Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 60
ALLTAF SOLARMEGM NÝTT FRÁ KODAK SUNNUDAGUR 22. MAI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Verðum að ráðstafa aflanum öðruvísi, segir Kristján Ragnarsson, form- aður LÍÚ 200 milljóna verðfall á útflutningi á ferskfiski Morgunblaðið/RAX Fegurðardrottningar sóla sig ELLEFU stúlkur hafa undanfamar vikur búið sig undir keppnina um titilinn Fegurðardrottning íslands 1988, sem fram fer á Hótel íslandi annað kvöld. Stúlkumar voru að sóla sig í vikunni og var smellt af þeim mynd við það tækifæri. Stúlkumar eru frá vinstri talið: Guðrún Margrét Hannesdóttir, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, Guðný Elísabet Óladóttir, Guðbjörg Gissurardóttir, Karen Kristjánsdóttir, Halldís Höm Höskuldsdóttir, Linda Pétursdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Sigrún Eyflörð og Martha Jörundsdóttir. Ellefta stúlkan, Kamilla Rún Jóhans- dóttir, var í prófum á Akureyri þegar myndin var tekin. Öryggismál í sumarbúðum víða enn í ólestri: Itrekuðum kröfum um endur- bætur hefur ekki verið sinnt VERÐFALL á ferskum fiski á erlendum mörkuðum síðustu vikur miðað við sama tima í fyrra nemur tæpum 200 milljón- um króna sé miðað við sölu í erlendum gjaldeyri. Verð á þorski í Bretlandi hefur fallið um 21,8% og verð f Vestur- Þýzkalandi hefur faliið um 11,1%. Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, segir að timi sé kominn til þess, að fiski upp úr sjó verði ráðstafað með öðrum hætti. Verð á ferskum físki héðan frá íslandi hækkaði um 6% að meðal- tali fyrstu þrjá mánuði ársins, en á tímabilinu frá upphafí aprílmán- . aðar til 19. maí féll það verulega. Bretlandi féll meðalverð á kflói úr 96 pensum í 79 eða um 17% og verð á þorski úr 1,01 pundi í 79 pens eða 21,8%. Það nemur um 160 milljónum krdna-miðað við sama magn í fyrra. Þessi verð- lækkun er heldur meiri en verð- lækkunin á frystum og söltuðum físki, en endurspeglar engu að síður verðlækkun þá á fískmeti, sem nú á sér stað á mörkuðunum. Miðað við sama tíma.á síðasta ári höfum við fengið tæplega 200 milljónum krónum minna fyrir fískinn en þá. í Vestur-Þýzkalandi hefur verð- ið fallið úr 2,33 mörkum að meðal- -tali umrætt tímabil í 2,07 og mun- ar þar um 25 milljónum króna miðað við sama magn á síðasta ári. Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, segir' að rík ástæða sé til þess að tak- marka framboð á ferskum físki, við höfum ekki efni á þvi að tapa verulegu fé við sölu físksins. Út- gerðarmenn eigi að sjá um þá tak- mörkun sjálfír, ekki að óska skip- ana ofan frá. „Menn verða að ráð- stafa afla sínum öðruvísi en selja hann ferskan úr landi," sagði Kristján Ragnarsson. ÖRYGGISMÁL i sumarbúðum fyr- ir börn eru viða ennþá i ólestri, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur yfir- valda um úrbætur. Það eru eink- um brunavarnir sem eru ófull- komnar, sums staðar »11« óhæfar. Til þess að fá starfsleyfi, þurfa sumarbúðir að fá viðurkenningu Baraaverndarráðs. Ráðið viður- kennir búðimar að fenginni um- sögn ýmissa aðila, þar á meðal Brunamálastofnunar. Að sögn Guðjóns Bjaraasonar, fram- kvæmdastjóra Baraaveradarráðs, hafa allmargir aðilar þráast við að koma öryggismálunum i lag og bera einkum við kostnaði. Þó hafa nokkrir brugðist vel við ábendingum og gert nauðsynlegar breytingar hjá sér. Baraaverndar- ráð veitti fimm fyrstu sumarbúð- unum meðmæli i gær. Sumarbúðir fá starfsleyfi til eins árs í senn og veitir menntamálaráðu- neytið leyfín að fenginni viðurkenn- ingu Bamavemdarráðs. Heimilt er að veita leyfi til tveggja ára og hafa fimm búðir slík leyfi frá síðasta ári. Undanfarið héfur Brunamálastofnun verið að kanna ástand sumarbúða og em skýrslur stofnunarinnar að berast Bamavemdarráði þessa dag- ana. Guðjón Bjamason sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fáir staðir væru alveg í lagi. Það væri allt of algengt, að í engu hefði verið sinnt kröfum um úrbætur, sem settar vom fram í fyrra. Þó hefðu nokkrir aðilar lagfært húsakynni sinna búða og hann kvaðst vita um staði, þar sem ástandið var slæmt í fyrra, en nú væri unnið af krafti við endurbætur. Bamavemdarráð hefur sent bréf til rekstraraðila þeirra búða, sem þegar hefur verið fjallað um umsókn- ir frá og em ekki í lagi. í bréfinu er sagt, að samkvæmt úttekt Bmna- málastofnunar sé ástand brunavama í búðunum slæmt og að úrbætur, sem krafist var á síðasta ári hafí ekki komið til framkvæmda. Þá segir orð- rétt í bréfínu : „Bamavemdarráð íslands hefur tekið þá afstöðu að mæla ekki með rekstri þeirra sum- ardvalarheimila sem ekki gera við- eigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra bama sem þar koma til með að dvelja. Þar sem ljóst þyk- ir að brunavamir í búðum em ekki fullnægjandi, getur Bamavemdarráð íslands ekki mælt með rekstri sumar- búða þar, nema branavamir verði bættar í samræmi við skýrslu Brunamálastof nunar rikisins. Óheimilt er að hefía starfrækslu sumardvalarheimilis og sumarbúða, nema leyfisbréf sé fyrir hendi. Sam- kvæmt 12. gr. 2. mgr. reglna um sumardvalarheimili bama og sumar- búðir, nr. 145/1986 mun bama- vemdarráð snúa sér til lögregluyfir- valda og krefjast lokunar ef til þess kemur að sumarbúðir starfi án tilskil- ins leyfís." Á fundi á föstudaginn samþykkti Bamavemdarráð að mæla með veit- ingu leyfís til Ásaskóla, Bifrastar, Hofs, Skúfslæks og Súluholts en fimm búðir eru með tveggja ára leyfi frá því í fyrra. Þau eru Bergsstaðir, Glæsibær, Skálholt, Tunga og Vest- mannsvatn. Níu sumarbúðir hafa fengið neitun enn sem komið er. Bamavemdarráð heldur aftur fund 26. maí og verða þá afgreiddar þær 12 umsóknir sem eftir eru. Einn- ig er líklegt að þá verði teknar til endurskoðunar sumar þær umsóknir sem fengu neitun ef úrbætur hafa verið gerðar. ToUvörugeymslaii vUl hýsa bjórbirgðimar „ÞAÐ ER búið að bjóða hér fram sjálfsagt allar bjórtegundir heimsins," sagði Gústaf Níels- son, skrifstofustjóri hjá Áfengis- og tóbaksverslun rikisins, þegar . hann var inntur eftir því hvort umboðsmenn hinna ýmsu bjór- tegunda hafi verið ágengir við að koma sinni vöra að. Stjórn- endur Tollvörugeymslunnar telja sig geta hýst umtalsverðar birgðir af bjór, en með þvi móti verði hægt að bjóða upp á fleiri tegundir. Gústaf var spurður hvort mögu- legt væri að selja fleiri tegundir af bjór í ríkinu, yrðu birgðir að me8tu geymdar í Tollvörugeymsl- unni. Hann sagði að þessi mögu- leiki væri fyrir hendi, en þetta hefði ekki verið rætt að því er hann best vissi. Jón Bragi Gunnlaugsson, skrifstofustjóri Tollvörugeymsl- unnar hf., sagði að þar væri verið að kanna möguleikann á því að geyma bjórbirgðir og ætlun þeirra væri að ganga á fund forstjóra ÁTVR og þiýsta á hann að þessi leið verði farin. Hagstofan lítur svo á að alla vöru,' sem komin er í tollvöru- geymslu, sé í raun búið að flytja inn og hún komin á hagskýrslur sem slík. Ef þessi leið væri farin, að geyma bjórbirgðir í tollvöru- geymslu, kæmi birgðakostnaður í hlut umboðsmanna eða framleið- enda og þá veltur á skilningi á lög- unum hvort þessi leið er fær eða ekki þar sem ÁTVR hefur einka- rétt á því að flytja inn og dreifa áfengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.