Morgunblaðið - 26.05.1988, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 26.05.1988, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 61 Texti og myndir: Björn Sveinssonj og Gardar Rúnar Sigurgeirsson Ný störf í f erða- þjónustu talin 300 Ferðaþjónusta er ein þeirra greina sem Austfirðingar telja að skjóta muni styrkari stoðum undir atvinnulíf í fjórðungnum á næstu árum. Síðastliðin þijú ár hefur komu erlendra ferðamanna til landsins fjölgað um 50% og er áætlað að á sl. ári hafí gjaldeyris- tekjur af þeim numið um 6 mill- jörðum. Til samanburðar má geta þess að gjaldeyristekjur af útflutn- ingi loðnuafurða frá síðustu vertíð námu um 4 milljörðum. Þetta kom fram í framsögu Birgis Þorgilssonar ferðamála- stjóra á ráðstefnunni, en hann tel- ur að hér á landi hafi um 6000 manns haft atvinnu af þjónustu við ferðamenn. Verði fjölgunin jafn ör næstu árin megi búast við því að um 3000 ný störf skapist í þessari atvinnugrein. Þar af muni um 300 þeirra verða til á Austurlandi en um 40 ferðamenn þarf til að skapa eitt ársverk. Það sem gerir Austfirðinga bjartsýna á fjölgun ferðamanna á næstu árum er það að á Austurl- andi hefur fjölgunin undanfarin ár ekki fylgt landsaukningunni. Því megi gera ráð fyrir að fjölgun- in verði hlutfallslega enn meiri hér. Á Austurlandi eru mörg tæki- færi ónýtt sem fjórðungurinn býð- ur upp á fyrir ferðamenn og eru menn sífellt að koma auga á þessa möguleika og eru í auknum mæli að byija að nýta þá. Fjárfesting er töluverð í þessari atvinnugrein hér og markaðsstarfsemi er að komast í markvissara og fastara form. Anton Antonsson fram- kvæmdastjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands sagði fréttaritara að í sumar kæmu rúmlega 700 er- lendir ferðamenn til landsins á þeirra vegum og væri það fjölgun frá árinu áður. Þetta eru aðallega ferðamenn frá Evrópu og sér Ferðamiðstöðin um að skipuleggja ferðir þeirra um landið. Þó þessir ferðamenn komi einkum til Kefíavíkur skapar þessi starfsemi aukin verkefni hjá austfirskum fyrirtækjum því þeir notuðu aðal- lega hópferðabíla héðan af svæð- inu og þessir ferðamenn stoppuðu yfirleitt lengur á Austurlandi en aðrir ferðamenn. Anton er bjartsýnn á að ferða- þjónusta geti orðið vaxandi at- vinnugrein á Austurlandi. Jákvæð þróun eigi sér stað í uppbygging- unni og margir nýir möguleikar muni opnast á næstunni. Þar beri hæst nýjan flugvöll á Egilsstöðum en gert er ráð fyrir að um 200 m braut við hann verði lokið haustið 1990. Með henni skapist mögu- leikar á beinu leiguflugi á milli Egilsstaða og meginlands Evrópu og á það hljóti Austfírðingar að leggja áherslu. Anton segir að ein af forsendum fyrir að hér á landi eigi sér stað raunhæf uppbygging í ferðamálum sé rétt skráð gengi. Innflutningur erlendra ferða- manna sé ekkert annað en gjald- eyrisöflun og því sé rétt skráð gengi frumskilyrði. í fyrra hafi þeir orðið fyrir 25% blóðtöku vegna hækkunar hér innanlands á meðan gjaldeyririnn sem þessir ferðamenn greiddu með stóð í stað eða lækkaði í verði. 6% gengis- fellingin í febrúar rétt nægi til að vega upp á móti matarskattinum en gengisfellingin nú hefði þurft að vera meiri til að koma þessum fyrirtækjum að virkilegu gagni. Egilsstaðir: Fiskeldissjóður Aust- urlands stofnaður Á aðalfundi Iðnþróunarsjóðs Austurlands á Egilsstöðum um síðustu helgi var samþykkt tillaga stjómar um stofnun sérstaks Fisk- eldissjóðs Austurlands sem heyrir undir stjóm félagsins. Stofnfé sjóðsins er tvær og hálf milljón og er þar um að ræða framlag frá Vest-Norden-nefndinni, sem Iðn- þróunarfélagið hefur fengið til ráðstöfunar. Á undanförnum þremur árum hefur félagið veitt nokkmm lax- eldisfyrirtækjum á Austurlandi styrki af ráðstöfunarfénu frá Vest-Norden-nefndinni, en nú verður sú breyting á að í stað þess að veita eingöngu óaftur- kræfa styrki kaupir Fiskeldissjóð- Urinn hlut í fiskeldisfyritækjum hér á Austurlandi. Markmið sjóðs- ins er að stuðla að þróun og efl- ingu fískeldis á Austurlandi með því, að leggja fram fjármagn til stofnunar og endurskipulagningar fiskeldisstöðva í fjórðungnum, að leggja fram ljármagn til rann- 8ókna og að beita sér fyrir sam- vinnu fyrirtækja á þessu sviði í niarkaðsmálum, vömþróun og á sviði tæknimála. Sjóðurinn hefur ekki önnur fjár- hagsleg markmið en að ávaxta stofnsjóð sinn á hveijum tíma, að svo miklu leyti sem það fer saman við markmið sjóðsins og lög hans. Fyrstu tvö starfsár hans verður einungis heimilt að nota fjármagn hans til kaupa á hlutabréfum eða eignarhlut í laxeldisfyrirtækjum á Austurlandi. Framlag sjóðsins verður í slíkum tilfellum undan- tekningarlaust í formi seiðakaupa. Að þeim tíma liðnum er sjóðnum heimilt samkvæmt lögum hans að styrkja starfandi fískeldisfyrirtæki með öðrum hætti. Framlög til rannsókila og samvinnuverkefna geta bæði verið í formi lána á láns- kjörum, sem stjóm sjóðsins ákveð- ur og óafturkræfra styrkja, þá mun sjóðurinn einnig veita aðstoð við færslu og ráðgjafarstarfsemi til námskeiðhalds. Markmið sjóðsins er að þau hlutabréf og hluti sem hann kann að eignast í fyrirtækjum skulu að jafnaði seld eins fljótt og aðstæður leyfa og skal þá selja hlutabréfin á markaðsverði og í samræmi við samþykktir viðkomandi hlutafé- lags. Þannig að fé sjóðsins sé ekki bundið lengi í hlutafé fárra fyrir- tækja svo hægt sé að nota það til annarra verkefna og hlutakaupa í nýjum fyrirtækjum Garðar Rúnar Það á aldrei að segja þeim sögur sem engu -að minnsta kosti ekki veiðisögur- og nú ber vel í veiði- því stóri sannleikurinn er að maí er sextándi mánuðurinn í röð stöðugs verðlags í verslun okkar, því það var í febrúar í fyrra (1/2 1987) sem við breyttum síðast v erðlagsgrund velli í Húsgagnahöllinni. Þegar gengið var fellt í mars um rúm 6% hækkuðum við ekki —og núna þegar gengið hefur verið fellt um tæp 11 % Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir hagsýnt fólk - því við tökum stórar vörusendingar í hús á hverjum degi sem eru seldar í einu verðbólgulausu verslun landsins. REYKJAVlK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.