Morgunblaðið - 19.05.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 19.05.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 5 Sjónvarpið sýn- ir „Glerbrot44 Samdráttur lífeyrissjóðslána: Fækkun lána um 37% á síðasta ári GLERBROT er sjónvarpsmynd eftir Kristínu Jóhannesdóttur og byggist á leikritinu „Fjaðrafok" eftir Matthias Johannessen. Myndin fjallar um unglingsstúlk- una Maríu sem er í unglinga- hljómsveit og straumhvörfin í lífi hennar þegar foreldramir gef- ast upp á hlutverki sinu og senda hana á uppeldisstofnun fyrir ungar stúlkur. Þar hefur forsjá og umhyggja fyrir löngu snúist upp í valdbeitingu og er ýmsum misjöfnum meðulum beitt. María grípur til sinna ráða og hyggur á flótta. Sjónvarpsmyndin „Gler- brot“ byggist alls ekki á raun- verulegum persónum né atburð- um. Björk Guðmundsdóttir leikur Maríu, Kristbjörg Kjeld forstöðu- konuna, Margrét Guðmundsdóttir konuna, Helgi Skúlason afa Maríu, Pétur Einarsson Jón, föður Maríu, Margrét Ákadóttir Líneyju, stjúp- móður Maríu, og Björn Baldvinsson vin Maríu. Leikstjóm, klippingu og stjóm upptöku annaðist Kristín Jó- hannesdóttir, myndatöku og lýs- ingu Snorri Þórisson, hljóð Halldór Bragason, leikmynd og búninga Guðrún Sigríður og tónlist Hilmar Öm Hilmarsson. Mjmdin er 52 mínútur á lengd. Matthías Johannessen er löngu kunnur fyrir ritstörf. Hann er kannski þekktastur fyrir ljóð sín auk samtalsbóka en þó hafa leikrit hans ávallt vakið mikla athygli þeg- ar þau hafa verið sýnd og stundum valdið fjaðrafoki. Leikritið sem Kristín byggir sjónvarpsmynd sína, „Glerbrot“, á var eitt slíkra verlca enda hét það „Fjaðrafok“. Það er þó engan veginn þess vegna sem þetta verk var valið til sjónvarps- gerðar heldur vegna þess að það fól í sér mjög sérstæða möguleika til myndvinnslu. Leikritið „Fjaðra- fok“ var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1969. Þess ber að geta að engar skírskotanir em í þekktar persónur né atburði nýliðna né löngu liðna í hinu nýja verki. Hins vegar hefur leiktexti Matthíasar verið notaður óbreyttur en mikið styttur, til þess að þjóna nýju sjónvarpsverki. Krístin Jóhannesdóttir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri dvaldi í Frakklandi til margra ára þar sem hún lauk fyrri hluta dokt- orsgráðu í kvikmyndafræðum við Universitet Paul Valery og námi í kvikmyndaleikstjóm í Conservato- ire du Cinema í París. Hún kom heim frá_ Frakklandi til að kvik- mynda „Á hjara veraldar" 1982 og hefur starfað hér á landi síðan. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Stúdentaleikhúsið, Nemendaleik- húsið og stýrt leikritum í útvarpi. „Glerbrot" er annað leikritið sem hún leikstýrir fyrir sjónvarpið, hið fyrra var „Líf til einhvers" sem sýnt var á nýársdag 1987. (FréttatUkynning frá sjónvarpinu.) MIKILL samdráttur varð á sjóð- félagalánum lífeyrissjóðanna á milli áranna 1986 og 1987 sam- kvæmt könnun sem Samband almennra lífeyríssjóða lét gera varðandi eftirspurn sjóðfélaga eftir lífeyrissjóðslánum. Fækk- un veittra lána 1987 nam um 37% miðað við 30% fækkun árið 1986, að því er fram kemur i Fréttabréfi Sambands al- mennra lifeyríssjóða. Árið 1986 veittu sjóðimir 4.882 lán samtals 1.543 milljónir króna, en 1987 voru veitt lán til 3.068 sjóðfélaga að fjárhæð 1.117 millj- ónir króna. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1984 vom veitt 10.443 lífeyrissjóðslán og 1985 vom veitt 6.913 lán. Heildarlánsupphæð lækkaði í krónutölu um 27,5% milli áranna 1986 til 1987. Miðað við hækkun lánskjaravísitölu milli ára var hins vegar um 62% raunlækkun að ræða. Ef árið 1987 er hins vegar borið saman við 1985 nemur raun- lækkunin um 94%. Á árinu 1984 lánuðu lífeyrissjóðimir um 63% af ráðstöfunarfé sínu til sjóðfélaga. Áætlað er að þetta hlutfall hafí hrapað niður í 11% á síðasta ári. Ástæður fyrir þessum sam- arætti lífeyrissjóðslána em taldar vera aðallega tvær: Skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna af Hús- næðisstofnun ríkisins hafa stórau- kist að undanfömu, enda fara nú réttindi lánþega hjá Byggingar- sjóði ríkisins eftir skuldabréfa- kaupum lífeyrissjóðanna. I öðm lagi hækkuðu vextir af lífeyris- sjóðslánum vemlega á síðasta ári. Vextir vom í ársbyijun 1987 6,2% en námu í árslok 9,5%. oq við erm med futtar buðir af meiriháttar fatnaði. KARNABÆR UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Laugavegi 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Sími 45800 frá skiptiborði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.