Morgunblaðið - 26.05.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988
Enn um nauðsyn þess að
endurskoða frumvarp
um tónlistarháskóla
eftir Sigursvein
Magnússon
Vegna skrifa minna, 4. maí, um
nauðsyn þess að endurskoða frum-
varp um Tónlistarháskóla Islands,
skrifa þeir Atli Heimir Sveinsson,
Stefán Edelstein og Þorkell Sigur-
bjömsson greinar í Morgunblaðið
dags. 11., 17. og 21. maí.
Það er mér út af fyrir sig mikið
ánægjuefni að hafa komið til leiðar
þessum skoðanaskiptum ekki síst
af því að í grein minni gagnrýndi
ég m.a. þá þögn sem einkennt hef-
ur undirbúning og framgang frum-
varps um Tónlistarháskóla Islands
sem nú er búið að leggja fram á
Alþingi. Ég er á hinn bóginn síður
ánægður yfir því hvemig þeir Atli,
Stefán og Þorkell taka á málefninu.
Allt fínna þeir athugavert við grein
mína og tæpast er þar satt orð eða
jákvætt atriði að finna. Því miður
falla þeir allir í þá freistni að beina
stpjótum sínum að mér í stað þess
að íjalla um málefnið, þ.e.a.s. frv.
um THÍ. Slíku er auðvitað erfítt
að svara en ómögulegt að leiða hjá
10ÁRAABYRGÐ
ÁLSTIGAR
ALLAR GERÐIR
SÉRSMÍÐUM
BRUNASTIGA O.FL
DRIMRítSIHr
Kaplahrauni 7, S 651960
Borðbúnaður
fyrir veitingahús
- GIÖS DUROBAR
- POStUlín PILLIVUYT
- Borðdúkar
- Serviettur
- Hnífapör o.m.fl.
—Weititir.
Bíldshöfða 18-sími 688838
sér. Skæting og ónot hef ég að
engu enda er það óskylt því mál-
efni sem til umræðu er. Ég mun
hér á eftir fara nokkmm orðum um
grein hvers þeirra fyrir sig.
Um grein Atla Heimis
Sveinssonar
„Sigursveinn gagntýnir það puk-
ur sem hann telur að hafí átt sér
stað við gerð frumvarpsins."
„Ýmislegt fleira telur hann (Sig-
ursveinn) upp og er flest það
sparðatínsla að mínu mati... Aðal-
atriðið er það, að hann þykist vera
að missa spón úr aski sínum.“
Mega þeir, sem hafa kynnt sér
tónlistarháskólafrumvarpið og setja
fram skoðanir sínar í ræðu og riti,
búast við að fá andsvör af þessu
tagi?
Er upplýsing og umræða um
Tónlistarháskóla á íslandi af hinu
illa?
Hvetur það til uppbyggilegrar
umræðu, að gera þá tortryggilega
sem vilja tjá sig um málið og þann-
ig rejmt að læða því inn hjá almenn-
ingi að þeir séu eiginhagsmuna-
seggir?
Atli segir ennfremur:
„ .. .tónlistarskólamir á ísafirði,
Akureyri og kannski Egilsstöðum
gætu tæknilega starfrækt fram-
haldsdeildir ekki síður en skólamir
í Reykjavík". „Nú er að segja um
um „framhaldsmenntunina" „ .. .
að hún er í öllum skólum mjög í
skötulíki, vegna smæðar skólanna,
aðstöðuleysis og kennaraskorts.
Allavega er hún ekki eins góð og
hún þyrfti að vera ...“ (Leturbreyt-
ing mín.)
Sé það skoðun Atla að val þeirr-
ar stofnunar sem tekur við hlut-
verki Tónlistarháskóla eigi að
ákvarðast með tilliti til stærðar, þá
koma þessir tónlistarskólar til álita
í eftirfarandi röð:
Tónlistarsk. á Akureyri 580 nem.
Tónsk. Sigursv. D. Kristins. 568 nem.
Tónmenntaskóli Rvíkur 512 nem.
Tónlistarskóli Kópavogs 440 nem.
Tónlistasskóli Garðabæjar 335 nem.
Tónlistarsk. Hafnarfjarðar316 nem.
(Heimild: Námsstjóraembættið,
nemendafjöldi skólaárið 1986—
1987.)
Það er alkunna að tónlistarskól-
amir búa fæstir við viðunandi
starfsaðstöðu. Aðrir hafa þó komið
sér upp þokkalegum hljóðfæra- og
húsakosti. — Það kemur á óvart
við lestur frumvarps um Tónlistar-
háskóla að í athugasemdum segir
að Tónlistarskólinn í Reykjavík
starfí í húsnæði sem er í eigu Tón-
listárfélagsins. „ .. .gera verði ráð
fyrir að leitað yrði samninga við
félagið um leigu á húsnæði þessu
fyrst um sinn“.
Tónlistarskólinn f Reykjavík er
lang elsti tónlistarskólinn í landinu,
stofnaður árið 1930. Hann býr í
ófullnægjandi leiguhúsnæði. Það er
illt til þess að vita að ekki skuli
vera búið betur að þessari gömlu
og grónu stofhun.
Um „kennaraskort" er það að
segja, að tónlistarskólar eru sífellt
að sækjast eftir hæfari og betur
menntuðum kennumm. Það mun
vera sameiginleg viðleitni allra
skójastjóra.
Ég er ekki þeirrar skoðunar að
þessir þættir (þ.e.a.s. stærð og að-
staða) eigi að ráða vali þeirrar
stofnunar sem tekur að sér hlutverk
tónlistarháskóla ef fela ætti það
einum aðila. Þetta er eingöngu sagt
hér til að upplýsa, hve umræða um
þetta frumvarp er laus við alla
ígrundun um sögu, starf og aðstöðu
tónlistarskólanna.
Atli lætur að því liggja að ég sé
þeirrar skoðunar að margir tónlist-
arháskólar geti starfað í landinu.
Þetta er ekki rétt. Ég er miklu frem-
ur að benda á galla frumvarps og
koma þeirri skoðun á framfæri að
það að breyta einum tónlistarskóla
í tónlistarháskóla sé ekki eins ein-
falt mál og ætla mætti m.t.t. núver-
andi stöðu tónlistarfræðslunnar. Ég
var að upplýsa þýðingarmikið atriði
sem ekki kemur fram í frumvarp-
inu. Þ.e. að fleiri skólar en TR hafa
starfrækt framhaldsdeildir. A.m.k.
3 skólar starfrækja nú kennara-
deildir. í grein minni segi ég orð-
rétt: „Færa má gild rök fyrir því
að með góðri samvinnu þessara
þriggja aðila verði starfi þessu vel
fyrir komið. Þessi tilhögun væri að
sjálfsögðu bundin því skilyrði að
kennslan færi fram undir umsjá
sérmenntaðs kennara og í samráði
við þann háskóla sem gegndi for-
ystuhlutverki sem fræðslu og rann-
sóknarstofnun í tónlist." Þessi hóg-
væra málsgrein virðist fara fyrir
bijóstið á Atla og hann skilur hana
á þann veg að ég vilji helst hafa
4-5 tónlistarháskóla á íslandi. Mig
grunar að sama misskilnings gæti
hjá Stefáni Edelstein.
Um grein Stefáns Edelstein
Stefán ræðir í upphafi um for-
ystuhlutverk Tónlistarháskólans í
Reykjavík:
„Væntanleg löggjöf um THÍ er
því í raun formleg staðfesting og
skipulagning á staðreynd, sem er
þegar fyrir hendi."
I þessari hugsun felst það að
með stofnun tónlistarháskóla sé
ekki verið að stíga neitt skref fram
á við til að skapa eitthvað nýtt,
heldur einungis að setja lagaramma
um gamla og gróna stofnun. (í
frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir
nýjum þáttum eða deildum.)
Eigi tónlistarháskóli að rísa und-
ir nafni verður hann að vera sam-
nefnari þeirra hugmynda og þess
starfs sem mótast hefur í þróun
tónmennta á undanfömum árum.
Það er ekki um seinan að hefja
undirbúning að gerð frumvarps í
þeim anda.
Stefán segir mig fara með rangt
mál varðandi ágreining um frum-
varpið á Ráðstefnu um tónlistar-
skóla, 16. og 17. apríl sl.
Á ráðstefnunni voru tekin fyrir
öll málefni tónlistarskólanna. Til-
Sigursveinn Magnússon
„Það er tilgangurinn
með skrifum mínum að
benda á að undirbún-
ingur að gerð frum-
varpsins er ónógnr,
meginstefna þess sam-
rýmist ekki hugmynd-
um mínum og margra
annarra um slíka stofn-
un. Einstakar greinar
frumvarpsins eru ekki
í samræmi við stöðu
tónlistarfræðslunnar í
dag.“
lögur um brýnustu umbætur í starf-
semi og skipulagi þeirra voru
sendar yfirvöldum og fjölmiðlum. í
lok ráðstefnunnar var frumvarpið
um Tónlistarháskóla íslands kynnt.
Þama var tónlistarfólki gefínn kost-
ur á að bera fram fyrirspumir og
tjá sig um málið. Allsnörp skoðana-
skipti urðu. Nokkmm fannst rök-
stuðningur við einstakar greinar
frv. ekki vera nægur. Ráðstefnunni
var ekki slitið fyrr en eftir að kynn-'
ingunni lauk. Stefán veit jafn vel
og ég að hefði einhugur ríkt um
þetta mál, hefði slíkt komið fram í
fréttum af ráðstefnunni.
Stefán heldur áfram: „Það er
vitaskuld skynsamlegast að byggja
upp og hlú að einum öflugum tón-
listarháskóla, þar sem hæfustu
kennslukraftamir koma til með að
kenna (þ.m.t. kennarar frá öðmm
tónlistarskólum að sjálfsögðu) og
nemendur fá mesta breidd í námið
og bestu aðhlynningu."
í fylgiskjali 1 með frv. um THÍ
segir: „I skólanum vom 232 nem-
endur skólaárið 1986—1987, þar
af 83 á efri stigum skólans (há-
skólastigi)...“
„ . .. Ef gert er ráð fyrir að auka
hljóðfæra/söngkennslu á 8. stigi og
ofar um helming eins og fyrirætlað
er, nemendum fjölgi um 30 (sem
er mjög varlega áætlað)...“
Af þessu má ljóst vera að Tónlist-
arháskóli íslands verður ekki ýkja
fjölmennur skóli (eitthvað á bilinu
120—130 nemendur). Ein af for-
sendum fyrir farsælu skólastarfí er
úrval góðrakennara. Gallinn er hins
vegar sá að hvorki undirritaður,
Stefán, Atli eða Þorkell koma til
með að hafa nokkur áhrif á það
hve margir kennarar verða ráðnir
við fyrirhugaðan tónlistarháskóla.
Það mun í reynd ákvarðast af ijár-
veitingum til skólans. Án efa verður
þeirri reikningsaðferð beitt að
ákvarða stöðugildi í tengslum við
fjölda nemenda. Allt tal um einn
stóran og öflugan skóla með allt
að ótakmörkuðum fjölda kennara
tel ég ekki raunhæft.
Stefán segir mig halda því fram
að Tónlistarskólinn í Reykjavík
skerði nám annarra tónlistarskóla.
Ég vil enn árétta að skrif mín
eru eingöngu um frv. um Tónlistar-
háskóla íslands en snúast ekki gegn
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Stefán er mér sammála um að
fyrir tilstilli laga um fjárhagslegan
stuðning við tónlistarskóla hafí tón-
listarskólamir getað aukið náms-
framboð sitt. í kjölfar þess hefur
nemendum íjölgað. Það er því
ástæðulaust að reyna að skapa
ágreining milli okkar um þetta at-
riði.
Aftur á móti hefur það vakið
athygli að í fjárlagafrumvarpi sem
lagt var fram á Alþingi í október
1987 voru ákvæði þess efnis að hin
gagnmerku lög um fjárhagslegan
stuðning við tónlistarskóla yrðu
gerð óvirk. Sveitarfélög tækju, ein
og óstudd. að sér rekstur tónlistar-
skólanna. í sama kafla frumvarps-
ins voru svo ákvæði um að TR verði
gerður að háskóla og ríkið taki að
sér rekstur hans.
Eins og kunnugt er var breyting-
unni um að sveitarfélög tækju ein
að sér rekstur tónlistarskólanna
frestað en þær fyrirætlanir munu
enn í fullu gildi. Margir í röðum
okkar tónlistarkennara hafa lýst
undran sinna á því að stofna ætti
tónlistarháskóla en á sama tíma að
kippa fótum undan rekstri hinna
almennu tónlistarskóla.
Það skyldi þó aldrei vera að ríkis-
valdið væri til viðræðu um að kosta
einn fámennan háskóla gegn því
að losna við að styrkja u.þ.b. 60
tónlistarskóla. Það þýddi að sam-
félagið greiddi götu 130 nemenda
í stað þeirra u.þ.b. 8.000 nemenda
sem stunda nám í tónlistarskólun-
um á íslandi.
Ég tel sem fyrr óeðlilegt að eitt
af markmiðum tónlistarháskóla
geti verið að reka deildir neðan
háskólastigs. Stefán hefur því mið-
ur ekki lesið nógu vel það sem ég
sagði um þetta atriði. Það er rétt
að slíkar deildir era við tónlistar-
skóla annarra landa. Við þurfum
ekki að fara svo langt. í tengslum
við Kennaraháskóla íslands er
starfræktur æfínga- og tilrauna-
skóli. í lögum um Kennaraháskóla
íslands er fjallað um hlutverk æf-
ingaskólans. Þar standa orðrétt
þessar greinar:
„Æfinga og tilraunaskóli
16. gr.
í sambandi við KHÍ starfar æf-
inga- og tilraunaskóli, sem er um
leið skóli skyldunáms fyrir ákveðið
hverfí Reykjavíkurborgar. Kenn-
araefni skulu fá kennsluæfíngar í
öllum þeim aldursflokkum sem
Kennaraháskólinn veitir rétt til að
kenna.
17. gr.
Æfíngaskólinn skal hafa með
höndum uppeldisfræðilegar athug-
anir og tilraunir eftir því sem við
verður komið. Rektor Kennarahá-
skóla íslands og prófessor í uppeld-
is og sálarfræði skulu í samráði við
skólastjóra Æfingaskólans hafa
umsjón með rannsóknarstarfi
þessu."
Sumar-tilboð
'tilettum
Gott á grillið