Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 1
88 SIÐUR B 115. tbl. 76. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkín: Harmleikur í smábarnaskóla Winnetka. Reuter. EITT barn lést og fimm særðust alvarlega þegar ung kona gekk á föstudag inn i skóla í bænum Winnetka í Illinois-ríki í Banda- ríkjunum og hóf að skjóta á nem- endurna. Þá hafði hún áður reynt að kveikja í öðrum skóla og einnig húsi fjölskyldunnar, sem hún hafði unnið fyrir við Sovétríkin: Flokksleið- togar settir af Moskvu, Reuter. KYMRAN Bagirov, leiðtogi sov- éska Itnmmtiniataflokksins f sovét- lýðveldinu Azerbajdzhan, var f gær vikið úr starfi. Skömmu sfðar var frá þvf skýrt að leiðtoga flokksins í Armenfu hefði einnig verið gert að taka pokann sinn. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá þvf að Abdul Vezirov hefði tekið við starfi Bagirovs. Vezirov hefur verið sendiherra Sovétríkjanna í Ind- landi, Nepal og Pakistan. Armenski minnihlutinn í Azerbajdzhan hefur mjög látið til sín taka að undanfömu. Þjóðemissinn- aðir Armenar hafa krafist þess að landbúnaðarhéraðið Nagomo-Kara- bakh verði á ný sameinað Armeníu. í febrúarmánuði brutust út harðvítug átök Armena og Azerbajdzhana í borginni Sumgajt í Azerbajdzhan og þegar þeim lauk lágu rúmlega 30 manns í valnum. Fyrr í þessari viku eftidu Armenar til fjölmennra mótmæla í borginni Jerevan til að leggja áherslu á kröfur sínar og á miðvikudag flykktust Azerbajdzhanar út á götur Bakú- borgar til að mótmæla meintum of- sóknum Armena. barnagæslu. Að lokum svipti hún sjálfa sig lífi. Bandaríska alríkislögreglan var að leita konunnar, sem hét Laurie Dann, þrítug að aldri, vegna ann- arra saka þegar hún gekk inn í skólann, kvaðst ætla að kenna böm- unum sitthvað um lífið og lét kúlna- hríðina dynja á þeim. Átta ára gam- all drengur lést strax en fimm önn- ur böm eru alvarlega særð. Áður hafði Dann kastað bensínsprengju inn á heimili fjölskyldu, sem hún hafði unnið fyrir, rejmt að kveikja í skóla og verið hrakin frá öðrum tveimur. Dann braust loks inn í íbúðarhús og sinnti hvorki tilmælum lögregl- unnar né foreldra sinna um að gef- ast upp. Þegar lögreglumenn vog- uðu sér inn í húsið sjö klukkustund- um síðar var Dann látin, hafði skot- ið sig í höfuðið. Laurie Dann átti við geðræn vandamál að stríða og var lögreglan að leita hennar vegna þess, að hún hafði hringt í fólk og hótað að drepa það. Þá hafði hún reynt að stytta fyrrverandi eigin- manni sínum aldur og oft verið tek- in fyrir þjófnað í verslunum. I & s æ: 4* ... * W4m Morgunblaðið/RAX ... útí er ævintýri Kisa hugsaði sér gott til glóð- arinnar þegar hún sá lítinn auðnutittlingin í trénu, en bjallan um hálsinn varaði fuglinn við og hann var flog- inn áður en draumur kisu varð að veruleika. Auðnutittl- ingur er næstminnstur íslenskra fugla, um 13 cm að lengd. Hann er fugl skóga og kjarrlendis og gerir sér hreið- ur í birki eða grenitrjám. Auðnutittlingur fór að setjast að í bæjum í kjölfar aukinnar ræktunar. Hann byrjaði að verpa á Akureyri um 1935 og 20 árum síðar í Reykjavík. Afvopnunarsáttmáli risaveldanna: Öldwigadeildm fellir breyt- ingartíllögur íhaldsmanna Washington, Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings hefur fellt tvær breyting- artillögur við afvopnunarsátt- mála risaveldanna, sem undirrit- aður var í Washington á síðasta ári. Samkvæmt lögum þurfa tveir af hveijum þremur þing- mönnum deildarinnar að mæla með staðfestingu sáttmálans til að hann öðlist gildi. Andstæðing- ar samningsins hafa verið sakað- ir um að halda uppi málþófi til að tefja fyrir afgreiðslu málsins en Ronald Reagan Bandaríkja- Háværar kröfur um sam- ræmdan garðsláttutíma ¥ nn#lnn Dnalvr 'I'nlnorvMlnk London, Daily Telcgraph. Á hvaða tima sólarhringsins getur talist eðlilegt að menn slái garðinn sinn með viðeig- andi tækjabúnaði og tilheyr- andi hávaða? Þetta er orðið eitt helsta umræðu- og um- hugsunarefni almennings á Bretlandi eftir að vinsæll út- varpsmaður skýrði frá því í þættí sinum að hann hefði séð mann arka um með sláttuvél í garði sinum klukkan hálfsex að nóttu. Nú hafa stjórnvöld farið þess á leit við félagsskap einn, „Hatursmenn hávaðans", að gerð verði drög að reglu- gerð um leyfilegan garðsláttu- tima á Bretlandi. Að sögn Johns Connells, for- manns félagsins, verður lagt til að að blátt bann verði lagt við notkun sláttuvéla fyrir klukkan 9 á morgnana og eftir klukkan 18. Þá verður og kveðið á um að notk- un sláttuvéla skuli með öllu óheimil á sunnudögum og löggilt- um hátíðisdögum. „Fólk sem kem- ur seint heim úr vinnu á að fylgja fordæmi mínu. Ég slæ garðinn minn á laugardögum. Hávaðinn sem þessu fylgir eykst stöðugt og brýnt er að finna lausn á þess- um alvarlega vanda," segir Conn- ell. í Evrópu eru víða í gildi reglu- gerðir í þessa veru og hafa „Hat- ursmenn hávaðans" tekið mið af þeim í tillögum sínum. Víða er mönnum einungis heimilt að slá garða sína milli klukkan 7 og 19 og á nokkrum stöðum í Vestur- Þýskalandi varðar það við lög að æða um með sláttuvél milli klukk- an 13 og 15 um helgar. Sláttuvélaframleiðendur á Bretlandi hafa lýst sig andvíga lagasetningunni og benda á að áhugamenn um garðrækt og snyrtimennsku eigi fullan rétt á því að sinna garðvinnu þegar þeim þyki henta. Auk þess sé loftslag á Bretlandi ákaflega breytilegt og því beri mönnum beinlínis skylda til að nýta þá sólardaga sem gefast. „í huga okkar er sum- arið og sláttuvélin eitt og hið sama og hljóðið í vélinni er óijúfanlegur hluti breskrar siðmenningar," segir talsmaður fyrirtækisins „Qualcast". „Þeir á meginlandinu kunna að líta málið öðrum augum en þeir taka garðrækt ekki jafn alvarlega og við gerum." forseti leggur ríka áherslu á að sáttmálinn hafi verið staðfestur áður en hann heldur til fundar við MikhaO S. Gorbatsjov Sovét- leiðtoga í Moskvu- Líkt og búist hafði verið við hafa íhaldsmenn í öldungadeildinni lagt fram tillögur um breytingar og við- bótarákvæði við samninginn um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamorkueldflauga á landi til að koma í veg fyrir staðfestingu hans. Tillögur sem þessar nefna Bandaríkjamenn „banvænar breyt- ingartillögur" því hljóti þær sam- þykki þingmanna þarf í ákveðnum tilfellum að hefja á ný samningavið- ræður við fulltrúa Sovétstjómarinn- ar. Andstæðingar sáttmálans, sem em í minnihluta í öldungadeildinni, segja Sovétmenn hingað til hafa svikið gerða samninga um takmörk- un vígbúnaðar og hafa uppi efa- semdir um að samningurinn þjóni öryggishagsmunum Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu. Á föstudag var breytingartillaga Steve Symms, þingmanns frá Ida- ho, felld með miklum meirihluta atkvæða en í henni var kveðið á um að samningurinn yrði ekki stað- festur fyrr en Reagan forseti hefði lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að Sovétmenn brytu ekki lengur gegn ákvæðum fyrri samn- inga risaveldanna. Tillaga Gordons Humphreys frá New Hampshire hlaut sömu örlög en samkvæmt henni hefði Washington-sáttmálinn ekki öðlast gildi fyrr en Atlants- hafsbandalagið hefði komið sér upp fullnægjandi eldsneytis- og vopna- birgðum í Evrópu til að geta stað- ist 15 daga átök við herafla Varsjár- bandalagsins. Sú viðbótartillaga sem vafalaust á eftir að valda hvað mestum deilum í þingdeildinni varðar hugsanlegar breytingar á túlkun Washington- sáttmálans. Margir þingmenn telja að skylda beri stjómvöld til að leita samþykkis öldungadeildarinnar áð- ur en ný túlkun samningsins er tekin upp. Hafa menn í þessu sam- hengi minnt á hina svonefndu „rýmri túlkun" ABM-sáttmálans frá árinu 1972 um takmarkanir gagneldflaugakerfa en samkvæmt þessari túlkun stjómar Reagans forseta á ákvæðum hans, leyfist Bandaríkjamönnum að gera tilraun- ir með geimvamarbúnað utan rann- sóknarstofnana. Robert Byrd, þingmaður demó- krataflokksins og forseti öldunga- deildarinnar, gagnrýndi þingmenn fyrir að halda uppi málþófi og hvatti þá til að kynna breytingartil- lögur sínar hið fyrsta ella myndi tæpast gefast tími til að ræða þær. Þó svo almennt sé talið að samning- urinn verði staðfestur liggur enn ekki fyrir hvort þingmenn ná að ljúka störfum sínum fyrir Moskvu- fundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.