Morgunblaðið - 26.05.1988, Page 31

Morgunblaðið - 26.05.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAI 1988 31 Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Vingþór NS 341 kemur með Helgu Sigmars NS 6 upp að bryggju. Seyðisfjörður: Helga Sigmars dregin til hafnar Seyðisfirði. ÞAÐ ÓHAPP varð hjá Helgu Sig- mars NS 6, 9,9 tonna stáibát, í síðustu viku að sjáifstýringin bii- aði á leið inn Seyðisfjörð og bát- inn rak upp í fjöru fyrir neðan Þórarinsstaði utarlega í firðinum. Engar sjáanlegar skemmdir urðu á bátnum og engin slys á mönnum. Alfreð Sigmarsson, annar eigandi og skipverji á Helgu Sigmars, tjáði fréttaritara Morgunblaðsins að strax hefði náðst samband við Jón Pálsson skipstjóra á Vingþóri NS 341 sem einnig er 9,9 tonna stálbátur, en þeir hefðu náð að bakka Helgu Sigmars út áður en hann kom. Ving- þór hefði síðan tekið þá í tog og dregið inn til hafnar á Seyðisfirði. Alfreð sagði að það væri óljóst hvað hefði bilað í sjálfstýringunni en hún festist. Hann sagði að það yrði áð taka bátinn upp í slipp til að gera við hann og bjóst hann við að það yrði hægt að gera við það strax á morgun og ef þetta væri ekki mikil bilun sem hann vonaði, þá yrði þetta ekki langt stopp. Helga Sigmars er einn af 9,9 tonna bátum sem Vél- smiðja Seyðisijarðar smíðaði á síðasta og þessu ári. Tveir þessara báta, Helga Sigmars og Vingþór, eru gerðir út núna hér frá Seyðis- firði og að sögn eigenda hafa þeir reynst mjög vel. - Garðar Rúnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.