Morgunblaðið - 22.05.1988, Page 4

Morgunblaðið - 22.05.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Sjómenn og flug- liðar eiga ósamið STARFSFÓLK í flugi og sjómenn eru stærstu hópar launafólks, fyrir utan ríkisstarfsmenn, sem eiga ósamið við vinnuveitendur og fallaþvi undir bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar. Hið sama gildir um félög kennara, HÍK og KÍ, sem eru með lausa samninga, og BHMR og Félag símamanna, sem eru með endurskoðunarákvæði í sínum samningum. Fundur var haldinn með flug- virkjum og flugvélstjórum hjá ríkis- sáttasemjara í fyrradag, en hann var árangurslaus. Þá boðaði sátta- semjari einnig fund með flugmönn- um og flugfreyjum, en beðið var um frest fram yfír hvítasunnu þar sem forystumenn þeirra voru í flugi. Samningum sjómanna hefur ekki verið vísað til ríkissáttasemjara og sjómenn hafa ekki boðað verkfall. Kjötiðnaðarmenn höfðu boðað tveggja daga verkfail í næstu viku. Fjöldi nýrra hljóm- platna væntanlegnr ÍSLENSKIR hljómlistarmenn hafa að undanfömu verið önnum kafnir við hyóðrita hijómplötur enda fer nú sumarvertíðin í hönd með til- heyrandi útgáfustarfsemi. Að sögn Steinars Berg, formanns Sambands hljómplötuútgefenda, er bæði um það að ræða að útgáfufyrirtækin sendi frá sér hljómplötur fyrir sumarið og eins einstakar hljónisveitir eða tónlistarmenn, sem sfðan fylgja plötunum eftir með hfjómleikaferð- um um landið yfir sumarmánuðina. Á vegum Steina h.f. er væntanleg- ar plötur með Stuðkompaníinu, Greifunum og hljómsveitinni Sálin hans Jóns míns. Tvær hinar fyrr- nefndu eru 12 tommu hraðgengar, með tveimur lögum og er hvort lag í tveimur útgáfum. Plata Sálarinnar hans Jóns míns er hins vegar stór hæggeng og er þar annars vegar um að ræða ný íslensk lög í svokölluðum „Tamla Motown soul stfl" og hins vegar erlenda „soul-tónlist“. A plöt- unni verður meðal annars lagið „Sókrates" í „soul-útsetningu“. Plat- an er væntanleg á markað um mán- aðamótin júnf-júlí. Þá munu Steinar h.f. annast dreifingu á nýjum plötum með Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar, hljómsveitinni Gildrunni og plötu sem SÁÁ gefur út með lögum eftir Rúnar Þór Pétursson. Meðal flytjenda á þeirri plötu eru Bubbi Morthens, Sverrir Stormsker og Pálmi Gunnareson. Skífan h.f. hefur þegar sent frá sér stóra . hæggenga plötu með Mannakomi, þar sem þeir Magnús Eiríksson lagahöfundur og Pálmi Gunnarsson söngvari eru í aðalhlut- verki. Um miðjan júní er svo væntan- leg stór hæggeng plata með hljóm- sveitinni Kátir piltar, sem eru ungir og hressir Hafnfirðingar, en platan er frumraun þeirra á útgáfusviðinu. Þá er von á fyrstu sólóplötu Bjama Arasonar f byrjun júlf, en upptöku- stjóm þeirrar plötu annaðist Jakob Magnússon. Hann, ásamt Ragnhildi Gfsladóttur, vinnur nú einnig að upp- tökum á nýrri plötu með hljómsveit- inni Strax, sem mun koma út á veg- um Skífunnar með haustinu. Grammið hefur sent frá sér nýja plötu með Megasi en auk þess ann- ast Grammið dreifingu á plötum Sykurmolanna og Daisy Hill Puppy Farm, sem þegar em kominar út. Eins mun Grammið annast dreifingu á plötu jasshljómsveitarinnar Súld, sem væntanleg er um næstu mán- aðamót, plötu Langa Sela og Skugg- anna sem kemur út í byijun júní, plötu Ham sem væntanleg er á sama tíma og plötu Kamarorghesta sem væntanleg er á markað í byijun júlí. ■ ■ — Morgunblaðið/KGA brekkan er lagfærð. Neðst í Bakarabrekkunni er verið að hlaða gijótgarð nm leið og Reykjavík: Bakarabrekkan fær nýjan svip „VIÐ erum að laga hallann í Bakarabrekkunnni en hann var það mikill að brekkan stóð ekki undir sér,“ sagði Jóhann Páls- son garðyrkjustjóri Reykjavík- ur. „Brekkan verður síðan lögð grasi á ný og mnnar gróðusettir á brekkubrúninni. Það er gert til að umferð gangandi liggi ekki um brekkubrúnina en brekkan hefur alla tíð verið gölluð og boðið upp á að vera tröðkuð niður. Þá verður einnig reynt að lífga upp á svæðið umhverfis brekkuna og Lækjartorg með blómakeijum í sumar,“ sagði Jóhann. Útitaflið neðan við brekkuna heyrir undir garðyrkjudeild borg- arinnar og er í umsjón Theódóre Halldóresonar skrúðgarðameist- ara borgarinnar. Til hans verður að leita ef menn óska eftir að tefla. Ásmundur Stefánsson um bráðabirgðalðgin: Leiða tQ kaupmáttarskerðmg- ar og afnáms mannréttinda „ÞAÐ ER Ijóst að þessi lög leiða til kjaraskerðingar og þau fela í sér afnám grundvallarmannrétt- inda. Þessu hvorutveggju hfjót- um við að mótmæla," sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, aðspurður um bráðabirgðalög ríkisstj óraarinnar. Ásmundur sagðist ekki enn hafa séð lögin sjálf, en það væri ljóst að búið væri að binda kjarasamn- inga til 10. apríl á næsta ári, sem þýddi að samningsréttur væri af- numinn í næstum eitt ár. „Þessi lög beinast annarsvegar gegn ógerðum samningum og það er ljóst að þau lög eru sett fyrst og fremst vegna deilunnar í Straumsvík. í öðru lagi er verið að afnema rauðu strikin og ætla ríkisvaldinu að ákveða það hvort einhveijar bætur koma vegna þeirrar verðbólgu sem gengisfell- ingin leiðir af sér. Samningsrétturinn er einn grundvallarþáttur þeirra mannrétt- inda sem við búum við í því lýðræði- skerfí sem hér er og afnám þess réttar er þess vegna alvarlegt brot og raunar augljóst brot á þeim al- þjóðasamþykktum sem við höfum talið rétt að fylgja, eins og sam- þykktum Alþjóða Vinnumálastofn- unarinnar." Ásmundur sagði að ekki væri auðvelt að meta það sem kallað væri „ráðstafanir i heild", því yfír- lýsing ríkisstjómarinnar væri al- mennt orðuð og því ekki fullkom- lega ljóst hvað ákvæðin fælu í sér. Það væri þó ljóst að aðgerðimar gagnvart gráa markaðinum væru mjög takmarkaðar, því aðeins virt- ist miðað við að setja bindiskyldu á verðbréfasjóðina, sem væru minnstur hluti gráa markaðarins. Stæreti hlutinn, hin almennu verð- bréfaviðskipti, gætu hins vegar haldið áfram hömlulaust, þannig að lögin leiddu til tilflutnings á flár- Ólafur Þ. Þórðarson lætur af stuðningi við sljórnina magni, en takmörkuðu ekki umsvif gráa markaðarins. Þetta kæmi á óvart, því forráðamenn ríkisstjóm- arinnar hefðu haft uppi stór orð þar að lútandi. „Það kemur mér lfka á óvart að það skuli hvergi vera minnst á tak- mörkun á álagningu. Ég flutti til- lögu um það á fundi Verðlagsráðs á fimmtudag að það yrði komið í veg fyrir að gengisfellingin leiddi til háekkunar á álagningu og farm- jöldum, en sú tillaga var felld þar. ',g sá það svo haft eftir Jóni Bald- vini að hann teldi forsendur fyrir því að taka á þessu máli síðar og ég gekk þess vegna út frá því að þetta yrði tekið inn í þann aðgerða- pakka sem lagður yrði fram, en nú kemur í ljós að svo er ekki. Vegna þeirrar lagasetningar sem nú gengur yfir er rétt að rifja upp enn einu sinni reynsluna frá ’83. Þeir hópar sem semja sjálfír á sínum vinnustöðum munu væntanlega ná fram kauphækkun með launaskriði, en þeir sem búa við samnings- bundna taxta verkalýðsfélaga munu verða fyrir kjaraskerðingu. Hvergi er hróflað við gróðaöflun í atvinnulífínu. Lagasetningin nú mun óhjákvæmilega leiða til mis- skiptingar með sama hætti og 1983.“ Stj ómunarfélagið: Fundir um efnahagsmál Stjómunarfélag íslands hefur ákveðið að gangast fyrir reglu- bundnum fundum um þau mál- efni, sem efst eru á baugi hveiju sinni í efnahagsmálum. Markmið- ið með fundunum er að efla fslenskt atvinnullf og styrkja fé- lagsstarfið. Stjómunarfélagið hefur hingað til gengist fyrir ráðstefnum öðra hveiju, en það hefur ekki verið gert með reglulegum hætti. Steftit er að því að fundimir verði haldnir á mánaðar- fresti og verður sá fyrsti á þriðjudag- inn kemur klukkan 16 í húsnæði félagsins að Ánanaustum. Jón Sig- urðsson, forstjóri íslenska jám- blendifélagsins ræðir þar um efnið íslensk fyrirtæki - Erient fjármagn; Ávinningur og áhrif. Sjómenn: EDjótum að fá þessi 10% - segir Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambandsins ÓLAFUR Þ. Þórðarson, þing- maður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, lagði á þingflokks- fundi framsóknarmanna á föstu- dag fram bókun þar sem hann segist hafa látið af stuðningi við rfkisstjórnina. Ástæðan sé „ábyrgðarleysi“ f stjórn efna- hagsmála landsins. Guðmundur G. Þórarinsson lagði einnig fram bókun á fundinum um efna- hagsráðstafanir ríkisstjómar- innar. Ólafur Þ. Þórðareon lagði fram eftirfarandi bókun á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins í gæn „Það staðfestist hér með að ég hef látið af stuðningi við þessa ríkis- stjóm. Ástæðan fyrir því er ábyrgð- arleysi í stjóm eftiahagsmála lands- ins. Við þær aðstæður sem nú eru komnar upp hefði gengisfelling þurft að vera 20%. Jafnframt hefði þurft að koma á kreppulánum til að fækka nauðungarappboðum. Beita hefði þurft ríkissjóði til aðgerða er dragi úr verðbólgu. Frá- leitt er að stinga höfðinu í sandinn eins og nú er gert og kalla yfír sig efnahagsaðgerðir á flögurra mán- aða fresti. Þetta er aðför að lands- byggðinni og hvorki f þágu þjóðar- innar eða Framsóknarflokksins." í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur að þetta þýddi að hann myndi ekki veija ríkisstjómina van- trausti en taka málefnalega afstöðu til frumvarpa. Þegar hann var spurður hvort hann myndi áfram sitja í þingflokki framsóknarmanna sagði hann að þá ákvörðun yrðu félagar hans að taka. „Ég hef bent þeim á hið foma fordæmi þegar Pétur Ottesen hætti stuðningi við ríkisstjóm Ólafs Thors. Þetta verða þeir að meta.“ Ólafur Þ. sagði að margt fleira þyrfti að gera en hann legði til f bókuninni. Hann sagði höfuðgall- ann við þessar aðgerðir vera að verðbólgan héldi áfram á fullu. Til þess að ná henni endanlega niður þyrftum við að nota „finnsku að- ferðina", þ.e. ijúfa vísitölubindingu af lánum. „Við verðum að ná vísi- tölunum burt,“ sagði ólafur Þ. „HVAÐ varðar lagasetningu ríkisstjórnarinnar hlýt ég að mótmæla þvi að sá sjálfsagði réttur verkalýðshreyfingarinnar að semja um laun sé af henni tekinn,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands ís- lands. „Við okkur sjómenn hefur enn ekkert verið rætt. Það er eftir að ganga frá fiskverði og ríkissijórnin virðist þegar hafa markað ákveðinn ramma. Við hljótum að fara fram á að fá þessa 10% hækkun óskerta." Óskar sagði að sjómenn hefðu þegar í vikunni gert ríkisstjóminni grein fyrir að þeir hefðu dregist aftur úr fólki í landi í hækkunum launa. „ Við höfum lýst því yfír opin- berlega að til þess að jafna mismun- in þyrfti fiskverð að_ minnsta kosti að hækka um 15%. Ég met það svo nú að ríkisstjómin hafí þegar mark- að okkur bás. Ef ríkisvaldið er að úthluta launahækkunum hljótum við að ætlast til að vera inn f því,“ sagði Óskar Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.