Morgunblaðið - 26.05.1988, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 13 ILOFAX ílarleg flokkaskipting. Margar gerðir, bæði úr leðrí og vinjl, Mismunandi kjölþykkt. / Ýmis aukaþægindi, t.d. vasar fyrír kreditkort V reikninga o.fl. Hljóðlátasta skíp heimshafanna Fyrsti leiðangurinn í nágrenni Islands Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Atlantshafsbandalaginu var formlega afhent nýtt hafrann- sóknaskip föstudaginn 6. maí. Skipinu var hleypt af stokkunum I Spezia á Ítalíu i júlí árið 1986 og gefið nafnið „Alliance" (þ.e. „Bandalagið") síðan hefur verið unnið að því að fullkomna sérlega flókinn tæknibúnað skipsins sem er talið fullkomnasta rannsókna- skip sem til er um þessar mund- ir. Alliance er rúmlega 3.000 brúttólestir, 93 metrá langt og mestur ganghraði 17 sjómílur. I áhöfn verða um 30 manns og aðstaða er um borð fyrir 20 vísindamenn. Viðstaddir afhendinguna voru m.a. Marcello Guidi, varafram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins og Lee Baggett, flotafor- ingi, yfírmaður Atlantshafsher- stjórnar NATO. Það var forstöðu- maður hafrannsóknastofnunar Atl- antshafsbandalagsins, dr. Peter C. Wille, sem veitti skipinu viðtöku en útgerð þess verður á vegum þeirrar stofnunar. Hafrannsóknastofnunin var sett á laggimar 1959 og hefur aðsetur í Spezia. Hlutverk hennar er fyrst og fremst á sviði hljóðeðlis- fræði neðansjávar og í þeim greinum sem skipta máli í því sambandi. Það var sívaxandi kafbátafloti Sovétríkj- anna og aukinn áhugi fyrir sam- vinnu á sviði vísinda og tækni sem var kveikjan að stofnuninni. Á veg- um hennar starfa 222 og em þá allir taldir, bæði vísindamenn og fólk í stjómunarstörfum. Vísinda- menn frá öllum aðildarríkjum Atl- antshafsbandalagsins, nema íslandi og Lúxemborg, hafa tekið þátt í starfseminni þau 29 ár sem hún hefur staðið. Stofnunin er undir yfír- stjóm Atlantshafsherafla NATO sem hefur höfuðstöðvar í Norfolk í Bandaríkjunum. Allt hljóðeinangrað Alliance er byggt með það fyrir augum að á því sé hægt að stunda sérlega viðkvæmar rannsóknir á alls konar hljóðfyrirbrigðum neðan- sjávar. Skipið er alls ekki ætlað til kafbátaleitar enda er það sennilega ein mikilvægasta forsenda vísinda- legra vinnubragða í þessu sambandi að hljóðgjafínn sé þekktur. Til þess að draga úr hávaða hefur skipið hliðstæðan vélabúnað og rann- sóknaskipið Bjami Sæmundsson, þ.e. dísilvélar skipsins knýja rafala sem síðan knýja skrúfur þess. Að auki em allar vélar skipsins í sér- stökum hljóðeinangmðum skápum og vélarrúmið er allt klætt einangr- andi teppum. Allur útbúnaður er við það miðaður að halda hávaða í lág- marki, loftræstikerfíð er hannað með það fyrir augum og sömuleiðis eldhúsið hljóðdeyft eins og hægt er. Allt rými í skipinu er hljóðeinangrað á einn eða annan hátt, þannig em t.d. allar súlur fylltar með marmara- salla til að draga úr hljóðmögnun. Þeir sjómenn sem rætt var við líktu Alliance við draugaskip, í það vant- aði ef til vill öll þau hljóð sem gefa skipi „sál“. Þegar skipið er látið reka verður að setja sérstakar regl- ur um ferðir áhafnarinnar þannig að þau hljóð sem fylgja venjulegum umgangi tmfli ekki rannsóknar- starfið. Samkomulag varð um að Alliance sigldi undir vestur-þýska verslunarfánanum og æðstu yfír- menn þess verða þýskir en áhöfnin annars að mestu bresk. Reiknað er með því í framtíðinni að í áhöfn geti verið sjómenn frá hveiju aðild- arríkjanna sem er. Enda er skipið ekki herskip og þeir sem á því sigla em úr verslunarflotanum. Breskt útgerðarfélag mun sjá um útgerð skipsins. Fyrsta verkefnið við ísland Ifyrsta verkefni Alliance verður á norðurslóðum, þ.e. á hafsvæðinu á milli Grænlands, íslands og Noregs. Sá leiðangur hefst i ágúst í sumar. Bæði er að umferð sovéskra kafbáta um þetta hafsvæði hefur mjög auk- ist síðustu ár og sömuleiðis er það frá vísindalegu sjónarmiði athygli- svert. Margir hafmassar, heitir og kaldir, koma þar saman og nauðsyn- legt er talið að afla ítarlegra upplýs- inga um áhrif þessara aðstæðna á hljóð og hljóðburð. Svo sem við er að búast mun mikilvægi rannsókn- anna fyrir vamir og öryggi Vestur- landa sitja í fyrrirúmi sem er helsta ástæða þess að hafsvæði í kringum ísland verða fyrir valinu sem fyrsta viðfangsefni þessa nýja skips. Gert er ráð fyrir því að þau gögn sem safnað er í rannsóknarferðum Alliance, hafrannsóknaskip Atlantshafsbandalagsins, sem heldur i sinn fyrsta leiðangur til hafsvæðanna við ísland i ágúst i sumar. skipsins standi háskólum og rann- sóknarstofnunum innan NATO til boða að svo miklu leyti sem ekki eru hemaðarlega mikilvægar upp- lýsingar á ferðinni. Áætlað er að gefa vísindamönnum frá öðrum stofnunum en hafrannsóknastofn- uninni í Spezia tækifæri til að taka þátt í ferðum skipsins og sömuleiðis háskólastúdentum frá aðildarríkjun- um. Þær upplýsingar sem mögulegt er að safna með fullkomnum tækja- búnaði skipsins koma til með að nýtast á mörgum sviðum, s.s. við olíuleit og vinnslu, mengunarvamir, nýtingu verðmætra jarðefna á sjáv- arbotni og öiyggi þeirra sem starfa neðansjávar. W^ & y?? 2 Filofax er fullkomið skipulagskerfí fyrir einstaklinga. Það er sveigjanlegt að þörfum hvers og eins. Hallarmúla 2, simi 83211 Austurstræti 10, sími 27211 Kringlunni, simi 689211 sm BÍÓHðU Frumsýnir grínmyndina Some house guest! Permanently on the bottle, never stops messing about, and... wants to stay FOREVER! UNdlD ARRST5 PRESEMTS DIANE KEÁTON In 1NÁNCÍ MEYERS/OUKliS SHYER PÍODUCTION WBOOM' HAROLDRANUS UM WANAMAKEK ond SAM SHERERD œ JEFF COOPER MUSICBYBILLC0NT1 Diredoi ol Pbotoginplir WllllAM A FRAKER, AS.C Writtai by NANCY M£YERS & OIARLfS SHYER Produœd by NANCY MEYERS Diteded by CHARIiS SHYER Splunkunýog þrælfjörug grínmynd með úrva sleikur- unum Diane Keaton, Sam Shepard og Harold Ramis. Baby Boom — Mynd fyrir þig og þfna SýndkLS-7-9-11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.