Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 19 Hátíð á 70 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar Siglufjarðarkaupstaður á 70 ára afmæli á morgun, 20. maí, auk 170 ára verslunarafmælis. Af því tilefni verður fjölbreytt hátíðardagskrá i bænum, sem hefst klukkan 14.00 með opnun nemendasýningar í Grunnskól- anum undir yfirskriftinni „Smá- myndir og þættir í 70 ár“. Hátíð- arfundur bæjarstjórnarinnar hefst svo klukkan 17.00 í nýjum fundarsal í Ráðhúsinu. Á sama tima frumsýnir Leikfélag Siglu- fjarðar leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum, undir leikstjórn Carmen Bonitch. Há- tiðahöldunum lýkur svo með há- tiðardagskrá i Siglufjarðar- kirkju. Galdrakarlinn í Oz er viðamesta verkefni, sem Leikfélag Siglufjarð- ar hefur ráðist í, en félagið var stofnað 4. apríl 1951. Húsnæðis- vandi hefur hijáð það auk skorts á fólki, en með þessari sýningu er vonast til að fari að birta til. Auk þess að sjá um leikstjóm hannar Carmen Bonitch leikmynd og búninga og sér um förðun og lýsingu í samráði við Ingvar Bjöms- son hjá Leikfélagi Akureyrar. Tón- listin er í höndum Sturlaugs Kristj- ánssonar. Milli 50 og 60 manns standa að sýningunni, en leikendur eru 35, þar af 12 böm. Aðalhlut- verk eru í höndum Jónu Bám Siglufjarðarkirkja á hvítasunnudag: Stefán Friðbjarn- arson prédikar Si^lufirði. SJÖTÍU ár eru liðin síðan Siglu- fjörður fékk kaupstaðarréttindi í dag, föstudag og 170 ár sfðan að kaupstaðurinn fékk verslun- arréttindi. Einnig eru á þessu ári liðin 100 ár sfðan sr. Bjarni Þor- steinsson tónskáld og fyrsti heið- ursborgari Siglufjarðar vígðist til Siglufjarðar og rétt fimmtíu ár sfðan hann lést. Vegna þessara tímamóta tengist guðsþjónusta hvítasunnudags sér- staklega bæjarfélaginu en bæjar- fulltrúar munu flytja ritningarorð við guðsþjónustuna. Þennan sama dag verður sfðan guðsþjónustu sjónvarpað frá Siglu- fírði, en þar em hátíðarsöngvar sr. Bjama fluttir af kirkjukór undir stjóm Anthonys Raleys og sóknar- prestinum sr. Vigfúsi Þór Amasyni. - Matthfas Siglufjarðarkirkja Akranes: Átak í gatnagerð MIKIÐ verður unnið við gatna- gerð á Akranesi f sumar og ber þar hæst að notuð verður ný að- ferð við að steypa götur með svo- kallaðri „þjappaðri þurrsteypu". Áætlað er að lagning fari fram f júnímánuði og er undirbúnings- vinna f fullum gangi. Þessi nýja aðferð er árangur af starfí nefndar sem skipuð er fulltrú- um Akraneskaupstaðar, Sements- verksmiðju ríkisins og Sérsteypunn- ar sf. Nefndin hefur lagt drög að 5 ára framkvæmdaáætlun í gatnagerð á Akranesi miðað við þessa nýju aðferð. Ljóst er að ef þessar fram- Gripinn klæðlaus UNGUR maður í Reykjavík var handtekinn tvisvar um helgina fyrir ósæmilegt athæfi á af mannafæri. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna slíkrar hegðunar. Á sunnudag fækkaði maðurinn fötum á Lækjartorgi, en lögreglan greip hann á meðan hann var enn á skyrtu og nærbuxum. Aðfaranótt mánudags tókst ekki eins vel til; þá var maðurinn nakinn þegar til hans náðist. Hauksdóttur, sem leikur Dóróteu, Kolbeins Engilbertssonar, sem leik- ur Puglahræðu, Jóhanns Sigþórs- sonar, sem leikur Pjáturkarl og Halldórs Guðjónssonar, sem er í hlutverki Ljónsins. Hátíðardagskráin í Siglufjarðar- kirkju verður sem hér segir: 1. Júlíus Júlíusson setur hátíðina og kynnir dagskráratriði. 2. Bæjarstjóri, ísak J. Ólafsson, flytur stutt ávarp. 3. Kirkjukór Sigluíjarðar syngur undir stjóm Anthony Raley. 4. Hátíðarræða: Siguijón Sæ- mundsson-, fyrrverandi bæjarstjóri. 5. Kvennakór Siglufjarðar syng- ur undir stjóm Rögnvaldar Val- bergssonar. 6. Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari, flytur fmm- samið efni tengt Siglufírði. 7. Þorvaldur Halldórsson, guð- fræðinemi, syngur. 8. Lúðrasveit Siglufjarðar leikur undir stjóm Anthony Raley. 9. Hátíðarsamkomunni slitið af forseta bæjarstjómar Bimi Jónas- syni. Að lokinni samkomunni verður gestum boðið upp á kaffíveitingar í Safnaðarheimilinu. Þórsmörk: Bannað að tjalda Á umsjónarsvæðum Ferðafé- lags íslands í Þórsmörk verður ekki leyft að tjalda fyrr en í júní. Þessi svæði eru Langidalur, Stóriendi og Litliendi. Átroðningur á viðkvæmum svæð- um á þessum árstíma getur haft ófyrirsjáanlegt tjón í för með sér og þess vegna bannar Ferðafélagið tjöldun þar til séð verður að gróður- inn þoli slíkt. (Fréttatilkynning) kvæmdir takast eins vel og vonir standa til má búast við að þetta geti orðið góður kostur fyrir önnur sveitarfélög. Þessi þurrsteypa verður lögð út líkt og um malbikun sé að ræða og mun Loftorka hf. sjá um þá hlið en Steypustöð Þorgeirs og Helga hf. á Akranesi mun sjá um blöndun efn- is. Gert verður ráð fyrir að steyptir verði tæpir 1.400 metrar af götum í sumar og er þar um að ræða hluta af Jörundarholti, Bakkatún og Víði- grund og verður um fullnaðarfrá- gang á þessum götum að ræða sem þýðir að allar gangstéttir verða einnig gerðar. Síðan er ætlunin að undirbyggja nokkrar götur til að unnt verði að leggja á þær árið 1989. Þá er einnig á dagskrá að ljúka gerð gangstétta við Sunnu- braut og Sandabraut. Sérsteypan hf. er fyrirtæki í eigu Sementsverksmiðju ríkisins og íslenska Jámblendifélagsins og hef- ur unnið undanfarin ár að þróun steinsteypu og er þessi þurrsteypa m.a. árangur af því starfí. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann fagnaði sérstaklega því samstarfí sem tekist hefði með bæjaryfírvöldum og fyrirtækjum sem stæðu að Sérsteypunni sf. og hann vonaði að þessi tilraun tækist vel og yrði öðrum sveitarfélögum og opinberum aðilum til eftirbreytni. - JG FATALAND Smiðjuvegi 2 AFSLÁTTARDAGAR 30% afsláttur af öllum fatnaði. DÆMI: Herrabuxurkr. 1790/1253 Herraskyrtur kr. 1090/763 Háskólabolirkr. 790/553 Jogging-gallar kr. 1590/1113 Jogging-buxur kr. 790/553 Barnajoggi ng-gallar kr. 990/693 5 pör barnasokkar kr. 245/171 Barnabolir kr. 195/136 Skórkr. 1590/1113 o.m.fl. Hringbraut 119. Smiðjuvegi 2b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.