byggðasafnsins og aðstöð- unnar þar. Sverrir Magnússon, skólastjóri, lýsti starfínu við skólann í vetur. Fastráðnir kennarar eru fjórir og fjórir stundakennarar. Námið fór fram í þremur efstu bekkjum grunn- skólans og einni framhaldsdeild með um 60 nemendum. Kennd var tölvu- fræði í 9. bekk og framhaldsnámi sem valgrein og einnig fór fram til- raunakennsla í félagsnámi, þar sem undirstöðuatriði ræðumennsku var kennd, svo og allt er varðaði stofnun félaga og um rekstur þeirra og fé- lagsmálastarf. bekk Einar Sigmarsson, Sauðhú- svelli. Þá hlaut einnig Dýrfínna Sig- uijónsdóttir, Skógum, bókaverðlaun fyrir námsárangur í jarðfræði. Að loknum skólaslitum og kaffí- veitingum fór fram skólánefndar- fundur. Auk skólanefndarmanna voru mættir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og Arni Bjömsson, þjóð- háttafræðingur. Sigurður var mætt- ur fyrir hönd eldri nemenda skólans og velunnara hans og hafði sent skólanefnd eftirfarandi tillögu með greinargerð: „Við undirrituð förum þess hér með á leit við skólanefnd Héraðs- skólans á Skógum að hún beiti sér fyrir því, að tekin verði upp kennsla í þjóðháttafræði við 9. bekk skólans með áherslu á íslenska landbúnaðar- hætti. Undirbúningur miðist við það, að kennsla geti hafíst næsta haust. Við munum leggja þessu máli lið eftir því sem ástæður leyfa, Skógaskóli Við héraðsskólann er starfandi foreldra- og kennarafélag, en það mun vera einsdæmi varðandi hér- aðsskóla. Félagið styður við félags- starfsemi skólans, styrkir klúbb- starfsemi og heldur einn foreldra- dag með nemendum árlega. Sverrir gat þess að félagsstarf nemenda hefði verið gott og í vetur hefðu verið stofnaðir nýir klúbbar, tennis- klúbbar og ljósmyndaklúbbur, sem hefðu starfað með ágætum undir leiðsögn Sigurðar Guðmundssonar kennara. Keypt hefðu verið borð- tennisborð og öll tæki til framköll- unar og stækkunar. Þá hefði íþróttafélagið og tafíklúbbur starfað vel undir leiðsögn kennara. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti flutti ávarp og hvatningarorð til nemenda. Veitti hann námsstyrk til Helgu Sifjar Sveinbjömsdóttur frá Yzta- Bæli fyrir hönd sjóðsstjómar Minningarsjóðs Sigríðar Jónsdóttur frá Drangshlíðardal. Formaður skólanefndar Friðjón Guðröðarson, sýslumaður flutti ávarp og gaf síðan fyrir hönd sýslu- nefndar Rangárvallasýslu bókagjaf- ir til nemenda fyrir beztan námsár- angur. I framhaldsdeild hlaut Anna Kristín Ásbjömsdóttir, Skógum, við- urkenningu í 9. bekk, Helga Sif Sveinbjömsdóttir, í 8. bekk Guðlaug Sigurðardóttir, Skógum, og í 7. og skólanefnd telur geta komið að gagni." I greinargerð með tillögunni er bent á hina einstöku aðstöðu sem er í Skógum vegna byggðasafnsins sem þar er og þá þekkingu og reynslu sem saftivörður, Þórður Tómasson, býr yfír. Einnig er bent á möguleika þess að vera með full- orðinsfræðslu, námskeið eða nem- endaskipti við aðra skóla í tengslum við þetta nám. Ámi Bjömsson, þjóðháttafræð- ingur, mælti mjög eindregið með því að þessari námsbraut yrði kom- ið upp við skólann og benti á nauð- syn þess að ráða kennara til skólans sem jafnframt myndi vinna að fræðistörfum við byggðasafnið und- ir handleiðslu Þórðar Tómassonar. Samþykkt var að tilnefna 5 manna starfshóp til að vinna að framgangi þessa máls. Af öðrum málum skólanefndar- innar má nefna það viðfangsefni sem nú er unnið að undir forystu hreppsnefndar Austur-Eyjafjalla- hrepps, að láta bora eftir heitu vatni í nágrenni Seljavalla og leiða til Skóga. Þetta er mikið hagsmuna- mál fyrir skólann og sveitina og er vænst að framkvæmdir við þetta geti hafíst á þessu ári. — Fréttaritari Póstur og sími: Nýr afgreiðslutími í Flugstöðinni Afgreiðslutíma pósthússins á fyrstu hæð í Flugstöð Leifs Eirikssonar á Keflavíkurflug- velli hefur verið breytt. Nú er opið frá 06—18 alla virka daga. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni segir, að breyttur afgreiðslutími sé Iiður í bættri þjónustu við viðskiptavini, bæði farþega í Flugstöðinni og ekki síður íbúa nágrannabyggða. Pósthúsið í brottfarasal á annarri hæð Flugstöðvarinnar er opið allan sólarhringinn og nú hefur verið settur upp póstkassi, fyrir póst til útlanda, í anddyri Hótels Loftleiða. Hann er tæmdur tveim tímum fyrir brottför flugvéla frá Keflavíkur- flugvelli og póstinum komið um borð í þær. Safnaðarheimilið og Landakirkja séð frá Skólavegi þar sem aðalinngangurinn er í safnaðarheimil- ið. Þak safnaðarheimilisins verður eirklætt eins og þak Landakirkju. byggt við Landa- kirkju í Eyjum Fyrsta skóflustungan að safnaðarheimili við Landakirkju i Vestmannaeyjum var tekin fyrir skömmu og er áætlað að byggingin verði fok- held og fullfrágengin að utan ásamt lóð i nóv- embermánuði næstkomandi. Safnaðarheimilið er 370 fermetrar að stærð, alls 1270 rúmmetr- ar, og er tengt Landakirkju með tengibyggingu neðanjarðar. Vegna nálægðar safnaðarheimilisins við Landa- kirkju, sem er ein elsta steinkirkja landsins, er safn- aðarheimilisbyggingin niðurgrafín að verulegu leyti, en byggingin mun standa við Skólaveg sem er all brött gata. í safnaðarheimilinu verður skrifstofa sóknarprestsins, almenn skrifstofa, fatahengi, sal- emi, geymslur fyrir starfsemi í kirkjunni og 155 fermetra samkomusalur. í tengibyggingunni á milli kirkjunnar og safnaðarheimilisins verða fatahengi fyrir kirkjuna og salemi, en gengið verður úr for- stofu kirkjunnar niður í tengibygginguna og einnig verður lyfta af jarðhæðinni. Páll Zóphóniasson tæknifræðingur teiknaði safnaðarheimilið. Athugasemd: Safnaðarheimili Þórður H. Gíslason sem lengi var meðhjálpari Landakirkju tekur fyrstu skóflustunguna að nýju safnaðarheimili við Landakirkju. Fjær er sóknarpresturinn, séra Kjartan Örn Sigurbjöms- son, kona hans Katrín Þórlindsdóttir og safnað- arfólk í Eyjum. Landsvirkjun keypti gjald- eyri fyrir 1,2 milljónir Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Lands- virkjun: „í fréttatíma Stöðvar 2 í gær- kvöldi var þvf haldið fram að fjár- málaráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, hefði krafist sérstakrar skýrslu frá Landsbankanum vegna orðróms um að Landsvirkjun hafí átt stóran hlut í gjaldeyrisútstreyminu í síðustu viku. Jafnframt var látið að þvi liggja í fréttinni að Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sem er jafnframt formaður stjómar Lands- virkjunar, hafí hér komið við sögu og gerst sekur um að hafa misnotað aðstöðu sína til að Landsvirkjun gæti með gjaldeyriskaupum hagnast á gengisbreytingunni, sem ákveðin var um sl. helgi. í tilefni þessa fréttaflutnings óskar Landsvirkjun að taka fram að í vik- unni fyrir gengisbreytinguna námu gjaldeyriskaup fyrirtækisins alls kr. 1.243.204,10, sem er mjög lítil fjár- hæð miðað við gjaldeyriskaup fyrir- tækisins að jafnaði. Til samanburðar má nefna að í janúar—apríl á þessu ári námu gjaldeyriskaupin um 100 millj. króna að meðaltali á mánuði, aðallega vegna afborgana og vaxta af erlendum lánum fyrirtækisins. Eru kaupin í síðustu viku því aðeins 1,2% af mánaðarlegri meðalQárhæð gjald- eyriskaupa Landsvirkjunar það sem af er árinu. Af þessu sést að Landsvirkjun hefur ekki staðið í neinum sérstökum gjaldeyriskaupum síðustu dagana fyrir gengjsbreytinguna, heldur má segja að gjaldeyriskaup Landsvirkj- unar hafi þá verið með minnsta móti. Það má því ljóst vera að Lands- virkjun verður ekki sökuð um óeðli- lega mikil gjaldeyriskaup á téðu tímabili og því út í hött að gefa slíkt í skyn eins og gert var í umræddri frétt Stöðvar 2. Jafnframt því sem rangfærslur þessar eru leiðréttar getur Lands- virkjun ekki látið hjá líða að átelja fréttastjóra Stöðvar 2 fyrir þennan villandi fréttaflutning og ekki hvað síst fyrir að gefa ranglega í skyn að stjómarformaður Landsvirkjunar hafí gerst sekur um trúnaðarbrot sem seðlabankastjóri með því að misnota aðstöðu sína til að Lands- virkjun gæti hagnast á umræddri gengisbreytingu með gjaldeyris- braski. Stjómarformaðurinn hefur í fyrsta lagi engin afskipti af gjaldeyri- sviðskiptum Landsvirkjunar og í öðru lagi hefur hann aldrei miðlað upplýs- ingum til Landsvirkjunar, hvorki beint né óbeint, um fyrirhugaðar ráðstafanir í gengismálum. Ásakanir um hið gagnstæða eru því í fyllsta máta vítaverðar og verða að teljast saknæmar aðdróttanir." Sinubrunar: Þrír sumarbú- staðir í hættu SLÖKKVILIÐIÐ I Reykjavík var kvatt út um klukkan sjö sl. mánu- dagskvöld vegna sinubruna á Mosfellsheiði rétt austan Hafra- vatns. Þrír sumarbústaðir voru í hættu vegna brunans. Bruninn var allmikill og erfítt að komast á staðinn vegna aurbleytu. Fara varð gamla Þingvallaveginn. Tveir bílar frá slökkviliðinu fóm á staðinn og tókst að bjarga sumarbú- stöðunum. Slökkvistarfið tók um tvær stundir. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var mikið um smá- sinubruna í borginni á þriðjudag. Var slöklkviliðið kallað út sjö sinn- um af þeim sökum. Ekki varð tjón á mannvirkjum vegna þeirra bruna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.